Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bandamaður með hroll Ljóð um breytingar BÆKUR Fræöirit „THE ALLY WHO CAME IN FROM THE COLD“ eftir Thor Whitehead. 1998. Reykjavík, Alþjdðastofnun Háskóla íslands. 125 bls. ÍSLENDINGAR hafa búið við sjálfstæði frá 1918 og lýðveldi frá 1944. Þegar fullveldið fékkst lýstu íslenzk stjómvöld yfir ævarandi hlutleysi. Um það leyti sem ísland varð lýðveldi gerðu stjórnmálamenn sér ljóst að hlutleysið gat ekki orðið ævarandi og nokkru síðar varð ljóst að hlutleysisstefnan var að engu hafandi. Þessar breytingar á afstöð- unni til umheimsins voru sársauka- fullar fyrir Islendinga og hafa æ síð- Tónleikar Snæ- fellingakórsins SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík heldur vortónleika sína í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn flytur lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Snæfellingakórinn heldur tvenna tónleika á Vestfjörðum síðustu helgina í maí. Fyrri tónleikarnir verða á Þingeyri föstudagskvöldið 28. maí og þeir síðari á ísafirði laug- ardaginn 29. maí. Stjómandi kórs- ins er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari Lára S. Rafnsdóttir. an mótað afstöðu landsmanna til ut- anríkismála. Þór Whitehead hefur nú skrifað stutt yfirlit yfir íslenzka utanríkis- stefnu á áranum 1946-1956. Hann rekur þar aðdraganda þess að ís- lenzkir stjómmála- menn áttuðu sig á tak- mörkunum hlutleysis- ins en þar skiptir mestu heimsstyrjöldin síðari eins og við er að búast. Það var öllum ís- lenzkum stjómmála- mönnum sem kærðu sig um ljóst að hlut- leysið var einskis vert þegar styrjöldin var hafin. Við vorum svo lánsöm að það vora Bretar sem hernámu landið en ekki Þjóð- verjar. Okkar reynsla af styrjöldinni var því öll önnur en Norð- manna eða Dana sem Þjóðverjar stjómuðu af hörku í styrjöldinni. Þrátt fyrir reynsluna af styrjöldinni var drjúgur stuðningur meðal al- mennings á Islandi við hlutleysis- stefnuna sem leit á þetta sem hluta þjóðernisstefnu. Það gerði andmæl- endum þessa þáttar utanríkisstefn- unnar auðveldara um vik en málsvarar hennar þurftu að gæta sérstaklega að þessari staðreynd. Aðdraganda þessa tímabils lauk með beiðni Bandaríkjamanna í lok árs 1945 um herstöðvar á Islandi til iangs tíma. Bandaríkjamenn hurfu á brott með herafla sinn að styrjöld lokinni en snera aftur árið 1951. Það sem hafði gerzt í millitíðinni var tvennt. Kalda stríðið hófst og landsmenn fóra að líta á Sovétmenn sem and- stæðing sinn, enda var almennt álitið að ísland ætti samleið með Vestur- veldunum í þejm átökum. Hitt sem gerðist var að ísland gerðist stofnað- ili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Þegar víðsjár jukust í heimin- um um 1950 leiddi það til þess að ís- lenzk yfirvöld gerðu Keflavíkur- samninginn árið 1951 við Bandaríkin og bandarískir hermenn komu til landsins í kjölfarið. Á næstu áram þar á eftir sóttust Bandaríkjamenn eftir því að auka vam- arviðbúnað sinn í þand- inu og stjórn Ólafs Thors sem sat fram til 1956 var reiðubúin til samninga en stjómin féll vegna mildara ástands í alþjóðamálum og erfiðleika í íslenzk- um efnahagsmálum. Vinstristjórnin sem tók við ákvað að vísa Bandaríkjamönnum úr landi. En af því varð ekki þegar til kom vegna atburðanna í Ungverjalandi árið 1956 og vegna þess að Bandaríkjamenn buðu Islendingum afar hagstætt lán. Þór Whitehead segir þessa sögu skilmerkilega og af sanngirni. Hann rekui’ íslenska stjórnmálasögu þess- ara ára og hvernig alþjóðlegir at- burðir höfðu áhrif á íslandi og hvernig alþjóðleg atburðarás kom fram á Islandi t.d. með auknu flugi sovézkra flugvéla. Þessi bók ætti að vera öllum erlendum fræðimönnum sem vilja kynna sér mótun íslenzkr- ar utam’íkisstefnu afar gagnleg. Til bókarinnar er vandað, í henni er prýðilegt myndefni, prófarkalestur til fyrirmyndar, nafna-, heimilda og tilvitnanaskrá era aftast í bókinni og þrír viðaukar. Guðmundur Heiðar Frímannsson BÆKUR Ljóð á ensku „TIME CHANGES“ eftir Önnu Kvaran. Thaleia. 1998. Bókin fæst hjá Máli og menningu og kostar 2.670 kr. ÞAÐ er ekki algengt að Islend- ingar frumsemji ljóð á ensku og gefi út. Þó era nokkur dæmi þess. Þannig er með bók ljóða og ljósmynda eft- ir þær Ónnu Kvaran og Barböru Millim sem nefnist Time changes. Það er Anna sem yrkir ljóð á ensku og Bar- bara sem myndskreyt- ir. Anna hefur búið lengi erlendis. ljóð Önnu eru frem- ur útleitin og formið með öðram hætti en tíðkast á íslandi. Þau era gjarnan rímuð en að öðra leyti nokkuð lausbundin. Anna notar oft endurtekningar og önnur mælskubrögð í ljóðum sínum. Þau era fyrst og fremst persónulegar hugleiðingar um líf og ævi höfundarins, einhvers konar játningarskáldskapur með breytingar lífsins sem megininntak. Ástin fær mikið rými og ástarsam- bönd, sömuleiðis það að verða ást- fangin, hvernig ást dofnar, upp- lausn sambands og uppbygging nýs. Hluti kvæða Önnu fjallar um ein- hvers konar nýaldarhyggju, leitina að innri manni og samtal við æðra sjálf. En í bókinni er einnig að finna einhvers konar enduróm bjartsýnn- ar hippaheimspeki þar sem leitin og fantasían ráða ferðinni: Let your fantasy flow With love - white as snow. You have to live your dreams. Let them flow like a river stream. You have a future to find. And so does all of mankind Oft er meira lagt upp úr merkingu en ytra formi kvæðanna og sannast sagna finnst mér mörg þeirra nokk- uð laus í sér. En í sum- um ljóðanna gleymir höfundur sér þó í rímnaleikjum: I look - reflect sort out the effect. Theynegleet, are perfect, know the best I’m the pest. Ljóð Önnu Kvaran eru persónu- leg og viðkvæm. Þau túlka í senn sára reynslu, bjartsýna lífssýn og tilvistarlega leit og hafa að ég tel að mörgu leyti fremur persónulegt gildi en skáldskaparlegt. Skafti Þ. Halldórsson Þór Whitehead Anna Kvaran Tímarit Sögiifé- lagsins 1998 BÆKUR Tfmarit SAGA Tímarit Sögufélagsins, XXXVI - 1998, 408 bls. SÖGUFÉLAGIÐ gefur út tvö tímarit - auk margra annarra bóka, sem bæði koma út ár- lega, hvort á sínu misseri. Aðaltímaritið, Saga, er mun efnismeira, hefðbundnara fagtímarit og hefur það oft flutt merkar ritgerðir, sem vakið hafa eftirtekt og jafnvel umtal. Saga hafði komið út í 36 ár á síðasta ári og er þar geysimargt að finna, sem veigur er í fyrir sagnfræðinga sem aðra. í síðasta hefti era efnisþættir þrír: fræðilegar ritgerðir, andmæli og athugasemdir og ritfregnir. Lítum fyrst á ritgerðirnar, en þær era sex talsins. Fyrsta ritgerðin er eftir Sverri Jakobsson og nefnist Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld. Þar er fjallað um Sturlungaöldina og áhrif kirkjunnar á að setja niður deilur og koma á vissri friðhelgi, þó að út af gæti bragðið. Er þetta hin athygÚsverðasta og fróðlegasta rit- gerð og mikill fjöldi atvikalýsinga er til- greindur. Aðra ritgerðina skrifar Páll Bjömsson og ber hún yfirtitil Hvers vegna varð Þýskaland ekki England? Undirtitill: Deilan um Sond- erweg - sérstaka leið Þýskalands til nútím- ans. Höfundur tekur til umfjöllunar tvö gjöró- lík sjónarmið um „þróun Þýskalands frá hefð- bundnu þjóðfélagi forréttinda í borgaralegt þjóðfélag kapítalisma og lýðræðis". Annars vegar sé því haldið fram að þróunin hafi verið „misheppnuð nývæðing - og ein forsenda þess að nasismi náði fótfestu". Aðrir „hafa haldið hinu gagnstæða fram, þ.e. að Þýskaland hafi þróast fremur eðlilega og raunar orðið eitt nútímalegasta land álfunnar". Höfundur hef- ur hér ritað hina gagnlegustu yfirlitsgrein um einkar mikilvægt sagnfræðilegt efni, án þess þó að séð verði að hann taki afstöðu sjálfur. Þriðja ritgerðin nefnist Valkostir sögunnar. Um landbúnað fyrir 1700 og þjóðfélagsþróun á 14.-16. öld. Höfundur er Ami Daníel Júlíus- son. Efnahagslegar og félagslegar forsendur bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700 er viðfangsefni þessarar greinar. Höfundur telur að athuganir á landbúnaðarsögu tímabilsins hafi verið í skötulíki. Yfirleitt hafi verið látið nægja að segja að landbúnaður hafi verið staðnaður, rányrkja hafi verið stunduð eða engir möguleikar á útbensiu hafi verið. Höf- undur byrjar á því að bera saman þróun land- búnaðar og landbúnaðarkerfi á íslandi og öðr- um Evrópulöndum. Hann kemst að þeirri nið- urstöðu að íslenskur landbúnaður hafi þróast með nokkuð öðram hætti, en „hafi verið ár- angursrík aðlögun að náttúrufarslegum og fé- lagslegum aðstæðum". Þetta rökstyður höf- undur með ýmsum tölulegum gögnum. Fé- lagsgerð til sveita fjallar hann og um og kem- ur þar sitthvað fróðlegt fram og forvitnilegum spurningum er varpað fram. Þá er rætt um byggðaþróun, tekjur af jarðeignum og þjóðfé- lagsþróun á 14.-16. öld. I heild sinni er grein þessi byggð á vand- aðri rannsókn og sýnir vel að margt þarf hér að skoða, sem flestir hafa fram að þessu litið á sem sjálfgefið. Axel Kristinsson ritar grein um embættis- menn konungs fyrir 1400, þ.e. „sýslumenn, lénsmenn, lögmenn og hirðstjóra á Islandi frá því að konungsvald komst á og fram til um 1400.“ Fjallað er um þróun þessara embætta, „reynt að leiðrétta það sem missagt er og leit- ast við að sýna hvemig þessi embætti mótast á löngum tíma.“ Höfundur sýnir fram á, að breytingar á þessum embættum hafa orðið meiri en menn hafa oft ætlað. Saga þessi er rakin á greinargóðan hátt og eins og hægt er í stuttri ritgerð eftir þeim heimildum, sem til- tækar era. Fimmtu ritgerðina skrifar Olöf Garðars- dóttir: Tengsl þéttbýlismyndunar og Vestur- heimsferða frá íslandi. Lýðfræðileg sérkenni fólksflutninga frá Seyðisfirði 1870-1910. Höf- undur spyr að hvaða leyti þéttbýli hafi greint sig frá strjálbýlum landbúnaðarhreppum hvað Vesturheimsferðir varðaði. Bomir eru saman Jökuldals- og Hlíðarhreppur og Seyð- isfjarðarhreppur í þessu skyni. Þá er og leitað svara við því að hve miklu leyti Vesturheims- ferðir frá Islandi hafi líkst Vesturheimsferð- um annars staðar frá Norðurlöndum. Er þá komið að síðustu ritgerðinni. Hana á Einar H. Guðmundsson og fjallar hann um Gísla Einarsson, skólameistara og vísindaá- hugamann á 17. öld. Gísli þessi Einarsson var stærðfræðingur og stjömufræðingur, hinn lærðasti maður, en ævi hans var nokkuð hrak- fallasöm. Að uppistöðu er þessi ritgerð ævi- saga Gísla, en að öðra leyti umfjöllun um sam- tíð hans, einkum frá vísindasjónarmiði. Allar era þessar sex ritgerðir unnar af hinni mestu vandvirkni og fagmannlegum lærdómi. Sniðið er hefðbundið. I upphafi er stuttur efnisútdráttur, heimilda- og tilvísana- skrá er ítarleg og að lokum er „Summary" á ensku. Undir efnisþættinum Andmæli og athuga- semdir era fjögur innlegg. Gísli Gunnarsson og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson hafa at- hugasemdir að gera um grein Gunnars F. Guðmundssonar, sem birtist í Nýrri sögu 1997 (Guði til þægðar eða höfðingjum. Níu aldir frá lögtöku tíundar á íslandi). Jón Ólaf- ur ísberg deilir við Gunnar Karlsson um plág- una miklu (svarta dauða). Inga Huld Hákon- ardóttir ritar pistilinn Konur og fræðimenn og er það í tilefni af ritdómi Helga Þorláks- sonar um greinasafnið Konur og Kristsmenn. Einar Laxness rekur lestina með allveraleg- um athugasemdum um bóldna I Babýlon við Eyrarsund. Þar hirtir hann ungan höfund af föðurlegri vandlætingu. Þá koma Ritfregnir, þrjátíu talsins. Era margar þeirra allítarlegar úttektir á sagn- fræðilegum verkum. Hinir mörgu og rækilegu ritdómar eru mikilsvert kennimark þessa tíma- rit. Stundum hafa mér þó þótt þeir æði smá- smugulegir og óþarflega vandlætingasamir. NÝSAGA Tímarit Sögufélagsins, 10. árg., 1998, 107 bls. Ný saga er annað tímarit Sögufélagsins og kom það út í tíunda sinn á sl. ári. Það er allfrá- bragðið eldra tímaritinu. Er þar fyrst til að taka að það er mun nýtískulegra útlits. Kápa er myndskreytt, brot stærra, leturflötur tví- dálka, spássíur breiðar og oft eru þar smá- myndir og jafnvel eitthvert letur. Myndir era fjöldamargar og að jafnaði sögulegar. Bera þær stundum textann uppi eða texti er skrifað- ur kringum myndimar. Þetta þýðir það að í langflestum tilvikum er fjallað um efni frá ný- liðinni tíð eða eftir að myndavélin var tekin til notkunar. Greinar era yfirleitt fremur stuttar. I þessu hefti era níu efnisþættir. Fimm þeirra mega kallast ritgerðir. Vésteinn Óla- son fer úr hlaði með allítarlegri ritgerð, sem ber heitið Halldór Laxness og forn sagnahefð. Fornsögurnar og ættjarðarástin. Mun mörg- um þykja sú velskrifaða ritgerð girnilegur lestur. Næst kemur Hörður Vilberg Lárasson með vel myndskreytta ritgerð um efni, sem mörgu eldra fólki er í fersku minni: Hug- myndir manna um áhrif Keflavíkursjónvarps- ins á íslenskt þjóðemi. Óskar Guðmundsson birtir frásögn af merkum alþýðumanni og rekur æviferil hans að nokkru. Greinin heitir: Hinn sískrifandi smiður. Magnús Kristjáns- son í Ólafsvík. Magnús þessi hélt dagbók frá 1894 til 1963. Fylla þær 17 bindi og era varð- veittar í Þjóðarbókhlöðu. Geyrna þær að von- um mikinn fróðleik. Guðmundur Hálfdanar- son skrifar stutta frásögn af fullveldistökunni 1. desember 1918 (Fullveldi fagnað). Er sú ritgerð skráð sem „afmælisgrein", enda vora á síðasta ári liðin 50 ár frá þeim atburði. Síð- asta ritgerðin er eftir Kristján Sveinsson og fjallar um býsna forvitnilegt efni: íslensk sauðnautasaga 1906-1931. Segir þar af mis- heppnuðum tilraunum til að flytja sauðnaut frá Grænlandi til íslands. Margar skemmti- legar samtímamyndir fylgja þeirri grein. Öld var liðin á síðasta ári frá því að lokið var byggingu Miðbæjarskólans í Reykjavík. Af því tilefni hefur Sigurður Ragnarsson safnað saman og birt myndaröð og tengt myndimar ágripi af sögu skólans. Finnbogi Guðmundsson þýðir Gotasögu eft- ir miðaldahandriti í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi og ritar inngang að sögunni. Rit- dómar með venjulegum hætti era, að ég held, sjaldnast í Nýrri sögu. Aftur á móti eru tekn- ar saman nokkrar nýlegar bækur um skyld efni og ritað um þær í sameiningu. Slíkt getur verið gagnlegt og oft skemmtilegt aflestrar. Svo er um grein Kristjáns Jóhanns Jónsson- ar, sem ritar um fáeinar bækur um leiklist og leiklistarsögu íslenska. Halldór Ármann Sigurðsson ritar svo að lokum hugvekju um ættfræði, gagnsemi hennar og aðstöðu til að vinna að ættfræði- rannsóknum (Um áttvísinnar gagn og nauð- synjar). Aftast í ritinu era stuttir efnisútdrættir á ensku svo og miklar myndaskrár. Ný saga er hið líflegasta tímarit og yfirleitt skemmtilegt og þægilegt aflestrar. Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.