Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 52
4 52 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR GUÐMUNDSSON + Prófessor Gunn- ar Guðmunds- son dr. med. fædd- ist í Reykjavík 25. desember 1927. Hann lést á Land- spítalanum 6. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 14. Að hafa fengið að njóta læknislistar Gunnars á þriðja ára- tug er þakkarvert og jafnframt forréttindi sem mér hafa hlotnast. List Gunnars fólst einkum í þeirri virðingu sem hann sýndi sjúklingum sínum í samskiptum við þá. Þar nýtti hann þekkingu sína á faginu og í mannlegum sam- skiptum á þann veg að maður kom yfírleitt heill á sál og líkama af fundi við hann. Þurfti reyndar ekki að koma til fundar við hann því honum tókst einnig listavel að „lækna í gegnum síma“. » Það er ekki vandalaust að sinna sjúklingi sínum þannig að sjúkling- uiinn sé þess fullviss að hlustað sé á allar hhðar hans á málinu og tek- ið sé mark á því sem hann hefur til málanna að leggja. Þetta gerði Gunnar. Meira að segja tókst hon- um að gera það þannig að þegar ákvörðun hafði verið tekin um næsta hálfa árið eða svo, varðandi lyfjagjöf, sjúkrahúsvist eða hvað annað sem málið snérist um, hafði maður á tilfinningunni að hafa - sjálíúr lagt svo mildð til málanna að niðurstaðan gæti ekki hafa orðið önnur. Það var einhvem veginn svona sem maður hafði séð hlutina þróast. Gunnar kunni líka þá list að ræða spaugilegar hliðar mannlífs og meina af þeirri sömu hógværð og' virðingu sem hann umgekkst okkur sjúklingana. Hann upp- fræddi mig um það merkilega líf- færi heilann og hlutverk hans í tengslum við mein mitt. Hann benti ennfremur á ýmislegt sem gæti komið fyrir þegar heilinn starfaði ekki alveg eins og til var ætlast. Þegar hlutir gengu ekki fyrir sig eins og gert var ráð fyrir af heilabúsins hálfu og þegar heila- boð fóru aðra leið en þeim var ætl- að, eða fóru bara ekki neitt, fannst már að ekki væri ástæða tO að gera sér rellu út af því, margt gæti skemmtilegt skeð. Gunnar var bú- inn að segja mér að þetta og hitt gæti komið fyrir og að það væri eðlilegt en ekki hættulegt. Það þarf sérstaka hæfíieika og sérstakt við- horf læknis til að sjúklingi finnist ástand sitt vera skemmtilegt svona yfirleitt. Eftir að Gunnar varð sjálfur veikur og hafði látið af störfum læknaði hann mig margsinnis í gegnum síma. Þá ræddum við stundum veikindi hans og þá til- finningu sem fylgdi því „að vera hinum megin við borðið“, eins og hann kallaði það, og það að vera hundveikur. Um það bil sem hann lét af störfum ræddum við einnig í síma- lækningatíma um starfslok fólks og ólík viðbrögð við þeim. Við ræddum ástæður þess að fólk þyrfti að hætta að vinna vegna ald- urs, sjúkdóma eða aðrar þær for- sendur sem yrðu þess valdandi að menn þyrftu að láta af þeim störf- * um sem þeir hafa sinnt lengi og töldu sig nokkuð góða í. Við rædd- um mikilvægi þess að vera vel undirbúinn andlega fyrir þessi þáttaskil. Einnig urðu fjörugar umræður um það hvemig þetta gæti farið fram. Eflaust var hann að búa mig undir að til þess gæti 1- komið hjá mér að ég þyrfti að láta af störfum af annarri ástæðu en þeirri sem bundin er í kjarasamningum. Hver veit? Að vera sjúkhngur hjá slíku snillimenni sem Gunnari var bæði gaman og gefandi og gott fyrir andlega og líkamlega líðan. Stundum læddist að mér sá grunur að mér versnaði af og tO, bara til að geta sótt mér lækningu til hans. Eg ræddi þetta við hann og taldi hann að í mínu tOfelli væri það nú ekki svo. Ég vona að hann hafi haft rétt fyrir sér þá eins og ævinlega, a.m.k. kýs ég að trúa því. Það var svo ótal margt sem ég átti eftir órætt við Gunnar. Við vor- um búin að fara í gegnum heil- brigðiskerfið, sérstaklega aðbúnað aldraðra. Skólakerfið var afgreitt í stóram dráttum, fiskveiðistjórnun- arkerfið áttum við eftir að mestu leyti, listir og menningarlíf fylgdu því sem var að gerast hverju sinni og rannsóknir og stóra flogaveiki- rannsókn þeirra félaga kom oft til tals í samræðum okkar. Ekkert mannlegt var Gunnari óviðkomandi og ævinlega fór ég betri manneskja af fundi hans. Við hjónin sendum eiginkonu Gunnars og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kolbrún Gunnarsdóttir. Hróður dr. Gunnars Guðmunds- sonar sem vísindamanns hefur far- ið víða um lönd, einkum vegna rannsókna hans á arfgengri heOa- blæðingu svo og á meinsemdum á borð við heila- og mænusigg (MS) og Alzheimer. I kjölfar þessara rannsókna, sem vöktu óskipta at- hygli í heimi læknavísinda hefur honum verið sýndur margvíslegur sómi. Auk þess hefur hann hlotið styrki úr ýmsum áttum og það meira að segja frá ólíklegustu aðil- um eins og t.d. þjóðþekktum bandarískum heilbrigðisstofnun- um, sem leggja það yfirleitt ekki í vana sinn að ausa fé í aðra en sína eigin vísindamennn. Þar sem ég þykist vera þess fullviss að starfs- bræður hans muni fjalla um þessa þætti af meiri þekkingu en ég, leik- maðurinn, þá læt ég hér staðar numið. Við þetta hef ég því engu að bæta nema einni lítilli athugasemd. Ekkert var fjarri skapi Gunnars Guðmundssonar en að trana sér fram, berja sér á brjóst og hlaupa í fjölmiðla með fréttir af rannsókn- um á framstigi eins og nú er farið að tíðkast illu heOli. Maður er manns gaman, en gaman manna er jafn misjafnt og þeir era margir og auk þess era þeir svo misfrjóir í hugsun. Engum sem kynntist Gunnari gat dulist að hann var gæddur óvenjumikOli andagift og kímnigáfu. A gleði- stundum var honum einkar lagið að slá á létta strengi og vera þannig hrókur alls fagnaðar. Mér hefur verið sagt að hann hafi meira að segja verið að gera að gamni sínu allt fram á síðustu stundu. Hver veit nema það sé langfarsæl- ast að kveðja þennan ófullkomna heim okkar með gamanyrði á vör? Það er ekki ofmælt að Gunnar Guðmundsson hafi verið hvers manns hugljúfi. Það var sama hvort maður hitti hann á lækna- stofúnni eða í heimahúsum, alltaf var manni tekið opnum önnum. Góðmennsku hans, greiðvikni og artarsemi vora eiginlega engin tak- mörk sett eins og við hjónin þekkj- um af eigin raun. Enda þótt Gunnar legði mikla rækt við sinn innri mann, var ytri maður hans ekki á nokkurn hátt vanræktur, enda var hann einstakt snyrtimenni í klæðaburði. Fötin MINNINGAR skapa ekki einungis manninn held- m- endurspegla þau í vissum skiln- ingi sálai-þroska hans, ef grannt er skoðað. Mér hefur lengi verið það mikið undrunarefni hversu auðveldlega Gunnari veittist að skýra fyrir leik- manni þau flóknu fræði, sem lækn- ar stunda. Framsetningin einkar skýr og allar lýsingar blessunar- lega lausar við erlend fagorð og slettur. í veikindum eiginmannsins stóð Rósa sig eins og hetja. Hún var í einu orði sagt eins og bjarg eða öllu heldur stoð sem aldrei bogn- aði. Ég er sannfærður um að við Gunnar munum gera að gamni okkar og glettast, ef það á fyrir okkur að liggja að hittast aftur og ef ég verð svo heppinn að lenda á jafngóðum stað og hann. Við hjónin vottum yndislegu vin- konu okkar, Rósa og allri fjölskyld- unni samúð okkar. Halldór Þorsteinsson. Kveðja frá Taugalæknafélagi íslands Látinn er í Reykjavík Gunnar Guðmundsson, fv. yfirlæknir og prófessor í taugalæknisfræði. Gunnar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1947, nam læknisfræði við Háskóla ís- lands á áranum 1947-1954 og lagði stund á framhaldsnám í tauga- læknisfræði í Gautaborg og London á áranum 1955-1958. Hann starfaði sem sérfræðingur við Landspítalann frá árinu 1959 og árið 1961 fékk hann jafnframt sérfræðiréttindi í geðlæknisfræði. Asamt Kjartani Guðmundssyni yf- irlækni var Gunnar framkvöðull að stofnun taugalækningadeildar Landspítalans árið 1967 og var yf- irlæknir þeirrar deildar og jafn- framt prófessor í taugalæknis- fræði við Háskóla Islands til árs- loka 1997. Sem yfirlæknir og pró- fessor mótaði hann stefnu tauga- lækninga hérlendis og varð læri- meistari stórs hóps læknanema og unglækna í greininni. Gunnar var öflugur fræðimaður og eftir hann liggur fjöldi vísindagreina í inn- lendum og erlendum fræðiritum. Hann varði doktorsritgerð sína um flogaveiki á íslandi við Háskóla ís- lands árið 1966. Lengst af beindist rannsóknaráhugi Gunnar þó eink- um að arfgengum heilablæðingum á Islandi. Leiddu rannsóknir hans og samstarfsmanna hérlendis og erlendis til uppgötvunar á litn- ingagalla, er orsakar sjúkdóminn og var það merkur áfangi í sögu vísindarannsókna á íslandi. Síð- ustu þrjú ár vann hann að rann- sóknum á faraldsfræði flogaveiki hér á landi. Hinn 21. apríl 1960 stofnaði Gunnar, ásamt Kjartani Guð- mundssyni yfirlækni Taugalækna- félag íslands. Var hann fyrsti rit- ari þess og síðar formaður á áran- um 1972-1976. Gunnar var út- nefndur heiðursfélagi Tauga- læknafélagsins í september 1998. Félagið þakkar Gunnari braut- ryðjendastörf hans í þágu tauga- lækninga á íslandi og félagsins, og sendir fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, formaður. Það var í júlímánuði 1970 að ég tók við deildarstjóm á Taugalækn- ingadeild Landspítalans. Það var ekki síst fyrir áeggjan yfirlæknis deildarinnar, Gunnars Guðmunds- sonar prófessors, að ég tók þetta ábyrgðarmikla starf að mér. Gunnar var þeirrar gerðar að hann hvatti til dáða en dró úr engum kjark. I starfi sínu tók hann tillit til hverrar manneskju, sem hann umgekkst, í hvaða stöðu sem hún var. Starfsfólki og sjúklingum þótti vænt um hann, allir fundu hve hlýtt og gott viðmót hans var. Hann lét í ljós gleði þegar vel gekk og skilning á sorgarstundum. Gunnar var alltaf upplagður, hress og áhugasamur, hann hafði einkar jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þegar ég lít til baka eftir 40 ára hjúkranarstarf, minnist ég þess tíma er störf okkar á Taugalækn- ingadeildinni lágu saman með einkar hlýjum huga, bæði yftr- læknirinn og allt starfsfólk deild- arinnar áttu þar hlut að máli. Ég þakka Gunnari hlýtt hand- tak og trausta handleiðslu þau ár sem við unnum saman. Ég geymi í huga mér myndina af honum glað- legum og háttvísum í hvíta sloppn- um mep þverslaufuna ganga út í vorið. Ég vitna að lokum í ljúfling íslenskra skálda, Jónas Hallgríms- son, er hann kveður vin sinn hinsta sinni: „Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa Guðs um geim.“ Ég votta Rósu og ástvinum öll- um innilega samúð. Herdís Helgadóttir. Hann er dáinn, við vissum um veikindi hans, en hann er farinn svo fljótt. Ég hefi þekkt Gunnar frá því að 5 ára gamall kom hann austur á Norðfjörð með Guð- björgu, ömmu sinni, þau dvöldu þarna góðan tíma, ég hefi alltaf þekkt hann mjög vel síðan. Seinna fór ég til Reykjavíkur að læra í vélsmiðjUj Iðnskóla og Vél- skóla Islands. Ég leigði þá her- bergi í húsinu þeirra á Lokastíg 5 í 6 ár, það var indæll tími og virki- lega gott fólk að dvelja hjá, gaman var að sjá hvaða fólk kom einmitt í heimsóknir til þeirra. Ég frétti eða fylgdist með þegar Gunnar var í læknanáminu og þegar hann tók þátt í fyrstu læknaaðgerðinni, það hefúr verið áreynslusamt, enda hefur Gunnar sýnt það og hann er búinn að vera mörgum hjálplegur, sem ég get líka sjálfur vitnað um þegar hann fékk því framgengt, að ég var fluttur af spítala á hans spítala, hann vildi hafa þar sínar aðferðir, sýndist mér. Síðan hefi ég alltaf hitt hann og Sigurrósu konu hans, sem voru alltaf svo al- úðleg og skemmtileg, hún hefúr alltaf unnið svo mikið með honum og verið mikið hjálpleg sem hjúkr- unarkona í veikindum hans. Ég hafði einu sinni spumir af því, að þegar hjónin vora í sumarleyfí úti í Bretlandi var Gunnar flesta daga að starfa á Rannsóknarstofu há- skólans í viðkomandi borg. Þetta bendir á hversu skarpur og starfs- samur hann var við öll þau störf, á þessa leið starfaði hann alltaf hér heima og sem læknir og prófessor og við Háskólann hér heima. Við hjónin viljum votta Sigur- rósu og fjölskyldu hjartans samúð. Jens Hinriksson. Mér hafði lengi verið ljóst að Gunnar frændi minn myndi ekki lifa til hárrar elli. Sjúkdómur sá er lagði hann að velli hafði kveðið dyra fyrir þó nokkra síðan. Ég hafði spurnir af frænda fyrir ekki svo löngu er við Mummi hittumst á fömum vegi, hann hafði það bara bærilegt. Mér brá því óneitanlega í brán er ég var á leið heim frá út- löndum og sá andlátsfregn hans í dagblaði. Þessu hafði ég ekki búist við. Er ég sat þarna í flugvélinni og virti fyrir mér mynd þessa heið- ursmanns sóttu minningarnar að mér. Meira að segja á mynd í dag- blaði gat að sjá þessa hlýju, birtu og glettni sem alla tíð lýsti af hon- um. Gunnar frændi minn var órjúf- anlegur hluti bemsku minnar og æsku. Hann var ekki náskyldur mér, ég hygg að móðir mín og hann hafi verið fjórmenningar. Það var hinsvegar alla tíð mikill vinskapur milli foreldra Gunnars, Sullu og Mumma á Lokastígnum, eins og þau vora oftast kölluð og afa míns og ömmu á Litlu-Brekku, Guðmundar og Guðfríðar. Gunnar var mörg sumur í sveit hjá afa og ömmu og má segja að hann hafi orðið nokkurskonar fósturbróðir móður minnar og móðursystkina. Þarna varð til vinátta sem entist fram til þessa dags og þótt ekki væri mildð um endurfundi síðari árin, rofnuðu aldrei þessi vináttu- bönd. Það var alltaf talað um Gunnar lækni í minni fjölskyldu, læknar vora ekki margir í fjölskyldunni þá og Gunnar hafði komið spreng- lærður frá virtum stofnunum er- lendis og varði síðan doktorsrjt- gerð efth- að hann kom heim til Is- lands. Aldrei varð maður var við að Gunnar fyndi til upphefðar vegna menntunar sinnar og starfs- frama. Alltaf var hann sami ljúf- lingurinn, stutt í brosið og þennan einstaklega skemmtilega húmor sem einkenndi hann. Með Gunnari er genginn mikil- vægur tengiliður við foreldra mína sem bæði létust um aldur fram. Þau vora miklir vinir, móðir mín Jóhanna Guðmundsdóttir, faðir minn Thorolf Smith og Gunnar frændi minn. Foreldrar mínir til- heyrðu þeim glaða hópi sem vandi komur sínar á Lokastíg 5 ásamt Olafi heitnum Jenssyni og fleira úrvalsfólki. Það er orðið langt síð- an þessi hópur hittist í foreldra- húsum Gunnars. Aldrei kom ég sjálf í þetta hús, en svo mikið var talað um þessa tíma þegar ég var bam að mér fannst oft eins og ég skynjaði glaðværðina, hlýjuna og gestrisnina sem ríkti á þessu heim- ili. Því miður era margir burthorfn- ir sem tilheyrðu þessum glaða hópi. Alltaf var Gunnar th staðar er sorgin knúði dyra. Ég mun ætíð minnast alls þess sem Gunnar gerði fyrir föður minn í marghátt- uðum veikindum hans. Ég minnist einnig stuðningsins sem hann veitti Unni stjúpmóður okkar við skyndilegt fráfall hans. Þá era ótalin öll viðvikin, stór og smá, sem Gunnar liðsinnti fjölskyldu minni með. Gunnar hafði sterkar taugar tO Borgarfjarðarins og Mýranna þar sem hann hafði dvalið í æsku. Þarna á bökkum Langár átti hann margar gleðistundir í æsku og ekki síst á fullorðinsárum er hann kom í gamla Veiðihúsið við Langá 15. júní ár hvert til að hefja lax- veiði sumarsins. Gunnar hafði reyndar ekki komið til veiða nokk- ur síðustu ár en síðastliðið sumar var hann á ferð við ána með góð- vini sínum Arnari. Attu þeir frændurnir, Jóhannes bóndi á Ánabrekku og Gunnar, ómetan- lega samverastund sem ég veit að báðir nutu til fulls. Með Gunnari er genginn góður maður, það vitum við öll. Með hon- um er einnig genginn einn af okk- ar fremstu vísinda- og fræðimönn- um í læknastétt. Hér verður ekki fjölyrt um ágæti Gunnars sem læknis og fræðimannSj það hafa aðrir gert betur en ég. Ég átti hins vegar því láni að fagna að kynnast lækninum og kennaranum Gunn- ari. Hér skal aðeins sagt að ég var mjög stolt af frænda og óskaði þess oft að fleiri kollegar temdu sér sömu hlýju og háttvísi í um- gengni sinni við sjúklinga. Nem- endur sína umgekkst hann ævin- lega af stakri virðingu. Nú er þessi heiðursmaður geng- inn á vit feðra vorra. Komið er vor, lífið allstaðar að kvikna, farfugl- arnir komnir á norðurslóðir, næt- umar orðnar bjartar. Það stafaði alltaf birtu og hlýju frá Gunnari, það er nánast við hæfi að hann hafi burtkallast á þessum björtu vor- dögum. Ég vil að leiðarlokum fyrir hönd fjölskyldu minnar, nær og fjær, lífs og liðinna, þakka Gunnari vegferðina. Fjölskyldu Gunnars sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hjördís Smith.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.