Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Nýja ofurpillan er sögð
létta mönnum lífið.
Tengsl blóðfitu
og þunglyndis
Medical Tribune News Service
LENGI hefur verið vitað að hátt
blóðfitumagn (kólesteról) eykur
hættu á hjartasjúkdómum, en ný-
leg rannsókn bendir til tengsla á
milli lágrar blóðfitu og alvarlegs
þunglyndis.
Konur á aldrinum 18-27 ára og
með litla blóðfitu reyndust vera
tvisvar sinnum líklegri til að þjást
af þunglyndi en konur í sama ald-
urshópi með í meðallagi mikla eða
of mikla blóðfitu. Edward Suarez,
við geðlæknis- og atferlisfræði-
deild Dukeháskóla í Bandaríkjun-
um, stýrði rannsókninni, og er
greint frá niðurstöðum hennar í
tímaritinu Psychosomatic Med-
icine. Suarez greindi frá því að 27
af þeim 69 konum með litla blóð-
fitu, er rannsakaðar voru, hefðu
sýnt sterka tilhneigingu til þung-
lyndis, en 10 af 52 konum með hátt
fitumagn. Þá voru 24 konur í fyrr-
nefnda hópnum en 11 í þeim síðar-
nefnda líklegri til að þjást af ang-
ist.
veldur áhyggj um
viðskiptavinir, sem ekki hefðu lækn-
isfræðilega þekkingu, hefðu gert sér
fulla grein fyrir öllum þáttum þess
sem þeir hefðu veitt samþykki við.
Ábyrgð framleiðandans
En ef lyfsalinn er talinn ábyrgur og
er gert að greiða sekt, hvers vegna
skyldu þá ekki lyfjaframleiðendurn-
h' sjálfir bera ábyrgð? spyr CNN.
Það ætti ekki að vera svo erfitt fyrir
til dæmis framleiðanda Viagra,
bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer,
að safna upplýsingum um þær vef-
síður þar sem boðið er upp á lyfið
án lyfseðils og krefjast þess að þær
verði teknar niður.
Haft er eftir Andy McCormick,
talsmanni Pfizer, að fyrirtækinu sé
kunnugt um að þær upplýsingar sem
gefa þuifi upp á Netinu til að geta
fengið lyfið séú oft á tíðum ekki stór-
vægilegar. McConnick kvaðst hins
yégar ekki vita til þess að fyrirtækið
hefði farið fram á að Netapótek hætti
sölu á lyfinu. „Við seljum svo að segja
öll okkar lyf til stórra heildsala. I
hverra hendur þau komast frá þeim
getum við í rauninni engu ráðið um.“
Það er ekki einungis í Bandan'kj-
unum sem yfirvöld eru farin að
grípa í taumana. Alþjóðlegt sam-
starf gegn lyfja- og lækningasvindli
á Netinu er í bígerð, að því er
breska ríkisútvarpið, BBC, greindi
frá. Bresk samkeppnisyfirvöld hafa
athugað ýmsar heimasíður á netinu
og látið fjarlægja nokkrar þeirra.
Segulmagnaðar hálsfestar
David Sibbert, fulltrúi samkeppnis-
yfirvalda, tjáði BBC að það væri al-
gengt að vafasamar fullyrðingar
væru settar fram á Netinu. TU dæm-
is hefði komið í ljós að seljendur seg-
ulmagnaðra armbanda og hálsfesta
gátu ekki sýnt fram á sannleiksgildi
fullyrðinga sinna um að þær linuðu
sársauka. Víðtækari kannanh', sem
náð hafa til fleiri sviða en læknis- og
lyfjafræðUegra, hafa verið gerðar og
niðurstöður leitt í ljós að á Netinu
eru gefnar vUlandi upplýsingai',
rangt verð, ósanngjöm samnings-
skUyrði, auk ólöglegra fullyrðinga
um lyf. BBC hefrn- eftir Sibbert að
eina leiðin tU að ná tökum á þessu sé
að gera alþjólegt átak.
Bandarísk samkeppnisyfirvöld
hafa einnig beitt sér í málinu, og
nefnt fjögur fyrirtæki sem hafi veitt
blekkjandi og órökstuddar upplýs-
ingar á heimasíðum. Lofað sé
kraftaverkalækningum á banvæn-
um sjúkdómum á borð við krabba-
mein og alnæmi. Jodie Bernstein,
framkvæmdastjóri neytendavemd-
ar samkeppnisyfirvalda, sagði að
dauðveiku fólki væri sérstaklega
hætt við að falla fyrir loforðum um
kraftaverk, og að heimasíðum sem
þessum færi fjölgandi.
Góð nærvera
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
EITT af því sem meta þarf við at-
hugun á geðrænu ástandi og and-
Iegum þroska einstaklings em geð-
tengsl hans við annað fólk. Þetta er
einn mikilvægasti mælikvarðinn á
andlega heilbrigði og endurspeglar
tilfinningalegan og félagslegan
þroska hans. Stundum er einfald-
lega talað um hvernig „kontakt"
hann myndar. Á betra máli mætti
spyrja hvernig nærvera hann hefur.
Geðtengsl einstaklings sem meta
má af nærveru hans er nokkuð sem
erfitt er að mæla. Það er að veru-
legu leyti huglægt mat, tilfinning
sem við fáum fyrir viðkomandi ein-
staklingi. Að því leyti er sálfræðing-
urinn ekki alltaf hæfastur til að
meta slíkt, nema að svo miklu leyti
sem hann gerir sér grein fyrir hvað
tilfinning gagnvart öðra fólki skipt-
ir miklu máli. Sálfræðingar, eins og
aðrir fræðimenn, vilja síður treysta
á tilfinningu sína, en styðjast frem-
ur við haldbærar og hlutlægar vis-
bendingar, sem hægt er að skil-
greina, í fari viðkomandi einstak-
lings. Með reynslu sinni við að meta
fólk komast þeir þó oft að þeirri
niðurstöðu að tilfinningin er ólygn-
asti mælikvarðinn á hvern mann
viðmælandi hans hefur að geyma,
hvort sem það er sjúklingur undir
athugun eða hver annar sem við
eigum samskipti við. Góðir mann-
þekkjarar, hvort sem þeir era sál-
fræðingar eða ekki, reiða sig á
þessa tilfinningu gagnvart öðra
fólki og finna hvers eðlis nærvera
þess er.
I kenningum sálkönnunar er
fjallað um þróun geðtengsla og þar
með hvernig lagður er grunnur að
tilfinningaþroska barnsins. I fyi'stu
eru geðtengsl barnsins lítil sem
engin. Engin eiginleg tilfinninga-
tengsl hafa myndast við aðra
manneskju. Það er einhverft og
kann hvorki að gefa né þiggja af
tilfinningum. Fyrir kemur að börn
staðni á þessu þroskaskeiði og ná
Tilfinninga-
tengsl
ekki að mynda geðtengsl við aðra
né eiga við þá tjáskipti. Þau lifa í
eigin hugarheimi. Þetta er nefnd
barnaeinhverfa (infantile autism-
us). Þetta eru um margt svipuð
einkenni og verða hjá fullorðnum
með langvarandi geðklofa. Sumir
vilja líta á geðklofa sem afturhvarf
til frumstigs geðtengsla. Smám
saman lærir barnið að þiggja af
öðrum, sérstaklega þeim nánustu
sem sinna því mest. Það notfærir
sér þá á tillitslausan hátt, en kann
ekki að gefa af sjálfu sér. Það er
byrjað að árétta eigin vilja og kröf-
ur, hefur lært að segja nei, sem
það notar óspart, og samskipti við
foreldra einkennast af þrjósku.
Þetta er einkennandi fyrir börn á
aldrinum l-3ja ára og er stundum
nefnt þrjóskuskeiðið. Ef tilfinn-
ingaþroski staðnar að einhverju
leyti á þessu stigi getur það komið
fram í skapgerðartruflunum síðar
meir. I eðlilegum og nánum sam-
skiptum komast flest börn á það
stig í tilfinningaþroska að geta
myndað gagnkvæm geðtengsl við
aðra, fyrst við sína nánustu og síð-
an við annað fólk. Þar með hefur
verið lagður gi'unnurinn að tilfinn-
ingalífi barnsins, geðtengslum þess
við aðra og félagslegum samskipt-
um.
Oft má ráða tilfinningaþroska af
sögu einstaklingsins, atlæti hans í
bernsku og samskiptum hans við
aðra í lífinu, t.d. hversu varanleg
tilfinningatengsl hann myndar við
fjölskyldu sína, maka eða vini.
Þetta eru þó ekki einhlítir mæli-
kvarðar á geðtengsl. Nærvera hans
gefur því oft mikilvægari upplýs-
ingar um tilfinningaþroska hans. í
geðveiki getur nærvera sjúklings-
ins stundum verið afgerandi mæli-
kvarði á hvers eðlis geðveiki hans
er. I bráðri geðveiki eru einkennin
ákaflega svipuð hvort heldur sem
er geðklofi, geðhvarfasýki eða önn-
ur bráð geðveiki. Geðtengsl geð-
klofans einkennast fremur af sam-
bandsleysi, en hinir halda hæfileik-
anum til að mynda tilfinningasam-
band oftast óskertum. Nærvera
hinna síðarnefndu er oftast mun
sterkari. Einföld athöfn eins og
handtak getur verið góður mæli-
kvarði á nærveruna. Laust og
ópersónulegt handtak mundi frem-
ur einkenna geðklofasjúklinginn,
en þétt handtak gæfi vísbendingu
um að geðtengslin séu óskert og
benda þá til þess að geðveikin sé af
öðrum toga. Þótt ekki sé um sjúk-
linga að ræða segir nærvera þeirra
okkur heilmikið um tilfinningalíf
þeirra og hvern mann þeir hafa að
geyma. Þetta þekkjum við öll í
samskiptum okkar við fólk. Sumir
virðast í litlum tengslum. Þeir eru
eins og dauðir hlutir og við finnum
stundum að við dettum úr sam-
bandi við þá og förum að hugsa um
eitthvað annað, þótt þeir sitji hjá
okkur, jafnvel í einhverjum sam-
ræðum. Aðrir eru ágengir í nær-
veru sinni, kröfuharðir um athygli,
og við finnum fyrir óþægilegri ná-
vist þeirra. Enn aðrir hafa góða
nærveru og okkur líður vel í návist
þeirra, jafnvel þótt lítið sé sagt.
Þeir sem hafa slíka góða nærveru
hafa hæfileika til að gefa af sjálfum
sér án þess að krefjast einhvers á
móti, og slíkt ber oftast vott um til-
finningalegan og félagslegan
þroska.
• Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur á lljartn. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukknn 10 og 17 ísíma
5691100 og bréfum eða símbréfum
merkttVikulok, Fnx:5691222. Enn-
fremur símbréf merkt:Gylíi Ás-
mundsson, Fax:5601720.
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 31
Nýtt of-
urlyf?
The Daily Telegraph.
PILLÁ sem auðveldar manni að
léttast, dregur úr löngun í sígarett-
ur og vinnur gegn þunglyndi.
Hljómar þetta ekki of vel til að
geta verið satt? Engu að síður
benda niðurstöður rannsókna til
þess, að þunglyndislyf kunni að
geta haft alla þessa virkni.
Þessi undraverðu áhrif lyfsins
uppgötvuðust með svipuðum hætti
og áhrif Viagra - sem var upphaf-
lega hannað sem hjartalyf en er nú
notað gegn getuleysi - lyfið var
hugsað sem meðferð gegn einum
sjúkdómi en reyndist óvænt hafa
jákvæða aukaverkan, og það fleiri
en eina.
Lyfið sem um er að ræða er bu-
propion hydrochloride, og fékkst
fyrst leyfi fyrh' því 1996 í Banda-
ríkjunum sem þunglyndislyfi undir
vöruheitinu Wellbutrin. Það átti
vinsældir sínar að þakka því, að
það hafði ekki áhrif á kyngetu, en
sum þunglyndislyf hafa þá auka-
verkan að draga úr þeirri getu.
Minni löngnn í sígarettu
Við prófanir kom í ljós fyrir til-
viljun að fólk sem tók pilluna átti
auðveldara með að hætta að
reykja. Það sagðist eiga léttara
með að ráða við löngunina í sígar-
ettur. Framleiðandi lyfsins, Glaxo
Wellcome, dreif í að prófa sérstak-
lega hvort lyfið auðveldaði fólki að
hætta að reykja.
Prófunin fór þannig fram, að 893
reykingamenn, sem reyktu að
minnsta kosti 15 sígarettur á dag,
tóku einn kost af fjóram; bu-
propion, gervilyf, nikótínplástur
eða bæði nikótínplástur og bu-
propion. I ljós kom að lyfið gerði
fólki helmingi auðveldara um vik
að hætta reykingum.
Eftir ár höfðu 35,5% þeirra sem
notuðu bæði lyfið og plástur hætt
að reykja; 30,3% þeirra sem tóku
einungis lyfið; 16,4% þeirra sem
notuðu einungis plástur og 15,6%
þeirra sem tóku gervilyfið. Bu-
propion er nú selt í Bandaríkjunum
og Kanada sem hjálp við að hætta
reykingum, og verður söluleyfi fyr-
ir það væntanlega veitt í Evrópu
innan skamms.
Urðu fyrr saddar
Virkni lyfsins gegn offitu kom
einnig í ljós fyrir tilviljun. Hópi
kvenna, sem var í meðferð við
offitu í rannsóknarstofnun í geð-
læknisfræði við Dukeháskóla í
Bandaríkjunum, var gefið Well-
butrin við vægu þunglyndi. í ljós
kom, að þessar konur léttust meira
en konur sem ekki tóku lyfíð.
Frekari tilraunir þóttu staðfesta
að lyfið hefði þessi áhrif. Sagði
rannsakandinn að konunum, sem
tóku lyfið, þætti þær verða saddar
af minna magni af mat. Enn víð-
tækaiá tilraunir eru í farvatninu,
en framleiðandi lyfsins er fáorður
um þetta nýjasta afrek þess. Ekki
hefur verið veitt leyfi til að vísa á
lyfið við offitu.
Ekki er alveg ljóst hvernig lyfíð
hefur þessi aukaáhrif. Vitað er, að
það virkar á taugaboðefnið
dópamín í heilanum.
Ný sending af glæsilegum
amerískum rafm.nuddpottum.
Nokkrir pottar á 410 þús. stgr.
Stærð ca 2x2 m, 1100 Itr.
Engar lagnir, nema rafmagn. Loftnudd,
vatnsnudd og blandað nudd.
Lofthreinsikerfi. Einangrunarlok.
Vetraryfirbreiðsla. Rauðviðargrind.
Lægsta verð á iandinu á
sambærilegum pottum.
Sýningarsalur opinn alla daga.
VESTAN ehf.,
Auðbrekku 23, 200 Kópavogi,
sími 554 6171, fars. 898 4154.
Guðmundur Rafn
Geirdal
skólastjóri og félagsfræðingur
Eins og fram kom í frétt Morgun-
blaðsins sl. miðvikudag hlaut
skóli minn, Nuddskóli Guðmund-
ar, viðurkenningu menntamála-
ráðuneytisins sem einkaskóli á
framhaldsskólastigi. Þaðþýðirað
hann er opinberlega viðurkennd-
ur. Þetta er fyrsti skólinn á sviði
heilbrigðis og/eða heilsuræktar
sem fær slíka viðurkenningu;
einnig fyrsti nuddskólinn.
Vagnhöfða 17
112 Reykjavík
3 Sími: 587 2222
h Fax: 587 2223
Geriö verðsamanburð
JCi Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
TEKJUR FRA ENGLAIMDI
islendingar í Englandi að
markaðssetja nýja vöru.
Frábært markaðslierli. Uíltu vita meira?
Upplýsingar i sima 0044115 989 0030.
Til sölu parhús í Hafnarfirði
I Setbergshverfi á tveimur
hæðum með innbyggðum
bílskúr, alls 237 fm.
Stórar stofur, 4 svefnher-
bergi. Glæsilegt eldhús og
baðherbergi. Stórar svalir
og stór fallegur garður.
Laus um miðjan ágúst.
Verð 19,7 tnillj.
Upplýsingar í síma 565 4708 og 869 4123