Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 49 HESTAR KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÁHUGAMANNAFLOKKURINN er að sanna gildi sitt þessa dagana og á tilkoma hans vafalítið eftir að auka áhuga manna fyrir keppni. Hér getur að lfta efstu keppendur í tölti áhugamanna hjá Herði, frá vinstri talið, Ásta á Grána, Viðar á Póló, Kolbrún á Mozart, Ingibjörg á Kyrrð og Þorkell á Blakki. PÁLL Bragi tekur ísak til kostanna í úrslitum fimmgangs um leið og heimakominn mávur hóf sig til fhigs af brautinni. Hinir fyrrnefndu hlutu sigur fyrir frammistöðu sína en litlum sögum fer af af- rekum mávarins þennan dag. Votviðri setti svip sinn á mótin Maí er mánuður íþróttamóta og voru hald- in í það minnsta tvö og hálft um helgina. Gustur og Hörður kláruðu sín mót en Sörli frestaði úrslitum vegna bleytu á vellinum. Valdimar Kristinsson leit við á tveimur fyrrnefndu mótunum. HJÁ GUSTI var þátttakan heldur dræm að þessu sinni en þó keppt í 1. og 2. flokki. Athygli vekur hversu lítil þátttaka er í yngri flokkum en hinsvegar var hinum yngstu, þ.e. þeim sem skipa hinn svokallaða pollaflokk, gefinn kost- ur á að keppa í tölti og þrígangi. Þá var einnig keppt í ungmennaflokki. Hringvöllurinn í Glaðheimum stóðst rigningar helgarinnar en af- lýsa varð gæðingaskeiðinu þar sem tveir stórir pollar höfðu myndast á beinu brautinni. Hinsvegar tókst að ljúka 150 metra skeiði af á laug- ardeginum. Hugrún Jóhannsdóttir og Páll Bragi Hólmarsson voru sig- ursæl á mótinu, hann sigraði í bæði fimmgangi og slaktaumatölti á Isaki frá Eyjólfsstöðum en hún sigraði í tölti og fjórgangi á Blæ frá Sigluvík. Birgitta D. Kristinsdóttir sigraði í bæði tölti og fjórgangi ungmenna á Ósk frá Refsstöðum en Sigurður Halldórsson sigraði í fimmgangi ungmenna. Hjá Herði var mikil þátttaka að venju og voru skráningar vel á þriðja hundraðið sem er að sjálf- sögðu met á þeim bæ. Keppt var í þremur flokkum fullorðinna, þ.e. 2. flokki, 1. flokki og svo meistara- flokki. Þykir það tíðindum sæta að hægt sé að bjóða upp á meistara- flokk á félagsmóti. I umfjöllun um mót Fáks á dögunum var sagt að erfiðlega gengi að koma á þessu TOHiespia GUÐMUNDUR Einarsson stefnir með Ótta frá Miðhjá- leigu í úrtökuna fyrir HM og fékk hann góða byrjun á móti Harðar er þeir sigruðu í fjór- gangi meistaraflokks. styrkleikaflokkakerfi en af þeim íþróttamótum að dæma sem haldin hafa verið á þessu ári virðist 2. flokkur, sem ætlaður er sönnum áhugamönnum, vera að sanna til- verurétt sinn og vísast á meistara- flokkurinn eftir að gera það. Þátt- taka í yngri flokkum hjá Herði var góð að því fráskildu að ekki náðist þátttaka í ungmennaflokk. Sigurður Sigurðarson var at- kvæðamikill á mótinu en nafni hans Pálsson, Norðurlandameist- ari í tölti, sýndi að hann getur gert fleira en að ríða tölt því hann sigr- aði í gæðingaskeiði með þvílíkum glæsibrag að lengi verður í minn- um haft. Skaut hann þar aftur fyrir sig reyndum köppum er hann hlaut 7,79 í einkunn sem teljast verður gott hjá unglingi. En þau voru merkileg úrslitin í gæðingaskeiðinu því áhugamenn röðuðu sér í þrjú efstu sætin en menn eins og Sig- urður Sigurðarson, Guðmundur Einarsson og Þorvarður Frið- bjömsson máttu játa sig sigraða. En Sigurður Pálsson sigraði einnig í fimmgangi 2. flokks og að sjálf- sögðu tölt og fjórgang unglinga. Aldursforseti Harðar, Kristján „póstur" Þorgeirsson, sem kominn er á níræðisaldur, lét sig ekki vanta í skeiðið með klár sinn Þrym og höfnuðu þeir í þriðja sæti í 250 metrunum. Tveir keppendur mættu ekki í úrslit á mótinu án þess að boða forföll og mun það þýða rautt spjald og hugsanlega keppnisbann í kjölfarið. Þá vakti það athygli að félagsmönnum í Fé- lagi tamningamanna var meinað að klæðast félagsbúningi FT á mót- inu. ------4-^4----- Hrefna fjör- gangsmeistari ÞAU leiðu mistök urðu í mynda- texta í umfjöllun um Reykjavíkur- meistaramótið í síðustu viku að sagt var að Sylvía Sigurbjömsdóttir hefði unnið fjórgang unglinga. Hið rétta er að þar sigraði Hrefna Mar- ía Ómarsdóttir eins og reyndar kom fram í greininni um úrslit mótsins. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Úrslit Iþróttamót Harðar á Varmárbökkum Tölt-meistaraflokkur 1. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 8,17 2. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi, 7,41 3. Páll Þ. Viktorsson á Úða frá Hall- dórsstöðum, 7,0 4. Guðmundur A. Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 6,70 5. Elías Þórhallsson á Galsa frá Ytri- Skógum, 6,16 Fjórgangur - meistaraflokkur 1. Guðmundur A. Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu, 7,56 2. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 7,37 3. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi 2, 7,05 4. Jón Styrmisson á Adam frá Götu, 6,73 Fimmgangur - meistaraflokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli, 6,80 2. Guðmundur A. Einarsson á Hyll- ingu frá Korpúlfsstöðum, 6,80 3. Elías Þórhallsson á Vála frá Nýja- Bæ, 6,62 Stigahæstur - Guðmundur A. Ein- arsson Islensk tvíkeppni - Birgitta Magnús- dóttir Skeiðtvíkeppni - Sigurður Sigurð- arson Tölt -1. flokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Núma frá Miðsitju, 7,21 2. Guðmundur A. Einarsson á Strípu frá Flekkudal, 6,81 3. Þoi’vai-ður Friðbjörnsson á Snæ- faxa frá Armúla, 6,23 4. Guðlaugur Pálsson á Stjörnunótt frá Bólstað, 6,03 5. Eysteinn Leifsson á Breka frá Syðra-Skörðugili, 5,91 Fjórgangur -1. flokkur 1. Sigurður Sigurðarson á Núma frá Miðsitju, 6,46 2. Axel Ömarsson á Fursta frá Kúskerpi, 6,31 3. Orri Snorrason á Orku frá Múla- koti, 6,39 4. Þorvarður Friðbjömsson á Snæ- faxa frá Armúla, 6,14 5. Lúther Guðmundsson á Dagfara frá Hvammi, 6,08 Fimmgangur - 1. flokkur 1. Guðmar Þ. Pétursson á Háfeta frá Þingnesi, 7,07 2. Guðmundur A. Einarsson á Strípu frá Flekkudal, 6,50 3. Barbara Meyer á Sikli frá Hofi, 5,94 4. Sigurður Sigurðarson á Skugga- baldri frá Litladal, 5,72 5. Páll Viktorsson á Snerru frá Syðra-Skörðugili, 5,12 Slaktaumatölt -1. flokkur 1. Valdimar Kristinsson á Létti frá Krossamýri, 7,58 2. Sigurður Sigurðarson á Val frá Hólabaki, 6,83 3. Guðmundur A. Einarsson á Hyll- ingu frá Korpúlfsstöðum, 6,67 4. Þorvarður Friðbjörnsson á Prins frá Keflavík, 5,64 5. Axel Ómarsson á Lýð frá Hólum. Gæðingaskeið 1. Sigurður S. Pálsson á Höffu frá Samtúni, 7,79 2. Anna B. Samúelsdóttir á Bjarma frá Eyrarbakka, 6,37 3. Berglind I. Árnadóttii- á Pæper frá Varmadal, 6,16 4. Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli, 4,83 5. Guðmundur A. Einarsson á Hyll- ingu frá Korpúlfsstöðum, 4,75 Skeið 150 m 1. Guðmar Þ. Pétursson á Þraut frá Grafarkoti, 15,0 sek. 2. Kristján Magnússon á Pæper frá Varmadal, 14,2 sek. 3. Sigurður Sigurðarson á Knappi frá Kirkjulandi, 16,1 sek. Skeið 250 m 1. Erling Sigurðsson á Funa frá Sauðárkróki, 24,1 sek. 2. Gísli G. Gylfason á Glampa frá Glæsibæ , 26,7 sek. 3. Kristján Þorgefrsson á Þrymi frá Þverá, 27,3 sek. Stigahæstur, íslensk tvíkeppni, skeiðtvfkeppni - Sigurður Sigurðar- son Tölt - 2. flokkur 1. Ásta B. Benediktsdóttir á Grána frá Stóru-Gröf, 6,38 2. Viðar Þ. Pálmason á Póló frá Glæsibæ, 6,30 3. Kolbrún K. Ólafsdóttir á Mosart frá Nýja-Bæ, 6,25 4. Ingibjörg Kristjánsdóttir á Kyrrð frá Lækjarmóti, 6,12 5. Þorkell Traustason á Blakk frá Snjallsteinshöfða, 5,99 Fjórgangur - 2. flokkur 1. Kolbnín K. Ólafsdóttir á Mosart frá Nýja-Bæ, 6,34 2. Birna Tryggvadóttir á Rispu frá Úlfsstöðum, 6,16 3. Þorkell Traustason á Blátindi frá Hörgshóli, 6,13 4. Oddrún Ýr Sigurðardóttir á Nátt- fara frá Egilsstöðum II, 5,46 5. Ingibjörg Kristjánsdóttir á Væng frá Akureyri, 3,15 Fimmgangur - 2. flokkur 1. Sigurður S. Pálsson á Höffu frá Samtúni, 5,86 2. Alexandra Kriegler á Blæ frá Hvítárholti, 5,64 3. Ki-istján Magnússon á Draupni frá Sauðárkróki, 4,73 4. Rristinn M. Þorkelsson á Tvist frá Hörgshóli, 4,68 5. Anna Berg á Bjarma frá Eyrar- bakka, 2,96 Stigahæstur - Þorkell Traustason íslensk tvíkeppni - Kolbrún K. Ólafsdóttir. Skeiðtvíkeppni: Sigurður S. Pálsson Tölt - unglingar 1. Sigurður S. Pálsson á Rimmu frá Ytri-Bægisá, 6,87 2. Eva Benediktsdóttir á Krumma frá Lækjarbotnum, 6,03 3. Kristján Magnússon á Rúbín frá Breiðabólsstað, 5,93 4. Björk Sigurþórsdóttir á Lótusi frá Vindási, 5,48 5. Daði Erlingsson á Garpi frá Blönduósi, 4,59 Fjórgangur - unglingar 1. Sigurður S. Pálsson á Rimmu frá Ytri-Bægisá, 6,35 2. Kristján Magnússon á Hlyni fi-á Leysingjastöðum, 5,79 3. Daði Erlingsson á Garpi frá Blönduósi, 5,77 4. Eva Benediktsdóttir á Krumma frá Lækjarbotnum, 5,65 5. Játvarður J. Ingvarsson á Nagla frá Árbæ, 4,25 Stigahæstur, fslensk tvíkeppni - Sig- urður S. Pálsson Tölt - böm 1. Hreiðar Hauksson á Kulda frá Grímsstöðum, 6,22 2. Linda R. Pétursdóttir á Darra frá Þykkvabæ, 5,82 3. Ragnhildur Haraldsdóttir á Glímu frá Árbakka, 5,58 4. Halldóra S. Guðlaugsdóttir á Gló- björtu frá Lækjarbakka, 5,43 5. Viðar Hauksson á Klakk frá Lax- árnesi, 5,26 Fjórgangur - börn 1. Linda R. Pétursdóttir á Darra frá Þykkvabæ, 6,16 2. Halldóra S. Guðlaugsdóttir á Gló- björtu frá Lækjarbakka, 5,87 3. Hreiðar Hauksson á Kulda frá Grímsstöðum, 5,74 4. Ragnhildur Hai-aldsdóttir á Glímu frá Árbakka, 5,58 5. Þorvaldur A. Hauksson á Gjafari frá Hofsstöðum, 5,48 Safnaðarstarf Málþing um kristna trú KJALARNESSPRÓFASTSDÆMI efnir til málþings um kristna trú og önnur trúarbrögð laugardaginn 22. maí í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfj arðarkirkj u. Kveikjan að málþinginu er hinar miklu breytingar sem snúa að sam- gangi og samskiptum fólks með ólíkan tráar- og menningarlegan bakgmnn. Eins og annars staðar þurfum við á Islandi að læra að lifa með og bera virðingu fyrir trá ann- arra um leið og við þurfum að styrkja okkar eigin sjálfsmynd sem kristin þjóð og kristnir einstakling- ar. Eða hvað? Fyrirlesarar verða þrír. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson mun hefja umræðuna, sr. Þórhallur Heimisson flytur erindi sem ber yf- irskriftina „Hvern segið þið mig vera?“ og fjallar um með hvaða aug- um ólíkir hópar líta Krist, og dr. Pétur Pétursson sem flytur erindið „Hugmyndir um annað líf í þjóðfé- lagi fjölhyggju". Málþingið er hið síðasta í röð málþinga á vegum Kjalarnesspró- fastsdæmis sem gengur undir heit- inu „Kirkjan í heimi breytinga", en í vetur og vor hefur prófastsdæmið efnt til umræðna um ýmis mál sem varða samskipti kirkju og samfélags í nútímanum. Málþingið hefst kl. 13.30 og er öll- um opið og aðgangur er ókeypis. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleik- ur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Kyrrðar- og íyr- irbænastund kl. 18. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12.10. Samvera í kirkjulundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Einar Örn Einarsson leikur á orgel. Umsjón Lilja Hallgrímsdóttir, djákni. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorg- unn í dag kl. 10.30 í safnaðarheimil- inu. Baldur Rafn Sigurðsson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.