Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Æðardúnn MIG langar að koma að mínu sjónar- miði varðandi frétt 5. mars: „Verðfall á æð- ardún“. Þar er enn eina ferðina vegið að mín- um viðskiptum undir rós og tek ég því til andsvara, líkt og ég gerði í Bændablaðinu 20. aprfl eftir ádrepu æðarbænda í minn garð í næsta tölublaði þess á undan. Sjálfur hef ég unnið og selt um Vz tonn dúns á hverju sumri, þar að auki samdi ég um sölu á öðru eins magni fyrir aðra hreinsistöð og lítilsháttar fyrir þá þriðju. Reyndar nam það magn alls nær 1,2 tonnum dúns sem ég samdi um sölu á allt árið ‘98, nær allt á kröfuharðasta markaðinn, Japan. Fjármálaráðuneyti Japans gefur upp dúninnflutning jan.-nóv. ‘98 frá íslandi sem rúm 1,6 tonn. Afkastageta mín í vélunnum dúni hefur verið yfir 200 hrein kg/mánuði en mun í vor væntanlega vaxa í rúm 400 hrein kg/mán. Eg ræð starfsfólk í fjaðratínslu til að geta afhent full- unnin 200 kg/mán. í 4 mánuði en hef ekki haft vinnu fyrir það út sumarið undanfarin tvö ár vegna hráefnisskorts. Ég er ekki lengur í samtökum dúnútflytjenda þar sem allt sam- ráð um verð í nafni markaðs- verndar fór út um þúfur og ég hafði tapað á að halda slíka samn- inga. Árið ‘97 borgaði ég 60.000 kr./kg (hefði getað unnið og selt 300 kg í viðbót strax á þeim kjör- um, hefði ég fengið hráefni) og 40.000 kr./kg ‘98 en hreinsun var frí í báðum tilfellum. Smáeftir- spurnartoppur kom ‘97 en dó út um haustið enda höfðu útflytjend- ur farið upp í nær 75.000 kr./kg FOB, nokkuð sem fyrirséð var að markaðurinn bæri ekki. Ég leyfði mér ekki slíkt okur, fór ekki yfír 66.000 kr./kg CIF, en rak starf- Jón Sveinsson semina fyrir bragðið með tapi og tapaði viðskiptum við dún- framleiðendur sem vonuðust eftir enn hærra verði en ég bauð en varð í engu tilfelli að ósk sinni hjá keppinautum. Ég mat áframhaldandi sölu meir en skyndigróða á smámagni. Þeir sem nú kvarta undan sölutregðu geta eigin græðgi um kennt. Arangur minn ‘98 segir allt sem þarf um rétt stöðumat. Félagsskapur æðardúnútflytj- enda telur að sumir hafi verið of fljótir að lækka verð, því hafi það fallið. Verðið var fyrirfram fallið um leið og menn leyfðu sér okur- verð langt umfram raunkaupgetu kúnna í sýndareftirspurn byggðri á smáum pöntunum. Kenning um bráðræði í verðlækkun er röng því að það er allt hægt að selja með réttri verðlagningu, þeirri sem markaðurinn ber á hverjum tíma. Þar sem ég einvörðungu fæst við dúnhreinsun og útflutn- ing, verð ég að koma vörunni í lóg jafnóðum og hún er unnin. Ég hef ekki efni á að bíða eins og önnur fyrirtæki í dúni, hverjum dúnn er einungis hliðarlína. Þeim er sama þó að þau liggi með birgðir árum saman enda liggja þeirra hags- munir í að ná sem hæstri álagn- ingu, hvenær sem hún svo kynni að nást. Verðlagning er einföld og mið- ast við það hvaða verð markaður- inn er til í að borga fyrir heildar- magnið sem unnið er í stöðinni, smátoppar eru ekki dæmigerðir fyrir markaðinn í heild. Þar sem ég skipti við stærstu kaupend- urna er þetta jafnvægi auðfundið í upphafi dúnvertíðar. Krefjist ég hærra verðs en þar sem jafnvægi til heildarafsetningar finnst, - sit ég uppi með birgðir með áföllnum kostnaði en án tekna. Fyrra árs birgðir í landinu nú hjá öðrum Verðlagning Kynnum náttúrulegu ME húðvörunar frá Maija Entrich í Breiðholtsapóteld, í dag og á morgun frá 13-18 .i » <*■ \ 'iftS '•>«> ■ Náttúrulegu snyrtivörurnar frá ME hafa marga þá eiginleika sem húðin þarfnast til að viðhalda mýkt og raka. Nýja Bio-línan er ómótstæðileg. 20% kynníngarafsláttur - fæst nú í apótekum Heildsöludreifing: Evroís ehf. sími 698-2188 Þeir sem nú kvarta undan sölutregðu, segir Jón Sveinsson, geta eigin græðgi um kennt. stöðvum upp á hátt í tonn, benda ekki til þess að verðlagning mín í fyrra hafi verið of lág, - þvert á móti væri rökrétt að álykta að hún hefði verið of há. Þar sem af- kastageta minnar stöðvar er meiri en annarra get ég lokið vinnslu og sölu að hausti. Því var ég ekki að selja í vetur þegar verð fór enn lækkandi og spyrja mætti sem fyrr: „Hverju reiddust goðin þá er brann hraunið hvar er stöndum vér nú?“ Þeir fáu sem voru í viðskiptum við mig nutu einmitt, vegna vinnsluhraða og hraða í afsetn- ingu, hærra verðs en nú fæst fyrir ‘98 dún, fyrir utan að fá langtum skjótara uppgjör. Samt hefur mig árum saman vantað hráefni í eigin vinnslustöð og á meðan birgðir hrannast upp er ég í þeirri undar- legu stöðu að þurfa að leita fyrir mér erlendis eftir hráefni. Því er haldið fram í fréttinni að sængurframleiðendur undirbúi jólasölu með kaupum að hausti. Reyndar hafa kaupendur hrein- lega ekki fengið dúninn fyrr, vinnsla hefur almennt ekki hafist fyrr í öðrum stöðvum og stendur nær allt árið hjá þeim. Mínir kaupendur segjast helst vilja dún- inn í júlí. Þá eru gæði þess sem stærstu hreinsistöðvar bjóða einfaldlega ekki fullnægjandi kröfum minna kaupenda í Japan vegna úreltrar tækni og vankunnáttu. Ennfrem- ur krefst markaðurinn nýs dúns einvörðungu, fyrst nóg ætti að vera af honum og óþvegin fyrri árs framleiðsla hefur skipt lit vegna fítuniðurbrots og fyllingar- kraftur hennar minnkar. Sjálfur hvet ég mína kaupendur til að halda fram gæðum og ferskleika vörunnar og berjast gegn vörum keppinauta sem innihalda þá ílla hreinsaðan, gamlan dún. Þannig mun markaðurinn smám saman sjálfur loka á áframhaldandi framleiðslu undirmálsvöru. Þrennt skiptir því máli við vel- heppnaða dúnsölu: 1) gæði í hrá- efni og hreinsun, 2) sanngirni í verðlagningu sem taki tillit til birgða og aðstæðna á markaði hverju sinni, 3) hröð afhending sem tryggir kaupanda lágan birgðakostnað, að geta þvegið æð- ardún utan gæsadúnstíma þvotta- stöðva og auðvelda endursölu í tæka tíð fyrir sængursölutíma sem varir fram í janúar. Dúnkaup síðvetrar eru kaupanda óhagstæð en þau eru fjármögnuð með lán- um þar sem sú vara fer ekki í sængur fyrr en að hausti. Taki markaðurinn við sér aftur þarf enginn að óttast að verðið hækki ekki aftur. Það getur það hins vegar ekki gert á meðan illa unnar, gamlar birgðir hrannast upp og eru yfirhöfuð enn af ein- hverjum kaupendum nokkurs metnar. Slíkir kaupendur hljóta að blekkja neytendur og ná enn einhverri samkeppni við gæða- vöru þó óréttmæt kunni að virð- ast. Höfundur er iðnrekandi. Nokkur orð um sj ómannaafsláttinn I MORGUNBLAÐ- INU 24. apríl sl. lagði Stefán nokkur Gissur- arson, titlaður sem vátryggingaráðgj afi, til að sjómannaaf- slátturinn yrði aflagð- ur til að bæta kjör ör- yrkja. Það var líka frétt í þessu sama blaði frá aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins, sem haldinn var nýlega, þar sem kom fram að ársstörfum farmanna á Islandi hefði fækkað um 64% á tíu árum. Utlend- ingar eru að mestu að taka við störfum íslenskra fai'manna og aðeins sigla þrjú skip undir ís- lenskum fána í dag. Þetta er al- varleg þróun sem hlýtur að vera umhugsunarefni og kom fram á aðalfundinum að allar Norður- landaþjóðirnar, nema Islending- ar, hafa beitt skattalegum að- gerðum í einhverju formi til að tryggja farmönnum störf til frambúðar. Á undanförnum misserum hafa fáeinir einstaklingar lagt til að sjómannaafslátturinn verði lagð- ur niður vegna óskaplegs órétt- lætis sem hann veldur í þjófélag- inu og mismununar í skattlagn- ingu landsmanna. Ég hef ekki séð ástæðu til að svara þessu fyrr en ég sá áðurnefna grein Stefáns. Það er oft haft á orði að mikið vanti upp á að allir borgi eðlilega skatta til samfélagsins og er þá sjómannaafslátturinn hjóm eitt í samanburði við þær upphæðir. I grein sinni segir Stefán: „Enn í dag er þetta lagaskrípi eitt mesta óréttlætismál sem þjóðin býr við.“ Vandamálin eru ekki stór né mikil á Islandi samkvæmt þessari fullyi'ðingu og væri vel ef sjó- mannaafslátturinn væri mesta óréttlætismálið hér á landi, en greinilega stendur hann Stefáni eitthvað fyrir þrifum. Reyndar hef ég bara heyrt tvo aðra menn fjalla nýlega um að afleggja sjó- mannafsláttinn, en það var pró- fessor í Háskólanum, sem belgdi sig mikið út á síðum Morgun- blaðsins sl. haust minnir mig, og svo einn þingmaður Reykvfldnga, fjár- málaspekulant með meiru, sem ekki hefur reyndar talað mikið um þetta mál svona rétt í kringum kosn- ingar. Það kemur mér hins vegar á óvart að sjómannaforustan skuli ekki hafa svarað þessum greinum, því það er hennar að verja af hörku þessa kjarabót sem sjó- menn fengu fyrir Páll Ægir löngu og ekkert rétt- Pétursson lætir að af þeim verði tekið aftur. Stefán tryggingaráðgjafi heldur því fram að sjómenn séu tekjuhæstu menn þjóðarinnar og finnst mikill smán- arblettur að þeir skuli njóta þess- ara fríðinda. Laun áhafna á afla- hæstu skipunum eru góð, það er líka oftast miðað við þau laun þeg- ar þessi mál ber á góma en ekki meðallaun sjómanna. Sjómenn Skattlagning Blandið ekki saman, segir Páll Ægir Pét- ursson, kjörum öryrkja og sjómanna. eru ekki tekjuhæsta stétt landsins það er af og frá. Vátryggingaráð- gjafinn ætti að kynna sér betur kjör sjómanna og ef hann heldur að kjör öryrkja batni með því að leggja niður sjómannaafsláttinn þá er hann á villigötum því það breytti engu nema að kjör sjó- manna versnuðu. Sjómannaaf- slátturinn, sem er 655 kr. á skráð- an dag, er réttlætismál sjómanna og ætti ekki að leggja hann af fyrr en sjómenn njóta sömu þjónustu og aðrir landsmenn. Má þar nefna að þegar skip leggur úr höfn og er komið nokkrar sjómílur frá landi sést ekki sjónvarp. Auk þess sést sjónvarp ekkert á siglingaleið frá norðanverðum Faxaflóa þar til komið er norður fyrir land, grunnt úti af Húnaflóa og úti af Austfjörðum sést sjónvarp ekki. Utvarpið dettur út þegar komið er lengra frá landi, nema lang- bylgjuútsending og þá eingöngu ein rás. Símasamband dettur líka út í örlítið lengri fjai-lægð en sjón- varpið, auk þess sem símasam- band er slitrótt víða við ströndina. Ef sjómenn slasast alvarlega, sem gerist því miður oft þrátt fyrir góða fræðslu Slysavarnaskóla sjó- manna, þá getur það tekið þá nokkra klukkutíma að bíða eftir lækni og hann kemur ekki í sjúkrabíl. Ef alvarlegt slys ber að höndum er óvíst hvenær hægt er að koma hinum slasaða á sjúkra- hús því við mjög slæm skilyrði er óvíst að þyrla geti híft hann frá borði. Sjómenn vinna við erfiðari aðstæður en flestir landsmenn og örugglega hættulegri. Auk þess má nefna að ekki er langt síðan lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóði sjómanna lækkuðu á einu bretti milli 12 og 13% og ekki á ég von á því að sjómenn fái þessa skerð- ingu bætta í bráð. Það er því eng- inn smánarblettur í íslensku þjó- lífi að sjómenn njóti sjómannaaf- sláttar eins og Stefán Gissurarson tryggingaráðgjafi heldur fram. Þvert á móti á íslenska þjóðin að vera stolt af því að sjómenn njóti hans „Islands Hrafnistu menn“. Islenskir sjómenn þurfa ekki að hrista af sér neitt slen eins og fram kemur í máli Stefáns trygg- ingaráðgjafa. Þeir hafa hingað til ekki verið haldnir sleni, það geng- ur ekki til sjós. Að lokum vil ég benda Stefáni á að blanda ekki saman kjörum ör- yrkja og sjómanna. Ef Stefán vill bæta kjör öryrkja sem eru skammarlega léleg og þurfa að lagast, þá hlýtur hann að geta bent á aðrar lausnir en að skerða laun sjómanna, þetta eru svo óskyld mál. Mín vegna má Stefán Gissurarson tryggingaráðgjafí ákæra alla þingmenn Alþingis eins og hann hótar að gera í blaðagrein sinni, hann og aðrir eiga hins vegar að láta sjómenn í friði með sín kjör. Að halda sjó- mannaafslættinum óbreyttum og að bæta kjör öryrkja er hvorttveggja réttlætismál. Höfundur er skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.