Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Steingrímur MOSELDALURINN er eitt þekktasta vínræktarhérað Þýskalands. Hvað háir Þjóðverjum? Þrátt fyrir að Þýskaland hafí mikla sérstöðu sem vínræktarland og framleiði einhver bestu hvítvín Evrópu hefur Þýska- land átt undir högg að sækja á síðustu árum. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér hvers vegna ímynd þýskra vína er ekki betri en hún er. HVAÐ er það fyrsta sem flestum dettur í hug þeg- ar þýsk vín eru nefnd? Þýskir vínframleiðendur kysu helst að hin einstöku gæðavín þeh-ra kæmu fyrst upp í huga neyt- enda. Að menn myndu tengja Þýska- land við léttleika og ferskleika. Lík- lega eru hins vegar meiri líkur á að flestir myndu nefna sætu, ógeðfelldu liebfraumilch- vínin eða annað þýskt gutl í sætara kantinum. Þýskir framleið- endur hafa hagnast vel á sölu slíkra vína en jafnframt eyðilagt ímynd Þýskalands sem upprunaland gæða- vína í hugum fjölmargra neytenda um allan heim. Þessu hefur þýski víniðnaðurinn verið að reyna að breyta á síðustu árum en því starfí miðar hægt. Helsta gersemin Þýskaland er svo sannarlega heill- andi vinræktarland. Hver sá sem ferðast hefur um Móseldalinn eða Rínardalinn getur borið vitni um það að ekki sé minnst á hinar grænu hæðir Kaiserstuhl í Baden, þaðan sem bestu rauðvín Þýskalands koma (jú, þau eru til). Helsta gersemi þýskrar vínframleiðsla er Riesling- þrúgan, sem að margra mati er besta hvítvínsþrúga veraldar. Karaktermeiri en Chardonnay, fín- legri en Gewurztraminer, fágaðri en Sauvignon Blanc. A síðustu öld voi’u þýsk vín þau eft- irsóttustu sem til voru og seldust bestu vín Johannisberg, Rudesheim og Bernkastel jafnvel á hærra verði en vín Chateau Lafíte og annarra þekkta víngerðarhúsa Bordeaux á uppboðum Christie’s í London. Þýsk vin voru nær undantekningarlaust þurr á þessum tíma ef frá eru talin bestu Auslese- og Spátlese-vínin, þ.e. vín framleidd úr þrúgum er tíndar voru seint um haustið. Nöfn þýskra vína og merkingar á flöskum voru að sama skapi yfirleitt tiltölulega einiold. Sú hefur hins vegar því miður ekki verið raunin á síðustu árum. Frum- skógur þýskra vinskilgreininga hefur orðið þéttari og þéttari og neytendur, jafnvel þeir þýsku, löngu hættir að vera með á nótunum. Þá færðist það í vöxt á eftirstríðsárunum að framleið- endur skildu eftir sætu í vínunum og lögðu áherslu á sætari stíl (halbtroc- ken) í stað þurru vínanna (troeken) sem fram að því höfðu verið allsráð- andi og voru það áfram í Elsass, Frakklandsmegin við Rín. Gæði og sérstaða skiptu stöðugt minna máli en magn og lágt verð stöðugt meira máli. Hámarki náði þessi þróun á fyrri hluta síðasta áratugar þegar liebfraumilch-vínin voru í forystu ódýrra neysluvína í flestum ríkjum austanhafs og vestan. Síðan gerðist hins vegar hið óhjákvæmilega, smekkur neytenda breyttist. Skyndi- lega urðu neytendur afhuga sætum hvítvínum og sóttu í stöðugt ríkari mæli í þurr, ávaxtarík og eikuð vín frá nýja heiminum, Astral- íu og Kaliforníu. Það var allt í einu ekki lengur sjálf- sagt að bjóða fólki upp á flösku af þýsku víni, þess í stað var líklegra að gestir myndu líta á slíkt sem örgustu móðgun. Svipuð þróun átti sér stað hér og annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Sætu, þýsku vínin urðu að víkja fyrir annarri fram- leiðslu. Og rétt eins og annars staðar hefur þýska gæðaframleiðslan ekki náða ryðja sér til rúms. Þegar verð- listi áfengisverslunarinnar er skoðað- ur kemur í ljós að öll þýsku vínin á að- allistanum eru í sætari kantinum, í besta falli hálfsæt. Hægt er að nálgast þokkaleg þýsk vin í gegnum sérpönt- un en þau eru ekki mörg og tiltölulega dýr. Þýsk vín virðast ekki heldur eiga upp á pallborðið hjá flestum veitinga- stöðum og líklega ræður þar mestu lítil eftirspurn. Samt eiga fá vín lík- lega betm- við sjávarfangið okkar. Velti menn því fyrir sér hvenær þeir smökkuðu þýskt vín síðast eða hvenær þeir veittu gestum þýskan Riesling kæmi líklega í flestum tilvik- um í ljós að ansi langt er um liðið. Aldrei betri Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög sárt að sjá þessa þróun. Það er ekki einungis nokkurra ára búseta í Móseldalnum sem hefur sannfært mig um ágæti þýskra vína. Eftir því sem maður smakkar fleiri bragðgóð en persónuleikasnauð Chai’donnay-vín verður manni æ ljósara hvílíkur fjársjóður þýsku Riesling-vínin eru. Það er líklega stærsta tromp Þjóðverja að þeir hafí staðið gegn framrás Chardonnay, Cabernet Sauvignon og Merlot á vín- ekrum sínum. I stað þess að bjóða upp á hið sama og allir aðrir geta þeir boðið upp á einstaka vöru. Fáir gera sér betur grein fyrir ímyndar- vanda þýskra vína en þýskir vínfram- leiðendur. Það hafa verið ritaðar ótelj- andi greinar, fluttir fjölmargir fyrir- lestrar og gerðar kannanir á þessu máli. Þeir hafa líka flestir verið að bæta framleiðslu sína og líklega hafa þýsk vín aldrei verið betri en í dag. Vonandi áttar umheimurinn sig bráð- um á því þannig að ást á þýskum vín- um hætti að vera sérviska. Sælkerinn LAUGARDAGUR 17. JULI 1999 Mónu buffalóbitai 170 g w Opið sunnudaga frá 12-17 Atttaf von á góðu! Iiú koiíMTtnfnífrhJ A. \ 'T Mf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.