Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Steingrímur
MOSELDALURINN er eitt þekktasta vínræktarhérað Þýskalands.
Hvað háir
Þjóðverjum?
Þrátt fyrir að Þýskaland hafí mikla
sérstöðu sem vínræktarland og framleiði
einhver bestu hvítvín Evrópu hefur Þýska-
land átt undir högg að sækja á síðustu
árum. Steingrímur Sigurgeirsson veltir
fyrir sér hvers vegna ímynd þýskra vína
er ekki betri en hún er.
HVAÐ er það fyrsta sem
flestum dettur í hug þeg-
ar þýsk vín eru nefnd?
Þýskir vínframleiðendur
kysu helst að hin einstöku gæðavín
þeh-ra kæmu fyrst upp í huga neyt-
enda. Að menn myndu tengja Þýska-
land við léttleika og ferskleika. Lík-
lega eru hins vegar meiri líkur á að
flestir myndu nefna sætu,
ógeðfelldu liebfraumilch-
vínin eða annað þýskt gutl
í sætara kantinum. Þýskir framleið-
endur hafa hagnast vel á sölu slíkra
vína en jafnframt eyðilagt ímynd
Þýskalands sem upprunaland gæða-
vína í hugum fjölmargra neytenda
um allan heim. Þessu hefur þýski
víniðnaðurinn verið að reyna að
breyta á síðustu árum en því starfí
miðar hægt.
Helsta gersemin
Þýskaland er svo sannarlega heill-
andi vinræktarland. Hver sá sem
ferðast hefur um Móseldalinn eða
Rínardalinn getur borið vitni um það
að ekki sé minnst á hinar grænu
hæðir Kaiserstuhl í Baden, þaðan
sem bestu rauðvín Þýskalands koma
(jú, þau eru til). Helsta gersemi
þýskrar vínframleiðsla er Riesling-
þrúgan, sem að margra mati er
besta hvítvínsþrúga veraldar.
Karaktermeiri en Chardonnay, fín-
legri en Gewurztraminer, fágaðri en
Sauvignon Blanc.
A síðustu öld voi’u þýsk vín þau eft-
irsóttustu sem til voru og seldust
bestu vín Johannisberg, Rudesheim
og Bernkastel jafnvel á hærra verði
en vín Chateau Lafíte og annarra
þekkta víngerðarhúsa Bordeaux á
uppboðum Christie’s í London. Þýsk
vin voru nær undantekningarlaust
þurr á þessum tíma ef frá eru talin
bestu Auslese- og Spátlese-vínin, þ.e.
vín framleidd úr þrúgum er tíndar
voru seint um haustið. Nöfn þýskra
vína og merkingar á flöskum voru að
sama skapi yfirleitt tiltölulega einiold.
Sú hefur hins vegar því miður ekki
verið raunin á síðustu árum. Frum-
skógur þýskra vinskilgreininga hefur
orðið þéttari og þéttari og neytendur,
jafnvel þeir þýsku, löngu hættir að
vera með á nótunum. Þá færðist það í
vöxt á eftirstríðsárunum að framleið-
endur skildu eftir sætu í vínunum og
lögðu áherslu á sætari stíl (halbtroc-
ken) í stað þurru vínanna (troeken)
sem fram að því höfðu verið allsráð-
andi og voru það áfram í Elsass,
Frakklandsmegin við Rín. Gæði og
sérstaða skiptu stöðugt minna máli en
magn og lágt verð stöðugt meira máli.
Hámarki náði þessi þróun á fyrri
hluta síðasta áratugar þegar
liebfraumilch-vínin voru í forystu
ódýrra neysluvína í flestum ríkjum
austanhafs og vestan. Síðan gerðist
hins vegar hið óhjákvæmilega,
smekkur neytenda breyttist. Skyndi-
lega urðu neytendur afhuga sætum
hvítvínum og sóttu í stöðugt ríkari
mæli í þurr, ávaxtarík og eikuð vín
frá nýja heiminum, Astral-
íu og Kaliforníu. Það var
allt í einu ekki lengur sjálf-
sagt að bjóða fólki upp á flösku af
þýsku víni, þess í stað var líklegra að
gestir myndu líta á slíkt sem örgustu
móðgun. Svipuð þróun átti sér stað
hér og annars staðar í Evrópu og í
Bandaríkjunum. Sætu, þýsku vínin
urðu að víkja fyrir annarri fram-
leiðslu. Og rétt eins og annars staðar
hefur þýska gæðaframleiðslan ekki
náða ryðja sér til rúms. Þegar verð-
listi áfengisverslunarinnar er skoðað-
ur kemur í ljós að öll þýsku vínin á að-
allistanum eru í sætari kantinum, í
besta falli hálfsæt. Hægt er að nálgast
þokkaleg þýsk vin í gegnum sérpönt-
un en þau eru ekki mörg og tiltölulega
dýr. Þýsk vín virðast ekki heldur eiga
upp á pallborðið hjá flestum veitinga-
stöðum og líklega ræður þar mestu
lítil eftirspurn. Samt eiga fá vín lík-
lega betm- við sjávarfangið okkar.
Velti menn því fyrir sér hvenær þeir
smökkuðu þýskt vín síðast eða
hvenær þeir veittu gestum þýskan
Riesling kæmi líklega í flestum tilvik-
um í ljós að ansi langt er um liðið.
Aldrei betri
Ég verð að viðurkenna að mér
finnst mjög sárt að sjá þessa þróun.
Það er ekki einungis nokkurra ára
búseta í Móseldalnum sem hefur
sannfært mig um ágæti þýskra vína.
Eftir því sem maður smakkar fleiri
bragðgóð en persónuleikasnauð
Chai’donnay-vín verður manni æ
ljósara hvílíkur fjársjóður þýsku
Riesling-vínin eru. Það er líklega
stærsta tromp Þjóðverja að þeir hafí
staðið gegn framrás Chardonnay,
Cabernet Sauvignon og Merlot á vín-
ekrum sínum. I stað þess að bjóða
upp á hið sama og allir aðrir geta
þeir boðið upp á einstaka vöru. Fáir
gera sér betur grein fyrir ímyndar-
vanda þýskra vína en þýskir vínfram-
leiðendur. Það hafa verið ritaðar ótelj-
andi greinar, fluttir fjölmargir fyrir-
lestrar og gerðar kannanir á þessu
máli. Þeir hafa líka flestir verið að
bæta framleiðslu sína og líklega hafa
þýsk vín aldrei verið betri en í dag.
Vonandi áttar umheimurinn sig bráð-
um á því þannig að ást á þýskum vín-
um hætti að vera sérviska.
Sælkerinn
LAUGARDAGUR 17. JULI 1999
Mónu buffalóbitai
170 g w
Opið sunnudaga frá 12-17
Atttaf von á góðu!
Iiú koiíMTtnfnífrhJ
A.
\ 'T Mf