Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 12

Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðalfundur KÞ samþykkti eignasölu til að bjarga félaginu frá gjaldþroti UM 140 MILLJÓNA GAT ÞRÁTT FYRIR SÖLU ALLRA EIGNA Þrátt fyrir sölu eigna Kaupfélags Þingeyinga vantar liðlega 140 millj- ónir kr. til að greiða all- ar kröfur. Kom betta fram á aðalfundi KÞ í gær sem Margrét Þóra Þdrsdóttir og Kristján Kristjánsson sátu. Það kom meðal annars fram að félagið hafði fjár- magnað rekstur sinn með markaðsvíxlum, langt umfram það sem það réð við, og því varð að grípa skjótt til að- gerða þegar ekki reyndist unnt að greiða víxlana á gjalddaga. FULLTRÚAR á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga sem haldinn var á Hótel Húsavík í gær samþykktu samhljóða að vinna að lausn á þeim fjárhagsvanda sem við félaginu blas- ir á þeim grundvelli sem undirbúinn hefur verið í samvinnu Landsbanka íslands, Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags Þingeyinga. Samþykkt var að eignir sem tengjast afurða- stöðvunum verði færðar í einka- hlutafélög sem þegar hafa verið stofnuð, Kjötiðjuna ehf. og MSKÞ ehf. Jafnframt var samþykkt að KEA verði selt hlutafélagið MSKÞ fyrir 237 milljónir króna, af þeirri upphæð greiðir KEA 58 milljónir króna í peningum og tekur við áhvílandi veðskuldum. Þá var sam- þykkt að selja Landsbanka íslands hlutafélagið Kjötiðjuna ehf. gegn því að taka við áhvílandi veðskuldum og greiðslu peninga, samtals að fjárhæð 293 milljónir króna. Loks var sam- þykkt að vinna að því að selja bygg- inga- og fóðurvörudeild og aðrar eignir félagsins. Staðfest var sala einkahlutafélagsins Matbæjar ehf. ásamt hlutabréfum í Garðræktarfé- lagi Reykhverfinga til KEA að upp- hæð 51 milljón króna. Fundurinn samþykkti einnig að veita stjóm félagsins heimild til að óska eftir leyfi til greiðslustöðvunar íyrir Kaupfélag Þingeyinga meðan leitast er við að ná samningum við lánardrottna um skuldaskil. Takist þeir ekki verður leitað heimildar til formlegra nauðasamninga. Rúmlega 140 milljóna gat eftir sölu allra eigna í ársreikningi KÞ fyrir árið 1998 sem lagður var fram á fundinum kemur fram að tap ársins var 177 milljónir kr., eins og sést á meðfylgj- andi afkomukorti, en tap ársins á undan var tæpar 30 milljónir. Bók- fært eigið fé KÞ var liðlega 68 millj- ónir um áramót en var 243 milljónir ári áður. Gísli Baldur Garðarsson, lögmað- ur Kaupfélags Þingeyinga, gerði grein fyrir stöðu mála og kynnti til- lögu um lausn á vanda félagsins sem fyrir fundinum lá. Hann sagði tillög- una miða að því að gera sem mest úr þeim eigum sem fyrir væru og benti fundarmönnum á að það væri tvennt ólíkt að selja eignir sem væru í EIRÍKUR S. Jóhannsson, kaupfélagssljóri KEA, ræðir við Þingeyingana Sigurð Jónsson á Ystafelli en hjá honum var Eiríkur í sveit á árum áður og Jón Jónsson á Fremstafelli en hann er afi eiginkonu Eiríks. GÍSLI Baldur Garðarsson, lögmaður Kaupfélags Þingeyinga, gerði grein fyrir tillögu stjórnar félagsins. HALLDÓRA Jónsdóttir, formaður sljórnar KÞ, flytur skýrslu sína á aðalfundi KÞ í gær. ERLINGUR Teitsson, varaformaður stjórnar KÞ. rekstri eða eftir að rekstrarstöðvun hefði komið til, það væri eðli gjald- þrota að eignir rýmuðu. Haildarskuldir KÞ nema um 1.300 milljónum króna, en í máli Gísla Baldurs kom fram að eftir sölu eigna vantaði um 144 milljónir króna til að unnt yrði að greiða gllar skuldir KÞ. INGVELDUR Árnadóttir, sljórnarmaður í KÞ, í ræðustól. Þegar er búið að selja afurðastöðvar félagsins, verslunarrekstur, brauð- gerð og olíudeild. Sala á útibúum fé- lagsins fvrir um 14 milliónir er á lokastigi og þá er einungis eftir að selja bygginga- og fóðurvörudeild fé- lagsins, eignir hennar eru metnar á um 40 milliónir oer birgðir á um 50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.