Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ KARLAFRÆÐIN vöktu sterk viðbrögð. Hér má sjá fyrirlesarana Knut Kolnar og Uta Klein. LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 4J Líföndunnr Að anda er að lifa ^ Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 24. og 25. júlí - undir berum himni. Líföndun í vatni helgina 7. og 8. ágúst. Ef við njótum ekki sumarsins finnst okkur það hafa liðið fyrr en varði. Að anda til fulls er að njóta til fulls. Líföndun er leið til að losa um gamalt og opna fyrir nýtt. Dragðu djúpt andann og andaðu að þér sumrinu. Guðrún Arnalds. símar 551 8439 og 896 2396 Hvert andartak skiptir máli. og ungar stúlkur til að reyna að sjá sér farborða með vændi. Pá er oft stutt í ofbeldi, kynsjúkdóma, eitur- lyf, brennivín, melludólga og mafí- ur. Kvennasamtökin hafa skorið upp herör og eru að reyna að koma vændiskonum til aðstoðar auk þess að fá stjómvöld til að grípa til að- gerða. Finnsk stjómvöld hafa sett lög sem heimila landamæravörðum að senda konur til baka sé ástæða til að halda að þær ætli sér að stunda vændi. Framvarp til laga um bann við ofbeldi gegn konum hefur velkst um í Dúmunni í Rússlandi í fimm ár án þess að fá lokaaf- greiðslu, en konur þar þrýsta á um úrbætur. í Svíþjóð vora samþykkt ný lög á síðasta ári um rétt kvenna til að lifa án ofbeldis sem m.a. ná til vændis og gera kaup á þjónustu vændis- konu refsiverð. Sænsku konumar lýstu mikilli ánægju með lögin en þau era umdeild og sagt er að vændið hafi horfið undir yfirborð jarðar. Víða um heim er barist fyrir því að gera vændi og klám löglegt undir þeim formerkjum að það þýði ekkert að berjast gegn þessu aldagamla athæfi og að það sé verið að takmarka rétt einstaklinganna með slíkum bönnum. Það er m.a. rætt um að fá fordæmingu á vændi út úr samþykktum Sameinuðu þjóð- anna. Kona frá Ástralíu sagði frá því að þar í landi væri vændi og klám löglegt enda blómstraði þessi iðnaður óhugnanlega. Klám- og vændisiðnaðurinn veltir gríðarleg- um peningum, en hann er nátengd- ur glæpum eins og misnotkun á bömum, ránum á börnum og kon- um, sem og morðum í kjölfar kyn- ferðisofbeldis. Konurnar á fundin- um vora eindregið þeirrar skoðunar að það þyrfti að stórherða barátt- una gegn vændi, klámi og kynferð- isofbeldi. Það ætti enginn karlmað- ur að geta keypt konu og konur ættu rétt á lífi án ofbeldis. Sagan má ekki gleymast Síðasta efnið sem ég ætla að segja frá snertir starf kvenna- hreyfinga, en sá stórskemmtilegi fundur sem ég sótti um það efni fjallaði um hættuna á því að saga kvenna gleymdist og tíndist enn einu sinni, eða yrði rangtúlkuð. A þennan fund voru mættar kempur sem staðið hafa í eldlínunni um áratugaskeið. Fundinum stjórnaði Pauline Bart frá Bandaríkjunum. Hún byrjaði á að segja frá því að hún þekkti ekki þær lýsingar sem nú gæfi að lesa um kvennahreyf- ingar sjöunda og áttunda áratugar- ins og að þær væra ómaklega gagnrýndar úr ýmsum áttum. Sagt væri að frumherjarnir hefðu verið á móti kynlífi, kynþáttahatarar, borgaralegar o.s.frv. Sjálf vissi hún ekki betur en að hún hefði verið til vandræða hvar sem hún hefði verið vegna skoðana sinna og skrifa. Ef eitthvað væri hefði kvennahreyfing þessara ára verið uppreisnargjörn og ögrandi í gagnrýni sinni á valda- stofnanir. Hver barðist fyrir frelsi í ástum og kynlífí ef ekki þær? Nú væri búið að koma kvennabarátt- unni fyrir innan veggja stofnana. Feministar hefðu hins vegar ekki skráð sögu sína í þeim mæli sem nauðsynlegt hefði verið. Sagnfræðingurinn Joanne Hammer sagði frá því hve nauð- synlegt væri að standa vörð um heimildirnar, safna þeim og koma á öruggan stað. Konur í Bretlandi hefðu áttað sig vel á þessu þegar til stóð að dreifa safni úr fórum einn- ar af frumkvöðlum gömlu kvenrétt- indahreyfingarinnar. Þær risu upp safninu til varnar og tókst að finna lausn, ella hefðu miklar heimildir farið á flakk. Berit Ás hin norska sagði að það væri sín reynsla að konum gengi afar illa að fá peninga til nokkurs skapaðs hlutar, ekki síst til þess að skrifa sögu kvenna. Ef sagan væri ekki skráð og það fljótt vildi hún gleymast. Hún tók sem dæmi að þegar umræðan um friðarmál stóð sem hæst um 1980 hóf hún að leita að heimildum um friðarbaráttu kvenna í fyrri heims- styrjöldinni. Þá var mikið andóf gegn tilgangslausum mannfórnum og boðuðu konur meðal annars til heimsráðstefnu sem haldin var í Haag árið 1915. Þar var gerð sam- þykkt sem Wilson Bandaríkjafor- seti studdist að hluta til við í friðar- samningunum 1919. Þess má geta að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var boðið til þessa fundar en hún átti ekki heimangengt. Berit Ás sagði að afar illa hefði gengið að finna heimildir, lítið sem ekkert hefði verið skráð um þessa merku friðar- baráttu. Hún tók annað dæmi af sjálfri sér og sagði sögu sem gerð- ist um 1980 af því hvemig yrði stundum að beita brögðum í bar- áttunni. Um 400 norskar konur höfðu myndað leynilegt stuðnings- net til að reyna að styðja konur hvar sem það var hægt. Berit Ás sat á þingi og var að berjast fyrir breytingu á stjómarskránni þannig að kveðið væri á um jafna tölu karla og kvenna í öllum nefndum og ráðum ríkisins. Hún frétti af því að bæði þingmenn og fjölmiðlar ætluðu algjörlega að hunsa umræð- una og láta ekki sjá sig, sem sagt að þegja málið í hel. Hún brá á það ráð að hringja í kunningja sína hjá danska útvarpinu og sænska sjón- varpinu og bað þá að hringja í þingið og norska fjölmiðla til að forvitnast um hvenær þessi stór- merka tillaga yrði á dagskrá, það stæði nefnilega til að senda frétta- menn, gott ef það yrði ekki bein út- sending. Við þetta brá bæði þing- mönnum og fréttamönnum í brún, ekki síst þegar þeir áttuðu sig á að öðrum en þeim fannst málið for- vitnilegt og að Berit Ás gat talað í allt að tvær klukkustundir og bað- að sig í sviðsljósinu. Á tilsettum tíma voru allir þingmenn mættir, sem og norskir fjölmiðlar ásamt dönskum og sænskum. Á áhorf- endabekkjum voru kennslukonur sem tilheyrðu stuðningsnetinu með heilu bekkina auk annarra stuðn- ingsmanna. Tillagan sem átti að þaga í hel fékk því mikla athygli. Það hefur ekki verið skrifað orð um þetta mál, sagði Berit Ás, nú veit enginn hvaða brögðum við urð- um að beita. Þessar margreyndu konur voru gagnrýnar á þá hugtakanotkun sem nú hefur ratt sér til rúms, t.d. það að hætta að tala um kvenna- fræði og ræða um kynjafræði í staðinn. Hættan væri sú að konur yrðu enn einu sinni þurrkaðar út af blöðum sögunnar. Kraftur í kvennafræðunum Hér læt ég staðar numið en frá mörgu fleiru er að segja. Eg hlust- aði á fyrirlestra um nýja nálgun á móðurhlutverkinu, þróun fjölskyld- unnar, hugmyndir Knut Hamsun um konur, greiningu á viðtölum við 100 íranskar konur þar sem tvær baráttukonur úr flokki Khomenis erkiklerks vora skoðaðar sérstak- lega. Fyrirlestur heyrði ég um samanburð á þróun skóla í Noregi og á Nýja-Sjálandi, hlutverk kvenna í umhverfisvemd, að ógleymdum fyrirlestri Agnete St- ark um nýja nálgun í skilningi á því hver er háður hverjum í velferðar- kerfum Norðurlanda. Svo var allt hitt sem ég komst ekki yfir. Norð- urlandaráð var með viðamikla kynningu, rætt var um reynsluna af samþættingarstefnu stjórnvalda og jafnréttisráðherrar Norðurland- anna eða fulltrúar þeirra mættu til umræðu um jafnrétti á Norður- löndum. Til hliðar við alla fundina og fyrirlestrana var heilmikil menningardagskrá með tónleikum, kvikmyndum og myndlistarsýning- um. Nokkrar íslenskar fræðikonur áttu erindi á ráðstefnunni, þær Lilja Mósesdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir, Hulda Proppé og Stefanía Traustadóttir. Sigríður Lillý Baldursdóttir tók þátt í um- ræðum ráðherranna fyrir Islands hönd. Ég heyrði margt athyglisvert í Tromsö. Viðfangsefni kvenna /kynjarannsókna eru ótrúlega fjöl- breytt og rannsóknaraðferðir af ýmsu tagi. Það er vinsælt að skoða einstaklinga, eða að taka tvær kon- ur út úr stórum hópi og greina þær út frá ákveðnum forsendum, án þess þó að alhæfa neitt um hópinn. Ég sannfærðist um að það er kraft- ur bæði í fræðunum og kvennabar- áttunni, þótt mörgum finnist hægt ganga. Það eru ærin verk að vinna við að kanna og skýra stöðu kvenna og karla á öllum tímum, að ekki sé minnst á það verkefni að bæta stöðu kvenna um allan heim og skapa þeim aðstæður þannig að þær geti sjálfar valið Iífi sínu far- veg. Höfundur er sagnfræðingur. María býður ímat Gráðaostafylltar lambalundir María B. Leifsdóttir fþróttakennari í World Class tók sér £rí frá körfu- boltanum og hjólakennslunni um daginn og bauð nokkrum hressum stelpum í mat. Maturinn var frábær og áströlsku vinkonu hennar Maríu fannst fslenska lambakjötið alveg einstakt. A/i,,:' Gestgjajinn: María blöndunni komiðfyrir inni Cþeim. Lundimar em kryddaðar með pipar og viUijurtum og snðggsteiktar ápönnuC ólCfuolCu. Bcráfram með sveppasósu, ofnbökuðum kartöjlum og grísku salati. Sósa: skerið sveppirm C teninga og steiHð C smjörinu. Bætið svo hinu við eins og það kemur fyrir C upptalningunni; rjómanum rétt áður en sósan er borin fram. Gotl er að láta sósuna malla lengi. Ofhbakaðar kartöflur; Notið stórar bökunar- kartöjlur. Skerið 2-3 rákir Cþœr og steikið C ofninum C1 1/2 klsl. (ekki C álpappCr). Sósa C kartöjlumar: Brœðið 2 lauf af gráðaosti C1 pcla af tjóma. Urœrtð vel og kœlið. GrCskt salat: Skrautkál, jöklasalal, agúrka, tón fetaoslur C kryddolCu, sólþurrkaðir tómatar C olCu og s Uppskriftin er fyrir 6 manns 1200 g lambalundir 2 lauf gráðaoslur 10-15 hvftlauksrif f kryddolfu nfmaíaður svartur pipar íslenskar villijurtir (Pottagaldrar) 300 g ferskir sveppir 1 msk. smjör 700 ml vatn 2 msk. Oskar lambakraftur 1 msk. gráðaostur skvetta af sérrí sósujafnari rjómi eftir smekk svartur pipar kjöt- og grillkrydd Rauðvín: Torres Gran Coronas Gestimir: María, ElCn, Sigga, Daddý, Sheridan og Kristín. ISLENSKIR SAUÐFJARBÆNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.