Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR M¥M)LIST Nýlístasafnið BLÖNDUÐ TÆKNI PETER FRIEDL, SOL LYFOND, KARIN SCHLECHTER Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Til 30. maí. AUSTURRÍSKI listamaðurinn Peter Friedl er upprennandi stjarna á hringekju alþjóðlegrar myndlistar. Hann var á Documenta X í Kassel, vakti athygli á síðasta Feneyjarbíennal og verður fulltrúi Austurríkis á þeim næsta í sumar. Heimsókn hans hingað er því óneitanlega forvitnileg. En það eru engin undur og stórmerki sem mæta sýningargestum. Reyndar er sýning Peter Friedl skólabókar- dæmi um þau vandkvæði sem hrekklausir sýningargestir geta lent í þegar þeir rekast á framúr- stefnulist við aldarlok. I Súm-salnum, þar sem sýning Friedls er, stendur mynd af snjó- karli, sem gerður er úr pappa og lími, málaður hvítur, með rautt gul- rótarnef og tvo svarta köggla fyrir augu. Fyrstu viðbrögð áhoi’fenda eru eflaust að gera ráð fyrir að listamaðurinn hafi sjálfur gert mynd af snjókarli. Að snjókai’l sé myndefnið. Að myndefnið hafi táknræna merkingu. Að stíll og efnistök eigi bæði að höfða til aug- ans, og þess hvemig merkingu myndarinnar er komið til skila. Ósköp einfalt. Ósköp ómerkilegt. En áhorfandinn er á algjörum villigötum: myndin er ekki gerð af listamanninum, henni er ekki ætlað að sýna okkur snjókarl, snjókarl- inn hefur enga sérstaka táknræna þýðingu, og stfli og efnistök skipta engu máli. Ef snjókarlinn lítur út eins og böm hafí gert hann, þá er það vegna þess að það vom einmitt böm sem bjuggu hann til, ekki „listamaðurinn". Nánar tiltekið böm félaga í Nýlistasafninu, sem fór verkið vel úr hendi. Eg er viss um að Friedl hefði ekki getað gert betri snjókarl sjálfur. En Friedl er náttúrlega alveg sama um það. Það skiptir hann engu hvemig snjó- karlinn lítur út, eða hvort myndin hafi átt að vera af snjókarli eða jólasveininum. Það er ekkert „í“ snjókarlinum sem slíkum sem skiptir sköpum fyrir hið listræna ætlunarverk. Hvað er það þá sem skiptir máli? Flestir áhorfendur eru nátt- úrlega gengnir út áður en þeir komast að því. En við nánari eftir- grennslan, sem felst meðal annars í því að skoða heimildir um feril listamannsins, lesa texta um verk hans og viðtöl við hann sjálfan, þá er hugsanlegt að það fari að renna upp fyrir mönnum ljós. Svo heppi- lega vildi til að ég greip niður í viðtal þar sem hann lætur þá skoðun í ljós að myndlist sé að verða sífellt innantómari. Listin er ekki lengur „í“ verkunum, heldur í því „brothætta rými“ þar sem samskipti fólks fara fram. Hið „brothætta rými“, í þessu tilviki, er Nýlistasafnið. Verkið fjallar því alls ekki um snjókarlinn sem tákn- ræna fígúru heldur um þau sam- skipti sem fara fram fyrir milli- göngu Nýlistasafnsins, sem er vettvangur fyrir samskipti félags- manna innbyrðis. Það kemur líka í ljós að verk hans að undanförnu hafa fjallað um sambærileg félags- leg samskipti innan listheimsins. (Þegar hér er komið sögu hefur restin af sýningargestunum geng- ið út.) Hvers vegna þá að halda sýn- ingu yfírleitt, ef „verkið" er „tómt“? Ef ég hef rétt íyrir mér (sem ég er alls ekki viss um), að Friedl sé að fjalla um samskipti, þá er það kaldhæðnisleg staðreynd, að það er útilokað að skilja „skilaboð- in“ út frá verkinu sjálfu. Verkið gengur ekki upp, jafnvel á eigin forsendum. Friedl sjálfur getur verið ánægður, því nú hefur hann safnað enn einni uppákomunni í •y 7 ! „INSIDE snowman“ eftir Peter Friedl og aðstoðarfólk. MALVERK eftir Eggert Pétursson. Tóm og eintóm myndlist sarpinn, sem hann getur síðar gef- ið út í næsta safnriti um afrek sín. (Nýútgefið yfirlitsrit um verk hans liggur frammi á safninu.) Mér sýn- ist að þessi tegund af myndlist verði betur numin af bókum hvort sem er. Eggert Pét- ursson og félagar MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI EGGERT PÉTURSSON, KENNETH G. HAY, JYRKI SIUKONEN Eggert Pétursson bjargar þessari sýningu. Ef menn þekkja ekki til málverka Eggerts nú þegar þá ættu menn ekki að draga það mikið leng- ur að kynnast þeim. Hárfín málverk hans af íslenskum jurtum eru undur- samleg. Sá afkimi íslenskrar náttúru sem hann einbeitir sér að í þessum verkum eru jurtir af grímublómaætt (ég vona að ég fari rétt með), eins og steindepla og hárdepla. Eggert Pétursson er hin full- komna pólandstæða við Peter Friedl (hinir lenda þama einhvers staðar inni á milli), og það er sjald- gæft að sjá jafn skýrar andstæður á einni sýningu. Ef það er hægt að segja að myndir Friedls séu tómar og allt sem skiptir máli varðandi list hans er að finna utan verksins, þá er þessu þveröfugt farið í mynd- um Eggerts. Hver einasti smáblett- ur á málverkum hans getur haldið manni hugföngnum, og manni dett- ur ekki í hug að leita út fyrir mynd- imar að táknrænni merkingu eða langsóttum skýringum. Aftur á móti njóta myndimar sín engan veginn í stómm og kuldaleg- um sölum Nýlistasafnsins. Þær týn- ast hálfþartinn og hafa engan stuðn- ing af umhverfinu, hvorki lýsingunni né grófinúmðum veggjunum. Þær eiga miklu fremur heima í litlum sýningarsal, og rifjast upp í því sam- bandi sýning hans í Ingólfsstræti 8, sem var mjög eftirminnileg. Listamennirnir sem sýna með Eggerti í Gryfju og Forsal kynnt- ust í Leeds á meðan Eggert bjó þar. Eins og svo oft á sýningum í Nýlistasafninu velst fólk saman vegna kunningsskapar, frekar en að það eigi eitthvað sérstakt sam- eiginlegt í listinni. Sem listamenn em þeir svo ólfldr innbyrðis að ég finn engan flöt á samanburði. Kenneth G. Hay er Skoti og bú- settur í Leeds. Hann sýnir seríu af photo-collage myndum sem era unnar með stafrænni tækni. Myndröðin heitir „Svífandi gínur“ og sýnir fígúrur svífandi í lausu lofti íýrir framan æsilegan bakgmnn. Eg sé ekki mikinn mun á þessum Málverka- svning á Svortu- loftum Hellissandi. Morgunbladið. NÚ stendur yfir málverkasýn- ing Áslaugar Sigvaldadóttur myndlistarkonu í veitingahúsinu Svörtuloftum á Hellissandi. Ás- laug sýnir þar 13 myndir sem málaðar eru á árunum 1995-1999. Áslaug nefnir þær allar gluggamyndir og eru myndirnar málaðar með olíu á striga og eru allar til sölu. Þetta er fyrsta einkasýning Áslaugar en áður hefur hún verið með á samsýningum þ. á .m. í Norræna húsinu og á Laugarvatni árið 1995. Áslaug Sigvaldadóttir er fædd árið 1965. Hún lauk prófí frá Myndalista- og handíðaskóla íslands árið 1995. Hún hefur starfað sem myndmenntakenn- ari við Grunnskóla Hellissands undanfarna vetur en stundar annars garðyrkjubúskap að Lágafelli í Miklaholtshreppi ásamt manni sinum, Þórði I. Runólfssyni garðyrkjubónda. Morgunblaðið/Ólafur Jens ÁSLAUG Sigvaldadóttir við eitt verka sinna. myndum og því sem víða blasir við á kápum geisladiska í dægurlaga- bransanum. Og kannski er það markmiðið, að gera eitthvað sem er sambærilegt við það sem gengur undir nafninu „sampling" í tónlist. Finnsld listamaðurinn Jyrld Siu- konen sýnir nokkur sundurleit verk, og það er erfitt að átta sig á í hvaða átt hann stefnir, eða hvaðan hann kemur. Ekkert þeirra var sér- staklega grípandi og það má vera að nærveran við málverk Eggerts hafi verið hans eigin list í óhag. Þótt ég hafi verið mjög misjafn- lega hrifínn af því sem ég sá, þá er sýningin að þessu sinni staðfesting á því að það er hvergi meiri breidd að finna en í Nýlistasafninu. Safnið er líka sá vettvangur þar sem mönnum er frjálst að vera með gá- leysislega tilraunastarfsemi, sem virðist út í hött til að byrja með, en ber kannski ávöxt síðar meir á ein- hvem ófyrirséðan hátt. Eg held maður myndi sakna þess ef þetta væri ekki til staðar. Bráðnir heimar INNSETNINGAR KARIN SCHLECHTER, SOL LYFOND Á millihæðinni sýna tveir lista- menn frá Köln, sem hafa starfað saman og rekið gallerí. I Bjarta sal hefur Karin Schlechter komið fyrir innsetningu, „Tungutak eggsins“, sem er með súrrealísku yfirbragði. Egg vaxa út úr veggj- um og skúmaskotum, og í loftinu er stórt gat, og úr því hefur eitt- hvert gums lekið niður á borð sem stendur þar fyrir neðan. Eins og titillinn gefur til kynna byggir verkið á pælingum um tungumál- ið, sem ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á. Það breytir því ekki að hin myndræna umgjörð utan um þessar pælingar er veik- byggð. Innsetning Sol Lyfond í Svarta sal, „Suðupunktur í rými“, er unnin út frá hugmynd um náttúm ís- lands, þar sem náttúruöflin og ork- an er sífellt að ummynda og mynd- breyta efni. Innsetningin á að skapa ímynd af „míkrókosmosi" undir smásjá á rannsóknarstofu, þar sem jafnvel tími og rúm bráðna og fara á flot. En Lyfond færist of mikið í fang og verkið stendur eng- an veginn undir margbrotinni hug- myndinni. Gunnar J. Árnason Auka- sýning á Avaxta- körfunni SÍÐASTA sýning á Ávaxta- körfunni verður í Islensku óp- emnni á laugardag kl. 14. Megininntak leikritsins er einelti og fordómar, sem era viðkvæm vandamál sem er komið til skila með söngvum, dansi og leik. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðar- dóttir og höfundur tónlistar Þorvaldur Bjami Þorvalds- son. Helstu leikarar em Andrea Gylfadóttir, Selma Bjöms- dóttir, Hinrik Ólafsson, Mar- grét Kr. Pétursdóttir, Linda Asgeirsdóttir, Ólöf Sverris- dóttir, Gunnar Hansson, Sjöfn Evertsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur I. Þorvaldsson og Margrét Kr. Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.