Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 21 LANDIÐ Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir NEMENDURNIR tóku sundsprett í Kolviðarnesslaug á Snæfellsnesi. Miðnætursund og ferð á jökul Eyja- og Miklaholtshreppi - Rúm- lega 40 nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í heimsókn á Snæfellsnesið eftir síðasta samræmda prófið. Félagsmiðstöðin Selið í samvinnu við skólann og foreldra stóð fyrir ferðinni. Farið var í Gullborgarhelli í Hnappadal og eftir gönguferðina grilluðu þau saman kvöldverð. Seint um kvöldið fór hópurinn í „iniðnætursund" í Kolviðamess- laug, þar sem þau skemmtu sér saman við sund og leiki. Gist var á bændagistingu að Snorrastöðum II í Kolbeinsstaðahreppi og snemma að morgni næsta dags var svo lagt af stað í ferð á Snæfellsjökul. Að sögn Margrétar Sigurðar- dóttur starfsmanns í Selinu em 54 krakkar í 10. bekk í Valhúsa- skóla, þannig að þátttaka í ferð- inni var mjög góð. Haukur Svein- björnsson bóndi á Snorrastöðum II kom því á framfæri að nemend- urnir hefðu verið til fyrirmyndar í hegðun og umgengni og sam- skipti góð við fullorðna fólkið sem var með í för. Líflegt félagsstarf aldraðra í Arnessýslu Hrunamannahreppi - Félög eldri borgara hér í uppsveitum Árnes- sýslu eru vel starfandi á ári aldr- aðra sem fyrr og standa fyrir fjöl- breyttu félagstarfi fyrir félaga sína. Hér í Hrunamannahreppnum var félagið stofnað árið 1983 og eru félagsmenn nú 75. Þessi félags- skapur hefur „opið hús“ einu sinni í mánuði sem jafnan er vel sótt. Allgóð aðstaða er að Heimalandi á Flúðum en þar eru íbúðir fyrir aldraða. Nokkrir koma saman einu sinni til tvisvar í viku og er þá m.a. unnið í bókbandi, föndri og tekið í spil. A hverju sumri er farið í skemmtiferðir. Kvenfélag sveitar- innar býður til skemmtunar og kaffidrykkju í lok vetrarstarfsins hverju sinni og er þá boðið eldra fólki úr einhverju nágarannasveit- arfélagi. Að þessu sinni komu Bisk- upstungnamenn í heimsókn og fór samkoman fram á uppstigningar- dag. Skemmtiatriði fóru fram og sýning var á fjölmörgum munum sem unnir voru í föndurtímum en þær Guðrún Þorsteinsdóttir og Þorgerður Hugrún Grímsdóttir hafa aðstoðað fólkið og annast leið- sögn. I Biskupstungum eru heldur færri félagsmenn eða um 40 og fé- lagið nokkru yngra. Þar er starf- semin all svipuð og haldið uppi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞAÐ var fjölmenni sem mætti í kaffisamsætið. ágætu félagsstarfi. Ingólfur Jó- hannsson hefur t.d. verið með leið- beiningar í útskurði sem mælist vel íyrir. Þá koma gestir stundum í heimsókn til skemmtunar og fróð- leiks. Ibúðir fyrir eldra fólk er að Bergholti í Reykholtshverfi. For- maður íyrir félagi þeirra Tungna- manna er Sigurður Þorsteinsson á Heiði, hjá Hrunamönnum er Arn- dís Sigurðardóttir, í Miðfelli, for- maður. ARNDÍS Sigurðardóttir og Sigurður Þorsteinsson, for- menn félaganna. OPIÐ8-20 MÁNUDAGA -FÖSTUDAGA OPIÐ10-16 LAUGAR- DAGA Bílavarahlutaveislun & bílaverkstæði • Bremsuklossar • Bremsudælur • Kúplingar • Kerti • Bremsuborðar •Stýrisendar • Drifliðshosur • Síur • Bremsudiskar •Spindilkúlur «Kertaþræðir •Perur HYUNDAI - MITSUBISHI - NISSAN - SUBARU - T0Y0TA • V0LKSWAGEN Glóbleikt og purpuralitt Hot Fuchsias Nýir litir sem minna á suðrænar hitabeltiseyjar: Bleikt, purpuralitt og sægrænt ímyndaðu þér að þú sért á suðrænni eyju. Sjáðu fyrir þér draumbláan himin, og dulúðug kvöld. Varirnar klæðast villtum bleikum litum - glóbleiku, purpurasvölu. Augun verða framandleg í mjúkum næturskuggum, með smáskammti af blágrænu til áherslu. Neglurnar glampa í eyjableiku og Ijósfjólubláu. í þessari línu er lögð áhersla á nýju Color Swirl litina fyrir varirnar og á Duo Sticks augnskuggana. ESTEE LAUDER verslanir Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til ki. 16 í dag, miðvikudaginn 19. maí. Sími: 569 1111 • Brefasimi: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.