Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 27 óljúfar málamiðlanir. Þá er Barak hvorki sagður vilja treysta á stuðn- ing araba né kommúnista en flokk- ar araba hafa aldrei fengið tæki- færi til að taka þátt í stjómar- myndun þar sem ísraelskir arabar njóta almenns vantrausts meðal gyðinga. Því hefur töluvert verið rætt um myndun hugsanlegrar þjóðstjórn- ar, sem bæði Verkamannaflokkur- inn og Likud-flokkurinn ættu aðild að, en leiðtogar flokkanna eru sagðir hafa verið nálægt því að ná samkomulagi um stofnun slíkrar stjórnar síðastliðið sumar. Þá eru leiðtogar beggja fylkinga sagðir gera sér grein fyrir nauðsyn þess að varanleg sátt náist um hugsan- lega friðarsamninga við Palestínu- menn og að heppilegt væri að þjóð- stjórn stæði að erfiðum ákvörðun- um sem slíkum samningum fylgdi. Reynt að koma í veg fyrir óeðli- lega mikil áhrif strangtrúaðra Fyrir síðustu kosningar var kosningafyrirkomulagi breytt, þannig að nú er forsætisráðherra kjörinn í sérstakri kosningu í stað þess að leiðtogi stærsta stjórn- málaflokksins fái umboð til stjórn- armyndunar að loknum kosning- um og fari síðan með forsætisráð- herraembættið takist honum að mynda ríkisstjórn. Þessar breyt- ingar áttu m.a. að koma í veg fyrir að flokkar strangtrúaðra hefðu stjórnarmyndun í hendi sér. Reynslan hefur hins vegar sýnt að breytingin þjónar ekki þeim til- gangi sem henni var ætlað þar sem forsætisráðherraefni verða nú að treysta á stuðning strang- trúaðra fyrir kosningar ekki síður en eftir kosningar. Þannig átti Likud-flokkurinn t.d. erfitt með að verjast fylgistapi til Shas-flokks- ins fyrir þessar kosningar á sama tíma og leiðtogi þess, Benjamin Netanyahu, sóttist eftir stuðningi þeirra við framboð sitt til forsæt- isráðherraembættisins. Þá þykir Netanyahu hafa sýnt það og sannað í stjórnartíð sinni að hið nýja fyrirkomulag feli hinum kjöma forsætisráðherra of mikið sjálfstæði frá þinginu og þar af leiðandi of mikil völd. Því hefur þegar verið ákveðið að lögunum verði breytt á nýjan leik og að horflð verði til fyrra fyrirkomu- lags. Þrátt fyrir að breytt kosninga- fyrirkomulag hafi ekki þjónað þeim tilgangi sem því var ætlað hefur það haft ýmsar aðrar breytingar í fór með sér. Þannig hefur breyt- ingin m.a. dregið úr vægi hinna hefðbundnu vinstri og hægri flokka með því að gefa fólki tækifæri til að kjósa um það hver fari með stjórn- armyndun en styðja á sama tíma minni flokka sem höfða til hags- muna þeirra og áhugasviðs. Breyt- ingin hefur því orðið til þess að á undanfómum árum hefur sprottið upp mikill fjöldi smáflokka en 31 flokkur tók þátt í kosningunum að þessu sinni. Má þar nefna hug- leiðslu- og jógaflokk, flokka sem berjast fyrir opnun spilavítis, lög- gildingu kannabisefna, réttindum karla innan fjölskyldunnar og græningjaflokk. Enginn þessara flokka náði hins vegar 1,5% markinu sem þarf til að koma manni á þing. Flokkur fyrir- sætunnar Pninu Rosenblum, sem sett hefur baráttuna gegn heimilis- ofbeldi á oddinn, hlaut mest fylgi þessara smáflokka og virtist á tímabili hafa tryggt sér tvö þing- sæti. Þá var flokkur ellilífeyrisþega einnig mjög nálægt því að koma manni á þing. Dreifing atkvæða til smáflokk- anna hefur því haft það í för með sér að fjöldi atkvæða skilar sér ekki inn á þing og getur það leitt til mikils misræmis milli fylgis hins kjörna forsætisráðherra og styrkleika flokks hans á þingi. Þannig hefur því enn ekki verið fyllilega svarað hvernig brugðist skuh við því takist hinum kjöma forsætisráðherra ekki að mynda stjórn samkvæmt niðurstöðum kosninga. Bretar beita sér fyrir því að NATO undirbúi landhernað í Kosovo Gæti grafíð undan samstöðu meðal aðildarríkja NATO Brussel, London. The Daily Telegraph. SAMSTAÐA NATO-ríkjanna í Kosovo-málinu virðist í hættu vegna tilrauna Breta til að fá bandalagið til að undirbúa hugsanlegan land- hernað í sumar til að tryggja að flóttafólkið frá Kosovo geti snúið þangað aftur áður en vetur gengur í garð. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, fór til Brussel í fyrradag og notaði tækifærið til að skora á Atlantshafsbandalagið að íhuga þann möguleika að senda hersveitir til Kosovo í sumar þótt stjómvöld í Júgóslavíu fallist ekki á að hleypa erlendu herliði inn í héraðið. Stjórn Bandaríkjanna hefur hins vegar verið treg til að fallast á landhernað og ráðamenn í fleiri NATO-ríkjum, m.a. Frakklandi og Þýskalandi, hafa gefið til kynna að þeir séu and- vígir því að gerð verði innrás í Ser- bíu. Háttsettir embættismenn í Frakklandi sögðust telja ummæli Cooks „stórhættuleg" og stefna samstöðu NATO-ríkjanna í hættu. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að „óhugsandi" væri að reynt yrði að leiða deiluna um Kosovo til lykta með landhern- aði. „Þetta er afstaða okkar og henni verður ekki breytt,“ sagði kanslarinn. „Höfum ekki útilokað neina möguleika" Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði hins vegar í gær að NATO ætti ekki að útiloka landhemað í Kosovo þótt loftárásimar hefðu reynst árangursríkar og hann væri vongóður um að hægt yrði að leysa deiluna um héraðið með samning- um. „Við höfum alltaf sagt að við ætlum að ná fram markmiðum okk- ar og við höfum ekki útilokað neinn möguleika." Jamie Shea, talsmaður NATO, virtist taka ummælum Cooks fálega og sagði að bandalagið hefði tekið þá afstöðu að senda ætti alþjóðlegar öryggissveitir til Kosovo „um leið og ofbeldinu linnir". Cook hafði sagt að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, ætti ekki að fá að ráða því hvort og hvenær alþjóðlegt herlið yrði sent til héraðsins. Cook lagði áherslu á að NATO- ríkin hefðu heimilað Javier Solana, framkvæmdastjóra bandalagsins, að meta hversu marga hermenn þyrfti til að hernema Kosovo og hvenær hægt yrði að hefja innrás án þess hún ylli NATO miklu mann- tjóni. Tíminn að renna út? Embættismenn í breska forsætis- ráðuneytinu gáfu til kynna að það væri nú spurning um „hvenær" fremur en „hvort“ landhernaði yrði beitt. Þeir sögðu að ef tryggja ætti að flóttafólkið gæti snúið aftur til Kosovo fyrir næsta vetur yrði NATO að hefja undirbúning innrás- ar sem allra fyrst. Ráðgert er að Cook fari til Was- hington á morgun og búist er við að hann reyni þá að sannfæra Madel- eine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um nauðsyn þess að undirbúa hugsanlegan landhernað. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, reyndi að gera lítið úr fréttum um að samstaða Breta og Bandaríkjamanna væri að bresta og fullyrti að hernaðai-íhlutunin í Júgó- slavíu hefði treyst einingu Banda- ríkjanna og evrópskra aðildarríkja NATO. Mikil andstaða við innrás Bandaríkjastjórn óttast að land- hernaður geti leitt til mikils mann- falls meðal hermanna NATO og óánægju meðal almennings í Bandaríkjunum. Stjórnin hefur sagt að halda eigi loftárásunum áfram og láta á það reyna hvort þær dugi til að fá stjórnvöld í Júgóslavíu til að fallast á friðarskilmála NATO. Andstaðan við landhernað er mikil í öðrum NATO-ríkjum. Grísk og ungversk stjórnvöld hafa sagt að ekki komi til greina að hersveitir NATO ráðist inn í Júgóslavíu frá Grikklandi og Ungverjalandi. Haughey enn í vanda PÓLITÍSK arfleifð Charlies Haug- heys, fyrrverandi forsætisráðherra írlands, beið enn frekari hnekki um síðustu helgi þegar þekkt blaðakona upplýsti að hún hefði átt í ástarsam- bandi við Haughey um margra ára skeið. Talsmenn Berties Ahems, forsætisráðherra Irlands, og arf- taka Haugheys í leiðtogasæti Fi- anna Fáil-flokksins, fullyrtu hins vegar að þessar uppljóstranir myndu ekki skaða stjómina og sjálfur sagði Ahern að um einkamál væri að ræða sem ekki kæmi stjórn sinni við á nokkurn hátt. Haughey var einn valdamesti maður í írskum stjórnmálum um áratuga skeið og var margsinnis forsætisráðherra landsins, síðast árin 1987-1992. Undanfarna mánuði hefur hins vegar verið upplýst um fjármálamisferli og ýmis önnur hneykslismál sem tengdust Haug- hey. A föstudag greindi síðan fyrr- verandi dálkahöfundur á dagblaðinu The Irísh Independent, Terry Kea- ne, frá því að hún hefði um tuttugu og sjö ára skeið átt í ástarsambandi við forsætisráðherrann fyrrverandi. Bæði Keane og Haughey eru gift og sagði Keane í sjónvarpsþætti á föstudag að henni þætti afar leitt ef samband þeirra hefði valdið fjöl- skyldum þeirra erfíðleikum. Æviminningar Keane koma út hjá írskri bókaútgáfu í haust og birtist kafli úr bókinni í The Sunday Times um helgina. Keane viðurkenndi að bókarskrif sín nú kæmu ekki til af góðu, en hún ku hafa vitneskju um að tveir rann- sóknarblaðamenn hygðust ljóstra upp um leyndarmálið - sem reynd- ar er sagt hafa verið á allra vitorði um margra ára skeið - í bók sem kemur út í haust. Kvaðst Keane ein- faldlega hafa viljað verða fyrri til. I sjónvarpsþættinum „The Late Late Show“ sagðist Keane elska Haughey afar heitt. „Og ég held að hann elski mig líka.“ Þeim hafði þó aldrei komið til hugar að skilja við maka sína, „Charlie vai- alltaf gam- aldags," sagði Keane í samtali við þáttarstjórnandann Gay Byrne. Keane, sem er sextug, upplýsti enn- fremur að samband þeirra Haug- hey, sem er 73 ára, stæði enn. Tölvur og tækni á Netinu v§> mbl.is -A.LLTAf= GITTHXáMD AIÝTT Námskeið í góðu baknuddi llmolíunudd og punktanudd. Tilvalið fyrir hjón eða pör. Laugardaginn 22 maí og Gott baknudd losar um spennu sunnudag.nn 30. mai. í öllum líkamanum. Sermenntaour kennari Skipholti 50c, HEILSUSETUR sími 562 4745, 552 1850, 896 9653. ÞÓRGUNNU Þökkum kjósendum veittan stuðning í alþingiskosningunum 8. maí síðastiiðinn. Einnig þökkum við öllum þeim sem lagt hafa sitt af mörkum með starfi í kosningabaráttunni og við uppbyggingu hreyfingarinnar á undanförnum mánuðum. Tekið er við skráningu nýrra félaga á heimasíðu okkar www.vg.is og í síma 863-2354 V VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.