Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 68

Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 68
68 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ( V 1 HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO Kl. 11.15. siiisa' FYRIR 990 PUNKTA FERDUIBÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 www.samfilm.is . r. g-jg Kðl J r ~T T T’' L n F JD M.ikc LU LO vour own rulcs HELSTU leikkonurnar i klámbransanum. GIRUGIR ljósmyndarar réðu sér vart á kynningunni á klámmyndahátíðinni. S EG ER stjarna,11 segir skæl- brosandi klámmynda- stjarna í fjölmiðlasirkus sem haldinn er til kynningar Hot d’Or klámmyndahátíðinni. Hátíðin verður næsta laugardag og því er allt morandi í kynlífsspírum í Cslnnes sem heita kyndugum nöfnum á borð við Boliviu Sam- sonite, Shay Sweet og Frank Gun. Og allar eru þær á svölunum á Royal-hótelinu ásamt alþjóðlegum her fjölmiðlamanna, einkum ljós- myndara, sem hrópa með áfergju á meira hold. Annars staðar í Cannes er út- gefandinn Hugh Hefner sem held- ur til í snekkju úti fyrir ströndinni með opnustúlkum úr Playboy og virðist enn í fullu fjöri enda á besta aldri, 73 ára. Hann var síð- ast í Cannes árið 1959 með stjörn- um á borð við Kim Novak, Cary Grant, Brigitte Bardot og vita- sJiult opnustúlkum. En sú sem stelur senunni, eins og á síðustu Sundance-hátíðinni, er sprundið Grace Quek sem gengur undir nafninu Annabel Chong. Hún er umfjöllunarefni heimildarmyndarinnar Kynlíf: Saga Annabel Chong sem var mest sótta myndin í Sundance og hefur verið þéttset- in á sýningum í Cannes. Það sem Grace Quek afrekaði var að setja heimsmet í bólförum er hún lék í klámmynd og lifði kynlífi með 251 karlmanni á 10 klukkutímum. Hún mætti til Cannes til að fylgja eftir heimildarmyndinni og kom fram að hún gæti alveg hugsað sér að endurtaka leikinn en hún myndi þó fara að öllu með meiri gát en áður. „Ég var heppin því þótt ég færi ír?im á að mennimir sem tóku þátt í þessu með mér sýndu vottorð um að þeir væru ekki með alnæmi þá Setti heimsmet óljósari. var mér bara afhentur bunki af vottorðum frá framleiðendunum án þess að ég gæti sannreynt nokkuð,“ segir Quek í viðtali á ströndinni við Majestic-hótelið, en hún er þar á vegum umboðsskrif- stofunnar DDA, sem sér um margar af stóru stjörnunum í Cannes. Eg hefði átt að gera meiri öryggiskröfur en var svo heppin að komast upp með þetta án þess að smitast. Eg var samt tilbúin að taka áhættuna og ef það hefði farið illa hefði ég axl- að ábyrgðina sjálf án þess að kenna öðrum um.“ I heimildar- Morgunblaðið/Halldór GRACE Quek á heimsmet í hjásofelsi. myndinni kemur fram að Quek hafi verið svikin um greiðslur fyrir að leika í umræddri klámmynd. „Ég er ekkert að velta mér upp úr því,“ segir hún. „Það er alltaf ver- ið að svíkja fólk. Það eina sem ger- ist er að næst verð ég varkárari og mæti á staðinn með lögfræðing með mér.“ / Astæðan fyrir því að Quek svaf hjá 251 karlmanni er að sögn Quek að henni fannst það fyndið. „Því miður sáu mjög fáir skoplegu hliðina á uppá- komunni," segir hún. „Þetta átti að vera spaugilegt; tilgangurinn var sá að gera gys að karlmönn- um. Því venjulega eru það þeir sem sofa hjá ótal konum og eru rómaðir sem kyntröll fyrir vikið. En þarna er það kona sem sefur hjá ótal karlmönnum og hvernig bregst heimurinn þá við?“ Blaðamanni leikur meiri forvitni á að vita hvernig mamma og pabbi brugðust við? „Það var erfitt fyrir þau að horfast í augu við þetta,“ svarar Quek, sem er fædd í London árið 1972. „En þegar allt kemur til alls held ég að samband mitt við foreldra mína sé byggt á meiru en því sem ég vinn við. Við erum fjölskylda og það er það sem skiptir máli. Við tölum saman að minnsta kosti einu sinni í viku og Mikið er um að vera á kvikmyndahátíðinni í Cannes og mannlífíð fjölskrúðugt. Pétur Blöndal og Halldór Kolbeins ljósmyndari komust að því að mörk- in milli blárra mynda og hátíðarmynda í Cannes verða sífellt ræðum þá ekki um það sem ég geri. Enda er þetta gamaldags og íhaldssöm fjölskylda." Quek er kona einsömul enda hefur hún ekki hafa tíma til að standa í ástarsambandi, að eigin sögn, vegna þess að hún er alltaf á ferðalagi. „Ef ég er ekki að gera kvikmynd þá er ég að dansa á skemmtistöðum." Metið sem hún setti í myndinni hefur þegar verið slegið og nýlega var greint frá því að önnur klámmyndastjarna ætl- aði að lifa kynlífi með 2.000 karl- mönnum árið 2000. Það getur vel verið hægt,“ segir Quek. „Þetta eru jú bara myndband og það er ótrúlegt hvernig hægt er að klippa myndir." Sjálf er Quek að fram- leiða klámmyndir. „Ég er að leik- stýra og framleiða mínar eigin myndir. Astæðan íyrir því að ég sneri mér að klámmyndaiðnaðinum er að þar er mun ódýrara að gera mistök. I hefðbundinni kvikmynda- gerð er hæglega hægt að tapa milljónum dollara ef myndin fær litla aðsókn. En jafnvel þótt mér verði á í messunni í klámmyndaiðn- aðinum á myndin samt eftir að selj- ast. Svo hefur mig alla mína ævi langað til að gera klámmynd sem nefndist í sumarleyfi. Hængurinn við klámmyndir er nefnilega að þær eru svo vélrænar, kynlífið er vélrænt. Mig langar til að gera mynd þar sem fólk nýtur í raun og veru kynlífs á manneskjulegan hátt. Þegar þeim áfanga verður náð ætla ég að fara í nám.“ Víð svo búið kveður hún vegna þess að fleiri blaðamenn bíða þess að tala við hana. Og mörkin milli blárra mynda og hátíð- armynda í Cannes verða sífellt óljósari og óljósari, ekki síst vegna myndarinnar umdeildu Kynlíf: Saga Annabel Chong.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.