Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 64
' 64 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
>
je
Forvitnilegar bækur
KVIKMYND BYGGÐ Á FRÆGU VERKI PROUST
WHAT
EINSTEEnI
’T
OtSCOrER THE SECRETS OF MODERS
/ // /• ’.S MOST BA F/7 IXC, MYSTFRIES . . .
UkXft <>sst »f S kstttifÍ
'ENTERTAíNlNG . A EUN SfAD * ~~Th.e Íar. thryv Ur.fan-Tfibuint
Robcrt L. Wolke
Hnoðsnjór
og himinn-
inn blár
„What Einstein Didn’t Know -
Scientific Answers to Everyday
Questions" eftir Robert L. Wolke.
270 bls. Dell Publishing, New
York, 1997. Eymundsson.
SUMIR virðast ekki taka eftir
því, en heimurinn okkar er ævin-
týraheimur, með heillandi ráðgát-
um á hverju strái. Bömin sjá það
auðveldlega. Þessi sömu böm
segja: Pabbi, afhverju er þetta
svona? og það getur oft verið erfitt
fyrir pabbana að svara! Þessi bók
er full af spurningum sem pabbi
sjálfur þorir ekki að spyrja, því
honum finnst hann vera orðinn of
stór.
Bókin svarar því sem allir for-
eldrar verða að vita; hversvegna
himinninn er blár. Og leysir að
auki margan vandann. Er hægt að
koma í veg fyrir að gosið mitt
verði goslaust? Hvað varð um gas-
blöðrana sem ég missti á 17. júní?
Hvemig snjór hentar best til þess
að búa til snjókall?
Sá sem les ætti að verða hafsjór
af fróðleik um hin stóra smáatriði í
lífinu. Enda er bókin hreinasti
gullmoli fyrir „besservisserana11,
fyrir þá sem alltaf vita allt betur.
En sumir vilja læra bara fyrir
sjálfa sig og era forvitinir um um-
hverfi sitt. Þannig er hægt að
glugga í bókina og skoða það sem
vekur áhuga.
Þetta er því svona forvitnibók.
Alls ekki kennslubók. Kaflana þarf
ekki einu sinni að lesa í réttri röð.
Hver sem er ætti að ráða við ein-
faldan textann, bæði fúskarinn og
grúskarinn, og engan vísinda-
grann þarf til að skilja eða hafa
gaman af. Flóknustu atriði era út-
skýrð á einfaldan og aðgengilegan
hátt en vísindaleg hugtök notuð
engu að síður.
A undraverðan hátt hjálpar höf-
undurinn lesandanum að verða
ekki smeykur við að sjá torkenni-
leg vísindaorð. Og ef eitthvað virð-
ist vera flókið þá snýr hann öllu
upp í grín. Hann gantast og stríðir
lesandanum, og gerir grín að lög-
fræðingum og öðram einfram-
ungum. Hann útskýrir líka
vandlega hvað gerist þegar þú
sýður fílakjöt. Og ég sem hafði
alltaf velt því fyrir mér! Hver
segir svo að heimurinn sé ekki'
töfrandi?!
Silja Björk Baldursdóttir
Fæstir leikaranna
höfðu lesið Proust
LEIKSTJÓRINN Raoul Ruiz frá
Chile er með nýjustu kvikmynd
sína á kvikmyndahátíðinni sem
nú stendur yfir í Cannes. Mynd
hans, „Time Regained“ eða
Fundinn tími, er byggð á hluta
stórverks franska skáldsins
Marcel Proust og er hluti af sjö
bóka ritröð hans, Leitin að glöt-
uðum tfma.
Ritverk Proust var gefið út í
sjö bókum á tfmabilinu 1913-
1927 í Frakklandi. Proust var
alla tið mikill sjúklingur og dó
aðeins 51 árs að aldri árið 1922.
Pétur Gunnarsson rithöfundur
er að þýða verk Proust og hafa
fyrstu tvö bindin þegar komið
út, hið fyrra árið 1997 og annað
bindið í fyrra, og eru bækurnar
gefnar út hjá Máli og menn-
ingu.
Var Ijósmyndaráðgjafi Allende
Á sunnudaginn var kvikmynd
Raoul Ruiz sýnd í Cannes.
Catherine Deneuve, Emmanu-
elle Beart, Chiara Mastroianni,
Marcello Mazzarella og Vincent
Perez fara með aðalhlutverk í
myndinni, sem gerist á tímabil-
inu í kringum fyrri heimsstyrj-
öldina.
Myndin hefst á árinu 1922
þegar Proust liggur á dánar-
beði sínum og horfir á ljós-
myndir. Fortíðin rifjast upp fyr-
ir honum en raunverulegar per-
sónur blandast sögupersónum
og smám saman tekur sagna-
heimurinn yfír.
„I aðra röndina er myndin
hjúpuð óraunveruleika og dulúð
en jafnframt er hún mjög raun-
veruleg, hversu þverstæðu-
kennt sem það hljómar,“ segir
leiksljórinn Ruiz, sem á sfnum
tfma var Ijósmyndaráðgjafi þá-
verandi forseta Chile, Salvador
Allende. Ruiz flúði Chile þegar
Augusto Pinochet komst til
valda og fór til Frakklands.
„Fortíðin er mikiu sterkari í
minningum Proust en þegar
hann upplifði hana, og kvik-
myndaformið hentar því efni og
andrúmi mjög vel,“ segir Ruiz.
Persónur Proust, sem allar
tengjast yfirstétt Parísarborg-
ar, holdgerast þegar skáldið
liggur helsjúkt og rifjar upp
foman tíma þar sem æska hans
blandast saman við fjölskrúðugt
skemmtanalíf Parísarborgar og
líf hans í bókmenntaheiminum.
Ótrúlega Ifkur Proust
ítalski leikarinn Marcello
Mazzarella fer með hlutverk
Proust í myndinni og þykir
hann með eindæmum líkur
skáldinu. Mazzarella hefur leik-
ið talsvert á ítalfu en Fundinn
tími er fyrsta kvikmynd hans
utan heimahaganna.
NOKKRIR aðstandendur Le temps Retrouve, eða Fundins tíma, sem
byggð er á hluta stórverks franska skáldsins Marcel Proust. Frá
vinstri Marie-France Pisier, Arielle Dombasle, Chiara Mastroianni,
Ieikstjórinn Raoul Ruiz, Emmanuelle Beart og Pascal Gregory.
„Áður en ég hitti Raoul hafði
ég ekki hugmynd um að ég væri
svona líkur Marcel Proust. Eg
hafði aldrei nokkurn tfmann les-
ið staf eftir skáldið. Fyrir mig
sem leikara var þetta hlutverk
ótrúlega erfítt og ég þurfti að
leggja mig allan fram. Proust sá
hluti sem enginn annar tók eft-
ir,“ segir Mazzarella á fremur
bjagaðri frönsku. Ekki er þó
Proust látinn vera tæpur í eigin
tungumáli, því orðræða skálds-
ins í myndinni er leiklesin af
frönskum leikara eftir á.
Það kom í Ijós að Mazzarella
var ekki sá eini í leikarahópnum
sem hafði ekki Iesið þennan
heimsfræga rithöfúnd Frakka.
„Þegar ég hitti Raoul skammað-
ist ég mín og þorði varla að segja
honum að ég hefði aldrei lesið
Proust. Eg reyndi að byija á
verkum hans þegar ég var álján
ára, en gafst upp. Eg tók upp
þráðinn þegar ég var 21 árs og
svo aftur þegar ég var orðin 25
ára, en mér tókst bara ekki að
komast í gegnum bækumar,“
segir Emmanuelle Beart sem
leikur fyrstu ást Proust, Gilberte.
„En þegar ég las handritið þá
var eins og opnaðist fyrir mér
heimur. Eg byijaði aftur á bók-
unum og drakk þær í mig, enda
nálgaðist ég þær á þeim forsend-
um að Gilberte væri fyrsta kon-
an sem hefði veitt Proust full-
nægingu. Það er stórt hlutverk,"
segir Beart á léttu nótunum.
Chiara Mastroianni, sem er
dóttir Catherine Deneuve
og Marcello Mastroi-
anni, er ekki komin svo
langt í lestrinum. „Eg
hafði aldrei lesið stakt
orð í bókum Proust og
hef ekki gert enn,“
segir leikkonan, sem
reyndar birtist að-
eins í myndinni
sem svipur
sannrar ástar
Proust, stúlkunn-
ar Albertine.
Myndrænn texti
Kvikmyndin
þykir mjög róieg
og í raun og
veru gerist mjög
lítið í henni.
Hún er frekar
eins og röð af
senum sem
tengjast óljóst
og bera minn-
ingabrotum
vitni. Það getur því verið tals-
verð kúnst fyrir áhorfendur að
tengja brotin saman ef þeir
vilja fá heillega mynd. Öllu
vænlegra er líklega að láta
myndina líða áfram og upplifa
hana bara frekar en að reyna
að skilgreina allt ferlið á rök-
Iegum nótum.
Fáir leikstjórar hafa lagt í að
færa verk Proust yfir á hvíta
tjaldið, enda verk hans svo víð-
feðmt að því yrðu aldrei gerð
góð skil í tæplega tveggja tíma
kvikmynd. Þó hefur marga
dreymt um að taka hluta verks-
ins. „Mér fannst ekki óyfirstíg-
anlegt að færa Proust yfir á
hvíta tjaldið," segir Ruiz. „Texti
hans er á köflum n\jög mynd-
rænn og hentar því kvikmynda-
listforminu fúllkomlega. Ég ein-
beiti mér að því myndræna í
textanum, enda þeir hlutar það
sem mest höfðar til mín.“
Aðeins ein önnur kvikmynd
frá Suður-Ameríku keppir um
Gullpálmann í Cannes þetta
vorið og er það mynd
mexíkóska leikstjórans Arturo
Ripstein, sem einnig er byggð á
þekktri skáldsögu, sögu kól-
umbíska rithöfundarins Gabriel
García Marques um liðsforingj-
ann aldna sem berst aldrei bréf.
Liðsforinginn og margar aðrar
persónur úr verkum Marquez
eru íslendingum að góðu kunn-
ar, enda hafa mörg verka hans
verið þýdd af Guðbergi Bergs-
syni.
MÆÐGURNAR Chiara Mastroianni og Catherine
Deneuve fara báðar með hlutverk í myndinni.
Rétt skal
vera rétt
BBC Pronouncing Dictionary of
British Names, gefin út af Oxford
útgáfunni í samvinnu við breska
ríkisútvarpið 1971, þriðja prentun.
Kostaði hálft íjórða pund
á sínum tfma.
Á ÁTTUNDA áratugnum var
margt um að deila ekki síður en nú
um stundir, og sumt mikilvægara en
annað. Þar á meðal var framburður á
nöfnum tónlistarmanna; lítið var á þá
minnst í íslensku útvarpi, ekki sáust
þeir í sjónvarpi og kaninn ekki öllum
aðgengilegur, því viðtæki voru ekki
almenningseign. Þannig stóðu lengi
deilur um það hvemig ætti að bera
fram listamannsnafn Davids Roberts
Jones; hvort var réttara að segja
Bóví eða Búví?
Á þeim tíma hefði komið sér vel að
hafa annan eins kostagrip við hönd-
ina og BBC Pronouncing Dietionary
of British Names og geta flett því
upp að réttur framburður er Bóví.
„BBC enska“ er eitthvað sem
flestir þekkja eða telja sig þekkja,
stífur framburður sem breskir
námsmenn þróa með sér eftir því
sem þeim miðar í námi og h-unum
fjölgai- í daglegu tali. Ekki er henni
eins haldið að fólki og áður var þeg-
ar fréttaþulir voru valdir úr hópi
menntamanna og sunnlenskur RP-
framburður allsráðandi. Nú heyrast
allskyns mállýskur í BBC, þótt enn
séu menn stífir á meiningunni í
fréttalestri. í inngangi að bókinni
kemur reyndar fram að þó slakað
hafi verið á í fréttalestri með tíman-
um og þulir frá öðrum landshornum
fengið að komast að sé mikil áhersla
lögð á að hafa framburð á nöfnum
staðlaðan og kórréttan samkvæmt
þeirri samantekt sem hér er sagt
frá. Framburðarreglur sem miðað
er við byggjast að sögn á fjörutíu
ára rannsóknum, en eins og kemur
fram í inngangi þessa pistils eru
tuttugu ár síðan bókin kom út og
líklegt að þessar reglur hafi eitthvað
breyst þó Bretar séu almenn seinir
til slíks.
Þó BBC Pronouncing Dictionary
of British Names verði seint bókin á
náttborðinu, nema hjá þeim sem
glíma við svefnleysi, er gagnlegt að
blaða í henni, ekki síst þar sem
framburður mannanafna lýtur oft á
tíðum öðram reglum en almennt í
ensku. Sjá til að mynda nafnið
Home, sem flestir kunna eflaust að
bera fram, en þó er þess að gæta að
sé átt við Home-ættina skal bera
það fram Hjúm, enda ekki gott að
hvetja liðsmenn með því að hrópa í
sífellu heim, heim!
Eins og getið er kemur bókin að
góðum notum þegar skera á úr deil-
um, en annað gott dæmi þar um varð-
ar hið fomfræga knattspymulið
Shrewsbury, sem villuráfandi vilja
segja Shrósburí. Það er reyndar rétt-
ur framburður ef verið er að ræða
jarlinn af Shrewsbury og skólann, en
knattspymuliðið kallast svo eftir
þorpinu: Shrjúsburí... útrætt mál.
Árni Matthíasson