Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
+
Móðir okkar,
FRIÐBJÖRG FRIÐBJARNARDÓTTIR,
síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést laugardaginn 5. júní á Sjúkrahúsi Akraness.
Börnin.
t
Ástkær móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA GUÐVARÐARDÓTTIR,
dvalarheimílinu Höfða,
Akranesi,
sem lést föstudaginn 28. maí sl., verður jarðsett frá Akraneskirkju föstu-
daginn 11. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á dvalarheimilið Höfða og Sjúkrahús Akraness.
Birgir Þórðarson og fjölskylda,
Þórður Magnússon og fjölskylda.
t
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
ÞORVALDUR GUÐJÓNSSON
brúarsmiður,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést föstudaginn 4. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 11. júní kl. 13.30.
Þórarinn Heiðar Þorvaldsson, Sigurlína Jónsdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, Aðalsteinn Þórólfsson,
Hrafnhildur Þorvaldsdóttir.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur hluttekningu, samúð og vinarhug við
andlát og útför konu minnar, móður, tengda-
móður og ömmu,
SÚSÖNNU BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Hólavallagötu 3.
Ásgeir Jónsson,
Jón Ásgeirsson, Þorbjörg Skjaldberg,
Ásgeir Jónsson yngri.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDU ÓLAFSDÓTTUR,
Hvítingavegi 3,
Vestmannaeyjum.
fsleifur Ingvarsson,
Ástþór Eydal ísleifsson
og fjölskyldur.
t
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för
SVÖVU EYÞÓRSDÓTTUR,
Blikahólum 4,
Reykjavík.
Finnur Tryggvason,
Svava Helga Carlsen.
t
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu mér samúð og vinarhug við fráfall
og útför mannsins míns,
SIGURJÓNS JÓNSSONAR,
Vatnsendabletti 18,
Kópavogi.
Elín Stephensen.
+ Sigrún Jóns-
dóttir fæddist
14. maí 1954 í
Reykjavík en ólst
upp í Kaliforníu.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
31. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru: Jón Sævar
Jónsson, f. 10.6.
1926, og Hulda
Birna Lárusdóttir,
f. 15.6. 1931, búsett
í Kaliformu.
Systkini hennar
eru: Lárus Bjöm
Sævar, f. 29.6. 1952, kvæntur en
bamlaus, búsettur í Kalifomíu;
Jón Jökull, f. 15.1. 1958, kvænt-
ur en bamlaus, búsettur í Kali-
Með fáum orðum langar mig að
minnast frænku minnar Sigrúnar
Jónsdóttur, Lindargötu 28, sem lát-
in er eftir löng og ströng veikindi.
Allan tímann reyndi hún að gera
sem mest sjálf og sjaldnast kom fyr-
ir að hún bæði um aðstoð þótt sár-
þjáð væri. Það eru einungis þrjú og
hálft ár síðan við sáumst fyrst, en ég
komst að því fyrir einskæra tilviljun
að hún hefði flust til landsins frá
Kalifomíu með tvo syni sína, en
mjög ung hafði hún flust út með for-
eldrum og eldri bróður. Þar átti hún
mestallt sitt lífshlaup fyrir utan tíu
ár sem hún bjó á Hawaii, en þar
sagðist hún hafa átt sína bestu daga.
Þangað fara svo hennar jarðnesku
leifar. Þangað flytur þær yngri son-
ur hennar og systir hennar, sem þar
er búsett, tekur við þeim.
Ekki veit ég hvort það voru örlög
eða þessi einskæra tilviljun sem réð
því að ég sat við sjúkrabeð hennar
ásamt föður hennar þegar hún dó
og upplifði með henni friðsælan
fomíu; Lorraine
Lee, f. 16.8. 1960, í
sambúð en barnlaus,
búsett á Hawali.
Synir Sigrúnar
era: Erik Sævar, f.
21.5. 1980, og Krist-
jón Thor Víkingur,
f. 29.7. 1991, báðir
fæddir í Kaliforníu.
Sigrún lauk skóla-
námi í Bandaríkjun-
um og vann þar við
verslunarstörf. Eftir
að hún fluttist til Is-
lands vann hún á
Kaffi Reykjavík á
meðan heilsan leyfði.
Sigrún var jarðsungin í kyrr-
þey að eigin ósk frá Fossvogs-
kapellu.
dauðdaga eftir þjáningarfullan dag.
Þegar maður situr við rúm deyjandi
manneskju fer ekki hjá því að mað-
ur rifji upp þau samskipti sem mað-
ur hefur átt við viðkomandi, en til-
viljanir komu mikið við sögu í sam-
skiptum okkar. Eftir að ég íyrst
frétti af henni bauð ég henni að
koma á jólaball sem fjölskyldan
heldur sameiginlega, og þar mætti
ung og falleg ljóshærð kona með
ungan son sinn að hitta foðurfólkið
sitt í fyrsta sinn. Samskipti okkar
voru ekki mikil í fyrstu en skömmu
síðar frétti ég þó að hún hefði
greinst með krabbamein og áfram
leið tíminn, þessi tími sem við vitum
aldrei hvað við eigum mikið af. Enn
og aftur kemur tilviljunin til sög-
unnar. Ég á smáerindi við ná-
grannakonu mína, sem vill endilega
sýna mér myndir úr ferðalagi sem
hún var nýkomin úr, þar með var
mynd af Sigrúnu. „Æ, þetta er
frænka mín sem er svo mikið veik,“
sagði hún, „frænka þín?“ segi ég,
„þetta er líka frænka mín.“ Þær
voru systradætur, við bræðradæt-
ur. A þessu ári sem liðið er síðan
höfum við átt margar góðar stundir,
stundir sem ég hefði ekki viljað
missa af. Að auki hef ég líka kynnst
föður hennar sem ég hafði ekkert
haft af að segja áður og nú móður
hennar.
Lífshlaup hennar þekki ég ekki
mikið, veit þó að hún lauk hefð-
bundnu námi í bandarískum skóla,
stundaði aðallega verslunarstörf og
þar eignaðist hún syni sína tvo sem
hún dáði og dýrkaði, og í veikindum
sínum bar hún hag þeirra fyrst og
fremst fýrir brjósti. Þeirra vegna
vildi hún breyta lífi sínu og flytja til
Islands og ala þá upp í litla húsinu á
Lindargötunni sem feður okkar
ólust upp í. Hún gerði einnig þær
ráðstafanir fyrir þá sem henni voru
mögulegar. Það hefur verið lær-
dómsríkt að fylgjast með baráttu
þessarar hugrökku konu sem ætlaði
að bera sigur úr býtum í þessari
ójöfnu baráttu og leyndi því eins
lengi og hún gat hvað mikið veik
hún var orðin.
Ég efa ekki að hennar andlegi
styrkur og gráglettni húmor fleytti
henni langt og dró marga að henni,
því ekki hafði hún búið hér nema
u.þ.b. fimm ár. Ég veit líka að hún
átti sínar erfiðu stundir og hugsaði
margt, t.d. hvað tæki við eftir dauð-
ann. Kvöld eitt fyrir nokkru settist
hún upp í rúminu og á hana kom
kíminn svipur um leið og hún
spurði: „Ætli maður þurfi svo að
fara í próf áður en ákveðið verður
hvort maður fer upp eða niður?“
Ekki kunnum við hjónin sem hjá
henni sátum þessa stund svar við
því. Hins vegar vorum við viss um
að hún hefði lokið öllum prófum í
skóla lífsins á sem bestan möguleg-
an veg. Við óskum henni velfarnað-
ar á nýjum stað og þökkum henni
fyrir samveruna hér. Við sendum
sonum hennar, foreldrum og systk-
inum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðsbless-
unar.
Sigurlaug og Jens.
SIGRUN
JÓNSDÓTTIR
BRIDS
Umsjón Arnór
Ragnarsson
Minningarmót
í Fljótum
FYRIRHUGAÐ er að halda
bridsmót íyrir konur að Sólgörðum í
Fljótum helgina 19. og 20. júní nk.
Mótið er haldið til minningar um
Guðbjörgu Sigurðardóttur (Guggu)
sem lést í júní 1997 langt íyrir aldur
fram.
Spilaður verður tvímenningur og
er hægt að skrá sig til 10. júní hjá
Kristrúnu í síma 467 1650, Stefaníu
í 852 9743 og 467 1878, Ingu Jónu í
554 3521 og 899 2031.
Þátttökugjald er kr.: 1.000 á spil-
ara. Svefhpokapláss.
Sveit Kristjáns M. Gunnarsson-
ar vann bikarkeppnina
á Suðurlandi
Sveit Kristjáns M. Gunnarssonar
Bridgefélagi Selfoss vann sveit
Bergsteins Arasonar með 118 stig-
um gegn 95 í úrslitaleik í bikar-
keppni Bridgesambands Suður-
lands, sem var spilaður 6. júní.
Bikarmeistarar auk Kristjáns
eru: Helgi Grétar Helgason, Sigurð-
ur Vilhjálmsson og Bjöm Snorra-
son. 15 sveitir hófu keppni.
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni
Mánudaginn 31. maí 1999 spiluðu 22
pör Mitchell-tvímenning. Urslit
urðu þessi:
N.S.
Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 258
Sigurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss. 242
Albertforsteinss.-Au3unnGuðmundss. 238
A.V.
ÞórarinnAmason-FróíliB.Pálsson 275
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 240
RagnarHalldórsson-HjálmarGíslason 234
Fimmtudaginn 3. júní spiluðu 18
pör Mitchell-tvímenning. Úrslit
urðu þessi:
Eysteinn Einarsson - Guðlaugur Sveinsson 274
Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórsson 255
Karl Adólísson - Viggó Nordqiúst 233
A.V.
Ásta Erlingsdóttir - Sigurðm- Pálsson 274
AlbertÞorsteinss.-AuðunnGu(lmundsson 246
Theodór Jóhansson - Sigtryggur Ellertsson 215
Meðalskor 216
Sumarbrids
Sunnudaginn 6. júní var spilaður
Barómeter tvímenningur með þátt-
töku 10 para. SpHaðar voru 9 um-
ferðir með 3 spilum á milli para.
Efstu pör voru:
Jón Stefánsson - Jón Viðar Jónmundsson +26
SigurðurSteingrímsson-ÓskarSigurðsson +20
Stefán Garðarsson - Ámi Hannesson +10
Guðrún Jóhannesd. - Vilþjálmur Sigurðsson jr. + 8
Mánudaginn 7. júní var spilaður
Mitchell tvímenningur með þátttöku
21 pars.
Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spil-
um á milli para. Meðalskor var 216.
Efstu pör í N/S:
EðvarðHallgrímsson-ValdimarSveinsson 256
Guðmundur Baldursson - Jens Jensson 227
Jón Stefánsson - Óli Bjöm Gunnarsson 225
Steinberg Ríkarðsson - Gfeli Steingrímsson 224
A/V
Gísli Þórarinsson - Þórður Sigurðsson 261
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 240
Hannes Sigurðsson - Þórir Sigursteinsson 236
JónViðar Jónmundsson - Kristinn Karlsson 233
Bæði pörin ákváðu að draga sér
vinning úr heitasta pottinum. Gísli
og Þórður drógu frímiða í sumar-
brids en þeir Eðvarð og Valdimar
unnu sér inn langloku og kók á
Skalla í Hafnarfirði.
Jón Stefánsson efstur
í bronsstigakeppninni
Jón Stefánsson tók forystuna í
bronsstigakeppni sumarsins með
því að krækja sér í 3ja sætið. Hann
er efstur með 130 bronsstig en
Guðlaugur Sveinsson er í 2. sæti
með 121 stig.
Sigurvegarar hvers kvölds geta
ráðið hvort þeir notfæra sér frí-
miðann sinn eða draga úr heitasta
pottinum.
Sumarbrids og Samvinnuferð-
ir/Landsýn standa að Sumarleik
sem stendur frá upphafi sumar-
brids til 30. júlí. Sá spilari sem fær
flest bronsstig 4 spiladaga í röð
vinnur sér inn 40.000 kr. ferðaút-
tekt hjá Samvinnuferðum - Land-
sýn.
Sumarbrids er spilaður 6 daga
vikunnar, alla daga nema laugar-
daga. Spilamennska byrjar alltaf
kl. 19:00.