Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðherra segir að lög um atvinnuréttindi útlendinga verða endurskoðuð Aður verið bent á tengsl fíkni-l efna og nektardansmeyja f' <2r/M L/ híO Æ, æ, nú hafa listagyðjurnar mínar ruglast á súlum. LEIKSLOK í uppsiglingu. Myndin er tekin neðan við Kirkjustreng í Þverá, en þar hefur verið feiknagóð veiði í sumar og er útlit fyrir að áin fari yfir 2.000 laxa í sumar. BANDARÍKJAMAÐUR að nafni Nick Mariner veiddi 22 punda hæng í Miðfjarðará í gærmorgun. Að sögn Erlings Arnarsonar, leiðsögumanns Mariners veiddist laxinn á svarta Snældu í ármótum Vesturár og Austurár. „Þetta var fallegasti lax sem ég hef séð á ævinni og hef þó sjálfur veitt yfir 20 punda nýgeng- inn físk. Þessi var grálúsugur og viðureignin stóð yfir í 50 mínútur," sagði Erlingur. Dræmt í Svartá Einhverra hluta vegna gengur veiðiskapur illa í Svartá enn sem komið er, en miðað við laxagöngur í Blöndu getur varla verið annað en tímaspursmál hvenær fjörið byrjar í ánni. Þegar ástand árinnar hefur boðið upp á það hefur veiði í Blöndu ofan Ennisflúða verið fimagóð og sama má segja um neðri hluta ár- innar. Að sögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar, eins leigutaka Svartár, voru aðeins 11 laxar komnir á land á hádegi á fimmudag, en kvöldið áður höfðu 803 laxar farið um teljarann í fiskveginum við Ennisflúðir. „Þó að Svartá sé eindregin síðsumarsá er þetta mun lakari veiði heldur en á sama tíma undanfarin ár. Við von- um þó auðvitað að úr fari að ræt- ast,“ sagði Jón Steinar. Lifnar yfir Hrollu Farið er að veiðast í Hrollleifs- dalsá í Skagafirði, en vatnavextir hafa staðið veiðiskap fyrir þrifum framan af sumri. Hrollan er aðal- lega silungsveiðiá, uppistaðan í afl- 22 punda bolti úr Miðfjarðará anum er sjóbleikja, en einnig er drjúgt að vænum urriða í ánni. Og þar að auki er laxavon. Fyrir skömmu veiddi holl 15 bleikjur, nokkra urriða og einn 13 punda lax og er það fyrsta alvöru veiðin sem náðst hefur úr ánni í sumar. Vatns- magn er enn mikið, en nálgast óðum venjulegt sumarvatn og menn sjá nú talsvert af fiski að ganga, að sögn Gunnlaugs Óskarssonar hjá Stangaveiðifélagi Keflavíkur, sem hefur ána á leigu. Lífiegt í Reykjadalsá Fyrir skömmu voru komnir 12 laxar úr Reykjadalsá og talsvert af laxi hefur sést víða um á. Þetta þyk- ir mönnum mjög gott í Reykjadalsá, því áin er það sem menn kalla „síð- sumarsá" og oft er ekki kraftur í veiðiskapnum fyrr en upp úr miðj- um ágúst. „Síðasta holl náði fjórum löxum, en laxinn tók grannt og þeir misstu miklu fleiri," sagði Gunn- laugur hjá SVFK. Sjóbleikja í Geirlandsá Sjóbirtingur er ekki farinn að veiðast í Geirlandsá og lítið sést enn af laxi, en það er allt samkvæmt venju. Hins vegar hafa veiðst vænar sjóbleikjur að undanfómu, nýlega var maður í Armótunum og fékk sjö, flestar 2-3 punda. Yfirleitt veiðist nokkuð af sjóbleikju á þess- um tíma sumars, en síðan hverfur hún úr aflanum. Halda ýmsir að það sé vegna þess að gripið er til veiga- meiri veiðifæra eftir að lax og sjó- birtingur eru gengnir í ána. Fréttir héðan og þaðan Fáir fara nú í Minnivallalæk í Landsveit, vorið og júní eru yfírleitt taldir besti veiðitíminn og margir nota lækinn til að stytta biðina fram að sumarveiðinni. í lækinn rakst þó maður um daginn sem fékk við- stöðulítið 12 urriða, allt að 10 punda fiska að því er ályktað var, en öllu skal sleppt lifandi aftur í Minni- vallalæk. Margir daga á Amarvatnsheiði hafa verið erfiðir, enda gmggast flest vötnin þar efra í hvassviðri. Inni á milli em þó veislur í veiði- skapnum og fyrir nokkm fréttist af hóp sem fékk nærri 200 silunga. Var mest veitt í Úlfsvatni, en einnig í nærliggjandi vötnum eins og Arn- arvatni litla og Hávaðavötnum. Annar hópur sem hélt til við Arnar- vatn stóra fékk á annað hundrað físka. í báðum tilvikum var fískur yfirleitt af góðri stærð, 1-2 pund, mest bleikja. Enginn tiltakanlega stór fiskur var í aflanum, sem mest var veiddur á flugu. Litföróttir hestar gætu horfið Litur í útrým- ingarhættu Páll Imsland SJALDGÆFASTI litur íslenskra hesta, hinn svo- nefndi „litförótti“ litur er nú í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í grein sem þeir Páll Imsland jarðfræðingur og Krist- inn Guðnason bóndi í Skarði birtu í nýút- komnu Bændablaði. Þessi litur hefur fylgt ís- lenska hrossastofninum svo lengi sem menn hafa haft spumir af honum. Páll Imsland var spurð- ur hvers vegna þessi lit- ur væri nú í útrýmingar- hættu? - Hann er það kannski fyrst og fremst af því að þau hross sem hafa náð lengst í ræktun undan- farinna áratuga hafa ver- ið í dökkum litum, brúnum, rauðum og jörpum, og eru nú um 80% af stofninum. Þegar svona sterkir hestar eins og þeir sem hafa komið fram undanfarin ár eru í þessum dökku litum þýðir það einfaldlega að hross- um í dökkum litum fjölgar í stofninum, einkum ræktaða hlutanum. Flestir vinsælustu stóðhestar undanfarinna ára- tuga hafa verið í þessum dökku litum - Hvernig er þessi svokallaði „litförótti“ litur? - Litförótt er töluvert flókinn litur af því að hann byggist á því að það eru tvær mislitar hára- gerðir í feldinum á hrossinu. Dökk vindhár, t.d. brún, rauð eða mósótt, og svo hvít undirhár. Hrossið endumýjar þessi hár eftir ákveðnu mynstri þannig að stundum er hvíti feldurinn áber- andi og stundum dökki feldur- inn. Þannig skipta hrossin sífellt árstíðabundið um lit. - Koma litfórótt hross frá ein- hverjum ákveðnum landshluta á íslandi? - Nei, en þau eru núna bara til á fáeinum bæjum, á sumum bæj- um örfá en á öðrum bæjum sæmilegt stóð. En þar sem fjöldi þeirra er svo lítill - undir hálfu prósenti í stofninum á þessi litur á hættu að deyja út eða hverfa. -Er ykkur mikil eftirsjá í honum? - Já, það eru tvær ástæður til þess að við viljum halda í þennan lit. Annars vegar markaðslegar ástæður og hins vegar menning- arsögulegar. Það era ákveðnar vísbendingar um það að Ijósu lit- irnir í hrossastofninum séu að verða vinsælli á markaðinum og bæði erlendis og hér á landi eru menn farair að taka ljósu hross- in fram yfir ef þeir eiga völ á jafn góðum gripum. Þetta segir okkur að frá markaðssjónarmiði er ástæða til að kunna að rækta ljósu litina og halda ___________________ þeim vel til haga. Á Enginil |itför- hmn bogmn erum við óttur 3*55. bum að eiga þessi hross hér á landið einangruð í ellefu ►Páll Imsland fæddist 1. ágúst 1943 á Neskaupstað. Hann ólst upp á Hornafirði og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1965. Hann lauk jarðfræðiprófi frá Háskóla Is- lands 1973 og doktorsprófi í jarðfræði 1985 frá sama skóla. Hann hefur starfað að berg- fræði- og eldfjallarannsóknum og rannsóknum á náttúruvám á Raunvísindastofnun háskólans og hjá Norrænu eldfjallastöð- inni. Páll er kvæntur Ragnheiði Kristjánsdóttur og eiga þau tvær dætur. um eins og gæti nú gerst með þann litförótta. - Hvemig ætlið þið að bjarga hinum „litfórótta“ lit? -Með því fyrst og fremst að koma upp vinsælum, góðum lit- föróttum stóðhestum sem myndu dreifa þessum lit út um allt kynið. Þannig er best hægt að tryggja framtíð litarins. Núna er enginn sýndur og dæmdur lit- föróttur stóðhestur til á Islandi og það þarf að koma sem fyrst upp einum eða fleirum slíkum. - Er þetta tveggja manna verk? -Við erum áhugasamir um hjálp við þetta verkefni og vilj- um mjög gjaman efna til al- mennrar samstöðu um þetta mál meðal hestamanna og hrossa- ræktenda um land allt. Við höf- um jafnvel hugsað okkur, ef góð- ar undirtektir verða, að stofna um þetta málefni félag eða fé- lagsskap. -Hafið þið fengið einhverjar undirtektir við greininni í Bændablaðinu nú þegar? - Já, það var ekki liðið fram á hádegi daginn sem blaðið kom út er fyrsta áhugamanneskjan hringdi og tjáði sig fúsa til að taka þátt í svona félagsskap. Síð- an hafa fleiri hringt. - Eru litförótt hross nokkuð betri en önnur hross? hestur til. -Það er algengt að menn tengi saman liti hundruð ár og óblönduð af öðr- um hrossakynjum. Það er þvi margt sérkennilegt við þennan stofn sem ekki finnst í öðrum stofnum. Eitt af því er mikil lita- fjölbreytni. Úr mörgum þraut- ræktuðum erlendum hrossa- kynjum er búið að rækta litina út þannig að eftir standa aðeins fáir. Litafjölbreytnin í íslenska hrossastofninum er því ákveðinn auður. Það mætti kalla það menningarsögulegt slys ef við týnum ákveðnum lit úr stofnin- og aðra eiginleika, svo sem gæði hrossa, en ekki hefur verið hægt að sýna fram á neitt slíkt ákveð- ið samband. Þess vegna skiptir ákaflega miklu máli að rækta þessi litföróttu hross á móti mjög góðum einstaklingum til þess að tryggja það að litförótt hross verði ekki bara litförótt heldur líka gæðingar að öðru leyti. Það væri þjóðarsómi að slíkum hestum og gæti stuðlað að aukinni eftirspum eftir ís- lenska hestinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.