Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ft BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 7. maí spiluðu 23 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtal- in pör efst í N/S: Magnús Halldórss. - Þóróur Jörundss. 261 Helga Helgadóttir - Július Ingibergss. 238 Bjöm Hermannss. - Siguróur Friðþjófss. 238 Lokastaða efstu para í A/V: Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinss. 274 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíóss. 251 Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 245 @texti: Þriójudaginn 11. maí spiluðu 20 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Ingibjörg Kristjánsd. - Þorsteinn Erlingss. 265 Hlbert Þorsteinss. - Bjöm Ámason 257 Þórhallur Ámason - Olafur Lámsson 252 Lokastaðan í A/V: Olafur Ingvarss. - Þórarinn Ámason 256 Emst Backman - Jón Andrésson 255 Helga Helgad. - Júh'us Ingibergss. 244 Meðalskor var 216 báða dagana. Bikarkeppni BSÍ 1999 TEKIÐ er við skráningu í Bikar- keppni BSI til föstudagsins 21. maí, s. 587 9360 eða isbridge@islandia.is. Þátttökugjald er 4.000 kr. á umferð. Síðasti spiladagur 1. umferðar er 20. júní. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Síðastliðinn miðvikudag lauk íjeggja kvölda tvímenningi hjá félag- inu. Var það við hæfi að Einar Júlíus- son, aldursforseti félagsins, sigraði ásamt Skafta Þórissyni. Sigurvegarar kvöldsins voru þeir Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson og var það við hæfi vegna þess að þeir félagar mæta best allra spilara félagsins. Lokastaða efstu para varð eftir kvöldið: Jóhann Benediktss. - Sigurður Albertss. 102 Einar Júh'uss. - Skafti Þóriss. 93 Bjöm Dúason - Gísli ísleifss. 91 Staðan eftir tvö kvöld (lokastaðan) varð þessi: Einar Júlíuss. - Skafti Þóriss. 181 Jóhann Benediktss. - Sigurður Albertss. 177 Garðar Garðarss. - Svala Pálsd. 176 Bridsfélagið Muninn vill þakka fé- lagsmönnum og velunnurum fyrir samstarfið í vetur og óska öllum bridsáhugamönnum gleðilegs sumars. Og viljum við minna á aðalfund félags- ins miðvikudaginn 19. maí kl. 20.30. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Mánudaginn 10. maí spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning, úrslit urðu þessi: N/S SæmundurBjömss.-AlfreðKristjánss. 284 Rafn Kristjánss. - Júlíus Guðmundss. 235 ií^Andréss. - Guðm. Á. Guðmundss. 228 A/V Sigtryggur Ellertss. - Haukur Sigurjónss. 241 Þorsteinn Davíðss. - Ingibjörg Stefánsd. 237 Þorsteinn Erlingss. - Ingibj. Kristjánsd. 225 Fimmtudaginn 13. maí spiluðu 17 pör Mitchell-tvímenning, úrslit urðu þessi: N/S Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 244 Haukur Guðmundss. - Om Sigfuss. 243 Jón Andréss. - Guðm. L Guðmundss. 222 A/V Ólafur Ingvarss. - Jóhann Lútherss. 291 Albert Þoreteinss. - Bjöm Amas. 279 Jóhann Guðm.son - Þorvarður Guðm.son 251 Meðalskorvarbáðadaga 216 Bridsfélag Suðumesja >Tveggja kvölda þrautakóngi fé- lagsins lauk 10. maí. Efstu pör seinna kvöldið urðu þessi: Amór-Karl +11 Jóhann - Sigurður +10 Sigríður - Sigfús +9 Þegar búið var að leggja saman ár- angur beggja kvölda kom í Ijós að hin síunga Sigríður Eyjólfsdóttir og hinn síkáti séra Sigfús höfðu mesta stöð- ugleikann og lokastaðan þessi: Sigríður - Sigfús +19 Kjartan - Óh +9 Karl - Gunnlaugur +6 I þrautakóngskeppninni höfðu þeir ðfciannes - Gísli - Svavar besta út- komu með 38 stig. Laugardaginn 15. maí fór fram hin árlega bæjakeppni milli Bridsfélags Suðurnesja og Bridsfélagsins Mun- ans. Spilað var á tíu borðum og hafði Bridsfélag Suðurnesja betur með 457 i.m.p. gegn 370. Um kvöldið var svo sæneiginleg árshátíð félaganna með vcrðlaunaafhendingu. Að lokum óskum við öllum gleði- legs sumars sjáumst aftur í haust. UMRÆÐAN Hvað er góður stjómandi? Á TÍMUM geysilegrar samkeppni skiptir höf- uðmáli að stjómendur tileinki sér og beiti vinnubrögðum sem skila hámarksárangri. I dag er ekki nóg að gera vel, það verður að gera miklu betur en það. Þegar staðan er svona er eðlilegt að rýnt sé í störf stjórn- enda og reynt sé að finna út hvernig megi ná hámarksárangri. Til að þetta takist verður að líta á starf stjórnandans í sem víðustu samhengi þar sem stjómendur þurfa að vera hæfir á öllum sviðum stjórnunar. Stjórnun Hvað er góður stjórn- andi? spyr Sigurður Ragnarsson. Eiga vinnubrögð hæfra stjórnenda eitthvað sameiginlegt? Ég tel að það megi skipta starfi stjórnandans í eftirfarandi fimm flokka. Hæfni í gerð áætlana Stjómandi þarf að vera búinn þeim hæfileikum að setja skýr markmið og í framhaldi af þvi setja fram raunhæfar áætlanir. í þessu sambandi er mikilvægt að setja fram raunhæfar tímaá- ætlanir fyrir verkefni og gera sér grein fyrir og vera meðvitaður um vandamál og hindranir í leið að settum mark- miðum. Einnig er lykil- atriði að stýra for- gangsmálum og meta þau stöðugt. Stjórn- andinn verður að vita hvert á að fara en verð- ur að undirbúa ferðina afar vel og vera tilbú- inn að breyta leiðinni ef nýjar upplýsingar eða aðstæður krefjast slíks. Þess vegna má aldrei setja áætlun á sjálfstýringu, heldur er þörf fyrir stöðuga vöktun. Hæfni í skipulagningu Skipting og skipulag verkefna þarf að miðast við að nýta starfsfólk á sem árangursríkastan hátt til að ná settum markmiðum. Til að þetta megi nást þarf að skilgreina á skýr- an hátt ábyrgð og starfssvið starfs- fólks og í framhaldi veita starfsfólki viðeigandi ábyrgð. Þekkja þarf styrkleika og veikleika starfsfólks til að vita hvernig best er að úthluta verkefnum og mynda sem sterkasta vinnuhópa. Fyrrgreind atriði vinna gegn hugsanlegri ringulreið meðal starfsfólks og lágri framleiðni og leiða til skarpari vinnubragða. Að lokum þarf stjómandinn að miða skipulagningu við að nýta tíma og atvinnutæki sem best. Hæfni í verkstjórnun/eftirliti Stjórnandi þarf að nota viðeig- andi aðferðir til að fylgjast með framgangi verkefna og geta þær að- ferðir verið margvíslegar, allt eftir eðli verkefna og fjölda þátttakenda sem og stöðu þeirra innan fyrirtæk- isins. Hér er gríðarlega mikilvægt að setja skýrar línur hvað varðar væntingar um frammistöðu starfs- fólks og veita því nauðsynlegan stuðning. Stjórnandinn þarf enn- fremur að vera meðvitaður um hugsanleg frávik sem leiða til breyt- inga á aðferðum til að ná settum markmiðum. í þessu felst meðal annars að breyta verkferlum og nálgun á lausnum til að ná settu marki. Að lokum þarf stjórnandi að vera óhræddur við að taka ákvarð- anir og framfylgja þeim. Þessu tengt er að taka uppbyggilega á mistökum og læra af þeim á mark- vissan hátt. I þessu sambandi eru mér ofarlega í huga ummæli Mich- ael Jordans, eins besta körfuknatt- leiksleikmanns sögunnar, er hann sagði: „Ég hef skotið yfir 30 þúsund sinnum á körfuna og ekki hitt, þess vegna er ég bestur.“ Hæfni í mannlegum samskiptum Stjómandi þarf að setja sldlaboð, til að mynda hugmyndir, fyrirmæli o.s.írv. fram á skilmerkilegan og skýran hátt. Hér er einnig mikil- vægt hvernig skilaboðin eru fram- sett, t.d. hvað varðar munnleg skila- boð þá skiptir máli í hvaða tóni þau eru sögð og hvaða orð eru notuð. Sem dæmi ber að forðast að nota skipunar- og hæðnistón, auk þess sem notkun boðháttar getur fallið í grýttan jarðveg, dæmi: „Þú átt að gera þetta svona.“ Forðast ber að setja skilaboð fram með þeim hætti að skilja megi að stjórnandinn sé að einhverju leyti æðri, það vilja nefni- Sigurður Ragnarsson Mig dreymdi draum AÐ sögn hinna fomu dulspekinga Indlands er hægt að fara tvær leiðir, „þægilegu leiðina“ og „góðu leiðina“. Þægi- lega leiðin færir okkur ánægju eða nautn um stund en leiðir til fjötra og þjáninga. Hin góða leið getur krafist fóma en færir okkur til auk- ins frelsis og hamingju. Persneski vitringurinn Rumi sagði að ,vegurinn til vatnsins lægi í gegn- um eldinn“. Sama sagði Jesús er hann talaði um að ganga í gegnum „þrönga hliðið“. Það er eðlilegt að staldra við á áramótum og íhuga á hvaða leið við erum. Hver fyrir sig, og sem þjóð. Emm við á braut þess góða eða þess þægilega? Það hryggir mig að segja að fram að þessu hefur mér virst við vera á hinni þægilegu leið. Við emm ekki ein á þeirri leið, mest öll Vestur-Evrópa og Bandaríkin em þar líka. Undanfarið hefur orðið „góðæri" hljómað í eyr- um okkar. Ekki síst af vöram þeirra sem telja sig vera höfundar þess . En hvað hefur góðærið þýtt fyrir okkur? Aukin vinna, neysla, kaupmáttur. Já. Aukin lífsgæði? í góðærinu hafa skuldir heimilana aukist um 43 millj- arða. Viðskiptahalli hefur snaraukist. Streita, kvíði, þunglyndi og geðræn vandamál em algengari en nokkm sinni fyrr. Eiturlyfjaneysla, sérstak- lega meðal yngra fólks, hefur líklega aldrei verið meiri. Bakvandamál, gigt og síþreyta viðast algengari en áður. Flestir em sammála um að þeir séu undir meira álagi en fyrr og hafi minni tíma. Lífsgæði? Þetta kann áð hljóma sem inngangur að fordæm- ingu á núverandi stjóm og kunnug- legu pólitísku þrefi. Það er ekki til- gangur minn. Stjóm- endur endurspegla að- eins það sem blundar í vitund fjöldans. Við öll, ég og þú, emm höfund- ar þess þjóðfélags sem við höfum í dag. Mér virðist að góðærið sé ekki að færa okkur hamingju sem skyldi. Við þurfum ekki að undrast það. Við höfum reynt að líkja eftir Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum og okk- ur er smám saman að takast það. Þjóðfélög þar sem hagnaður og hagvöxtur er aðalmálið. Vaxandi hraði, samkeppni, harð- neskjulegt málm- og plast umhverfi, hraðbankar, hraðþvottur, skyndibiti, skyndibúðir, meira að segja skyndi- giftingar og að sjálfsögðu skyndiskilnaðir. Ég trúi ekki að þetta sé það sem meirihluti íslendinga vill í hjarta sínu. Bölsýnis raus! Kannski. Eg er ekki að segja að við búum ekki að ýmsu góðu. Á Islandi býr gott fólk. En við verðum að átta okkur á tækifæri okkar til að gera hlutina öðmvísi. Að flytja ekki inn eymd Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Við getum gengið um þrönga hliðið. Gera rétt. Gera það sem samræmist andlegum lögmálum. Guðs lögmál- um, það sem samræmist okkar innsta eðli, sem er ljós, friður og kærleikur. Skammtíma fjárhagsleg- ur ávinningur má ekki og getur ekki stjómað samfélaginu án þess að tjón hljótist af. Ég bið ykkur öll sem lesið þetta, sérstaklega stjórnmálamenn, í guðs bænum vaknið! Ekki feta þá ógæfubraut sem nánast allur hinn vestræni heimur hefur gert. Þótt hann njóti að nokkm friðar og vel- gengni um stund emm við að Lífsgæðakapphlaup Best er að fjárfesta í hlutabréfum andans, ------,---------------- segir Asmundur Gunn- laugsson, og þess sem af andanum er. óbreyttu að sá fræjum þjáninga. Við verðum að virða jörðina, náttúmna og lífríkið allt. Við verðum að virða hvert annað. Okkar markmið á að vera vinátta, samræmi og það sem stuðlar að velferð allra. Þetta gildir jafnt fyrir hvern og einn einstakling og þjóðina sem heild. Aðeins þessi leið mun færa raunvemleg lífsgæði, þ.e. frið, jafnvægi og heilsu. Með orð- um Krists: „Hvað stoðar það mann- inn þó hann eignist allan heiminn og fyrirgeri sálu sinni.“ Mig dreymdi draum: Falleg bláeygð, ljóshærð böm, piltur og stúlka í íslenskum þjóðbúningum léku sér glöð og ánægð. En jarðvegurinn var örþunn- ur. Undir vora líkkistur með ófrýni- legum beinagrindum. Börnin vom svo upptekin af leik sínum að þau virtust ekki taka eftir neinu óvenju- legu. Þessi draumur hefur skýrt táknrænt gildi fyrir mig og tengist því sem ég hef bent á. Ég trúi því að á Islandi sé þögull hópur fólks sem setur mannauð ofar peningum, ómengaða náttúm ofar verksmiðju- gróða, vináttu frændþjóða okkar ofar smá aflaviðbót og heilbrigt mannlíf ofar hagvexti. Sá hópur á ekki að þegja lengur. Mikið af velgengni sem við njótum í dag er vegna velvilja annarra þjóða. íslendingar hafa með dugnaði aflað sér virðingar meðal Ásmundur Gunnlaugsson lega fæstir láta tala niður til sín. í framhaldi er ekki síður mikilvægt að hlusta á starfsfólk sitt, virða skoðanir þess og kunna að hrósa því. Ennfremur er nauðsynlegt að bera traust til starfsfólksins og láta það finna það. Stjómandinn þarf að þekkja fólk sitt og þarfir þess og vera annt um jafnt faglega sem persónulega hagi þess. Þetta er nauðsynlegt til að stjórnandinn komi auga á og geti beint hæfileikum starfsfólks í réttan farveg. Að lokum er algert lykilat- riði að stjórnandinn sannfæri með verkum sínum og fordæmi að for- ysta hans/hennar sé nauðsynleg til að settum markmiðum sé náð. Þekking og meðhöndlun þekkingar í nútima viðskiptaumhverfi er nú viðurkennt að þekking hefur æ meira vægi í umhverfi fyrirtækja. Dæmi um þetta em fjölmörg fyrir- tæki í upplýsingaiðnaði sem em að skilgreina sig upp á nýtt sem þekk- ingarfyrirtæki. Af þessari breyt- ingu leiðir að þekking og meðhöndl- un þekkingar er orðin mikilvægur hlutur af starfi stjómenda. Auðvit- að þarf stjómandi nú sem fyrr að búa yfir nægilegri þekkingu er snýr að starfi sínu, starfsumhverfi og samkeppnisumhverfi, auk þess að þekkja þá hluti er hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þetta er þó ekki nóg, því stjómandinn þarf að vera opinn fyrir nýrri þekkingu og vera tilbúinn að tileinka sér hana. I framhaldi þarf stjórnandinn svo að dreifa þekldngu sinni meðal starfs- manna. Að lokum þarf stjómandinn einnig að hvetja starfsfólk sitt til að afla sér þekkingar og gefa því svig- rúm og tækifæri til slíks. Ofangreindir flokkar taka yfir starfssvið stjórnenda, ekki persónu- leg einkenni sem þykir æskilegt að stjórnendur beri, t.a.m. ákveðni, framkvæði, agi, o.s.frv. Það er efni í aðra grein. Höfundur er með BA-próf f sani- skipta- og stiirfsnuuuvit'ræðum og MBA í stjómun og markaðsfræðum. þjóða í fremstu röð. Það hryggir mig að sjá dugnað okkar breytast í græðgi, velgengni í hroka. Ég skammast mín fyrir framkomu okkar við Norðmenn vegna Smugunnar og þegar við kröfðumst aukins mengun- arkvóta á ráðstefnunni í Kyoto og þegar ráðamenn þjóðarinnar vinna ötullega að því að að iðnvæða nátt- úmperlur Islands. Við getum ekki búist við að halda virðingu og trausti annarra þjóða með tvískinnungi og því sem ég kalla „klondike gullgraf- aravitund". Hvorki á alþjóðavett- vangi né heima fyrir. Aah! Fiskurinn okkar! Hver á hann? Sögð er eftirfar- andi saga af Salómon, þeim dóm- spaka konungi: Tveir bændur komu til hans vegna deilu um vatnsból sem báðir þóttust eiga. Salómon dæmdi svo að hvoragur ætti vatnið, það væri guðs gjöf, og því ættu þeir að deila því. I refsingarskyni fyrir græðgi þeirra og eigingimi skyldi hvomgur hafa not af því í viku. Fiskurinn er guðs gjöf til fólksins í landinu. Fisk- urinn er guðs gjöf til okkar til að framfleyta okkur í harðbýlu landi. Hann var hvorki gefinn til að ofveiða hömlulaust né safna ómældum auði á fáar hendur. Það þarf vitrari menn en mig til að búa til réttláta skipt- ingu, en núverandi ástand verður að lagfæra. Annars er hugsanlegt að æðri máttur svifti okkur gjöfinni góðu. Það kann að vera að einhver hlægi að þessum skrifum en stað- reyndin er samt sú að andleg lögmál stjórna efnisheiminum að veralegu leyti og velgengni er skammvinn ef þau era ekki virt. Ég álít enn svigrúm til að breyta. Á hverjum nýjum degi erum við að skapa framtíðina. Að fjárfesta í hlutabréfum efnisins er ágætt, en fallvalt. Best er að fjárfesta í hluta- bréfum andans og þess sem af and- anum er. Það eru hlutabréf sem falla aldrei í verði og einungis þau skila raunvemlegum arði. Megi Ijós og friður vera með okk- ur öllum. Höfundur er jógakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.