Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 51 ± ÞÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR + Þóra Sigur- geirsdóttir fæddist á Isafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðs- sjúkrahúsinu á Biönduósi 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar vóru Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir hús- móðir, f. 6. desem- ber 1891, d. 25. júní 1950, og Sigurgeir Sigurðsson skip- sljóri á ísafirði, f. 2. apríl 1886, d. 10 september 1963. Börn Ingi- bjargar og Sigurgeirs voru sjö: Jóhann Árni, f. 16. ágúst 1911, d. 1. marz 1987, Þóra, sem fyrr er getið, Svava, f. 26. ágúst 1915, d. 8. júlí 1990, Gústav, f. 5. nóvember 1919, d. 25. desember 1993, Sumariiði, f. 26. janúar 1922, d. 12. febrúar 1936, Elísa- bet Þórunn, f. 23. september 1926, Þorgerður, f. 14. desem- ber 1928. Þóra giftíst 8. maí 1932 Snorra Arnfinnssyni, búfræð- ingi, f. 19. júlí 1900 að Brekku í Nauteyrarhreppi í ísaijarðar- sýslu, d. 28. júní 1970. Foreldrar hans vóru: Jónina Jónsdóttir, f. 28. júlí 1865 í Ásgarði í Dala- sýslu, og Arnfinnur Jens Guðna- son, f. 24. ágúst 1872 að Brekku í Kirkjubólssókn. Snorri var bú- stjóri kúabús að Hóli í Siglufirði 1933 til 1939. Þau hjón ráku síðan hót- el og veitingaskála í Borgamesi 1939 til 1943. Þau settu á stofn Hótel Blöndu- ós 1943, er þau ráku tíl ársins 1962, er heilsa Snorra bilaði. Þóra og Snorri eignuðust átta börn, sex syni og tvær dætur: 1) Geir, f. 31. ágúst 1932, núv. maki Rósalyn D. Silao. 2) Þór, f. 19. september 1933, maki Sigurbjörg L. Guð- mundsdóttir. 3) Kári, f. 14. sept- ember 1935, maki Kolbrún Ingjaldsdóttir. 4) Valur, f. 15. nóvember 1936, d. 7. marz 1994, maki Kristín Ágústsdóttir. 5) Örn, f. 9. febrúar 1940. 6) Sæv- ar, f. 13. desember 1943, maki Helga Sigurðardóttir, d. 16. september 1990. 7) Inga Jóna, f. 17. marz 1946, maki Hafsteinn Jóhannsson. 8) Sigríður Kristín, f. 16. desember 1948, maki Lár- us Helgason. Barnabörn Þóm og Snorra era 40, barnabarna- börn 63 og barnabarnabarna- böm 4. Afkomendur þeirra em því 115 talsins. Útför Þóm Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí. Þóra Sigurgeirsdóttir, sem lengi rak hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinns- syni búfræðingi, er látin á 86. ald- ursári. Daginn eftir að hún lézt, 9. maí síðastliðinn, fæddist hundrað- asti og fimmtándi afkomandi þeirra hjóna. Börn þeirra urða átta tals- ins, sex drengir og tvær súlkur. Barnabörn þeirra eru 40 talsins, bamabarnabörn 63 og barnabarna- barnabörn 4. Allt farsælt og fram- sækið fólk. Það eru ekki margir sem skilað hafa samfélaginu jafn stórum skerfi mannauðs sem hún - eða lifa áfram í jafn mörgum af- komendum. Þóra og Snorri tóku við kúabúi í Siglufirði, í eigu Siglufjarðarkaup- staðar, árið 1933 og sáu um rekstur þess af miklum myndarskap til árs- ins 1939. Þá hófu þau eigin atvinnu- rekstur og hösluðu sér völl í þjón- ustu við ferðafólk, sem þá var ung atvinnugrein hér á landi. í raun má segja að þau Þóra og Snorri hafi verið meðal frumkvöðla í hótel- rekstri og ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Þau hófu hótelrekstur í Borgarnesi árið 1939 en fluttu sig síðan til Blönduóss árið 1943, þar sem þau ráku hótel um langt árabil, eða þar til heilsa eiginmannsins bil- aði árið 1962. Á blómatíma í rekstri þeirra hjóna var Blönduós vinsæll áningarstaður, hvort heldur fólk GUÐBJORG ROSA GUÐJÓNSDÓTTIR + Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1928. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 3. maí síðastliðins. Út- för Rósu fór fram frá Bústaðakirkju 11. maí. Nú þegar tengda- móðir mín, Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir, er látin þá leitar hugurinn 22 ár aftur í tímann þegar ég kynntist yngstu dóttur þeirra hjóna, Rósu og Guðmundar Lárassonar sem lést 5. ágúst 1985. Við bjuggum fyrstu mánuðina hjá þeim hjónum ásamt nýfæddri dóttur okkar á Réttarholtsveginum á með- an ég var að ljúka námi. Heimili þeirra hjóna var alltaf fallegt enda Rósa mildl húsmóðir og mátti enga óreiðu sjá á þeim bæ. Rósa var söng- elsk og hlustaði mikið á tónlist, hún gat verið mikill hrókur í góðra vina hópi, en hafði sitt skap líka og lét í Ijós álit sitt ef henni mislíkaði eitt- hvað, en skoðanir hennar voru heið- arlegar og komu beint frá hjartanu. Rósa missti mikið þegar Guðmundur lést og var hún mjög einmana. Tók hún sig þá til og seldi á Réttarholts- veginum og keypti litla íbúð hjá eldri borgumm við Skúlagötu og hófst þá nýr kafli í lífi hennar. Þar kynntist hún Jó- hannesi Leifssyni gull- smið, miklum ágætis manni og tókst mikil og góð vinátta milli þeirra, ferðuðust þau nokkrum sinnum til sólarlanda og höfðu góðan félags- skap hvort af öðru. Rósa var vinsæl meðal annarra íbúa hússins sem líkaði vel glaðlyndi og hressileiki hennar og var oft glatt á hjalla í veitingasal hússins í síðdegiskaffinu. Frá því ég kynntist Rósu hefur hún verið veil fyrir hjarta og hafa síðustu árin verið henni erfið, en þó verst í vetur þegar svimi og jafnvæg- isleysi fóru að hijá hana. Mér hefur þótt mjög vænt um það hversu vel og hlýtt hún hugsaði til okkar sjómanna og bað fyrir okkur, alltaf hringdi hún áður en ég fór á sjóinn til að kveðja mig og óska mér og skipsfélögum mínum Guðsbless- unar og að við fiskuðum vel og fær- um varlega, hún velti oft fyrir sér hlutskipti sjómannshjóna og fannst það ekki öfundsvert. Nú þegar ég kveð þig, elsku Rósa mín, þakka ég þér samfylgdina og fallegar hugsanir til mín. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn tengdasonur Heimir Guðbjömsson. var á leið norður af höfuðborgar- svæðinu eða suður úr byggðum beggja vegna Tröllaskaga. Þá vóru miklar annir hjá Þóru Sigurgeirs- dóttur, sem sinnti hótelrekstrinum og störfum honum tilheyrandi til jafns við eiginmanninn. Eftir að þau hættu rekstri hótelsins fluttu þau í Hveragerði, þar sem Þóra tók við matráðskonustarfi hjá Elliheim- ilinu Ási þar á staðnum. Eftir lát manns síns vann Þóra við sauma- skap í Reykjavík og síðar eftir að hún flutti aftur til Blönduóss starf- aði hún þar við saumaskap hjá Pól- arpijóni. Þóra hafði stóru heimili að sinna, samhliða umfangsmiklum atvinnu- rekstri, sem hún var vakin og sofin í. Vinnudagur hennar var því oft lang- ur og eflaust hefur áreiti, sem at- vinnurekstri fylgir, mætt á henni sem öðrum, er hafa í mörg horn að líta. En alltaf gekk hún til verka glöð í bragði, háttvís og hógvær, glæst og gjöful. Hún lét heldur ekkd sitt eftir liggja í félagsstarfi Blöndu- ósinga og var heiðursfélagi í Kvenfé- laginu Vöku þar á staðnum. Þá vann hún sjálfboðaliðsvinnu við Heimilis- iðnaðarsafnið á staðnum. Seinustu þijú árin dvaldi Þóra á ellideild Heilsugæslustöðvar A-Hún. Þóra var næstelst sjö systkina. Það kom snemma í hennar hlut að líta til með yngri systkinum sínum, gæta þeirra og leiðbeina þeim. Hún hélt starfi leiðbeinandans áfram sem móðir átta barna, amma, langamma og langa-langamma tuga barna - meira en hundrað afkom- enda. Hún var stolt af sínum fjöl- mörgu afkomendum og hafði ávallt samband við undirritaða systur sína, þegar nýtt barn bættist í hóp- inn, svo það yrði örugglega tölvu- skráð í niðjatalið. Nú er Þóra Sigurgeirsdóttir, ættmóðir meir en hundrað afkom- enda, dáin inn í vorið. Það fer vel á því að hún deyi inn í vaknandi gróð- urríkið í umhverfi okkar, svo lifandi sem hún var, litrík og gefandi. Hún gat vissulega tekið undir með skáldkonunni Huldu sem sagði: Vængléttavorgola, viltu bíða mín og leiða mig þangað sem ljósbjarminn skín. Fljúgðu með mér þangað, sem fjallasýnin er hæst, vorloftið hreinast og himinljósið næst. Þóra Sigurgeirsdóttir er kvödd með söknuði, virðingu og þakklæti - og ástvinum hennar sendar inni- legar samúðarkveðjur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Stefán Friðbjarnarson. t ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sfmi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ t Ástkær faðir okkar, KLEMENS RAFN INGÓLFSSON, andaðist sunnudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. maí kl. 10.30. Helena Rafnsdóttir, Rögnvaldur Kristinn Rafnsson. 4 t Móðir okkar, RAGNA SIGURÐARDÓTTIR frá Arnarvatni, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. maí kl. 15.00. Ormur Hreinsson, Styrmir Hreinsson, Helga Hreinsdóttir. t Bróðir okkar, KRISTJÁN VERNHARÐUR ODDGEIRSSON frá Hlöðum, Grenivík, sem lést þriðjudaginn 11. maí sl., verður jarð- sunginn frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Systkini hins látna. t SVEINBJÖRG BRANDSDÓTTIR, Runnum, Reykholtsdal, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 15. maí síðastliðinn. Jarðsett verður laugardaginn 22. maí. Athöfnin hefst kl. 13.30 í Reykholtskirkju. Ingibjörg Einarsdóttir, Guðni Sörensen, Brandur Fróði Einarsson, Þuríður Skarphéðinsdóttir, Kristleifur Guðni Einarsson, Ásta Einarsdóttir, Guðni Aðalsteinsson, Sigríður Einarsdóttir, Þorvaldur Pálmason og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÓLAFSSON bakarameistari, Skólastíg 14, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta SEM-samtökin njóta þess, (sími 588 7470). Ingveldur Sigurðardóttir, Þór Hróbjartsson, Skúli Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Eyrún Birgisdóttir og barnabörn. t Elskuleg dóttir okkar, systir og mágkona, ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar laugardaginn 15. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. maí kl. 10.30. Ingvi Svavar Þórðarson, Ásgerður Snorradóttir, Sigfús Baldvin Ingvason, Laufey Gísladóttir, Fanney Sigrún Ingvadóttir, Halldór Jóhannsson. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.