Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 35 _______________UMRÆÐAN Vanmetum ekki efna- hagslega undirstöðu UM SÍÐUSTU jól mótmæltu tvær ungar stúlkur sem báðar eru stúdentar við Háskóla íslands, Elín Agla Briem og Guðrún Eva Mínervudóttir, virkj- unum á hálendi ís- lands. Mótmælunum gáfu þær heitið „hung- urvaka“. Við mótmælin er ekkert að athuga. Til þeirra hafa þær fullan rétt. En óþarfi var af þeim að óvirða minningu höfundar Hungurvöku og geng- inna kynslóða íslend- inga, svo og sveltandi fólk í heiminum í dag, með því að leggja þetta nafn við hégóma. Því að auðvitað hafa þær stöllur enga hugmynd um hvað hungur er frekar en við aðrir nú- tíma íslendingar. Sem betur fer. Heldur ekki þótt þær hafí neitað sér um steik og nokkrar tertu- sneiðar í fáeina daga í kastljósi fjölmiðla. I Morgunblaðinu 8. janúar sl. birtist viðtal við þær Elínu Öglu og Guðrúnu Evu. Ajf viðtalinu sést að þama eru hugsandi manneskjur á ferð. Fyrir það eiga þær virðingu skilið hvort sem menn eru þeim sammála eða ekki. En eitt vildi ég í allri vinsemd biðja þessar ungu stúlkur að íhuga betur. Það er afstaða þeirra til efna- hagslegra verðmæta. Um þau tala þær í heldur niðrandi tón og af allmiklum misskilningi. Tala eins og slík verðmæti skipti litlu máli. Um þau nota þær orð eins og „gróði“, „skjótfenginn gróði“ og „klink í vas- ann“. Þær vísa með velþóknun og athuga- semdalaust í grein eft- ir norðlenskan prest þar sem hann talar um „takmarkalausa græðgi mannsins“. Og í dagbók Guðrúnar Evu segir: „Við tökum ekki hundraðkallana með okkur í gröfina." Rétt er það hjá henni. En það er mikill misskilning- ur að hundraðkallamir séu lítils eða einskis virði fyrir þá sök. Við skilj- um nefnilega hundraðkallana eftir hjá afkomendum okkar. Þeir eiga þess kost að láta þá gera gagn áfram við að búa þeim og þeirra af- komendum betri framtíð þótt við sé- um farin. Flestum er annt um böm sín og bamabörn. Það er þannig sem efnahagslegar framfarir verða. Núlifandi kynslóð býr við betri lífskjör, í öllum merkingum þess orðs, en nokkur önnur kynslóð hef- ur búið við á íslandi frá því að land byggðist. Það eigum við meðal ann- ars einmitt því að þakka að forfeður okkar og formæður skildu eftir sig hundraðkalla þegar þau fóra í gröf- ina sem afkomendur þeirra hafa síð- Lífskjör Við skiljum nefnilega hundraðkallana eftir hjá afkomendum okkar, segir Jakob Björnsson. Þeir eiga þess kost að láta þá gera gagn áfram við að búa þeim og þeirra afkomendum betri framtíð. an ávaxtað og margfaldað. Þau hefðu ekki haft marga hundraðkalla eftir að skilja nema vegna þess að þau létu sig skipta efnhagslega af- komu sína; „gróða“, jafnvel „skjót- fenginn gróða“ stundum, eins og í síldarævintýranum nafnfrægu. Ef okkur sýnist getum við kallað þessa eftirsókn þeirra „græðgi". En ekki felst í því mikil ræktarsemi við minningu þeirra. Sú var raunar tíð- in öldum saman að hver kynslóð átti fáa, jafnvel enga, hundraðkalla að skilja eftirkomendum sínum eftir. Enda fór efnahag landsins lítið fram. En nú kunna einhverjir að segja: Já, en það gegnir öðra máli með forfeður okkar og formæður.' Þau vora fátæk. Við eram rík. Við þurf- um ekki að leggja svo mikla áherslu á bætta efnahagslega afkomu. En er það nú rétt? Þessar ungu stúlkur era báðar nemendur við Háskóla íslands. Ef mig misminnir ekki hefur sú stofnun að undan- förnu talið sig hafa fulla þörf fýrir meira fé, meira „klink í vasann“. Og telur sig enn. Ekki hefur Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna heldur talið sig ofhaldinn af „klinki“. Mörg sjúkrahús landsins hafa átt í erfið- leikum við að láta enda ná saman. Vegna framfara í læknavísindum verður heilbrigðisþjónustan dýrari og dýrari. íslendingar eru almennt sammála um að íslensk heilbrigðis- þjónusta fyrir alla skuli vera sam- bærileg við það sem best gerist í heiminum. Til þess þarf hún miklu meira fé. Aðrir skólar en Háskólinn munu heldur ekki vera ofhaldnir. Laun kennara og hjúkranarfólks þykja lág. Sömuleiðis laun margra háskólamanna - að ekki sé nú talað um laun alls almennings. Mér hefur líka heyrst að mörg skáld og lista- menn telji sig ekki ofhaldna af „klinki". Ekki byggjum við tónleika- hús fyrir ekkert. Þjóðleikhús. Borg- arleikhús. Áhugamannaleikhús. Sinfóníuhljómsveit. Listasöfn. Menningarhús í öllum landshlutum. Dagvistun barna. Bætt kjör aldr- aðra. Ráðstafanir gegn vaxandi fá- tækt. Hjálparstarf, bæði kirkjunnar og annarra. Hvar á ég að hætta? Nei! Því fer víðs fjarri að við þurfum ekki lengur að huga að efnahagslegri afkomu landsins. Jakob Björnsson Nauðsynlegt er að allir átti sig á því að það gerist ekkert af sjálfu sér að halda uppi á íslandi menningar- og velferðarsamfélagi með lífskjöram sem jafnast á við það besta sem annars staðar þekkist. Það kostar stöðuga baráttu. Þetta er þó það sem við viljum. En það er ekki nóg að vilja slíkt samfélag. Við verðum líka að vilja það sem til þarf. Eitt af því sem til þarf er traustur og góður efnahagur sem heldur stöðugt í við efnahag þeirra landa þar sem fólk býr við hvað best lífskjör. En slíkan efnahag tryggjum við ekki nema með því að nýta allar auðlindir sem okkur era tiltækar; bæði í okkur sjálfum og náttúranni. Allar auð- lindir! Ekki bara sumar! Ekki mun af veita. Þar á meðal íslenska vatns- orku og jarðhita. Þetta kostar baráttu, sagði ég. Baráttu fylgja árekstrar, stundum jafnvel sársaukafullir, þar sem til- finningaleg sjónarmið rekast á efna- hagsleg. Bóndinn sendir dilkana sína í sláturhús að hausti jafnvel þótt hann hafi þurft að vaka dag og nótt við að halda þeim á lífi nýfædd- um í vorhretunum og þannig tengst þeim tilfinningaböndum. Slíkir árekstrar era hluti af lífinu. Þetta má ekki skilja á þann veg að ég hvetji þær stallsystur til að hætta að gagnrýna virkjunarmenn. Fyrir alla munu hættið því ekki! En gætið vel að því að hafa báða fætur á jörðinni. Vanmetið ekki efnahags- leg verðmæti. Munið að peningar era afl þeirra hluta sem gera skal. Líka í mennta-, menningar-, heil- brigðis- og velferðarmálum. Þeir era nauðsynlegt skilyrði velferðar og góðra lífskjara. Hins vegar ekki fullnægjandi skilyrði. Grannur há- reistrar glæsibyggingar er vissu- lega ekki byggingin sjálf. En hann er forsenda þess að hún standi. Höfundur er verkfræðingur og fyrr- verandi orkumálastjóri. Er ríkisrekið skólatannlækn- ingakerfi tímaskekkja? EINUNGIS í Reykjavík era um 20 rQdsreknar tannlækna- stofur inni í skólum með hálft stöðugildi tann- læknis hver, þannig að í heild era um 10 stöðu- gildi tannlækna. Hlut- verk tannlæknastofanna er að sinna tannlækna- þjónustu bama og ung- linga í skólum, svokall- aðar íTkisreknar skóla- tannlækningar. Hug- myndin að baki kerfinu er að færa þjónustuna inn í skólana svipað og skólaheilsugæslan gerir. I Reykjavík er stór hóp- Þórir Schiöth ur sjálfstætt starfandi tannlækna sem era í samkeppni við þetta kerfi um þjónustuna og sinna þeir skóla- tannlækningum með reglubundnu eftirliti. Allir tannlæknar beita for- varnarstarfi. Niðurskurður heil- brigðisyfirvalda bitnar jafnt á for- vamarstarfi skólatannlækna og sjálfstætt starfandi tannlækna. Sú ákvörðun að hafa einungis rík- isrekið skólatannlækningakerfi í Reykjavík er brot á jafnræðisreglu því landsbyggðinni er ekki gefinn kostur á þessari niðurgreiddu þjón- ustu. Ríkið notar skattpeningana til að greiða niður þjónustu eingöngu fyrir Reykvíkinga. í Ijós hefur komið að ríkisrekna skólatannlækningakerfið í Reykjavík er í raun dýrara fyrir ríkið en það skólatannlækningakerfi sem gildir um skólaböm sem eru hjá sjálfstætt starfandi tannlæknum. Samkeppnis- stofnun hefur farið yfir útreikninga sem liggja að baki verðlagningu þjónustunnar í ríkisrekna skólatann- lækningakerfinu og fellt álit þar um sem segir að útreikningamir stand- ist ekki. I raun er ríkið að undirbjóða sjálfstætt starfandi tannlækna með fjármagni sem tekið er úr vösum skattborgar- anna. Hvemig notar al- menningur þessa þjónustu? Ollum er frjálst að velja sér tannlækni. Þeim fer fækkandi sem velja ríkisreknar skólatannlæknastofur. Þeim fer fjölgandi sem velja tannlæknastofur sjálfstætt starfandi tannlækna þrátt fyrir að þjónustan sé ekki niðurgreidd þar í sama mæli og á ríkisreknu tannlæknastofunum. Það er réttur hvers manns að fá að velja sér tannlækni. Skoðana- kannanir framkvæmdar af Gallup í Finnlandi árið 1998 sýndu hversu mikilvægt er fyrir einstaklinga þar að fá sjálfir að velja sér tannlækni. Það kom í ljós að 88% þeirra sem höfðu notað þjónustu sjálfstætt starfandi tannlækna töldu að það væri mjög mikilvægt að hafa þenn- an rétt. Af þeim sem sóttu þjónustu til ríkisrekinna tannlæknastofa töldu 71% aðspurðra þetta einnig mjög mikilvægt. Á hverju ári fara um 20-25% barna í Reykjavík ekki reglulega til tannlæknis. Meginástæðan er niðurskurður ríkisins á reglu- bundnu eftirliti og forvörnum. Auknar álögur hafa verið færðar á foreldra. Á landsbyggðinni aftur á móti fara hlutfallslega fleiri börn reglulega til tannlæknis, en þar starfa einungis sjálfstætt starfandi tannlæknar. Ríkisrekna skólatann- lækningakerfinu hefur því ekki gengið sem skyldi að byggja upp reglubundið eftirlit. Almennt séð er fólk að missa trú á þessu kerfi Tannlækningar Ég tel lausnina vera þessa, segir Þórir Schiöth: Skólatann- lækningum í framtíðinni verði alfarið sinnt af sjálfstætt starfandi tannlæknum. Ríkisrekn- um skólatannlæknastof- um verði lokað. því fleiri og fleiri fara til sjálfstætt starfandi tannlækna. Ég tel það vera ljóst að mikill meirihluti fólks á íslandi vill sjálft velja sér tannlækni. Því er það í grundvallaratriðum röng stefna að neyða börn og unglinga í ákveðnum skólum til að fara til ákveðinna tannlækna sem ráðnir eru af ríkinu í verkefnið. Hvað er til úrbóta? Ríkið gæti sett upp skólatann- lækningakerfi í öllum skólum lands- ins, en það myndi kosta um 10 millj- ónir króna að setja hverja tann- læknastofu á fót fyrir utan kostnað við húsnæði. Það er sóun á al- mannafé því nægt framboð er af há- gæða tannlæknaþjónustu í landinu. Því fjármagni væri betur varið við að greiða fyrir reglubundið eftirlit og forvamir og gera þannig öllum börnum kleift að fai-a reglulega til tannlæknis. Ég tel lausnina vera þessa: Skóla- tannlækningum í framtíðinni verði alfarið sinnt af sjálfstætt starfandi tannlæknum. Ríkisreknum skóla- tannlæknastofum verði lokað. Til aðlögunar íyrir tannlækna sem nú era í vinnu hjá ríldnu verði þeim gefinn kostur á að reka skólatann- læknastofumar á eigin kostnað í tvö ár áður en þeim er lokað. Tann- læknastólar og tækjabúnaðurinn á skólatannlæknastofunum sem er í eigu ríkisins verði síðan seldur að hluta og að hluta notaður til að setja upp tannlæknastofur á ríkisspítöl- unum. Þar verði tannlæknum gefinn kostur á að reka stofur gegn leigu- gjaldi. Þetta mun bæta þjónustuna við langveikt fólk sem nú fær nær enga tannlæknaþjónustu inni á rík- isspítölunum. Mörg dæmi era um að veikt fólk liggi bjargarlaust á þess- um stofnunum með tannvandamál mánuðum saman. Hjá fársjúku fólk versnar oft munnhirða og tann- vandamál vinda upp á sig. Verði þessi breyting munu gæði þjónustunnar við böm, unglinga og langveikt fólk aukast og aukin hag- ræðing nást í ríkisútgjöldum. Ef forvarnir og reglubundið eftir- lit verða sett í öndvegi af hálfu rík- isins verður ekki vandamál að byggja upp gott skólatannlækn- ingakerfi meðal sjálfstætt starfandi tannlækna. Höfundur starfar sem tannlæknir ojr er formaður Tannlæknafélags íslands. r Þá færð það í OTTO vömlistinn ^^^múla^l7a^slmi^588 1980 ^ | Amerískir færanlegir nuddpottar, Rafmagnshitun Acrylpottar í rauðviðargrind. Tilbúnir til afhendingar og notkunar. Bara stinga í samband við rafmagn. 'j Sýningarsalur opinn alla daga. Stærð ca 2x2 m, 1.100 1, kr. 450 þús. 1cLkr' VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, farsími 898 4154.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.