Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 33 LISTIR Gallerí opnað á bóndabæ í Hruna- mannahreppi Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ÞORBJÖRG Hugrún Grímsdótt- ir, húsfreyja að Hvítárdal í Hrunamannahreppi, opnar úti- gallerí á heimili sínu nú á laug- ardaginn, 22. maí. Þorbjörg sýnir margskonar skrautmuni sem hún hefur steypt og málað og eru dýr og fuglar þar í fyrir- rúmi. Hún segist hafa byrjað á að steypa þessa muni í fyrra. Það kviknaði sú hugmynd hjá henni og vinkonu hennar, Hildigunni Þórsdóttur, að Qár- festa saman í steypumótum. Hugmyndin kom þegar þær vinkonur voru saman á ferð í Englandi og sáu svipaða muni. Þær stöllur hafa nú í hyggju að fara á næstunni til Englands og kynna sér gerð slíkra móta og hafa hug á að hanna hlutina sjálfar. I gerð listmunanna er notuð mjög góð steypa og síðan eru munirnir málaðir með sterkri útimálningu á margvís- legan hátt en engir tveir eins. Ekkert sér á þessum munum þó að þeir hafi staðið úti í hvers- konar veðrum og frosti og eiga að endast vel, segir Þorbjörg Hugrún. Að Hvítárdal er um tíu mín- útna akstur frá Flúðum en bær- inn stendur við veginn að Brú- arhlöðum og Geysi. Munir eftir þær vinkonur verða einnig til sölu í verslun Húsasmiðjunnar á Selfossi. Þorbjörg segist hafa verið að fást við margskonar föndur frá unga aldri og tekur meðal ann- ars að sér að skrautrita skjöl og kort fyrir fólk. Þessi listakona er uppalin í Þingvallasveitinni og segir að líklega hafi hin stórbrotna náttúrufegurð Þing- valla og umhverfi þeirra haft mikil áhrif á sig. Þorbjörg rek- ur bændagistingu með morgun- verði og segist vonast eftir mörgum gestum í sumar, inn- lendum sem erlendum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞORBJÖRG Hugrún Grímsdóttir í gallerígarðinum í Hvítárdal. Sýning frá MHI í Safnahúsi Borgarfjarðar NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningin er í samvinnu við Myndlista- og handíðaskóla Islands og er afrakst- ur verkefnisins „Printmaking, Art and Research" (PA&R) sem er sameiginlegt verkefni listaháskóla í fimm löndum Evrópu. Auk Mynd- lista- og handíðaskólans taka lista- háskólar í Offenbach í Þýskalandi, Bourges í Frakklandi, Barcelona á Spáni og Southampton á Englandi þátt í verkefninu. Fimm nemendur, einn frá hverjum skóla, eiga verk á sýningunni og eru fjórir að ljúka mastersnámi, en einn úr hópnum er látinn. Nemendurnir fjórir voru við opnunina í Borgamesi, auk þess sem kennarar frá öllum skólunum og fleiri gestir, erlendir og innlend- ir, mættu til að vera viðstaddir. Frumkvöðull og verkefnisstjóri PA&R er Valgerður Hauksdóttir, kennan við Myndlista- og handíða- skóla Islands, en það var einkum fyrir tilstuðlan hennar og íslenska nemandans í hópnum, Páls Heimis Pálssonar, að ákveðið var að hafa verkin til sýnis í Safnahúsi Borgar- fjarðar. AIls em þetta 17 graf- íkverk, en hluti sýningarinnar er einnig á CD-ROM diski og á Net- inu. Gefst gestum tækifæri til að skoða þann hluta sýningarinnar sem er á tölvutæku formi, en fyrir- tækið ACO í Reykjavík hefur fyrir milligöngu Tölvubóndans í Borgar- nesi lánað Safnahúsinu öfluga Apple-tölvu sem öllum er heimill að- gangur að. Einnig liggja frammi upplýsingar um PA&R verkefnið og listamennina sem nú sýna verk sín. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Myndlista- og handíðaskólinn fer út fyrir Reykjavík með verk heils út- ski-iftarhóps og er því um tímamót í sýningarhaldi skólans að ræða, jafn- framt því að vera mikil viðurkenning fyrir það listsýningastarf sem Safna- hús Borgarfjarðai' hefur staðið fýrir undanfarin ár. Sýningin stendur til 20. júní og er opin á opnunartíma Safnahússins. Nú hefur sumaropn- unartími tekið gildi og er húsið því opið alla daga, þ.m.t. laugardaga og sunnudaga, frá 13-18. Einnig er opið á fímmtudagskvöldum frá 20-22. Að- gangur er ókeypis. Helga Kress í Snorra- stofu BORGFIRSKUR skáldskapur er umfjöllunarefni Helgu Kress í Snorrastofu í kvöld, miðviku- dag, kl. 21 og verður haldinn í Safnaðarheimili Reykholts- kirkju. Helga Kress er prófess- or í almennri bókmenntafræði og forseti heimspekideildar Háskóla Islands. Fyrirlestur- inn nefnir hún „Borg- fírskar skáldkonur". Erindið er liður í röð fyrirlestra er nefnist Fyr- irlestrar í héraði. Árið 1997 gaf Helga út bókina Stúlka. Ljóð eftir ís- lenskar konur. Um er að ræða úrval ljóða eftir 43 skáldkonur frá því fyrsta ljóðabók eftir konu kom út á Islandi árið 1876, en hlutur borgfirskra kvenna í ljóðagerð hefur verið verulegur síðan þá. I ritinu er birt skáldkvennatal með nöfn- um allra skáldkvenna sem gefið hafa út ljóðabók hérlendis ásamt bókum þeirra. Þá er í bókinni ítarlegur inngangur eftir Helgu um ljóðagerð ís- lenski-a kvenna frá upphafi. Um þessar mundir fæst Helga við fjölþættar rannsókn- ir. Greinasafnið Sáuð þið hana systur mína? er væntanlegt á þessu vori. I því eru m.a. grein- ar um Jónas Hallgrímsson, Bjarna Thorarensen, Snorra Hjartarson og Svövu Jakobs- dóttur. Þá vinnur hún að riti um samband myndmáls og kynferðis í Islendingasögum, auk frekari rannsókna á ís- lenskri kvennabókmenntasögu, m.a. ljóðagerð Guðnýjar Jóns- dóttur frá Klömbrum. NÁTTÚRULEG SNYRTTVÖRULÍNA FYRIR DÖMURCX3 HERRA Ráðgjöf á staðnum á morgun ll frá kl. 13-17 HOLTS APOTEK kynning í NYÚTKOMINNI bók sem ber nafnið Dagbók Islendinga, er að finna hátt á annað hundrað dag- bækur Islendinga sem eru æði fjölbreyttar bæði hvað varðar efnistök og innihald. Enda ekki við öðru að búast því dagbókar- ritararnir eru 6 til 94 ára gamlir, af báðum kynjum og hvaðanæva af landinu, sumir búsettir erlend- is. 15. október árið 1998 tóku næstum 6.000 ís- lendingar áskorun Þjóðminj asafnsins og Þjóðarbókhlöð- unnar og skrifuðu dagbók til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Ef að líkum lætur er þetta sjálfsagt best skrásetti dagur ís- lendinga frá upphafi vega og sýnir svo ekki verður um villst þá ritgleði sem býr með þjóðinni. Þarna birta bæði börn og fullorðnir dagbækur sínar lesendum til Sigþrúður fróðleiks og Gunnarsdóttir skemmtunar. Sumir gera ítarlega grein fyrir lífi sínu þennan haustdag, aðrir láta fá orð nægja. Bókin er gefin út af Máli og menningu í samvinnu við Þjóðminjasafn ís- lands. „Upphaflega voru sendar inn sex þúsund dagbækur og við tók- um þær og flokkuðum eftir aldri, kyni og búsetu. Eg fékk í hend- urnar hátt á fjórða hundrað bæk- ur. Þá var verkefnið að búa til úr því spennandi bók sem fólki þætti gaman að grípa í! Bæði Stíll þróast með aldri þurfti að velja úr dagbókunum og búa til skipulag og sú vinna fór dálítið samhliða fram,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, annar af ritstjórum bókarinnar og held- ur áfram: „Fljótlega kom fram hugmynd um að raða efninu í efnisflokka, halda til dæmis saman þeim dagbókum þar sem matur og matar- gerð eru mjög áber- andi eða dagbókum þar sem viðkomandi hefur átt mjög anna- saman dag. Þá urðu til þessir átta kaflar bókarinnar, en við reyndum að hafa sem mesta breidd í dag- bókarriturunum innan hvers kafla.“ Nú hlýtur það að hafa verið gaman að glugga í svona margar ólíkar dagbækur og frá jafnbreiðum hópi fólks og þarna er. Hvað þótti þér forvitnilegast í bókunum? „Eitt af því sem maður getur uppgötvað með því að lesa bók- ina er að sjá hvernig stíll þróast með aldri,“ svarar Sigþrúður. „Yngri krakkarnir skrifa mjög einfalda skýrslu, en strax á menntaskólaárunum er fólk farið að leika sér með tungumálið, beita orðaleikjum og allskonar stflbrögðum í rauninni. í bestu dagbókum fullorðna fólksins sér maður mjög góða málnotkun en kannski ekki jafn mikinn leik og hjá unglingunum. Maður sér mjög margt um það hvernig fólk lifir lífi sínu og það er kannski það sem er forvitnilegt við bók- ina. Það höfðar eftilvill til þeirr- ar forvitni sem við höfum um ná- ungann sem ég held að flestir kannist við hjá sjálfum sér. Mér hefur líka sýnst að fólk af öllu tagi hafi gaman af bókinni og það var sannarlega skemmtilegt verkefni að taka hana saman.“ Imorgun horfði ég á spólu. Og svo fór ég í tölvuna. Eftir mat fór ég í skólann og ég fór í myndmennt og leikfimi. J3vo fór ég heim og fór að læra. í kvöldmat fékk ég pulsu og nagga. Svo fór ég að sofa. Góða nótt. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, 8 ára, Reykjavík í dag var skóli. Það var reyndar ósköp venjulegur dagur; skóli, há- degi, leikfími, myndlist, kvöldmatur o.s.frv. Ekkert skrítið, ekkert skemmtilegt. Ósköp venjulegur dagur í skólanum, slagsmál, fót- bolti, semsagt bara venjulegur dag- ur í mínu lífi. Steindór Haraldsson, 12 : Reykjavík. I morgun svaf ég yfir mig og missti þar af leiðandi af spænsku- tíma. Tíminn þar á eftir var saga og sá var leiðinlegur, ekki það að lær- dómsefnið sé leiðinlegt heldur er kennarinn slappur. I morgun var ég ekkert svöng og borðaði því ekki neitt, ég gleymdi meira að segja að taka inn herbalife-töflurnar mínar! Eg er svöng núna og get varla beðið eftir að komast heim og borða kjöt- súpu. Mmm. Orðræðan í heimspeki gekk fram- ar öllum vonum, þvílík einkunn, ég var viss um að hafa klúðrað þessu. Ég er mjög ánægð með fyrri part dagsins, má segja. Ég er alveg búin að plana daginn. Fyrst borða kjöt- súpu, svo læra, svo ræktin, svo einn skammtur herbalife, svo snyrtivöru- kynning og svo síðast en ekki síst rækta myndlistina. Ég er með góða hugmynd í kollinum og ætla að framkvæma hana. Helvítis E, hvernig getur hann verið trúlofað- ur! Hann settist við borðið hjá okk- ur í dag, oh hann er svo sætur, en asnalegt göngulag. Ég vildi eitthvað hefði getað orðið úr þessu hjá okk- ur, en auðvitað ekki. Ég er hundleið á því að skrifa dagbók. 20 ára kona í Reykjavík. Það er allra besta veður, en það hefur fennt þó nokkuð í nótt. Vinna er lítil að venju, unnir 2 tímar. Ég er að láta nagladekk undir bíl- inn því til stendur að fara á Rif. Mús kom í kofann hjá Höskuldi. 68 ára verkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.