Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT frá stj drnarmy ndun Ehud Barak vann yfir- burðasigur í forsætis- ráðherrakosningunum í Israel. Sigrún Birna Birnisdóttir er í Israel og segir að stjórnar- myndun gæti þó reynst flókin. EHUD Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins, vann stórsigur í kosningunum sem fram fóru í Isra- el á mánudag. Barak hlaut 56% at- kvæða í kosningunum en andstæð- ingur hans, Benjamin Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra og for- maður Likud-flokksins, einungis 44%. Þá hlaut Verkamannaflokkur- inn 27 af 120 þingsætum en Likud- flokkurinn einungis 19 þingsæti en það er stærsti ósigur flokksins frá árinu 1961. Úrslitin eru greinilega mikið áfall fyrir Benjamin Netanyahu, sem hefur verið sakaður um að kljúfa Likud-flokkinn á sama tíma og Barak hefur tekist að sameina Verkamannaflokkinn, enda til- kynnti Netanyahu um afsögn sína sem leiðtogi Likud-flokksins, innan hálftíma frá því útgönguspár lágu fyrir. Með afsagnarræðu sinni, sem þótti óvenju göfugmannleg, tókst Netanyahu þó að stela senunni og jafnvel að endui'vinna eitthvað af þeirri virðingu sem hann hefur greinilega tapað á kjörtímabilinu. Þá ýttu sérstakar þakkir hans til Ariels Sharons utanríkisráðherra undir vangaveltur þess efnis að Sharon ætlaði sér leiðtogaembætti flokksins og Limor Livnat sam- skiptaráðherra ýtti síðan enn frek- ar undir slíkar vangaveltur með því að leggja til að Sharon tæki við for- ystu flokksins þar til annað yrði ákveðið. Nýstofnaður Miðjuflokkur Yitzhaks Mordechais, sem í upp- hafi kosningabaráttunnar var spáð allt að 12 þingsætum, hlaut einung- is sex þingsæti í kosningunum. Niðurstöður kosninganna verða því að teljast mikill ósigur fyrir Mor- dechai þótt sýnt hafi verið fram á að hann hafi lagt manna mest af mörkum til þess að koma Netanya- hu frá völdum. Shas, flokkur heittrúaðra gyð- inga af austrænum uppruna, er hins vegar óumdeildur sigurvegari þingkosninganna. Flokkurinn sem Stórsigur Baraks Barak Netanyahu _ Verkamannaflokknum Likud afp= Reuters Benjamin Netanyahu. NYKJORIÐ ÞING ISRAELS Miðjufl. \ Shinui Ein þjóð Meretz- Hadass (kommúnistar) Samein. arab. fl—x 1 Fl. verka- ^ lýðshr. — 2 AFS=.-------- Verkam. flokkur Þingkosningar 17. maí 1999 r Israel Ba'alya 7 17—Shas Flokkur — strangtrúaðra 4 — l'srael Beiteinu Likúd NRP-Flokkur 5 —trúaðra 3 — Þjóðar- einingarfl. lýtur forystu Aryeh Deris, sem ný- lega var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyiir spillingu, jók fylgi sitt um 70% frá síðustu kosn- ingum og hlaut 17 þingsæti. Aukið fylgi flokksins er fyrst og fremst rakið til fylgistaps Likud-flokksins en forsvarsmenn Shas halda því einnig fram að áróður Shinui- flokksins, sem berst gegn áhrifum strangtrúaðra, hafí haft öfug áhrif og þannig stuðlað að velgengni flokksins. Shinui verður hins vegar einnig að teljast til sigurvegara kosninganna þar sem hann hlaut 6 þingsæti eftir að hafa komið ákaf- lega illa út úr skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar. Þá hlaut vinstriflokkurinn Mer- etz níu þingsæti, ísrael Ba’alya, stærsti flokkur rússneskra inn- flytjenda, 7 þingsæti og Israel Bei- teinu, flokkur rússneskra innflytj- enda sem opinberlega studdi Net- anyahu, fjögur þingsæti. NRP, flokkur trúaðra og UTJ, flokkur strangtrúaðra, hlutu hvor um sig fimm þingsæti. Þjóðareiningar- til öryggissjónarmiða Fréttum af glæsilegum sigiá Baraks var víða tekið með létti og töluverðri eftiivæntingu. Þrátt fyr- ir að Barak hafi verið ákaflega var- kár í yfirlýsingum sínum í kosn- ingabaráttunni og fremur hafi ver- ið dregin upp mynd af honum sem harðjaxli en friðarsinna, eygja menn nú von um að friðarferlið við Palestínumenn verði endurvakið, enda kvaðst Barak í sigurræðu sinni stefna á endurreisn „friðar- ferlis sem tæki mið af öryggissjón- armiðum“. Þá lýsti hann því yfir er úrslit lágu fyrir í gærmorgun að hann stefndi að því að kalla herlið Israela heim frá Líbanon innan eins árs en fréttaskýrendur telja að hann muni ekki standa að brott- flutningi Israelshers frá Líbanon án þess að friðarsamningar við Sýrlendinga liggi fyrir. Þrátt fyrir glæstan sigur Baraks og sterkari stöðu vinstri manna á ísraelska þinginu en sést hefur í áraraðir gæti stjórnarmyndun þó reynst honum erfið. Fyrir kosning- amar hafði hann marglýst því yfir að hann vildi ná víðtækri sátt í samfélaginu og mynda ríkisstjórn með sterkum meirihluta. Nú liggur hins vegar fyrir að slíkt er vart mögulegt án þátttöku araba, Shas eða Likud-flokksins. Jafnvel þó Deri hafi látið af for- ystu þingflokks Shas í gærkvöldi og að það ætti að liðka fyrir þátt- töku Shas í stjórnarmyndun er ljóst að hugsanlegt samstarf við Shas muni kosta vinstri menn EHUD Barak, nýkjörinn forsætisráðherra ísraels, hefur m.a. sagst muna hefja friðarviðræður við Palestínumenn að nýju. Keuters Strangtrúaðir ótvíræðir sigurvegarar kosninganna f fsrael Erfítt að útiloka Shas flokkurinn, undir forystu Benny Begins, og kommúnistaflokkurinn, Hadass, hlutu þrjú þingsæti hvor en flokkur verkalýðshreyfingarinn- ar tvö þingsæti. Þá hlutu tveir helstu flokkar araba fjögur og tvö þingsæti. Stefnir á friðarferli með tilliti Sigurinn fremur rakinn til óvinsælda Netanya- hus en vinsælda Baraks Tel Aviv. Morgunblaðið. EHUD Barak, formaður Verkamanna- flokksins og nýkjörinn forsætisráðherra Israeis, hefur lagt á það áherslu í kosn- ingabaráttu sinni að sameina þjóðina. Þá hefur hann lofað átaki í efnahagsmálum og iýst yfír vilja til að kalla herlið ísraela heim frá Libanon og að hefja friðarvið- ræður við Palestínumenn að nýju. Þrátt fyrir að vinstri mönnum hafi létt ákaflega eftir úrslit kosninganna og margir bindi miklar vonir við kjör Baraks í embætti forsætisráðherra er langt frá því að allir kjósendur Baraks treysti hon- um. þannig hafa margir vinstri menn fremur fagnað falli Netanyahus en sigri Baraks sem þykir hafa sýnt svo mikla var- kárni í nýafstaðinni kosningabaráttu að mörgum Israelum finnst þeir hafa keypt köttinn í sekknum er þeir kusu hann sem forsætisráðherra. Barak er fæddur og uppalinn á samyrkjubúinu Kibbutz Mishmar Hashar- on árið 1942. Hann gekk í herinn árið 1959 þar sem hann þjónaði i hinum ýmsu sérsveitum til ársins 1982 en þá var hann gerður að yfirmanni skipulagsdeildar hersins og síðan að yfírmanni leyniþjón- ustunar. Arið 1991 varð hann æðsti yfír- maður herafians og kom sem slíkur að friðarsamningum við Jórdani og Palest- inumenn. í kjölfarið var hann skipaður innanríkisráðherra í ríkisstjórn Yitzhaks Rabins og síðar utanríkisráðherra í ríkis- syóm Shimonar Peresar. Barak felldi siðan Peres í kosningum til formanns Verkamannaflokksins árið 1997 og er hermennskuímynd hans talin hafa átt stóran þátt í sigri hans. Þá ýtti það mjög undir hetjuímynd Baraks er hann var nýlega hreinsaður af ásökunum um að hafa forðað sér af vettvangi í stað þess að veita særðum hermönnum lið eftir að hafa, sem yfirmaður herafians, orðið vitni að slysi við heræfíngar. Þá hafa stuðningsmenn Baraks bent á að herkænska hans hafi ekki einungis bor- ið ríkulegan ávöxt í kosningunum á mánu- dag heldur hafi hann einnig náð undra- verðum árangri innan Verkamannafiokks- ins. Flokkurinn hafi verið sem höfuðlaus her eftir morðið á Rabin og ósigur Peres- ar í kosningunum árið 1996 og Barak hafi tekist á skömmum tíma að sameina hann undir sína stjóm. Stjórnmálakænska Baraks getur þó ekki talist óbrigðul enda er hann talinn hafa átt sinn þátt f ósigri Peresar í forsætisráðherrakosningunum árið 1996, er hann lagði á ráðin um hern- aðaraðgerðina „þrúgur reiðinnar" sem kostaði hundruð óbreyttra borgara í Lí- banon lífið. Flestir munu þó sammála um að Barak, sem hefur B.Sc. gráðu í eðlis- og stærð- fræði og M.Sc. gráðu í kerfisfræði, sé af- burðagáfaður. Hann er hins vegar einnig sagður hrokafullur og tortrygginn og þyk- ir hafa sýnt ákveðna einræðistilburði frá því hann tók við stjórn Verkamanna- flokksins. Þannig hafa vinir hans og stuðningsmenn verið skipaðir í trúnaðar- stöður innan flokksins á sama tíma og Peres, öðrum manni á lista flokksins, og öðrum fiokksmeðlimum hefur verið ýtt til hliðar. 'iy ííiök *V.an | .íí^ílujg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.