Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ✓ Arsfundur Iðntæknistofnunar Leitað eftir samstarfí rannsóknarstofnana Albúm - stafrænt skipulag ehf. leitar eftir 30 milljóna króna fjármögnun Selja albúm á Netinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Carl Thor: Ekki er nóg að vinna verkin óaðfinnanlega, niðurstaðan verð- ur að vera sú sem viðskiptavinurinn vill. FYRIRTÆKIÐ Albúm - stafrænt skipulag ehf. leitar um þessar mundir eftir 30 milljóna króna fjár- mögnun til að kosta heimsmarkaðs- setningu á hugbúnaði sem þeir hafa þróað, nokkurs konar tölvualbúmi. Hugbúnaðurinn heldur utan um stafrænar myndir á tölvutæku formi, hvort sem þær eru fengnar af Netinu, úr stafrænum myndavélum eða lesnar inn í tölvu með myndles- ara. Myndasafnið er svo hægt að nota á ýmsan hátt og í því má leita að myndum eftir mismunandi skil- yrðum. í þróun frá 1995 Að sögn Þorvaldar Inga Jónsson- ar, eins af eigendum Albúms, hefur forritið verið í þróun frá 1995 en upphaflega var það unnið sem loka- verkefni frá TVI. Hinir ungu kerfís- SJÓÐFÉLAGAR í ALVÍB, er greiða lágmarksiðgjald, munu frá 1. júlí verða að láta hluta af iðgjöldum renna til tryggingadeildar til að tryggja sér lágmarkslífeyri eða elli-, örorku-, maka- og bamalífeyri. „Hingað til hefur það verið þannig að ungt fólk, oft með börn og skuldir vegna húsnæðiskaupa, sem er að koma inn á vinnumarkaðinn er yfir- leitt án örorkutryggingar fyrstu þrjú árin,“ segir Gunnar Baldvins- son, forstöðumaður ALVIB. „I nýj- um lögum um lífeyrissjóði stendur að menn öðlist ekki rétt á fram- reikningi réttinda fyrr en þeir eru búnir að greiða í a.m.k. þrjú ár.“ Gunnar segir að ALVIB sé með þessu séreignasjóður sem sé að verða blandaður lífeyrissjóður er muni tryggja fólki lögboðinn lág- markslífeyri og að það geti áfram greitt í séreignasjóð. Þeir sem vilji tryggja sig betur geti bætt við sig líf- og launatrygg- ingu sem líftryggingafélagið SAM- fræðingar sem unnu verkefnið þá hafa þróað það síðan en þeir eru, auk Þorvaldar, eigendur fyrirtækis- ins. Gert er ráð fyrir að forritið verði komið í sölu á Netinu í október. „Sú útgáfa verður fyrst og fremst ætluð einstaklingum og minni fyrirtækjum en einnig er unnið að þróun útgáfu fyrir stærri fyrirtæki," segir Þor- valdur og nefnir möguleika á enn frekari markaðssetningu erlendis með samstarfí við framleiðendur stafrænna myndavéla og myndles- ara. Hægt er að ná sér í ókeypis kynningareintak af forritinu á slóð- inni image-album.com á Netinu. Albúm - stafrænt skipulag heldur kynningarfund fyrir fjárfesta og aðra áhugasama á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, í dag, miðvikudaginn 19. maí, kl. 17. LÍF bjóði í samstarfí við ALVÍB. Njóti þá fólk góðrar trygginga- verndar um leið og iðgjaldagreiðslur hefjast. Gunnar tekur sem dæmi að 25 ára gamall maður verði eftir þriggja ára starf örorkulífeyrisþegi, hann fái þá 56% af meðallaunum á starfsævinni við 65 ára aldur. Ef um sé að ræða ungt fólk sem sé að stofna heimili sé þetta hlutfall fulllágt, mælt sé með að keypt sé trygging er dugi fyrir allt að 70% af laununum. Örorkutrvgging frá og með fyrstu greiðslu „Þá njóta menn örorkutryggingar frá og með fyrstu greiðslu sem nem- ur 70% af launum. Fyrstu þrjú árin eru þeir að fullu tryggðir hjá trygg- ingafélaginu en eftir því sem rétt- indin aukast hjá lífeyrissjóðnum minnkar greiðslan frá tryggingafé- laginu en sjóðurinn hækkar greiðsl- urnar á móti,“ segir Gunnar Bald- vinsson. „ÞJÓÐFÉLAGIÐ sem við lifum í tekur stöðugum breytingum, sér- hæfni verður meiri, starfsumhverfið verður alþjóðlegra, fjármálamarkað- ir eru virkari og samkeppnin eykst og því er leitað leiða til að hagræða í rekstri fyrirtækja og stofnana. Er ekki ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag sem er nú á rekstri rannsóknarstofnana atvinnuveg- anna sé heppilegt til að takast á við verkefni framtíðarinnar?" sagði Magnús G. Friðgeirsson, stjómar- formaður Iðntæknistofnunar, m.a. á árfsfundi stofnunarinnar sem hald- inn var í gær. Magnús telur einkum fimm atriði hvetja til þess að starfsemi rann- sóknarstofnana atvinnuveganna sé skoðuð og metið hvort endurskipu- lagning geti ekki leitt til einfaldari aðkomu fyrir viðskiptavini, betra starfsumhverfis og þar með meiri árangurs fyrir atvinnulífið í landinu. Þessi atriði varða stærri hluta rannsókna sem eru á vegum at- vinnulífsins sjálfs, að mörk milli færni og þekkingar atvinnugreina verði sífellt óljósari, að samkeppnis- lög kveði á um að opinberir aðilar skekki ekki samkeppnisstöðu á al- mennum markaði, að stjómsýslu- hlutverk stofnana ríkisins þurfi að skilja frá annarri þjónustu sem veitt er og að samstarf á sviði rannsókna hafi aukist mjög með tilheyrandi tækniyfirfærslu. Þessi atriði telur Magnús leiða til þess að mun nánara samstarf milli rannsóknarstofnana atvinnuveg- anna yrði hagfellt. Hann taldi þó ekki að slá bæri öllum stofnunum saman í eina, en vill að sem mestur hluti fjárveitinga gangi til þeirra verkefna sem unnið er að og sem minnstur í yfirstjórnunarkostnað. Stjórnvöld komi að nýsköpun Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, flutti ávarp iðnaðarráðhema, Finns Ingólfsson- ar, sem var fjarstaddur vegna anna við stjómarmyndunarviðræður. I ávarpinu var m.a. imprað á nýrri framtíðarsýn Iðntæknistofnunar, sem hefur markað sér stefnu sem fjölhæf þverfagleg þekkingar- og rannsóknamiðstöð, þar sem meðal annars kemur fram að stofnunin muni ekki verða einskorðuð við þann hefðbundna skilning sem menn hafa lagt í orðið iðnaður. „Starfsemin hefur verið og verður sífellt þverfaglegri enda verða skilin á milli atvinnugreinanna stöðugt óljósari og nýjar greinar ganga oft- ast þvert á hina gömlu skiptingu,“ sagði Sveinn. Sveinn ræddi einnig um áherslu á frumrannsóknir og nýsköpun. „Með- al þessi sem felst í hinni nýju fram- tíðarsýn er aukin áhersla á stuðning við framstig nýsköpunar sem einatt hefur orðið homreka þar sem bæði athygli og fjármagni hefur fyrst og fremst verið beint að arðbæram fjár- festingum í vaxandi fyrirtækjum. [...] Á komandi áram þurfa stjómvöld að beina augum í enn ríkari mæli að að- gerðum sem tengjast þessu stigi ný- sköpunarinnar, af þeirri einföldu ástæðu að flestir aðrir sjá sér ekki hag í að festa fé sitt þar.“ Þróun, nýsköpum og framleiöni Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, kom í sínu máli m.a. inn á þróun fjárveitinga til Iðn- tæknistofnunar á seinustu 10 árum. „Ef skoðuð eru síðastliðin 10 ár þá kemur í ljós að hlutur Iðntækni- stofnunar af framlögum ríkisins hef- ur minnkað úr 7% í 4,5%. Með öðr- um orðum eru framlögin einungis 60% af því sem þá var. Þessi þróun hefur þýtt að sífellt er leitað eftir meiri sértekjum og era þær á síðast- liðnu ári 77% af rekstrartekjum, þ.e. ríkisframlag er einungis 23% til rekstrar. Það er ljóst öllum sem þekkja til hvernig staðið er að þró- unarstarfi hér á landi, að slíkt er ill- mögulegt til frambúðar," sagði Hall- grímur. Hallgrímur ræddi einnig um nýja stefnumótun Iðntæknistofnunar sem gefin var út í byrjun þessa árs, og skiptist umfjöllun hans í þrjá þætti sem ætlunin er að leggja áherslu á í rekstri stofnunarinnar á komandi árum, eða þróun, nýsköpun og framleiðni. Kröfur til rannsóknarstofnana hafa breyst með áherslu m.a. á sér- hæfðari þjónustu og yfirfærslu þekkingar þar sem stofnanir þurfa Beltagröfur Stóru smágröfumar X frá Yanmar "\ Stærðin 0,5-7 tonn Slmi 568 1044 að hafa framkvæði og taka þátt í fjármögnun verkefna. „Eignarhald og einkaleyfi á þróunarstarfinu skiptir máli og er eðlilegt að samið sé um slíkt strax í upphafi. Þessi þróun hefur leitt til þess að fyrir- tæki vilja í vaxandi mæli halda utan um þróunarstarfíð innan sérstakra hlutafélaga," segir Hallgrímur með- al annars. „Þekkingarþjóðfélagið er byggt á hugviti, menntun og frumkvæði. Menntunin er því ekki nóg, það þarf að ýta undir frumkvæði, stuðla að því að fólk treysti á sjálft sig og taki frumkvæði," segir Hallgrímur og bætir við að sýnt hafi verið fram á að lítill hluti nýsköpunar í fyrirtækj- um komi frá nýjum rannsóknum, en 97% séu tengd tækniþekkingu sem sett sé saman á nýjan hátt. Hvað framleiðni varðar benti Hallgrímur á að hún væri 80% meiri í Bandaríkjunum, 40% meiri í Þýskalandi og 10-20% meiri á hin- um Norðurlöndunum, og taldi upp atriði sem væru til ráða, samkvæmt drögum að niðurstöðum ráðherra- skipaðrar nefndar um efnið, og voru þau m.a. á vettvangi alþjóðavæðing- ar og samkeppni, stjórnunar, starfs- manna- og kjaramála, menntunar, rannsókna, viðhorfa og efnahagsum- hverfis. Framleiðni í fókus Cari G. Thor, forstjóri Jarrett- Thor International og eftirsóttur fyrirlesari á sviði framleiðni og gæðamála, flutti fyrirlestur um tíu atriði sem líta bæri til þegar leitast væri við að bæta framleiðni. Carl Thor vitnaði í Vaclav Havel, forseta Tékklands, þegar hann lagði áherslu á nauðsyn þess að gera sér grein fyrir stöðu mála á hinni líðandi stundu. „Á milli nákvæmra spádóma um framtíðina og yfirgripsmikillar túlkunar á því sem liðið er, er ein- hverra hluta vegna lítið pláss fyrir það sem er langmikilvægast af öllu, eða jarðbundin greining þess sem gerist í núinu,“ sagði Carl Thor. Hin tíu atriði sem Carl Thor lagði áherslu á í fyrirlestri sínum eru samhæfing framleiðni og gæða, áhersla á að hafa viðskiptavininn í miðpunkti, stefnumótandi áætlana- gerð, notkun samanburðar við önn- ur fyrirtæki og atvinnugreinar, sveigjanleg fyrirtæki, þjálfun og lærdómur, mæling afkasta, afkasta- hvetjandi launakerfi, notkun upplýs- ingatækni og leiðtogahæfileikar stjórnendanna. Carl Thor talaði meðal annars um skrifstofur nútímans og hvernig skrifstofuhald gæti orðið betra ef notuð væri aðferðafræði sveigjan- legra fyrirtækja. „Flestar skrifstof- ur hafa stærri „lager“ af vinnu í gangi heldur en hið dæmigerða verksmiðjugólf. Stjórnun breytinga er óþekkt, biðtími verka ekki mæld- ur og hugsunin að mæld skuli afköst á hvem vinnustöð er algerlega óþekkt.“ Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 1999 verður haldinn miðvikudaginn 19. maí 1999 kl: 17:00 í Skála á Hótel Sögu, Hagatorgi. Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál löglega upp borin. Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið send fundaboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 18. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu og málfrelsi. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti. m ' l£3g Reykjavík, 10. maí 1999. Stjóm Lífeyrissjóðsins Lífiðnar LÍFEYRISSJÓÐURINN Háaleitisbraut 68 ■ 103 Reykjavík Sími: 568 1438 ■ Fax: 568 1413 Nýjung hjá ALVÍB • • Ororkutrygg*- ingar í boði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.