Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 49 HESTAR KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÁHUGAMANNAFLOKKURINN er að sanna gildi sitt þessa dagana og á tilkoma hans vafalítið eftir að auka áhuga manna fyrir keppni. Hér getur að lfta efstu keppendur í tölti áhugamanna hjá Herði, frá vinstri talið, Ásta á Grána, Viðar á Póló, Kolbrún á Mozart, Ingibjörg á Kyrrð og Þorkell á Blakki. PÁLL Bragi tekur ísak til kostanna í úrslitum fimmgangs um leið og heimakominn mávur hóf sig til fhigs af brautinni. Hinir fyrrnefndu hlutu sigur fyrir frammistöðu sína en litlum sögum fer af af- rekum mávarins þennan dag. Votviðri setti svip sinn á mótin Maí er mánuður íþróttamóta og voru hald- in í það minnsta tvö og hálft um helgina. Gustur og Hörður kláruðu sín mót en Sörli frestaði úrslitum vegna bleytu á vellinum. Valdimar Kristinsson leit við á tveimur fyrrnefndu mótunum. HJÁ GUSTI var þátttakan heldur dræm að þessu sinni en þó keppt í 1. og 2. flokki. Athygli vekur hversu lítil þátttaka er í yngri flokkum en hinsvegar var hinum yngstu, þ.e. þeim sem skipa hinn svokallaða pollaflokk, gefinn kost- ur á að keppa í tölti og þrígangi. Þá var einnig keppt í ungmennaflokki. Hringvöllurinn í Glaðheimum stóðst rigningar helgarinnar en af- lýsa varð gæðingaskeiðinu þar sem tveir stórir pollar höfðu myndast á beinu brautinni. Hinsvegar tókst að ljúka 150 metra skeiði af á laug- ardeginum. Hugrún Jóhannsdóttir og Páll Bragi Hólmarsson voru sig- ursæl á mótinu, hann sigraði í bæði fimmgangi og slaktaumatölti á Isaki frá Eyjólfsstöðum en hún sigraði í tölti og fjórgangi á Blæ frá Sigluvík. Birgitta D. Kristinsdóttir sigraði í bæði tölti og fjórgangi ungmenna á Ósk frá Refsstöðum en Sigurður Halldórsson sigraði í fimmgangi ungmenna. Hjá Herði var mikil þátttaka að venju og voru skráningar vel á þriðja hundraðið sem er að sjálf- sögðu met á þeim bæ. Keppt var í þremur flokkum fullorðinna, þ.e. 2. flokki, 1. flokki og svo meistara- flokki. Þykir það tíðindum sæta að hægt sé að bjóða upp á meistara- flokk á félagsmóti. I umfjöllun um mót Fáks á dögunum var sagt að erfiðlega gengi að koma á þessu TOHiespia GUÐMUNDUR Einarsson stefnir með Ótta frá Miðhjá- leigu í úrtökuna fyrir HM og fékk hann góða byrjun á móti Harðar er þeir sigruðu í fjór- gangi meistaraflokks. styrkleikaflokkakerfi en af þeim íþróttamótum að dæma sem haldin hafa verið á þessu ári virðist 2. flokkur, sem ætlaður er sönnum áhugamönnum, vera að sanna til- verurétt sinn og vísast á meistara- flokkurinn eftir að gera það. Þátt- taka í yngri flokkum hjá Herði var góð að því fráskildu að ekki náðist þátttaka í ungmennaflokk. Sigurður Sigurðarson var at- kvæðamikill á mótinu en nafni hans Pálsson, Norðurlandameist- ari í tölti, sýndi að hann getur gert fleira en að ríða tölt því hann sigr- aði í gæðingaskeiði með þvílíkum glæsibrag að lengi verður í minn- um haft. Skaut hann þar aftur fyrir sig reyndum köppum er hann hlaut 7,79 í einkunn sem teljast verður gott hjá unglingi. En þau voru merkileg úrslitin í gæðingaskeiðinu því áhugamenn röðuðu sér í þrjú efstu sætin en menn eins og Sig- urður Sigurðarson, Guðmundur Einarsson og Þorvarður Frið- bjömsson máttu játa sig sigraða. En Sigurður Pálsson sigraði einnig í fimmgangi 2. flokks og að sjálf- sögðu tölt og fjórgang unglinga. Aldursforseti Harðar, Kristján „póstur" Þorgeirsson, sem kominn er á níræðisaldur, lét sig ekki vanta í skeiðið með klár sinn Þrym og höfnuðu þeir í þriðja sæti í 250 metrunum. Tveir keppendur mættu ekki í úrslit á mótinu án þess að boða forföll og mun það þýða rautt spjald og hugsanlega keppnisbann í kjölfarið. Þá vakti það athygli að félagsmönnum í Fé- lagi tamningamanna var meinað að klæðast félagsbúningi FT á mót- inu. ------4-^4----- Hrefna fjör- gangsmeistari ÞAU leiðu mistök urðu í mynda- texta í umfjöllun um Reykjavíkur- meistaramótið í síðustu viku að sagt var að Sylvía Sigurbjömsdóttir hefði unnið fjórgang unglinga. Hið rétta er að þar sigraði Hrefna Mar- ía Ómarsdóttir eins og reyndar kom fram í greininni um úrslit mótsins. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Úrslit Iþróttamót Harðar á Varmárbökkum Tölt-meistaraflokkur 1. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 8,17 2. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi, 7,41 3. Páll Þ. Viktorsson á Úða frá Hall- dórsstöðum, 7,0 4. Guðmundur A. Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 6,70 5. Elías Þórhallsson á Galsa frá Ytri- Skógum, 6,16 Fjórgangur - meistaraflokkur 1. Guðmundur A. Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 7,56 2. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 7,37 3. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi 2, 7,05 4. Jón Styrmisson á Adam frá Götu, 6,73 Fimmgangur - meistaraflokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli, 6,80 2. Guðmundur A. Einarsson á Hyll- ingu frá Korpúlfsstöðum, 6,80 3. Elías Þórhallsson á Vála frá Nýja- Bæ, 6,62 Stigahæstur - Guðmundur A. Ein- arsson Islensk tvíkeppni - Birgitta Magnús- dóttir Skeiðtvíkeppni - Sigurður Sigurð- arson Tölt -1. flokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Núma frá Miðsitju, 7,21 2. Guðmundur A. Einarsson á Strípu frá Flekkudal, 6,81 3. Þoi’vai-ður Friðbjörnsson á Snæ- faxa frá Armúla, 6,23 4. Guðlaugur Pálsson á Stjörnunótt frá Bólstað, 6,03 5. Eysteinn Leifsson á Breka frá Syðra-Skörðugili, 5,91 Fjórgangur -1. flokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Núma frá Miðsitju, 6,46 2. Axel Ömarsson á Fursta frá Kúskerpi, 6,31 3. Orri Snorrason á Orku frá Múla- koti, 6,39 4. Þorvarður Friðbjömsson á Snæ- faxa frá Armúla, 6,14 5. Lúther Guðmundsson á Dagfara frá Hvammi, 6,08 Fimmgangur - 1. flokkur 1. Guðmar Þ. Pétursson á Háfeta frá Þingnesi, 7,07 2. Guðmundur A. Einarsson á Strípu frá Flekkudal, 6,50 3. Barbara Meyer á Sikli frá Hofi, 5,94 4. Sigurður Sigurðarson á Skugga- baldri frá Litladal, 5,72 5. Páll Viktorsson á Snerru frá Syðra-Skörðugili, 5,12 Slaktaumatölt -1. flokkur 1. Valdimar Kristinsson á Létti frá Krossamýri, 7,58 2. Sigurður Sigurðarson á Val frá Hólabaki, 6,83 3. Guðmundur A. Einarsson á Hyll- ingu frá Korpúlfsstöðum, 6,67 4. Þorvarður Friðbjörnsson á Prins frá Keflavík, 5,64 5. Axel Ómarsson á Lýð frá Hólum. Gæðingaskeið 1. Sigurður S. Pálsson á Höffu frá Samtúni, 7,79 2. Anna B. Samúelsdóttir á Bjarma frá Eyrarbakka, 6,37 3. Berglind I. Árnadóttii- á Pæper frá Varmadal, 6,16 4. Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli, 4,83 5. Guðmundur A. Einarsson á Hyll- ingu frá Korpúlfsstöðum, 4,75 Skeið 150 m 1. Guðmar Þ. Pétursson á Þraut frá Grafarkoti, 15,0 sek. 2. Kristján Magnússon á Pæper frá Varmadal, 14,2 sek. 3. Sigurður Sigurðarson á Knappi frá Kirkjulandi, 16,1 sek. Skeið 250 m 1. Erling Sigurðsson á Funa frá Sauðárkróki, 24,1 sek. 2. Gísli G. Gylfason á Glampa frá Glæsibæ , 26,7 sek. 3. Kristján Þorgefrsson á Þrymi frá Þverá, 27,3 sek. Stigahæstur, íslensk tvíkeppni, skeiðtvfkeppni - Sigurður Sigurðar- son Tölt - 2. flokkur 1. Ásta B. Benediktsdóttir á Grána frá Stóru-Gröf, 6,38 2. Viðar Þ. Pálmason á Póló frá Glæsibæ, 6,30 3. Kolbrún K. Ólafsdóttir á Mosart frá Nýja-Bæ, 6,25 4. Ingibjörg Kristjánsdóttir á Kyrrð frá Lækjarmóti, 6,12 5. Þorkell Traustason á Blakk frá Snjallsteinshöfða, 5,99 Fjórgangur - 2. flokkur 1. Kolbnín K. Ólafsdóttir á Mosart frá Nýja-Bæ, 6,34 2. Birna Tryggvadóttir á Rispu frá Úlfsstöðum, 6,16 3. Þorkell Traustason á Blátindi frá Hörgshóli, 6,13 4. Oddrún Ýr Sigurðardóttir á Nátt- fara frá Egilsstöðum II, 5,46 5. Ingibjörg Kristjánsdóttir á Væng frá Akureyri, 3,15 Fimmgangur - 2. flokkur 1. Sigurður S. Pálsson á Höffu frá Samtúni, 5,86 2. Alexandra Kriegler á Blæ frá Hvítárholti, 5,64 3. Ki-istján Magnússon á Draupni frá Sauðárkróki, 4,73 4. Rristinn M. Þorkelsson á Tvist frá Hörgshóli, 4,68 5. Anna Berg á Bjarma frá Eyrar- bakka, 2,96 Stigahæstur - Þorkell Traustason íslensk tvíkeppni - Kolbrún K. Ólafsdóttir. Skeiðtvíkeppni: Sigurður S. Pálsson Tölt - unglingar 1. Sigurður S. Pálsson á Rimmu frá Ytri-Bægisá, 6,87 2. Eva Benediktsdóttir á Krumma frá Lækjarbotnum, 6,03 3. Kristján Magnússon á Rúbín frá Breiðabólsstað, 5,93 4. Björk Sigurþórsdóttir á Lótusi frá Vindási, 5,48 5. Daði Erlingsson á Garpi frá Blönduósi, 4,59 Fjórgangur - unglingar 1. Sigurður S. Pálsson á Rimmu frá Ytri-Bægisá, 6,35 2. Kristján Magnússon á Hlyni fi-á Leysingjastöðum, 5,79 3. Daði Erlingsson á Garpi frá Blönduósi, 5,77 4. Eva Benediktsdóttir á Krumma frá Lækjarbotnum, 5,65 5. Játvarður J. Ingvarsson á Nagla frá Árbæ, 4,25 Stigahæstur, fslensk tvíkeppni - Sig- urður S. Pálsson Tölt - böm 1. Hreiðar Hauksson á Kulda frá Grímsstöðum, 6,22 2. Linda R. Pétursdóttir á Darra frá Þykkvabæ, 5,82 3. Ragnhildur Haraldsdóttir á Glímu frá Árbakka, 5,58 4. Halldóra S. Guðlaugsdóttir á Gló- björtu frá Lækjarbakka, 5,43 5. Viðar Hauksson á Klakk frá Lax- árnesi, 5,26 Fjórgangur - börn 1. Linda R. Pétursdóttir á Darra frá Þykkvabæ, 6,16 2. Halldóra S. Guðlaugsdóttir á Gló- björtu frá Lækjarbakka, 5,87 3. Hreiðar Hauksson á Kulda frá Grímsstöðum, 5,74 4. Ragnhildur Hai-aldsdóttir á Glímu frá Árbakka, 5,58 5. Þorvaldur A. Hauksson á Gjafari frá Hofsstöðum, 5,48 Safnaðarstarf Málþing um kristna trú KJALARNESSPRÓFASTSDÆMI efnir til málþings um kristna trú og önnur trúarbrögð laugardaginn 22. maí í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfj arðarkirkj u. Kveikjan að málþinginu er hinar miklu breytingar sem snúa að sam- gangi og samskiptum fólks með ólíkan tráar- og menningarlegan bakgmnn. Eins og annars staðar þurfum við á Islandi að læra að lifa með og bera virðingu fyrir trá ann- arra um leið og við þurfum að styrkja okkar eigin sjálfsmynd sem kristin þjóð og kristnir einstakling- ar. Eða hvað? Fyrirlesarar verða þrír. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson mun hefja umræðuna, sr. Þórhallur Heimisson flytur erindi sem ber yf- irskriftina „Hvern segið þið mig vera?“ og fjallar um með hvaða aug- um ólíkir hópar líta Krist, og dr. Pétur Pétursson sem flytur erindið „Hugmyndir um annað líf í þjóðfé- lagi fjölhyggju". Málþingið er hið síðasta í röð málþinga á vegum Kjalarnesspró- fastsdæmis sem gengur undir heit- inu „Kirkjan í heimi breytinga", en í vetur og vor hefur prófastsdæmið efnt til umræðna um ýmis mál sem varða samskipti kirkju og samfélags í nútímanum. Málþingið hefst kl. 13.30 og er öll- um opið og aðgangur er ókeypis. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleik- ur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Kyrrðar- og íyr- irbænastund kl. 18. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12.10. Samvera í kirkjulundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Einar Örn Einarsson leikur á orgel. Umsjón Lilja Hallgrímsdóttir, djákni. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorg- unn í dag kl. 10.30 í safnaðarheimil- inu. Baldur Rafn Sigurðsson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.