Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 51 + Þórdís ívars- dóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Grímsnesi 20. maí 1901. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Þorsteins- dóttir, f. 6.9. 1879 á Litlu-Háeyri, Eyr- arbakka, d. 24.5. 1959, og ívar Sigur- jón Geirsson, f. 5.8. 1867 á Rauðará í Reykjavík, d. 24.4. 1950. Hann ólst upp á Bjarnastöðum í Grímsnesi. Þórdís ólst upp hjá fósturforeldrum, Guðrúnu og Ólafi á Minniborg, síðar í Norðurkoti Grímsnesi. Þau voru bæði dáin áður en hún náði tíu ára aldri, en þá tóku við uppeldi hennar fóstursystir hennar Kristín Jónsdóttir og Jón Vigfússon hennar maður, er tóku við búi í Norðurkoti. fvar og Margrét eignuðust sjö börn: Vilhjálm Hinrik, f. 12. 8. 1899, Þórdísi, f. 20.5. 1901, Geirrúnu, f. 22.4. 1905, Vil- borgu, f. 30.9. 1908, Iljörleif, f. 20.10. 1910, Geir, f. 15.9. 1912 og Guðrúnu, f. 19.10. 1918. Þau eru öll látin. Þórdís giftist 1924 Agli Egils- syni, f. 14.7. 1898 að Þverá á Síðu, Vestur-Skaftafellssýslu. Hann fluttist á öðru aldursári með foreldrum sínum að Galta- læk í Biskupstungum og ólst þar upp. Þórdis og Egill settust í dag, 17 júlí, er til moldar borin háöldruð móðir mín, Þórdís á Króki. 98 ár er hár aldur, en hún átti því láni að fagna að vera ern sem kallað er, fylgjast með öllu, ótrúlega minnug og sjálfbjarga, en hún naut þeirra forréttinda að fá að dvelja á sínum stað, í sínu gamla umhverfi. Hafði þar sína íbúð, sinn uppáhaldsstól, var í skjóli Heimis, síns kæra fóstursonar og konu hans, Margrétar. Og dætur þeirra fjórar voru ömmu hjartkærar eins og allir hennar afkomendur voru henni. Hún sagði líka stundum: „Mikið er ég rík og lánsöm mann- eskja að eiga alla þessa afkomend- ur, og að þeir skuli muna eftir mér.“ En hver myndi gleyma henni mömmu, sem alltaf átti hlýju og bros, kaffi á könnunni, ullarsokka og vettlinga í öllum stærðum, sem oft kom sér vel. Sælgæti í litla munna og hlýja stroku á vanga. Mig, frumburð hennar, langar að koma á blað fáeinum minninga- brotum, en af miklu er að taka sem von er, á 73 árum. Þórdis móðir mín fæddist á Þór- oddsstöðum í Grímsnesi 20. maí 1901. Foreldrar hennar voru Jónína Margrét Þorsteinsdóttir frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, ættuð frá Steinum undir Eyjafjöll- um, og ívar Geirsson, fæddur á Rauðará í Reykjavík, alinn upp á Bjamastöðum í Grímsnesi. Þau vom bláfátæk húsmennskuhjón, eins og þá var mikið um, kannski mest vegna skorts á bújörðum. Þórdís var næstelst sjö bama þeirra. Elstur var Vilhjálmur Hin- rik, sem kenndur var við Merkines í Höfnum, faðir þeirra Ellýjar og VOhjálms, sem flestir kannast við fyrir söng þeirra á áram áður, en era bæði látin fyrir aldur fram. Þessi tvö elstu, Hinrik og Þórdís, lifðu systkini sín öll. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, aldamótakynslóðin 1900 mun senn öll gengin á vit feðra sinna, og hef- ur lifað þá stórkostlegustu breyt- ingatíma sem yfir okkar þjóð hafa gengið. Sökum fátæktar foreldr- anna var móðir mín tekin í fóstur, þá þriggja vikna, að Hömram og síðan að Minni-Borg, af Guðrúnu og Ólafi sem síðar fluttu í Norður- kot í Grímsnesi. Þá var mamma tveggja ára, og þar ólst hún upp og að á Króki í Bisk- upstungum 1924 og bjuggu þar æ siðan. Þeim varð fimm barna auðið sem eru þessi í aldurs- röð: 1) Þuríður, f. 26.7. 1926, hún á ijögur börn, 2) Steinunn, f. 3.9. 1927, dó barnlaus 29.4. 1947, 3) Egill f. 26.8. 1929, hann á fjórar dætur, 4) ív- ar Grétar, f. 3.9. 1930, hann á þrjú börn og 5) Jóna Kristín, f. 29.11. 1942, hún á þijár dætur. Fóstursonur þeirra frá tveggja ára aldri er Magnús Heimir Jóhannesson, f. 3.7. 1949, hann á fjórar dætur, og eina fyrir hjónaband. Einnig ólu þau upp son Þuríðar frá fyrra hjónabandi, Unnstein Egil Kristinsson, f. 22.5. 1947, hann á þrjú börn og eina stjúpdóttur. Ommubörn Þórdísar eru átján, langömmubörnin tuttugu og eitt og langalangömmubörnin tvö. Þórdís missti mann sinn, Egil, 9. febrúar 1984. Hún dvaldi síð- an í skjóli Heimis fóstursonar síns og Margrétar konu hans er tóku við búi á Króki að Agli látnum. Kveðjuathöfn verður í Skái- holtskirkju í dag kl. 13.00 og jarðsett í Bræðratungukirkju- garði. dvaldi fram yfir tvítugt. Þessa fóst- urforeldra hafði hún misst báða þegar hún var tíu ára. Þá tóku upp- eldissystir hennar, Kristín Jóns- dóttir, sem var tíu árum eldri, og hennar maður, Jón Vigfússon, við uppfóstri hennar. Börn vora látin vinna frá unga aldri í þá daga; hún mun hafa verið 8-9 ára þegar hún sat yfir kvíaám, hvernig sem viðraði að sumrinu, vakti yfir túni og sinnti þar að auki allskonar snúningum, sótti hesta, rak kýr og vann allt sem hægt var að láta börn vinna. Þetta þótti henni ekki svo slæmt, hún var vilj- ug til útivinnu, en að sitja yfir prjónaskap og vera við inniverk, það var öllu verra. En þetta með tóvinnuna og prjónaskapinn átti eftir að breytast. Hún var á sínum búskaparárum afkastamikil við ull- arvinnu, spuna og prjónaskap; ég á upphlutssvuntu og langsjal sem hún vann að öllu leyti úr úivalsþeli, kembdi og spann og prjónaði. Þetta era dýrgripir, falleg litasam- setning í sauðarlitum, hún var smekkmanneskja á bandliti. Hún hafði fram á síðasta dag prjóna sína hjá sér og greip til þeirra hvem dag. Hún var óvenju hand- styrk og lagin og fimm kross- saumspúða hafði hún saumað síðan um jól í vetur, 97 ára gömul. „Nú er líka blessaða rafljósið og stækk- unargler í lampa,“ sagði hún, „munur eða grútartýran fyrstu æviárin, eða tíulínu lampamir sem vora nú strax betri; jú, svo vora það gasluktirnar sem vora nú al- deilis birtugjafar." Svona smábirti hjá mannfólkinu á þessari öld. Það mun hafa verið 1924 sem foreldrar mínir gengu í hjónaband og hófu búskap á Króki í Biskupstungum. Faðir minn var Egill Egilsson frá Galtalæk, fædd- ur á Þverá á Síðu í Vestur-Skafta- fellssýslu, hann var Skaftfellingur í báðar ættir. Árið 1899 munu for- eldrar hans ásamt mörgu skyldu- liði hafa flust búferlum að austan til Arnessýslu og sest þar að. A Króki vora lítil og léleg húsakynni svo þau neyddust til að bæta þar um, þó af litlum efnum. Og árið eft- ir skall þessi margumtalaða al- heimskreppa á og allar afurðir hríðféllu í verði. Þetta varð mörgu búandi fólki erfiður baggi, og svo var um foreldra mína. Bömin fæddust eitt af öðra, gestagangur var afar mikill, því þarna var lög- ferja yfir Tungufljót; móðir mín minntist þess oft hvað það hefði verið mikil kvöð og aukaáíag að sjá um ferjuna, sama hvernig á stóð, alltaf þurfti að svara ferjukallinu. Þau vora afar gestrisin bæði, svo mikils þurfti við, og oft vaknaði barnahópurinn með kleinulykt í nefinu, eða flatkökuilm, þá var hún að baka. Mér er í fersku minni hvað móðir mín reyndi að gleðja okkur börnin sín um jólin; hún saumaði á okkur falleg föt, því hún var bráðlagin við það, og gaf okkur jólagjafir, þó ekki væri nema nýja flík á tuskudúkkuna með sellúítt- hausinn sem kallað var, og ég efa stórlega að börn séu ánægðari með jólagjafaflóðið nú til dags en við voram þá með það litla sem við fengum. Hafðu hjartans þökk, mamma mín, fyrir bemskujólin mín. Að eiga góða og kærleiksríka foreldra er sannarlega guðs gjöf sem maður fær aldrei fullþakkað. Mesta sorg sem gekk yfir mitt bemskuheimili var þegar systir mín, Steinunn, elskuleg nítján ára stúlka, fékk mislinga og dó af þeirra völdum. Þá var þungur harmur í móður- og föðurhjarta. Ég trúi því fastlega að nú hafi hún Steinunn systir og faðir minn tekið á móti henni mömmu við komuna yfir landamærin. Þar er birta, frið- ur og kærleikur. í þeirri vissu kveð ég elskulega móður mína með þökk fyrir fómfýsi hennar og ást mér og mínum til handa, fyrir að ala drenginn minn upp og koma hon- um svo vel til manns, og allt sem hún gerði fyrir börnin mín í gegn- um árin. Og ég vil þakka mínum elskulega uppeldisbróður og hans indælu fjölskyldu fyrir það skjól og alla þá umhyggju sem þau sýndu henni í ellinni, að hún skyldi geta eytt ævi- kvöldinu heima á Króki þar sem hún unni öllu svo heitt en árin urðu 75 á Króki. Hafið hjartans þökk og Guðs blessun sé ætíð yfir heimili ykkar. Far þú í friði og blessun alföður sé með þér, mín kæra móðir. Þuríður. Mig langar að minnast ömmu minnar, Þórdísar ívarsdóttur, í fá- einum orðum. Alltaf skortir mann orð þegar einhver nákominn manni fer í ferðalagið, sem allir þurfa að takast á við. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Þessar línur söng Vilhjálmur Vilhjámsson, bróður- sonur hennar ömmu. Þetta vita auðvitað allir, en amma mín hafði orð á því, ekki alls fyrir löngu, að hún héldi að Guð væri búinn að gleyma sér. Það hefur hann öragg- lega ekki gert, því ömmu er ekki hægt að gleyma. Þegar ég var yngri fór ég oft í heimsókn til ömmu á Krók, en þeg- ar aldurinn fór að færast yfir mig, urðu þessar heimsóknir færri. En alltaf þegar ég heimsótti ömmu, eða þegar hún kom í heimsókn í höfuðborgina, áttum við alltaf lang- ar og góðar samræður. Þá töluðum við um lífið og tilverana í sinni breiðustu mynd. Þetta var einstök kona með stórt og mikið hjarta. En ég veit að hún er hvíldinni fegin, og fær núna að hitta dóttur sína sem hún missti unga, manninn sinn, systkini og marga góða vini sem hún hefur þurft að sjá á eftir. Elsku amma, guð blessi minn- ingu þína. Guðjón G. Danielsson. Mig langar með þessum fáu lín- um að kveðja ömmu mína, Þórdísi ívarsdóttur, sem lést 10. júlí síðast- liðinn. Það erfitt er að vera í útlöndum og geta ekki verið með fólkinu sínu á svona erfiðum stundum. Mér finnst ég vera svo langt í burtu. Ég hef verið að hugsa um ömmu síðan ég frétti að hún væri dáin. Ég tal- aði við hana í síma fyrir stuttu og vildi láta hana lofa mér því að við hittumst þegar ég kæmi til Islands um næstu jól. Ekki vildi amma lofa neinu og sagði að margt gæti gerst fram að jólum. Amma mín var mjög hjartahlý og seint gleymi ég ljúfa faðminum hennar. Ég man ennþá hve gott var að kasta sér háskælandi í faðm- inn hennar ömmu þegar hún fann mig. Orsökin var sú að ég, níu ára gömul, fór með rútu í fyrsta sinn ein til afa og ömmu. Ég vissi að ég átti að fara úr rútunni á Tungu fljótsbrú sem ég og gerði en enginn var til að taka á móti mér. Heimir frændi hafði átt að taka mig af rút- unni á Laugarvatni en þar sem þetta var ekki rúta frá Óla Ket þá datt honum ekki í hug að ég væri með. Amma og Heimir höfðu átt erindi til Laugarvatns og þótti til- valið að taka mig þar. Nú vandaðist málið, engin rúta frá Óla Ket og enginn krakki. Þau óku frá Laug- arvatni og upp að Tungufljótsbrú. Á gamla brúsapallinum stóð taskan og rámfatapokinn en enginn krakki. Ég hafði ekki haft vit á að bíða heldur labbaði ég af stað og ég hef alltaf verið ferlega áttavillt og í staðinn fyrir að fara veginn fram í Hverfi þá valdi ég náttúrlega veg- inn í áttina að Einholti. Mér fannst leiðin löng og ekki þekkti ég um- hverfið og vissi svo skyndilega að ég var týnd. Ég settist niður við vegarkantinn og hágrét. Ekki veit ég hversu lengi ég sat þama skælandi en skyndilega heyrði ég í bíl og mikið varð ég fegin þegar ég þekkti bílinn hans Heimis frænda og amma var með honum. Ég henti mér í mjúka fangið á henni ömmu og allt varð samstundis gott. Sumr- in mín í sveitinni urðu sex og ótalin era þau páskafrí og jólafrí sem ég var hjá ömmu á Króki. Sárt þykir mér að hún amma mín sé dáin og að ég fái ekki að hitta hana aftur. Svona er ég nú eigingjörn, auðvitað veit ég að hún var hvíldinni fegin og ég er þakklát að hafa fengið að hafa hana svona lengi. Elsku mamma, pabbi, Palli, Guð- jón, Steini og íjölskylda, Grétar og fjölskylda, Alli og fjölskylda, Jóna og fjölskylda og Heimir, Magga og dætur, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Unna Dan og fjölskylda, Sviþjóð. Amma dó síðastliðinn laugardag, á 99. aldursári. Hún var ein af þeim sem lifðu stórbrotna breytingatíma í íslandssögunni. Á hennar upp- vaxtaráram var ekki komið raf- magn, útvarp, sími og svo ekki sé nú talað um sjónvarp. Henni þótti oft sem ungt fólk, nú á tímum, kynni ekki að meta þau lífsgæði sem það hefði. Sjálf þurfti hún að strita myrkranna á milli á sínum unglingsáram og hafði enga mögu- leika á að menntast. Hún amma mín var þó alls ekki bitur kona og virtist fullkomlega ánægð með lífs- hlaup sitt þegar hún var komin á gamals aldur. Upp úr níræðu var hún þó, í gamni, farin að kvarta undan því að hafa ekki neinn jafn- aldra til þess að ræða við, bara komungt fólk sem var á aldrinum 40-70 ára. Amma var sem betur fer heilsu- hraust alla sína ævi. Ég og maður- inn minn, sem ég kynntist þegar amma var komin undir áttrætt, komum nokkram sinnum í heim- sókn á Krók í Biskupstungum, bæ- inn þar sem amma bjó. Þá uppvart- aði amma okkur með kaffi og bakk- elsi og neitaði að fá nokkra aðstoð frá okkur. „Ég er húsbóndi og þið erað gestir,“ sagði hún glettnis- lega. Eftir kaffidrykkju og kökuát vora svo tekin fram spil. Síðan var spiluð vist þangað til annað okkar hjóna var orðið þreytt og vildi fara heim. Þegar ég flutti til Danmerkur, árið 1995, varð af skiljanlegum ástæðum lítið um heimsóknir mín- ar að Króki í Biskupstungum. Ég hitti ömmu í síðasta skipti um páskana 1998. Við töluðum um allt milli himins og jarðar. Það sem kom mér mest á óvart var hvað amma fylgdist vel með, þá 97 ára gömul. Vissulega töluðum við tals- vert um fortíðina en ég fann vel » hvað hún fylgdist vel með stjórn- málum samtímans. Þar sem ég hafði þá búið í nokkur ár erlendis gat hún frætt mig um marga hluti sem mér fannst ég þurfa að vita. Þá hafði hún amma mjög ákveðnar skoðanir og var óhrædd við að viðra þær. I barnæsku man ég hvað það var notalegt að koma í heimsókn í sveitina til ömmu. Að lokum langar mig til þess að segja stutta sögu af samskiptum okkar. Dag einn þegar ég var sjö ára ákváðu pabbi og mamma að fara í sunnudagsbílferð frá Hveragerði, þar sem við bjugg- um, og að Króki. Þegar þangað var komið tók amma á móti okkur og sagði að kötturinn á bænum hefði gotið fimm kettlingum. Að sjálf- sögðu eyddi ég mestum hluta heimsóknarinnar í að skoða kett- lingana. Þegar ég, systur mínar og foreldrar voram búin að kveðja hana ömmu og komin út í bíl kall- aði amma eitthvað til okkar. Síðan gekk hún að bílnum og opnaði aðra afturhurðina. Hún klappaði mér á vangann og stakk svo einhverju undir peysuna mína. Svo sagði hún: „Gættu hennar vel nafna mín.“ Ég fann hreyfingu undir peysunni og ■ undran mín var mikil þegar ég sá einn kettlinganna í kjöltu minni. Ég leit út um afturráðu bílsins og sá ömmu brosa til mín. Með þessum orðum vil ég kveðja hana ömmu mína sem ég mun ávallt minnast. Dísa María Egilsdóttir. Elsku amma mín, nú ert þú far- in til Guðs og ég trúi því að pabbi hafi tekið á móti þér. Þú sagðir < einu sinni við mig: „Það er aðeins eitt sem við eigum víst í þessu lífi og það er að deyja,“ en samt er það nú svo að alltaf kemur það manni á óvart þegar einhver deyr; svo er einnig nú þó að þú hafir verið orðin 98 ára. Þú sagðir líka við mig ekki fyrir svo löngu síðan að við mættum ekki vera hrygg þegar þú færir, þú værir búin að ljúka þínu og yrðir hvíldinni fegin. Nú þegar komið er að kveðjustund er samt svo erfitt að sleppa þér, mig langar svo að fá þig aftur í stólinn þinn, heyra þig segja: „Náðu nú í kaffi handa okkur, Helga mín,“ fá nammimola með og spjalla við þig. Þú sást alltaf > hvernig mér leið, ef eitthvað lá þungt á mér eða ég var þreytt, þá ræddir þú málin eða sagðir mér að leggja mig í rámið þitt og hvíla mig. Nú er svo tómlegt í herberg- inu þínu og við söknum þín svo mikið. Á sama tíma erum við þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og alla umhyggj- una sem þú sýndir okkur. Þær stundir sem við áttum sam- an lifa í minningunni um þig. Hjartans þakkir fyrir allt, elsku amma, við kveðjum þig með sökn- uði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vimnn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, r hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Þín Helga og fjölskylda. > ÞÓRDÍS ÍVARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.