Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 21 LANDIÐ Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir NEMENDURNIR tóku sundsprett í Kolviðarnesslaug á Snæfellsnesi. Miðnætursund og ferð á jökul Eyja- og Miklaholtshreppi - Rúm- lega 40 nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í heimsókn á Snæfellsnesið eftir síðasta samræmda prófið. Félagsmiðstöðin Selið í samvinnu við skólann og foreldra stóð fyrir ferðinni. Farið var í Gullborgarhelli í Hnappadal og eftir gönguferðina grilluðu þau saman kvöldverð. Seint um kvöldið fór hópurinn í „iniðnætursund" í Kolviðamess- laug, þar sem þau skemmtu sér saman við sund og leiki. Gist var á bændagistingu að Snorrastöðum II í Kolbeinsstaðahreppi og snemma að morgni næsta dags var svo lagt af stað í ferð á Snæfellsjökul. Að sögn Margrétar Sigurðar- dóttur starfsmanns í Selinu em 54 krakkar í 10. bekk í Valhúsa- skóla, þannig að þátttaka í ferð- inni var mjög góð. Haukur Svein- björnsson bóndi á Snorrastöðum II kom því á framfæri að nemend- urnir hefðu verið til fyrirmyndar í hegðun og umgengni og sam- skipti góð við fullorðna fólkið sem var með í för. Líflegt félagsstarf aldraðra í Arnessýslu Hrunamannahreppi - Félög eldri borgara hér í uppsveitum Árnes- sýslu eru vel starfandi á ári aldr- aðra sem fyrr og standa fyrir fjöl- breyttu félagstarfi fyrir félaga sína. Hér í Hrunamannahreppnum var félagið stofnað árið 1983 og eru félagsmenn nú 75. Þessi félags- skapur hefur „opið hús“ einu sinni í mánuði sem jafnan er vel sótt. Allgóð aðstaða er að Heimalandi á Flúðum en þar eru íbúðir fyrir aldraða. Nokkrir koma saman einu sinni til tvisvar í viku og er þá m.a. unnið í bókbandi, föndri og tekið í spil. A hverju sumri er farið í skemmtiferðir. Kvenfélag sveitar- innar býður til skemmtunar og kaffidrykkju í lok vetrarstarfsins hverju sinni og er þá boðið eldra fólki úr einhverju nágarannasveit- arfélagi. Að þessu sinni komu Bisk- upstungnamenn í heimsókn og fór samkoman fram á uppstigningar- dag. Skemmtiatriði fóru fram og sýning var á fjölmörgum munum sem unnir voru í föndurtímum en þær Guðrún Þorsteinsdóttir og Þorgerður Hugrún Grímsdóttir hafa aðstoðað fólkið og annast leið- sögn. I Biskupstungum eru heldur færri félagsmenn eða um 40 og fé- lagið nokkru yngra. Þar er starf- semin all svipuð og haldið uppi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞAÐ var fjölmenni sem mætti í kaffisamsætið. ágætu félagsstarfi. Ingólfur Jó- hannsson hefur t.d. verið með leið- beiningar í útskurði sem mælist vel íyrir. Þá koma gestir stundum í heimsókn til skemmtunar og fróð- leiks. Ibúðir fyrir eldra fólk er að Bergholti í Reykholtshverfi. For- maður íyrir félagi þeirra Tungna- manna er Sigurður Þorsteinsson á Heiði, hjá Hrunamönnum er Arn- dís Sigurðardóttir, í Miðfelli, for- maður. ARNDÍS Sigurðardóttir og Sigurður Þorsteinsson, for- menn félaganna. OPIÐ8-20 MÁNUDAGA -FÖSTUDAGA OPIÐ10-16 LAUGAR- DAGA Bílavarahlutaveislun & bílaverkstæði • Bremsuklossar • Bremsudælur • Kúplingar • Kerti • Bremsuborðar •Stýrisendar • Drifliðshosur • Síur • Bremsudiskar •Spindilkúlur «Kertaþræðir •Perur HYUNDAI - MITSUBISHI - NISSAN - SUBARU - T0Y0TA • V0LKSWAGEN Glóbleikt og purpuralitt Hot Fuchsias Nýir litir sem minna á suðrænar hitabeltiseyjar: Bleikt, purpuralitt og sægrænt ímyndaðu þér að þú sért á suðrænni eyju. Sjáðu fyrir þér draumbláan himin, og dulúðug kvöld. Varirnar klæðast villtum bleikum litum - glóbleiku, purpurasvölu. Augun verða framandleg í mjúkum næturskuggum, með smáskammti af blágrænu til áherslu. Neglurnar glampa í eyjableiku og Ijósfjólubláu. í þessari línu er lögð áhersla á nýju Color Swirl litina fyrir varirnar og á Duo Sticks augnskuggana. ESTEE LAUDER verslanir Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til ki. 16 í dag, miðvikudaginn 19. maí. Sími: 569 1111 • Brefasimi: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.