Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ísólfur Gylfi Pálmason og Guðni Ágústsson: ~ Víkingasueit Fram- sóknar skllaði árangrí LITLA Suðurlandsundrið og Co. stóðu fyrir sínu eftír sálfræðiklónunina og létu ekkert ýta yfir sig. Annir á Lögreglustöðinni í Reykjavík Önnur gjaldkerastúka ætti að stytta biðröðina Morgunblaðið/Sverrir BIÐRÖÐIN náði út úr dyrum á Lögreglustöðinni í Reykjavík í gær þar sem aðeins ein gjaldkerastúka er í notkun, en ráðgert er að bæta einni við til að mæta álaginu. Stigar frá Starlíght og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land k „Jk X DREIFINGARAÐILI mj&STARLIGHT Béldray I.GUÐMUNDSSON ehf. Sfmi: 533-1999, Fax: 533-1995 STEFNT er að því að setja upp nýja gjaldkerastúku í almennu af- greiðslunni í Lögreglustöðinni í Reykjavík í þessari viku. Með til- komu hennar ætti að styttast sú biðröð sem myndast vanalega vegna umsókna um vegabréf á þessum árstíma. Hefur hinn langi afgreiðslutími iðulega valdið pirr- ingi hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu til lögreglunnar. Miklar annir eru á lögreglustöð- inni um þessar mundir vegna þessa, en aðeins ein gjaldkera- stúka hefur verið í notkun til að anna álaginu sem verður sérstak- lega mikið í hádeginu að sumar- lagi, að sögn Sólmundar Más Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Lög- reglunnar í Reykjavík. „Embættið hefur ekki staðið sig nógu vel í því að hafa nógu góða af- greiðslu, en það er von á annarri gjaldkerastúku í þessari viku, sem ætti að stytta biðröðina um helm- ing,“ segir Sólmundur Már. Hann bendir á að hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði og í Kópa- vogi sé hraðari afgreiðsla á vega- bréfum en hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík. Þótt Hafnfirðingum og Kópavogsbúum sé frjálst að sækja um sín vegabréf í Reykjavík beinir Sólmundur Már þvi til þeirra að sækja um vegabréf í sinni heimabyggð til að komast hjá miklum biðröðum á lögreglustöð- inni við Hverfisgötu. Hraðari afgreiðsla í Hafnarfirði og Kópavogi „Það er töluvert um að fólk utan Reykjavíkur sæki um vegabréf sín hér, sem er eðlilegt þar sem marg- ir sækja vinnu hingað og skreppa á lögreglustöðina í hádeginu en ég þori að fullyrða að það er hraðari afgreiðsla í Kópavogi og Hafnar- firði þar sem færri sækja um vega- bréf sín þar en hér,“ segir Sól- mundur Már. Líkamlegt ofbeldi gegn börnum Grunsamlega lág tíðni líkam- legs ofbeldis Bragi Guðbrandsson LÍKAMLEGT of- beldi gegn börnum er yfírskrift ráð- stefnu sem stendur yfir í dag, miðvikudag, á Grand hóteli. Ráðstefnan er haldin á vegum Bama- vemdarstofu í samvinnu við Bamaspítala Hrings- ins og Félag íslenskra bamalækna. Bragi Guð- brandsson er forstjóri Bamavemdarstofu. „Við höfum árlega boðið til landsins þekktum er- lendum sérfræðingum á sviði bamavemdar í því skyni að fræða fagfólk sem vinnur með börn um ýmsa þætti bamaverndar- mála,“ segir Bragi en á síðasta ári var kynferðis- legt ofbeldi gegn bömum á dagskrá og árið þar á undan var tileinkað bömum alkóhólista. „í þetta skipti er dr. John Stirl- ing gestur okkar en hann er bamalæknir og einn helsti sér- fræðingur á sviði líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis gegn böm- um.“ Bragi segir að John Stirling muni fyrst og fremst fjalla um einkenni sem auðkenna líkamlegt ofbeldi og fjalla um hvemig hægt er að greina slíka áverka frá öðr- um sem verða vegna slysa eða óhappa af ýmsu tagi. „Þá mun hann taka fyrir með hvaða hætti æskilegast sé að standa að með- ferð slíkra mála þegar þau koma fram í dagsljósið." John Stirling er aðal fyrirlesar- iim á ráðstefnunni í dag en auk hans munu tala Einar Hjaltason bamalæknir á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur og Gestur Páls- son bamalæknir á Bamaspítala Hringsins og verður umfjöllunar- efni þeirra líkamlegt ofbeldi á þeim stofnunum þar sem þeir starfa og hvemig staðið er að vinnslu slíkra mála hér á landi. Af hálfu Bamavemdarstofu mun Anni G. Haugen félagsráðgjafi ræða um meðferð mála af þessum toga sem koma til kasta stofunnar. -Er algengt að íslensk böm séu beitt líkamlegu ofbeldi? „Á síðasta ári bámst bama- verndarnefndum um 140 tilfelli þar sem gmnur lék á að böm hefðu sætt líkamlegu ofbeldi og í fyrra var þessi tala enn lægri. Það em á bilinu 5-10% af heildarfjölda tilkynninga sem berast bama- vemdamefndum í landinu. Sé tekið mið af nágrannalöndum okkar þar sem þessi tala er á bil- inu 25-35% emm við með þrisvar til fimm sinnum færri tilvik en á Vesturlönd- um.“ -Hver teljið þið að skýringin á þessu sé? „Samkvæmt þessum upplýsingum er líkamlegt ofbeldi gegn börnum ekki algengt hér- lendis og minna en nokkurs stað- ar annars staðar í vestrænu þjóð- félagi. það veldur okkur áhyggj- um. Þetta em gmnsamlega lágar tölur og margt bendir til að mál af þessu tagi uppgötvist ekki í ís- lensku samfélagi. Afstaða okkar hjá Barnavemdarstofu er að aðr- ar og alvarlegri skýringar kunni að vera á þessu. Ein þeirra er að okkur skorti hreinlega þekkingu til að greina þessi tilvik. Þetta em vandmeðfarin og erfið mál í vinnslu og það er tilhneiging að trúa því ekki að foreldrar eða for- ráðamenn bama geti beitt þau lík- amlegu ofbeldi.“ Bragi bendir á að þessa tilhneigingu til að loka aug- ► Bragi Guðbrandsson nam fé- lagsfræði við háskólann í Kant- araborg í Englandi. Hann var félagsmálastjóri í Kópavogi frá árinu 1982-1991 og aðstoðar- maður félagsmálaráðherra frá 1991-1995 en þá tók hann við embættí forstjóra Bamavernd- arstofu. Eiginkona hans er Ár- dís Ólafsdóttir ljósmóðir og eiga þau þrjú böm. unum fyrir vandanum megi ef- laust rekja til óöryggis okkar, reynslu og þekkingarleysis til að meðhöndla mál af þessum toga. -Hvemig má greina einkenni hjá bömum sem hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi? „Það er erfitt að koma með ein- falda mynd af því en það má taka dæmi. Ef bam er með líkamlega áverka og áverkasögu og hefur t.d. komið nokkrum sinnum á slysavarðstofu þá er það vísbend- ing um að ástæða sé til að skoða málið sérstaklega. Auðvitað eru til hrakfallabálkar og það má einnig greina áverkana útfrá þeim stöð- um líkamans sem þeir eru á. Böm sem detta í leik meiða sig gjaman á útlimum en ef bam kemur ítrek- að með áverka á upphandleggjum, baki, rassi og jafnvel kynfærum er ástæða til að skoða sjúkrasögu þess nánar.“ Bragi segir mikilvægt að þegar barn komi í læknisrannsókn sé haft íyrir reglu að bera saman áverka og skýringamar sem gefn- ar em og kanna hvort þetta fari saman. Stangist þessar upplýsing- ar á, beri að skoða dæmið nánar. Þessi atriði mun Sterling reyndar taka nánar fyrir á ráðstefnunni. - Munuð þið í fram- haldinu beita ykkur fyrir aukinni fræðslu til fagfólks um líkam- legt ofbeldi gegn börnum? „Tilgangurinn með þessari ráðstefnu er að auka vitund al- mennings og þá fagfólks sérstak- lega og við bindum vonir við að hún geti verið upphaf að víðtækri umræðu um þennan vanda.“ Bragi telur að ýmislegt megi gera betur í þessu sambandi, huga betur að tilkynningaskyldu fagfólks og ekki síður almenn- ings. Þá segir hann ljóst að efla þurfi fræðslu á þessu sviði og bæta verulega samvinnu hinna ólíku fagstétta sem koma að mál- um sem þessum, lækna, hjúkmn- arfólks, lögreglu og starfsfólks barnaverndarnefnda. Ráðstefnan, sem stendur yfir í dag frá kl. 9-17 á Grand hóteli, er öllum opin. Vitund al- mennings og fagfólks aukin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.