Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Ljóska Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Hvað er svona jákvætt við hjónabandið?“ Frá Þórhalli Heimissyni: FRÁ HAUSTINU 1996 hefur ver- ið haldið námskeið í Hafnarfjarðar- kirkju um hjónaband og sambúð undir yfirskriftinni „Jákvætt nám- skeið um hjónaband og sambúð“. Gríðarlega góð þátttaka hefur ver- ið á námskeiðunum og eru þátttak- endur nú orðnir rúmlega 1.800 eða 900 pör síðan þetta hjónastarf hófst. Námskeiðin hafa sömuleiðis verið haldin á Akureyri og víðar um landið á þessum þremur árum sem liðin eru frá því þetta starf hófst. Hefur Akureyrarkirkja nú einnig haldið hjónanámskeið sem byggist á þessum sama grunni, bæði fyrir norðan og austan, þannig að segja má að þetta starf sé að breiða úr sér um land allt. Eru námskeiðin haldin frá því í september og fram í maí á hverju ári. Markmið námskeiðanna er að veita hjónum og sambýlisfólki tækifæri til þess að skoða samband sitt í nýju ljósi, styrkja það og efla og íhuga hvernig hægt er að taka tíma frá hvort fyrir annað á já- kvæðan hátt. Grundvallarspum- ingin er „hvað er hægt að gera til þess að styrkja hjónaband og sam- búð“. Sjálfsstyrking er höfð að leið- arljósi. Efnið er kynnt með fyrir- lestrum og í samtölum en einnig eru pörin látin vinna með ákveðin samtalsverkefni. Segja má að í raun og veru kannist allir við það sem fjallað er um á námskeiðunum. Stundum er bara gott að sjá hlut- ina í nýju ljósi. Námskeiðin eru öll- um opin og henta bæði þeim er lengi hafa verið í sambúð eða hjónabandi, og hinum er nýlega hafa ruglað saman reitum. Enda hefúr kjörorð námskeiðanna frá upphafi verið „gerum gott hjóna- band betra“. Aðeins 12 pör komast á hvert námskeið og er fjöldinn takmarkaður til þess að gott sam- band og andrúmasloft myndist á námskeiðinu. Hvert námskeið stendur aðeins í eitt kvöld. Nú er það auðvitað svo að oft þarf frekari vinnu til að bæta sambúð sem komin er í erfiðleika og sum pörin koma einmitt á nám- skeiðið vegna þess að þau eiga í einhverjum erfiðleikum. Því er boðið upp á einkaviðtöl við hjónin í framhaldi af námskeiðinu, sé þess óskað. Leiðbeinendur á námskeið- inu eru undirritaður og sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur í Seltjam- ameskirkju. Eins og fyrr segir hafa þessi námskeið verið haldin yfir veturinn og fullbókað hefur verið með löngum íyrirvara. Sýnir þessi mikla aðsókn þörfina á slík- um sjálfstyrkingamámskeiðum íyrir pör á öllum aldri. Enda bend- ir aukin skilnaðartíðni til þess að víða sé pottur brotinn. Frá því í maí og fram í ágústlok liggur námskeiðahaldið niðri en á komandi hausti er ætlunin að fjölga námskeiðunum og bæta við framhaldsnámskeiðum þar sem fjallað verður nánar um ákveðin vandamál í sambúðinni. Verða þau námskeið ætluð þeim sem þegar hafa sótt grannnámskeiðin. Munu þá ýmsir sérfræðingar leggja þessu starfi lið. En markmiðið verður enn það sama, að styrkja hjónabandið og sambúðina. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, prestur. 'J ^ Æ $ o “47 f RER0N AND SNOOPf ATTEMPT TO REVIVE THE ANCIENT R0MAN 6AME OF CARPS AND AAARBLES.. Rabbi og Snati reyndu að endurvelqa hina fomu rémversku spila- og marmarakúluleiki.. Áskorun til Mannverndar Frá Guðna Björgólfssyni: ÞAÐ passar nokkurn veginn til að íslendingar haldi upp á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní Anno Domini 1999 með því að hlekkjast fjötram gagnagrunns á heilbrigðissviði. í stað þess að senda hverjum og ein- um eyðublað um úrsögn úr þessum granni hefur Landlæknisembættið valið þá leið að láta eyðublað þetta liggja frammi á útvöldum stöðum þar sem litlar líkur væra til að menn nálguðust gögnin. Áhrifaríkasta aðgerð Mann- vemdar er nú að senda eyðublað þetta ásamt leiðbeiningum inn á hvert einasta heimili í landinu. Það er með öllu ótækt að sitja með hendur í skauti og aðhafast fátt eða ekkert þegar markaðsöflin hafa margfalda Vetrarbrautina í for- skot. Gætum að siðferðilegri skyldu okkar þó ekki væri nema vegna af- komenda. Samkvæmt Gunnlaugs sögu Ormstungu þóttu það tíðindi best er orðið höfðu er kristni komst að í landinu. Keyrum í jörð niður þau öfl sem hreiðrað hafa um sig á markaðstorgi hégómans og gert lögin um gagnagrann að tíðindum verstum í 1000 ár. Látum það aldrei verða að slík afsiðun verði að raunveraleika, að menn geri sér líkneski af gulli úr DNA-sameinda- keðju umvafinni bandarískum doll- arasneplum; að manngildið verði fyrir borð borið, að Islendingar glutri niður sjálfstæði sínu fyrir einskis nýtt fánýti. GUÐNI BJÖRGÓLFSSON, Reykhólaskóla, Króksfjarðamesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.