Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 48
♦£8 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ .Að afloknum kosningum ÞJÓÐIN hefur valið Sjálfstæðisflokk til áframhaldandi stjórn- unar landsmála. Óbreytt stjómarsam- starf með Framsókn- arflokki er í sjónmáli. Málefnalegur ágrein- "*■ ingur virðist ekki sýnilegur milli þess- ara flokka, þeir lofa samstarfíð á sl. kjör- tímabili og óbreytta stefnu í efnahags-, at- vinnu og félagsmálum. Framangreindir stj ómmálaflokkar hafa með sárafáum undantekningum leitt ríkisstjórnir í meira en hálfa öld. Sundraðir vinstris- máflokkar, oft í innbyrðis illdeil- um, hafa viðhaldið veldi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sem hafa myndað með þeim ríkis- ^tjórnir til að tryggja sitt eigið flokksfylgi í skjóli fjármálavalds- ins. Öeining hinna svonefndu vinstri félagshyggjuflokka hefur mestan hluta aldarinnar ráðist á valdabaráttu einstakra forastu- manna þeirra, þessi ágreiningur hefur líka endurspeglast í veikri stöðu launþegafélaga og samtaka. Samfylkingin Nú á síðasta ári aldarinnar tóku loksins félagshyggjuflokkamir ^þöndum saman um sameiningu. Vissulega ekki átakalaust, en for- mönnum stærstu smáflokkanna tókst að ná samkomulagi við önnur flokksbrot um að fylkja liði, fyrst í sveitarstjómum og síðan alþingiskosning- um. Við sem höfðum beðið í hartnær mannsaldur eftir þess- ari langþráðu samein- ingu héldum að nú væri stóra stundin rannin upp og íslensk- ir jafnaðarmenn komnh’ í einn sterkan flokk. Koma þá ekki undan sænginni gal- vaskir vinstri, vinstri- menn (rauðir og græn- ir og allt þar á milli), með gömlu kalda- stríðskenninguna, „burt með herinn og úrsögn úr NATO“. Fimm manns gengu Keflavíkur- göngu til minningar um forvera sína, sem gengu á áram áður sár- fættir og kaldir þessa sömu leið. Þessir vinstri, vinstrimenn telja sig einnig vera vemdara íslenskrar náttúra og hafa gert græna litinn að sínu tákni. Jöklar, sandar, fjöll og dalir og allt þar á milli á víðemi hálendisins skal varðveitt í þágu lands og þjóðar. Vissulega fógur fyrirheit fyrir unga sem aldna og óboma. En er ekki meginþorri ís- lendinga á sama máli; að verja sín- ar náttúraperlur, græða landið og hefta uppfok? Þarf sérstakan vinstri grænan flokk til að ná fram þeim markmiðum? Nei, náttúrlega ekki, þessar flokksleifar Alþýðu- bandalagsins, sem nú era orðnar nýr flokkur, byggja sína stefnu- skrá á málefnalegum granni gamla flokksins, líkt og Framsóknar- Kristján Pétursson Kosningar Það þarf réttvísi, dóm- greind og friðsemd, segir Kristján Péturs- son, til þess að brjóta þá fjötra, sem enn að- skilja sameiningu vinstrimanna. flokkur gerir með sína kenningu um nýja Framsókn. Við sitjum uppi með gamla fjór- flokkakerfið með einhverjum nafnabreytingum. Sú árátta vinstrimanna að halda áfram að efla íhaldið með þessum hætti fram á næstu öld era sár von- brigði, ekki aðeins fyrir félags- hyggjufólk, heldur alla þá sem vilja ná fram heilbrigðum og ábyrgum stjórnarháttum í land- inu. Þeir Alþýðubandalagsmenn sem nú ganga á hólm við Samfylk- inguna með stofnun nýs flokks hafa villst af leið. I stað þess að efla og yrkja samstarf vinstri- manna og fjarlægja hindranir leggja þeir nú stein í götu þessar- ar sameiningar. Sú valdafíkn „kaldrar skynsemi" sem rekur menn til slíkra gjörninga er ekki líkleg til ávinnings fyrir land og þjóð. Hætt er við að hinar rás- gjörnu hugarhallir vinstri grænu hreyfíngarinnar verði aðeins tíma- bundinn skapnaður óskhyggjunn- ar. Það þarf réttvísi, dómgreind og friðsemd til að brjóta þá fjötra, sem enn aðskilja sameiningu vinstrimanna. Við skulum rækta saman stóran og laufríkan skóg þar sem illgresi fær ekki rótum skotið. Höfundur er fyrrverandi deildar- stjóri. Athugasemd við skrif lögfræðings og bakara TVEIR nafnkunnir Islendingar, annar jtögí'ræðingur, hinn bakari, láta svo lítið að svara grein sem ég skrifaði í Morgunblað- ið í síðustu viku. Eftir- tekt vekur að hvorag- ur virðist hafa lesið greinina sem þeir era að svara. En það er kannski ekki annað en gamalþekkt mælsku- bragð. Eftirtektarvert er líka að hvoragur þeirra minnist einu orði á raunveralega ástæðu þess að Sjálf- ^stæðisflokkurinn hefur útsendara í hverri einustu kjör- deild - sem er að halda sína eigin spjaldskrá í þeim tilgangi að reka trega kjósendur á kjörstað. Báðir þrá- stagast þeir hins vegar á því sem útsendar- amir í kjördeildunum era vissulega ekki að gera: að fylgjast með því að ekki sé svindlað í kosningunum. Hvemig kemur það í veg fyrir kosninga- svindl að merkt sé inn á einhverjar stuðn- ingsmannaskrár frá Sjálfstæðisflokknum hverjir koma að kjósa og skrámar síðan not- aðar til að smala þeim á kjörstað sem ekki hafa skilað sér? Væri ekki meira vit að fá Hjálparsveit skáta til að fylgjast með? Greinar lögfræðingsins og bak- arans geta því ekki skoðast sem annað en yfirklór - er hugsanlegt að þeim sjálfum þyki raunveraleg- ur tilgangur snuddsins í kjördeild- unum svo lítilmótlegur að þeir vilji ekki nefna hann? Það er erfitt að eiga orðastað við menn sem snúa bara út úr og fara að tala um eitthvað allt annað. Ég vil árétta að þessi litla reki- stefna mín, sem lögfræðingurinn og bakarinn afbaka af list þeirra sem hafa setið ótal málfundi, hafði ekkert með vinstri eða hægri að gera, eða hvort ég er með eða á móti Sjálfstæðisflokknum (ég tel mig engan sérstakan vinstrimann, mér er ekki verr við Sjálfstæðis- flokkinn en aðra flokka, en mér er í nöp við flokksræði). Þetta er spuming um einfóld lýðréttindi. Egill Helgason Kosningar Þarna er hins vegar verið að fara inn á svið sem tilheyrir mér, seg- ir Egill Helgason, ein- staklingnum, en ekki ríki, fyrirtæki eða stj órnmálaflokki. Málið er svona vaxið: Flest okk- ar bíðum engan beinan skaða af því þótt fylgst sé með okkur á kjörstað eða við séum á alls konar skrám sem við vitum kannski ekki af - við lifum ágætlega og drögum andann þrátt fyrir það. Þama er hins veg- ar verið að fara inn á svið sem til- heyrir mér, einstaklingnum, en ekki ríki, fyrirtæki eða stjómmála- flokki. Þetta er spuming um mörk- in þar sem einstaklingurinn á að fá að vera í friði; ég tel að þau eigi að vera dregin ansi vítt - við eigum öll að hafa stóran garð í kringum okk- ur þar sem við erum í friði fyrir ut- anaðkomandi öflum sem sjá sér hag í að ónáða mann. Eg skil ekki annað en að þetta ætti að hljóma eins og lækjarniður og fuglasöngur í eyram sjálfstæðis- manna. Að lokum: Ef Sigurbjöm Magn- ússon þekkir aðferð til að mótmæla í kyrrþey, þá þætti mér vænt um að fá að þiggja ráð hjá honum. Höfundur er blaðamaður. Hvít Balkansnotra - A. blanda „White Splendour" Anemone HVENÆR á að skrifa um laukjurtir, á að gera það þegar rétti tíminn er til að gróðursetja þær, eða er réttast að skrifa þegar þær era í blóma? Oft hef ég verið í vafa, en nú er málið tiltölulega ein- falt, sumir laukar, eða forðahnýði Anemone-ættkvísl- arinnar, eru settir niður á vorin, en aðr- ir á haustin, því er „rétti“ tíminn hvort heldur haust eða vor. Yfirskrift þessarar greinar er latneska nafnið á ætt- kvíslinni, því ég á eins og margir fleiri í dálitlum vandræðum með íslenska nafnið. Ýmsir nota beint latneska nafnið og tala um anemónur, aðrir nota heitið skóg- arsóley og enn aðrir taka sér nafnið snotra í munn. Fljótt á lit- ið minna blómin á sóleyjablóm, sem er ekki skrítið, því anemónur og sóleyjar eru úr sömu ættinni, sóleyjaættinni. Báðar eru með margsamsetta, grænleita frævu í miðju blóminu og umhverfis hana er krans af fjölmörgum fræflum, sem oftast era gulir á lit. Blóm- hlífin er hins vegar ólík. Sóleyjar hafa lítil, græn bikarblöð og stærri krónublöð, sem oftast era gul eða hvít á lit og gjarnan fimm að tölu. Þetta er kölluð tvöföld blómhlíf. Anemónur hafa hins vegar einfalda blómhlíf, sem þýð- ir að öll blómblöðin era eins á lit- inn og þau eru oftast fleiri en fimm. Laufblöð anemóna og margra sóleyja era líka áþekk því þau era mikið skörðótt, svo mjög að þau eru oft handskipt. Ein- kenni anemónu eru hins vegar stöngulblöð eða reifablöð ofar- lega á blómstönglinum, sem oft- ast eru mjög lík hinum laufblöð- unum. Það sem er neðanjarðar er þó ólíkast hjá sóleyjum og anemónum, þar sem sóleyjar hafa trefjarætur, en anemónur forða- hnýði, sem smárætur vaxa svo út úr, eins og áður er sagt. Maríusóley, Anemone coron- aria, er sú tegund, sem í daglegu tali er oftast bara kölluð anemóna. Hún er ræktuð sem sumarblóm hér á landi, því hnýði hennar era seld á vorin. Þar sem vorar mjög snemma má setja hnýðin beint út í garð, en miklu betra er að koma þeim til inni og setja síðan út á svipuðum tíma og önnur sumarblóm. Gott er að láta hnýðin liggja í bleyti í nokkra klukkutíma áður en þau eru sett í mold. Þau taka í sig vatn og þá koma brumin betur í ljós, en þau eiga að snúa upp, þegar hnýðinu er komið fyrir. Blóm anemóna era stök á stöngulendanum og stór, 5-7 sm í þvermál en 30-40 sm á hæð. Litimir eru sterkir, rauðir, bláir og líka þar á milli og fræva og fræflar dökk. Anemónur fara að blómstra um mitt sumar og era að lengst fram á haust. Þó að hnýðin geti lif- að veturinn af, a.m.k. sunnanlands, borgar sig að kaupa ný hnýði árlega, því það dregur mjög úr blómguninni á öðru ári. Til eru fylltar anemónutegundir, sem líka eru mjög vinsælar. Balkansnotran, eða balkönsk skógarsóley, A. blanda, á heimkynni sín á Balkanskaga, en þar er hún al- gengust í suðurhluta Grikklands. Hún vex líka villt á nokkram svæðum í Litlu-Asíu, svo sem í fjöllum Tyrklands, Norður-Kúr- distan og Kákasusfjöllum. Nátt- úralegt umhverfi balkansnotr- unnar er kjarrlendi í fjallshlíðum, þar sem nokkurrar forsælu nýt- ur. Þar vex hún oft í glufum milli steina. Hér á landi og annars staðar á norðlægum slóðum þrífst balkansnotran best þar sem sólar nýtur og jarðvegurinn hlýnar vel. Hún blómstrar snemma á vorin, gjarnan um mánaðamótin apríl- maí. Jurtin öll er lágvaxin, sjald- an meira en 10 sm á hæð, þannig að hún á vel heima fremst í beði eða í steinhæð eða grjóthleðslu. Vaxtartíminn er stuttur og á miðju sumri visnar laufið alveg og hnýðin falla í dvala. Hnýði balkansnotru eru sett niður á haustin vegna þess hve hún blómstrar snemma. Þau era sett grunnt, á nálægt 5 sm dýpi, og gott er að skýla þeim með dálitlu laufi. Ýmis garðaafbrigði era til af balkansnotranni og hafa mörg þeirra reynst vel á Islandi. Vin- sælustu afbrigðin eru ,A-trocoerulea“, sem er með dökkblá blóm, „Charmer" með stórum bleikum blómum, „Rad- ar“ með purpurarauðum blómum með hvítri miðju en stærstu blómin eru líklega hjá „White splendour". Þau eru hreinhvít á litinn en ytra borðið er dálítið bleikmengað, þannig að bleiki lit- urinn er áberandi, þegar þroskað blómið er lokað 1 rigningu eða hrakviðri. Hvíta balkansnotran stendur mjög lengi í blóma og er vel harðgerð og hefur verið í ræktun í Reykjavík í meira en 25 ár. Ýmsar anemone-tegundir eru á laukalistum Garðyrkjufélagsins haust og vor og nú verður sú hvíta á haustlaukalistanum. Anemónur hafa verið ræktaðar á Islandi í marga áratugi og hafa sýnt það og sannað að þær vaxa hér með ágætum og eiga skilið enn meiri útbreiðslu. s.nj. BLON VIKUNMR 405. þáttur llmsjon Sigríð- ur Hjartar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.