Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR BARAKS URSLIT ísraelsku kosninganna um embætti forsætisráð- herra voru ótvíræð. Ehud Barak, forsætisráðherraefni Verkamannaflokksins, hlaut 56% atkvæða en forsætisráðherr- ann Benjamin Netanyahu um 44% atkvæða. Það er ljóst að ísraelskir kjósendur krefjast breytinga. A þeim þremur árum, sem liðin eru frá því Netanyahu náði kjöri, hefur hann sætt harðri gagnrýni jafnt innanlands sem utan. Hann hefur þrjóskast við að framfylgja friðarsamningum við Palestínumenn, jafnvel þeim, sem hann undirritaði sjálfur í Wye River í Bandaríkjunum á síðasta ári. Ekkert hefur miðað áfram í viðræðum Israela við Sýrlendinga og ríkisstjórn Net- anyahus hefur heimilað landnemum að leggja undir sig frekara landsvæði. Fjölmörg hneykslismál hafa dregið úr tiltrú stjórn- arinnar og loks er augljóst að Netanyahu hefur persónulega kallað yfir sig andúð margra kjósenda. Netanyahu vann sigur á sínum tíma með fyrirheitum um að ekki yrði samið um frið á kostnað öryggis Israelsríkis. Flestum ísraelum er hins vegar ljóst að fyrr eða síðar verður að finna fyrirkomulag á samskiptum þeirra við Palestínumenn er báðar þjóðirnar geta unað við. Það sama á við um samskiptin við ná- grannaríki Israela. I stjórnartíð Netanyahus hefur hins vegar miðað hægt áfram í þessum efnum enda var stjórnin að miklu leyti í gislingu öfgaflokka. Þegar við bætist að efnahagur lands- ins hefur gengið í gegnum erfitt samdráttarskeið gat Netanya- hu ekki státað af miklu í kosningabaráttunni. Verkamannaflokkurinn tefldi hins vegar fram Ehud Barak, sem á að baki glæstan feril innan ísraelska hersins, er virtur langt út fyrir raðir flokksins fyrir gáfur og vart frambjóðandi sem hægt er að brigsla um að vilja tefla öryggi landsins í tví- sýnu. Kosningabarátta Baraks, sem að stórum hluta var skipu- lögð af bandarískum ímyndarsérfræðingum, þótti snilldarleg og tókst honum að grafa algjörlega undan forsætisráðherran- um án þess að gefa sjálfur afgerandi loforð um framtíðina. Þrátt fyrir að stefnumið Baraks séu um margt óskýr og ljóst að hann muni ekki síður en Netanyahu krefjast skýrra trygg- inga fyrir öryggi ísraels í samningum við araba er kjör hans líklegt til að hleypa nýju lífi í friðarumleitanir. Þar bíða hins vegar flókin úrlausnarefni, sem ekki er sjálfgefið að takist að leysa. Barak hefur gefið í skyn að hann sé reiðubúinn til samn- inga um afhendingu frekara lands á Vesturbakkanum og hann hefur ekki útilokað að hann geti fallist á stofnun sjálfstæðs rík- is Palestínumanna. Barak hefur hins vegar tekið fram að hann muni ekki afhenda allt það land er Israelar hernámu í sex daga stríðinu og talið er að afstaða hans til samninga um Austur- Jerúsalem sé jafnósveigjanleg og forverans. Þá munu Sýrlend- ingar vart falla frá því skilyrði sínu fyrir friðarsamningum að þeim verði afhentar Gólanhæðirnar að nýju. Samningar við Sýrlendinga eru hins vegar forsenda þess að ísraelar losni úr þeirri sjálfheldu er þeir hafa verið í í Suður-Líbanon í tæpa tvo áratugi, en það var einmitt eitt helsta loforð Baraks að ísra- elskar hersveitir yfirgæfu Líbanon innan árs. Barak nýtur góðs af því að hafa skýrt umboð frá þjóðinni til að stjórna landinu auk þess sem hann mun eiga auðveldara með að finna bandamenn á alþjóðavettvangi en Netanyahu, sem virtist hafa brennt flestar brýr að baki sér í þeim efnum. Það dregur hins vegar úr bjartsýni að ísraelska þjóðin virðist verða stöðugt sundurleitari og hörð innbyrðis átök trúarhópa jafnt sem þjóðarbrota settu sterkan svip á kosningabaráttuna. Og þrátt fyrir skýran sigur Baraks í forsætisráðherrakjörinu á eftir að koma í ljós hvernig honum mun ganga að mynda nýja ríkisstjórn. Verkamannaflokkurinn tapaði þingsætum í kosn- ingunum og alls eiga nú fulltrúar fjórtán flokka sæti í Knesset. Það verður hægara sagt en gert fyrir hinn nýkjörna forsætis- ráðherra að koma saman starfshæfri ríkisstjórn úr þeim brot- um og líklegt að hann verði annað hvort að veita flokkum ísra- elskra araba aðild að stjórninni eða þá Shas, flokki heittrúaðra gyðinga. Vegna raunveruleika ísraelskra stjórnmála verður hins veg- ar erfítt að ganga til viðkvæmra samninga við Palestínumenn ef flokkur araba gegnir lykilaðstöðu í stjórninni og samstarf við Shas er í augum flestra stuðningsmanna Baraks afleitur kostur. Flokkurinn hefur iðulega verið í oddahlutverki í ríkis- stjórn en hefur átt undir högg að sækja þar sem leiðtogi hans var nýlega dæmdur fyrir spillingu. Flestum á óvart vann flokk- urinn hins vegar verulega á í kosningunum og bætti við sig þingsætum, sem styrkir enn stöðu Shas. Sú ákvörðun Aryeh Deri, leiðtoga Shas, að segja af sér embætti í gær, gæti jafn- framt gert flokkinn að líklegri valkosti við stjórnarmyndun þótt vart muni hann teljast fýsilegur. Þriðji kostur Baraks, sem myndi gera honum kleift að mynda stjórn án flokka araba eða Shas, væri samstarf við Likud-bandalagið. Það væri um margt athyglisverður kostur, ekki síst í ljósi þess hversu mikilvægt er að breið samstaða ná- ist í Israel í þeim flóknu friðarviðræðum sem framundan eru. Hin afdráttarlausa höfnun ísraelskra kjósenda á stefnu Net- anyahus og sú ákvörðun hans að hætta afskiptum af stjórnmál- um gæti opnað leið fyrir slíkt samstarf. Draumurinn um að ríkisvaldið gufi upp FRUMSAMDAR sonnettur um börnin hans og eigin þýðingar á kvæðum þýska skáldsins Heinrich Heine, nýjustu kenningar í þróunai'sálarfræði og mat- aruppskriftir frá miðöldum renna jafn lipurlega upp úr honum og framtíðar- spá um að ríkisvaldið gufí upp. Þessi lágvaxni, hnellni og stríðhærði prófess- or í lögum við Santa Clara-háskólann fæst við lög út frá forsendum hagfí-æð- innar og sú sýn opnaðist honum ekki síst eftir að hafa kynnst íslenska þjóð- veldinu. Hagfræðin er hans fag, þó hann reyndi að forðast hana í lengstu lög. Sem sonur Nóbelsverðlaunahafa var ekki auðvelt að feta í sömu fótspor og faðirinn, Milton Friedman. En David Friedman hefur íyrir löngu unnið sér sess með byltingarkenndum og ögrandi hugmyndum um þjóðfélag án ríkisstjórnar, þar sem góður orðstír verður á ný gulli betri. Á Netinu er far- ið að móta fyrir samfélagi á sömu nóL um og Friedman hefui' rætt um í þrjá áratugi. Frá eðli efnisins til eðlis þjóðfélagsins Maðurinn, sem trúir því að löggild- ing starfsgreina muni hverfa, hefur sjálfur ekki próf upp á eigið hagfræði- ágæti. Samhliða doktorsprófi í eðlis- fræði skrifaði hann bók um hagfræði- leg efni út frá nýstárlegu sjónarhomi, „The Machinery of Freedom“, sem kom út 1971. Upp úr því lá leiðin i hagfræðileg við- fangsefni. „Eg sá að mér fannst ein- faldlega svo miklu skemmtilegra að fást við hagfræði. I eðlisfræðitímum sat ég þögull, meðan hinir töluðu, en í hag- fræði var þessu öfugt farið. Upp úr því gafst ég upp á að halda mig frá sviði fóður míns, sem var ástæðan fyrir þvi að ég valdi eðlisfræði upphaflega," seg- ir Friedman með bros á vör. Friedman lítur á sjálfan sig sem íhaldsmann í stjómmálalegu tilliti, án þess þó að nota hagfræðina til að und- irbyggja stjómmálaskoðanir sínar. En skyldi hann þá líta á hlutverk sitt í hag- fræði sem hlutverk þess sem ögrar og skelfir? „Nei, alls ekki og orðstír minn er alls ekki slíkur. Hugmyndir mínar era á líkum nótum og Gary Beckers. Ég leitr ast bara við að stunda góða hagfræði, en orðstír minn er öllu heldur orðstír viðvaningsins, því ég kem víða við. Flestir hagfræðingar eyða ævinni í að prjóna við einhverja eina hugmynd. Ég er ekki þannig. Almennt má segja að í umfjöllun um vitsmunaleg efni gildi gamla hertæknin að „skjóta og gleyma“. Islenska þjóðveldið sem fyrirmynd Þú vitnar oft til íslenska þjóðveldis- ins sem áhugaverðrar fyrirmyndar. Hvað vekur þar áhuga þinn? „Þjóðveldið er dæmi um raunveru- legt þjóðfélag án ríkisvalds. í okkar þjóðfélagi er gengið út frá því sem vísu að það þurfi ríkisvald til að framfylgja lögunum, en þjóðveldið er gott dæmi úr raunverulega lífinu um að einkaaðilar em fullfærir um að fram- _____________ fylgja lögunum.“ Það kynnu kannski ein- hverjir að segja að ríki án ríkisvalds hljómi fremur sem lýsing á helvíti en —”“““ himnaríki. Getur þetta verið árennileg- ur kostur? „Það em þegar fyrir hendi stórir hlutar samfélagsins, sem ganga vel án afskipta ríkisvaldsins. Samskipti innan fjölskyldunnar em eitt dæmi og svo skipta félagsleg norm almennt miklu máli. Aðhaldið er mikið því menn vilja fylgja norminu. Annars vill enginn um- gangast þá. Það er til skemmtileg rannsókn á sveitasamfélagi í Kalifomíu, sem fylgir sterkum félagslegum normum. Eitt þessara norma er til dæmis að ná- grannar fara ekki í mál hver við annan, svo þama er félagslegt ferli þessu til Morgunblaðið/Ámi Sæberg „MIN framtíðarsýn er að ríkisvaldið hverfi smátt og smátt, svo þegar það er alveg horfið þá muni enginn taka eftir því,“ segir bandaríski lagaprófessorinn David Friedman. David Friedman hefur sett fram róttækar kenning- ar um afnám ríkisvaldsins eins og Sigrún Davíðs- ddttir heyrði er hún ræddi við og hlustaði á fyrir- lestra próflausa hagfræðingsins, sem lítur á sig sem íhaldsmann, þrátt fyrir stjórnleysishugmyndir sínar. Ríkisvaldið til óþurftar í eit- urlyfjabaráttu stuðnings, en mál ekki knúin fram með lögum. Þetta er dæmi um hvemig ekki þarf á ríkisvaldinu að halda til að fylgja reglum eftir. Annað dæmi um aðhald utan ríkis- valdsins em rétttrúaðir demantasalar af gyðingaættum í New York. Af trúar- ástæðum leita þeir ekki til dómstóla, en hafa hins vegar með sér strangt innra réttarkerfi, þai' sem rabbíamir em. Það væri til bóta að draga úr umsvif- um ríkisvaldsins. Tollar em gott dæmi um óhagkvæm afskipti, því þeir hafa til- hneigingu til að vernda gamaldags iðn- að. Ríkisvaldið hefur tilhneigingu til að beita sér ekki til góðs, heldur eftir því sem er pólitískt ábatavænlegt. Það tek- ur og eyðir þjóðartekjum. Um síðustu aldamót eyddi bandaríska ríkisvaldið um tíu prósentum þjóðartekna, en nú um 40 prósentum. Érum við einhverju bættari? Hvað gerir ríkisvaldið? Stundum eitt- hvað gagnlegt, en það er líka virkt í tor- tímingu eins og í baráttunni gegn eitur- lyfjum, sem hefur kostað fjölda manns lífið í Bandaríkjunum, að ónefndum stríðsrekstri. Eða það heldur uppi háu verði á matvælum eins og á Islandi. Á því sviði gildir almennt að í fátækum löndum beinast kraftar stjómvalda að því að keppa um lágt verð og gera bændur enn fátækari, en í ríkum lönd- um er reynt að gera ríka bændur enn ríkari með því að halda verðinu uppi.“ ________ Dæmi um vel heppnaða framfylgni reglna án afskipta ríkisvaldsins era engu að síð- ur sótt þangað sem ríkisvald- ið er ramminn utan um kerf- ið. Er þessi rammi ekki nauð- synlegur, þó síðan geti reglum verið framfylgt innan þess án afskipta þess? „Nei, þvert á móti. I alþjóðaviðskipt- um er algengt að deilur séu leystar án afskipta ríkisvalds og sama gildir oft manna í millum. Það er rangt að ríkis- valdið sé nauðsynlegt til að framfylgja lögum. Og því hefur verið haldið fram að það sé einungis fyrir söguleg mistök að ríkisvaldið setji lög. En það verður ekki litið framhjá því að ríkisvaldið gegnir megin hlutverld í nútímaþjóðfélagi. Ég er enginn bylting- armaður og er ekki að tala um að um- bylta þjóðfélaginu svo ríkisvaldinu verði ofaukið á morgun. Mín framtíðar- sýn er að ríkisvaldið hverfi smátt og smátt, svo þegar það er alveg horfið þá muni enginn taka eftir því.“ Þú hefur haldið því fram að það ætti að leyfa eiturlyf. Baráttan kosti líf og ýti undir glæpi. En er hægt að tala um hagkvæma eitm'lyfjaneyslu, þó hægt sé að sjá hagkvæmni í því að leggja bar- áttuna af? „Ég er ekki að tala um að það leysi öll vandamál að leyfa eiturlyf, en önnur algengasta orsök eyðni í Bandaríkjun- um em óhreinar nálar, sem sprautufíkl- ar nota af þvi þeir fá ekki hreinar nálar. Og ef eiturlyf væra leyfð væri einnig hægt að fylgjast betm- með því að efnin væra ekki enn hættulegri af því þau eru svikin.“ Samfélög á Netinu eru að þróast ut- an arma ríkisvaldsins, svo segja má að framtíðin virðist ætla að halda sína leið. Hver sérðu fyrir þér að þróunin verði? „Það sem er að gerast á Netinu, í tölvmýminu, er að þar myndast samfé- lög, sem ekki lúta lögum ríkisvaldsins, heldur gilda þar reglur, sem framfylgt er af einkaaðilum. Bitbeinið í viðleitni ríkisvaldsins til að koma lögum sínum yfir Netið er dulkóðun á Netinu, sem er lykillinn að gi-eiðum viðskiptum um Netið, bæði til að tryggja leynd og að maður geti sann- að hver maður sé. Ég rökræddi þetta efni eitt sinn í útvarpsþætti við dómara, sem vildi greinilega bæði dulkóðun til að tryggja netverslun, en ______________ um leið að stjómvöld gætu lesið allt til að tryggja hagsmuni ríkisvaldsins. Þessi viðleitni ríkisvaldsins er að mínu mati dæmd til " að mistakast. En tölvurýmið er ekki stjórnlaust, þó það sé utan laga ríkisvaldsins. Þar skiptir orðstírinn miklu máli. Hin ýmsu samfélög Netsins hafa með sér eigin reglur, sem er harðlega framfylgt. Þeim, sem sendir til dæmis óviðkom- andi efni inn á skoðanaskiptasvæði, er úthýst þaðan. í því felst auðvitað sterkt aðhald. Netið verður ekki eitt samhang- andi samfélag, heldur mörg ólík samfé- lög með ólíkum reglum.“ Það em þá væntanlega fyrirsjáanleg átök milli raunheimsins og tölvurýmis- ins? „Já, það er ljóst og tölvurýmið er Netið: Samfé- lag án ríkis- valds í augsýn ekki vinsælt hjá öllum íTkisstjómum. Mín ríkisstjóm er ekki ánægð með að birtar séu myndir á Netinu af nöktu fólki í ástaratlotum og alls ekki að það séu börn. Þegar Netið verður orðið út- breitt í Iran er ljóst að þar verður á döf- inni hvort Múhameðstrú sé af hinu góða eða ekki. En tölvurýmið mun hafa áhrif víða, til dæmis á skattstofninn. I Bandaríkj- unum innheimta sum ríki söluskatt, önnur ekki. Ég kaupi tölvu yfir Netið, jafnvel þó framleiðandinn sé í nokkurra kílómetra fjarlægð frá mér og þá frá ríki, sem ekki innheimtir söluskatt. Ég gæti þess líka að það sé ekki ríki, sem er í bandalagi við Kalifomíu, þar sem ég bý, um að miðla upplýsingum um sölu milli ríkja. Annað sem mun breytast er löggild- ing starfa. Það verður áfram háð próf- gráðu hvort maður getur fengið leyfi til að reka mál fyrir rétti, en á Netinu get- ur hver sem er veitt lögfræðiþjónustu.“ Dvínandi skattstofn óhjákvæmileg afleiðing netþjóðfélagsins Dvínandi skattstofn vegna áhrifa tölvurýmisins mun væntanlega hafa áhrif á velferðarkerfið? „Já, undirstaða þess er að safna fé með sköttum til að dreifa þeim aftur. Þessi endurdreifing byggir á að fólk geti ekki hreyft sig, en sú forsenda er að breytast. Þetta er mikið rætt í Evi'- ópu, en í Bandaríkjunum er þetta gam- alt mál, þar sem lögð hefur verið áhersla á að velferðarmál séu alríkismál til að koma í veg fyrir að ríkin keppi á þessu sviði. En þegar rætt er um hreyfanleika er annað sem mér finnst skipta máli og það era innflytjendur. Þó ég líti á mig sem íhaldsmann hef ég þó allt aðrai’ skoðanir á því máli en flestir íhalds- menn. Ég álít að Bandaríkin eigi að opna landamæri sín og hleypa öllum inn sem vilja koma. Ég væri ekki það sem ég er ef afi minn og amma hefðu ekki fengið að flytja til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Evr- ópu. Aðstreymi fólks til Bandaríkjanna hafði meiri áhrif í átt til bættra lífskjara en velferðarkerfið, því það liggur auð- legð í fólki, ekki í landi. Og fyrst Milos- evic í Júgóslavíu vill ekki skilja það og rekur burt milljón manns hefðu Banda- ríkin átt að taka við þessu fólki. Það hefði líka sparað herútlát og mannslíf. Öflugustu formælendur frjáls inn- flutnings í Bandaríkjunum era há- tækniiðnaðurinn, sem vildi eiga kost á fleira fólki að velja úr. Innflytjendur era yfirleitt hai'ðduglegir, duglegri en við hinir.“ I MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 3£ Samstaða að skap- ast um breytingar á fæðingarorlofi Pólitískur vilji virðist vera að skapast um að nauðsynlegt sé að gera breytingar á fæðing- arorlofí. ASI hefur lagt fram tillögur um bætt réttindi foreldra og nú síðast lýsti for- maður VSI yfír vilja vinnuveitenda til að koma á móts við kröfur um breytt og aukið fæðingarorlof. Egill Ólafsson rekur þær deil- ur sem hafa verið um þetta mál og hvers vegna svo flókið hefur reynst að koma á breytingum á fæðingarorlofí. REYNT hefur verið í mörg ár að ná samkomulagi um breytingar á fæðingarorlofi með það að markmiði að jafna réttindin milli launþega og lengja orlofið. Stjórnvöld hafa tvívegis skipað nefndir til að gera tillögur um breytingar á fæðingarorlofi, en þær skiluðu ekki tillögum vegna ágrein- ings. Seinni nefndin hætti störfum 1997 og í kjölfarið samþykkti Alþingi frumvarp heilbrigðisráðheira sem kvað á um lagfæringar á fæðingaror- lofi fjölburamæðra og mæðra barna sem eiga við veikinda að stríða. Ástæðan fyrir því að svo illa gengur að ná samkomulagi um breytingar er sú að réttindin era mismunandi milli opinberra starfsmanna og launþega á almennum markaði. Ef jafna á rétt- indin með þvi að veita launþegum á al- mennum markaði sama rétt til fæðing- arorlofs kostar það mikla fjármuni sem ekki hefur náðst eining um hvað- an eiga að koma. Samtök opinbema starfsmanna hafa ekki léð máls á að jafna réttinn með því að skerða fæð- ingarorlof opinberra starfsmanna. Inn í þetta blandast kröfur um að lengja fæðingarorlofíð og að jafna það milli feðra og mæðra. Mikill munur á greiðslum í grundvallaratriðum er fæðingar- orlof kvenna sem vinna hjá ríkinu og sveitarfélögunum þannig að þær fá greiðslur í þrjá mánuði sem eru með- altal heildarlauna síðustu 12 mánaða og föst laun í þrjá mánuði til viðbótar. Þess má geta að meðaldagvinnulaun opinberra starfsmanna voru 129 þús- und á mánuði á síðasta ári, en meðal- heildarlaun vora 188 þúsund á mán- uði. Konur á almenna vinnumarkaðin- um, sem rétt eiga á fullu fæðingaror- lofí, fá um 72 þúsund krónur á mánuði í 6 mánuði. Á síðasta ári tóku gildi lög um tveggja vikna fæðingarorlof feðra. Greiðslur til feðranna eru eru 32 þús- und krónur fyrir þessar tvær vikur fyrir feður á almenna vinnumarkaðin- um en feður sem starfa hjá hinu opin- bera halda fullum föstum launum og 50% af yfirvinnugreiðslum. Þegar lagafrumvarpið var til umfjöllunar í Alþingi kom fram að stjórnvöld litu á þetta sem fyrsta skref í því að jafna rétt karla og kvenna til að taka fæð- ingarorlof. Deilur um greiðslur í fæðingarorlofi hafa leitt til þess að dregist hefur að bæta réttindi launþega á almennum markaði. ASÍ hefur lagt fram tillögu um að greiðslur í fæðingarorlofi verði 85% af viðmiðunarlaunum. Ef slík regla ætti að ná til alls vinnumarkað- arins myndi það leiða til breytinga á réttindum opinberra starfsmanna því þeir halda fullum launum í fæðingar- orlofi. Talverð umræða hefur verið um breytingar á fæðingarorlofi á síðustu árum og greinilegt er að þrýstingur á breytingar er að vaxa. Feður hafa þrýst fast á aukinn rétt og m.a. höfða dómsmál á hendur ríkinu í því skyni. Pólitísk samstaða virðist vera að skap- ast um að breytinga sé þörf. Það sást best í nýliðnum kosningum þar sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu lengi'a fæðingarorlofi. Vinnuveitendur lýsa sig tilbúna að taka þátt í kostnaðinum Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, gerði fæðingarorlofsmal að umfjöllun- arefni á aðalfundi VSI í síðustu viku, en hann sagði: „Staða barnafólks á vinnumarkaði hefur fengið aukna at- hygli og einnig sú staðreynd að mikill munur er á gildandi löggjöf um rétt starfsmanna til fæðingarorlofs eftir þ'ví hvort þeir starfa á einkamarkaði eða hjá hinu opinbera. Vax- andi þrýstingur er á nýjar lausnir og hafa sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga tekið upp greiðslur í fæðingarorlofi sem hluta af sínu viðfangs- efnum. Þetta er eðlilegt og getur gefið færi á lausn þar sem fleiri leggja til. VSI mun því leita eftir nýjum lausnum á fyrirkomulagi fæðingarorlofs og munu samtökin í tengslum við næstu kjarasamninga reiðubúin til að standa að breytingum, sem miðast við að greiðslur nái tilteknu hlutfalli reglu- bundinna launa, enda náist samkomu- lag um fjármögnun og fyrirkomulag fyrir allan vinnumarkaðinn.“ Elsa S. Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, sagði að það væri fagnaðarefni að vinnuveit- endur tækju til umræðu fjölskyldu- þátt atvinnumála. Þessi ummæli Ólafs væru merkileg og sýndu vel hvað krafan um breytingar á fæðingarorlofi væri orðin sterk. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, sagði í samtali við Morgunblaðið að_ í lok síðasta árs hefðu VSI og ASI orðið sammála um að kalla eftir talnalegum upplýsingum úr skattgögnum í þeim tilgangi að gera mönnum betur grein fyi-ir kostn- aði við breytingar á fæðingarorlofi. Hann sagði að þessi gögn lægju enn ekki fyrir, en VSI hefði hug á að halda áfram viðræðum við ASI og önnur launþegasamtök þegar þessi gögn lægju fyrir. „Sjúki'asjóðir stéttarfélaganna eru farnir að greiða hluta af þessum kostnaði, sem er eðlilegur þáttur í starfsemi þeirra, og þá má segja að þá hafi skapast fleiri mögu- leikar á að fjármagna lausnina. Við gerum okk- ur grein fyrir því að þetta er kosnaður sem vinnuveitendur þurfa að horfast í augu við. Afstaða VSI hefur alla tíð verið sú að það mætti ekki fella kostnað vegna fjarvista kvenna af vinnustað ein- göngu á atvinnurekendur þeirra. Það stríðir gegn grundvallarviðhorfum í jafnréttismálum. Það verður með ein- hverjum hætti að fjármagna þetta í gegn um skattkerfið með einhvers konai' skattgreiðslum,“ sagði Þórar- inn. Þórarinn sagði að einnig hefði verið nefnd sú lausn að mynda sérstakan sjóð sem sæi um greiðslu fæðingaror- lofs. Slíkur sjóður yrði þá hliðstæður Ábyrgðarsjóði launa. Hann sagði að þetta mál kynni að verða liður í lausn næstu kjarasamninga og þess vegna væri æskilegt að aðilar vinnumarkað- arins reyndu að komast nálægt sam- eiginlegri niðurstöðu áður en viðræð- ur um gerð næsta kjarasamning hæfust. Á þessu stigi væri engin leið að segja fyrir um hvort mikill ágrein- ingur væri milli samtaka vinnuveit- enda og launþega um þetta mál, en ljóst ætti að vera að erfiðara yrði að leysa það eftir því sem kostnaðurinn við lausnina yrði meiri. Lausnin má ekki veikja stöðu kvenna á vinnumarkaði Elsa sagði að Jafnréttisráð hefði alltaf lagt mikla áherslu á að greiðslur í fæðingarorlofi kæmu ekki frá at- vinnurekenda með beinum hætti held- ur yrði kostnaðurinn borinn upp af vinnu- markaðinum í heild. Ef þessar greiðslur kæmu á vinnuveitandann með beinum hætti myndi það veikja stöðu kvenna á vinnumarkaði og sömuleiðis stöðu ungra foreldra al- mennt ef karlar færu að taka fæðing- arorlof í meira mæli en nú væri. Elsa sagði að mjög erfiðlega hefði gegnið að samræma greiðslur í fæð- ingarorlofi milli launþega á almennum markaði og opinberra starfsmanna. Það væri búið að reyna mikið til að skapa samstöðu um að taka á þvi mikla misrétti sem væri í dag. Það hlyti einhvern tímann að koma að því að menn segðu að samningaleiðin væri fullreynd og löggjafinn yrði að taka á málinu. „Það er að minnsta kosti mik- ilvægt að þessi ágreiningur komi ekki í veg fyrir lengingu orlofsins sem víð- tæk samstaða virðist um,“ segir Elsa. - Ágreiningur er um hvort fæðingar- orlofsréttur opinberra starfsmanna er hluti af samningsbundnum réttindum þeirra. Ekki er kveðið á um þessi rétt- indi í kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um fæðingarorlof opin- berra starfsmanna var sett sérstök reglugerð sem fjármálaráðuneytið gaf út árið 1989, en ráðuneytið hafði hins vegar samráð við samtök opinberra starfsmanna um efni hennar. Tilskipun um fæðingarorlof tekur gildi í haust Það sem þrýstir á stjórnvöld um að breyta fæðingarorlofi er að 27. sept- ember nk. tekur gildi tilskipun á Evr- ópska efnahagssvæðinu um þriggjft. mánaða foreldraorlof. Tilskipunin átti að taka gildi á síðasta ári, en íslensk stjórnvöld fengu að fresta gildistök- unni um eitt ár. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASI, sagði að gildistaka þessarar til- skipunar gæfi tilefni til að endurskoða réttindakerfi foreldra í heUd sinni. Til- lögur ASÍ hefðu gegnið út á að búa til tvíþætt réttindakerfi, annars vegar hefðbundið fæðingarorlof sem tengdist fæðingu barnsins og hins vegar for- eldraorlof sem tengdist meira fyrstu árum bamsins og þroska þess. Hug- myndir ASÍ hefðu gengið út á að fjár- magna þessar greiðslur með stofnun sjóðs, sem yrði rekinn með svipuðum hætti og Ábyrgðarsjóður launa. Fjái> magn í sjóðinn kæmi með álagningu launagjalda. Þess má geta að fæðing- arorlof á almennum vinnumarkaði er í dag fjármagnað að hluta til með tryggingagjaldi. Halldór sagði að þeir þættir sem taka þyrfti á í þessu sambandi væru greiðslur í fæðingarorlofi, lengd þess og sveigjanleiki. Hann sagði að ASÍ hefði fallist á aðþaka á þessu máli í tveimur áfóngum. I fyrsta áfanga yrði lögfest þriggja mánaða foreldraorlof án greiðslna. Tilgangur- inn væri einfaldlega að uppfylþi ákvæði EES-tilskipunarinnar. Sam1 hliða yrði hins vegar að liggja fyrir að heildarendm-skoðun á réttindakerfinu færi fram og að greitt yrði fyrii' þetta foreldraorlof. Halldór sagði ekkert liggja fyrir um hver kostnaður væri við tillögur ASI. Um það væri lítið hægt að segja fyrr en þau gögn, sem búið væri að ka&a eftir, lægju fyrir. Mismunandi réttindi í fæð- ingarorlofi Reiðubúnir að taka þátt í kostnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.