Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ + J<5n Jóhannes- son fæddist í Skálholtsvík í Hrútafirði 30. apríl 1906. Hann lést eft- ir stutta legu á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, bóndi í Skálholtsvík, og kona hans Sigurrós Þórðardóttir. Jó- hannes og Sigurrós eignuðust tólf börn og komust tíu þeirra til fullorðinsára. Af þess- um stóra systkinahópi eru nú tvær systur á Iífi, Rannveig, bú- sett á Akranesi, og Þórdís, bú- sett í Reykjavík. Eftirtalin systkini Jóns eru látin: Þorvald- ur, Guðný, Arndór, Sigríður, Guðrún Lilja, Ólafía, Magnús og Ingólfur, auk bróður sem dó í bernsku. Eftirlifandi kona Jóns er Sig- ríður Sveinbjörnsdóttir, f. 12. Mig langar til að minnast tengda- föður míns með nokkrum orðum. Hann hafði miki] áhrif á mig með lífssýn sinni og mannkostum. Hann var að mínu viti ákaflega heilbrigð- ur í hugsun og alltaf sjálfum sér samkvæmur. Flestir sem þekktu hann Jón í Skálholtsvík kölluðu hann Nonna. Nafnið Nonni er , strákslegt og því mjög vel viðeig- i andi því strákurinn í honum tengda- föður mínum var alltaf til staðar og 1 fékk oft að njóta sín. Ég kynntist Nonna fyrst þegar ég varð kaupakona hjá honum og Siggu konu hans í Skálholtsvík vor- ið 1970. Ég minnist þess að móðir mín sagði við mig að ég yrði að gera mér grein fyrir að á bænum væri bara gamalt fólk og engin böm. Hún hélt að mér myndi kannski leiðast hjá gamla fólkinu. Svo ég var við öllu búin þegar ég kom til Skál- holtsvíkur. Það kom mér skemmti- lega á óvart að þar var ekkert „gamalt" fólk, heldur lífsglatt og skemmtilegt fólk sem kom fram við okkur unglingana sem jafningja. Nonni var þar engin undantekning, hann gantaðist við okkur kaupafólk- ið og við höfðum gaman af að vera með honum. Hann kom alltaf fram við okkur kaupafólkið sem hluta af fjölskyldunni. I Skálholtsvík lærði 1 ég að vinna og þar lærði ég líka að það er gaman að vinna. Tíminn var fljótur að líða og fyrr en varði kom haustið. Þama var ég í fjögur sum- ur og undi hag mínum einkar vel. Nonni var góður húsbóndi. Hann var mjög vinnusamur og reglufast- ur. Öll reglubundin störf átti að vinna á ákveðnum tímum. Það átti að sækja kýmar á ákveðnum tíma, það átti að mjólka þær á ákveðnum tíma og það átti að mæta á réttum I tíma í mat og kaffi. Hann lagði mik- ið upp úr að hlusta alltaf á fréttir og veðurfréttir. Þessi reglufesta gerði það að verkum að okkur kaupafólk- inu leið vel því við vissum til hvers var ætlast af okkur. Nonni vildi að allir ynnu sín verk fljótt og vel. Hann þoldi illa hangs og slóðaskap. Seinna varð Nonni svo tengdafað- ir minn þegar ég giftist Jóhannesi, yngri syni þeirra Nonna og Siggu. Nonni var góður tengdafaðir og reyndist mér vel. í raun breyttist viðhorf hans gagnvart mér ekkert þó ég yrði tengdadóttir hans. Nonni var svo heill í samskiptum sínum við fólk að titlar skiptu hann engu máli. Fyrir honum var ég fyrst og fremst manneskjan Bima. Hvort ég var tengdadóttir eða kaupakona skipti ekki máli. Tvö elstu bömin mín vora svo lánsöm að fá að vera í mörg ár í sveit hjá afa og ömmu í Skálholts- vík. Þar öðluðust þau lífsreynslu sem er einstök og ómetanleg og ? enginn getur frá þeim tekið. Nonni kom fram við þau eins og alla aðra, fyrst og fremst sem manneskjur. júní 1908 á Snorra- stöðum í Laugardal. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigurrós Magnea, f. 5. september 1939. Maki hennar er Hilmar Guðmunds- son, f. 2. apríl 1938. Eignuðust þau fjög- ur börn og eru þrjú þeirra á lífí. Barna- börn þeirra eru sex. 2) Sveinbjörn, f. 17. nóvember 1942. Maki hans er Jó- hanna Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 8. febrúar 1948. Eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Fyrir átti Sveinbjörn einn son sem nú er látinn. 3) Jóhannes, f. 22. október 1944. Maki hans er Birna Hugrún Bjarnardóttir, f. 27. september 1957. Eiga þau fjögur börn. Utför Jóns fer fram frá Prest- bakkakirkju í Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann var ákaflega gestrisinn og á meðan þjóðvegurinn lá um hlaðið í Skálholtsvík átti hann það til að bjóða vegfarendum heim í kaffi ef hann fór að spjalla við þá. Hann var fróður og fannst gaman að spjalla við fólk. Hann var minnugur með afbrigðum og þegar hann sagði frá atburðum liðinna tíma sagði hann gjarnan hvaða ár atburðurinn átti sér stað. Hann mundi líka fjölmarg- ar vísur eftir ýmsa sveitunga og aðra og þegar hann fór með þær sagði hann oft frá því af hvaða til- efni þær vora ortar. Hann hafði gaman af að gera að gamni sínu og gerði óspart að gamni sínu við böm og fullorðna. Nonni var samferða- fólki sínu góð fyrirmynd, bæði í orð- um og ekki síður í athöftium. Hann var sjálfstæður maður og vildi helst ekki þurfa að vera upp á neinn kom- inn. Éf honum var gerður greiði þá þakkaði hann fyrir, ekki bara með orðum heldm- af hjartans einlægni. Nonni var hreinlyndur og heiðar- legur. Hann hafði skoðanir á flest- um málum og lá ekki á þeim. Hann leit á dauðann sem hluta af lífinu og kveið honum ekki. Hann virtist líta á hann sem ákveðna lífsreynslu en ekki endalok. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og hafa samskipti við Nonna. Þau samskipti vora mann- bætandi fyrir mig. Við í fjölskyldu hans eigum um hann dýrmætar minningar sem enginn getur frá okkrn tekið. Sigga tengdamóðir mín hefur ekki aðeins misst eiginmann sinn heldur einnig vin sinn og fé- laga. Hún hefur sýnt fádæma styrk undanfarið. Við í fjölskyldunni þurf- um að halda vel saman og styrkja hvert annað í sorg okkar og sökn- uði. Minningin um einstakan mann lifir hjá þeim sem hann þekktu. Birna Hugrún Bjarnardóttir. Hann Nonni i Skálholtsvík er horfinn frá okkur, 93 ára gamall. Hann var saddur lífdaga, en em og hress fram undir það síðasta. Við hittum Nonna og Siggu fyrr í sum- ar, eins og venjan hefur verið. Þá var hann eins og alla tíð, teinréttur og höfðinglegur á velli, útitekinn með hvítt flaksandi hárið. Það var þó Ijóst að elli kerling var farin að setja mark sitt á hann, en þó furðu lítið. Eftir stutta sjúkralegu í Reykjavík yfirgaf hann okkur og er harmdauði, því góður vinur er horf- inn. Það var gaman að ræða við Nonna um gamla og nýja tíma í ró og næði og þess nutum við allt fram undir endalokin. Minni hans brást honum sjaldan og hann var ævin- lega tilbúinn að rilja upp liðna at- burði. Gamli tíminn var honum hug- leikinn, ekki síst úr lífinu við Hrúta- fjörð. Og hann sagði skemmtilega frá, sagði heilu sögumar og lifði sig MINNINGAR inn í þær. Með fréttum líðandi stundar fylgdist hann vel og var ekki par hrifinn af öllu því sem þar var tU umræðu. Nonni var af kynslóð fólks síð- ustu aldamóta. Það fólk lifði tímana tvenna og þrenna ef svo má segja, - og kunni að gleðjast yfir litlu. Ymis undur og stórmerki rannu yfir heiminn á lífsferli aldamótakynslóð- arinnar, sum til góðs og önnur ekki. Jón Jóhannesson í Skálholtsvík, Nonni eins og flestir kölluðu hann, var eitt 12 barna Jóhannesar Jóns- sonar og Sigurrósar Þórðardóttur frá Skálholtsvík. Af þeim lifa nú systumar Rannveig á Akranesi og Þórdís í Reykjavík. Með þeim systkinum öllum var afar kært. Þrjú systkinanna í Skálholtsvík tóku við búi af foreldram sínum seint á þriðja áratugnum, þau Nonni, Dóri bróðir hans og Guðný. Þau reistu myndarlegt hús í Skál- holtsvík, ættaróðalinu þar sem sama ætt hefur búið hátt í tvö hund- rað ár, en gamli torfbærinn hvarf. Þau byggðu af dugnaði og mikilli framsýni. Húsið hefur reynst vel, svo vel að upphaflegar þakplötur á húsinu era enn óryðgaðar eftir næstum 70 ár. Þeir bræðumir, Nonni og Dóri gerðu Skálholtsvík að myndarbúi og það sama gerðu aðrir bændur á jörðinni, frændfólk þeirra á fjórbýl- isjörð þar sem vinátta og gott sam- komulag ríkti alla tíð. Þeir stunduðu saman sjóinn bræðumir, vora mikl- ir ræktunarmenn, juku jafnt og þétt við túnin, byggðu upp peningshús og bættu jörðina á alla lund. Skál- holtsvík var þeim allt. Báðir vora þeir dugnaðarmenn og reglumenn, sparsamir og nýtnir. Samband þeirra bræðra, Dóra og Nonna, var eins og best varð á kosið alla tíð. Það má segja að þeir hafi bætt hvor annan upp á ýmsum sviðum. Þeir vora ekki líkir bræðumir, nema kannski í útliti, ókunnugir áttu til að villast á þeim. Báðir festu ráð sitt, en Dóri missti konu sína, Fjólu Vestfjörð, unga að áram, eftir stutta sambúð. Eiginkona Nonna heitins, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, frá Snorrastöðum í Laugardal, lifir mann sinn. Þau þrjú bjuggu lengi saman, en Dóri lést fyrir fimm ár- um. Eldri sonur þeirra, Sveinbjöm í Skálholtsvík, hefur búið lengi í Skálholtsvík og tók við rekstrinum af föður sínum. Hafa foreldrarnir haft ómetanlegt skjól af Sveinbimi og Jóhönnu Brynjólfsdóttur konu hans um árabil. Alla tíð var mannmargt í Skál- holtsvík, fjöldi barna hjá bændum í sumarvinnu, böm sem áratugum saman hafa sýnt Skálholtsvík og gömlum húsbændum sínum þar ræktarsemi. Það era góð meðmæli. Mikil gestrisni var á heimili þeirra Siggu og Nonna. Þar var oft gesta- gangur á sumrin og ekki óalgengt að fólk settist að í sumarleyfum sín- um. Við hjónin viljum að lokum kveðja Nonna og þökkum honum samfylgdina. Hún var ánægjuleg. Siggu sendum við okkar samúðar- kveðjur, svo og bömum þeirra og barnabömum. Fjóla Amdórsdóttir, Jón Birgir Pétursson. Auðvitað þarf það ekki að koma á óvart þegar 93 ára gamall maður kveður þennan heim, það er gangur lífsins. Hitt er svo annað mál, að þegar einhver fellur frá sem er jafn rótgróinn í bemskuminningunni og Nonni í Skálholtsvík er fyrir mér myndast samt sem áður alltaf ákveðið tómarúm og hugurinn reik- ar til baka. Ég naut þeirra forréttinda að vera í sveit hjá Siggu og Nonna í Skálholtsvík í mörg sumur á mínum yngri áram. Þar lærði maður að r Blómabúði Öa^ðskom k v/ Possvogskit*kjugapð a 554 0500 / JÓN JÓHANNESSON LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 47 ------------------------v vinna undir leiðsögn Nonna og Sveinbjöms, og býr maður að þeirri þekkingu og aga alla tíð. Nonni var sérstaklega ljúfur maður og barn- góður. Það sést best á þeim aragrúa barna sem dvöldust á heimili þeirra Siggu og Nonna um lengri eða skemmri tíma í gegnum tíðina við hin ýmsu sveitastörf. Nær undan- tekningarlaust hændust börnin svo að sveitinni og heimilisfólkinu í Skálholtsvík að þau tengsl rofnuðu aldrei eftir það. Búmennska var Nonna augljóslega í blóð borin og honum þótti vænt um jörðina sína og skepnumar. Sérstaklega er minnisstætt hvað hann hugsaði vel um kýmar sínar og fjósið. Alltaf vora kýmar hans Nonna sérstak- lega vel hirtar og fjósið snyrtilegt. „Fariði hægt að kúnum krakkar," heyrði maður Nonna oft kalla, þeg- ar okkur krökkunum fannst kýmar fullrólegar í tíðinni og reynt var að mjaka þeim hraðar í hagann en þeim var eiginlegt. Það átti greini- lega vel við Nonna að sinna bú- skapnum og heimakær var hann. Þá sjaldan að hann brá sér af bæ var það aldrei nema í eins stuttan tíma og mögulegt var. Það átti ekki við hann að dandalast fyrir sunnan þeg- ar allt var á fullu í þúskapnum fyrir norðan. Nonni og Sigga vora sérstaklega gestrisin og Nonni var virkilega í essinu sínu þegar gesti bar að garði sem hann gat spjallað við. Þá sagði hann gjama gamansögur af mönn- um og málefnum, en hann hafði sér- staklega ljúfa og létta lund og hafði gaman af því að gera að gamni sínu, sérstaklega við yngri kynslóðina. Ef hægt væri að velja myndu menn velja líf eins og Nonna auðn- aðist. Heilsuhraustur, í nánu sam- bandi við fjölskylduna og fjölda vina að sinna því starfi sem honum þótti skemmtilegt, allt til síðasta dags og dauðastríðið sem betur fer stutt. Þetta hlýtur að teljast uppskrift að eftirsóknarverðu lífshlaupi. Guð blessi minningu Jóns Jó- hannessonar og huggi þá sem eftir lifa. I huga mínum stendur eftir þökk fyrir ómetanleg kynni og vin- áttu við Nonna. Helgi Jóhannesson. Nú er elskulegur afi minn látinn. Það er undarlegt að hugsa til þess að hann sé ekki lengur meðal oss. Hvert einasta sumar hef ég haldið norður eins fljótt og unnt er og hlakkað mikið til að hitta þar fyrir afa og ömmu í Skálholtsvík. Afi stóð gjama í glugganum og fýlgdist með er bíllinn keyrði að bænum og svo þegar komið var á áfangastað stóð afi úti á hlaði og amma beið á stiga- skörinni. Þegar þangað var komið vissi maður alltaf að maður var í ör- uggri höfn. Síðan var sest niður við eldhúsborðið og settist afi ætíð nið- ur í sitt sæti við eldhúsgluggann og spurði svo fregna af Öspinni sinni. Amma sá um að allir fengju nóg að borða og tók þátt í spjallinu. Ég var í sveit hjá afa og ömmu á hveiju sumri frá því ég man eftir mér og allt til fimmtán ára aldurs og því vora þau bæði traustur og veigamikill þáttur í tilvera minni. Minningamar era því margar og verðmætar enda forréttindi að fá að alast upp hjá slíku fólki. Þegar ég hugsa til baka minnist ég sérstak- lega þess hversu stríðinn hann var. Kleip í tærnar á mér og glotti út annað þegar legið var undir sæng við sjónvarpið eða þóttist ætla að rétta manni eitt og annað við matar- borðið og kippti því svo til baka þegar ætlunin var að taka við því. Einnig sat hann oft á tíðum og fór með gamanvísur og alltaf fylgdi með hver hefði ort hverja vísu fyrir sig. Já, hann kunni margar vísur og hafði margar sögur að segja frá gamalli tíð. Hann var því fullur fróðleiks og visku sem ég og fleiri nutum góðs af. Hann afi minn var ótrúlega dug- legur og þrautseigur maður. Langt fram eftir aldri var afi með kýr í fjósi og fór í fjósið hvernig sem viðr- aði. Það sem lýsir kannski best þrautseigju hans er það að síðasta sumar, þá 92 ára gamall, tók hann þátt í heyskapnum og sló gras eins og herforingi á hvítu dráttarvélinni sinni. Já, hann afi vildi nú ekki verða gagnslaus enda var það eitt af því versta sem hann gat hugsað sér. Minningarnar hrannast upp. Far- ið á sjóinn með afa og fleirum þar sem neta var vitjað. Hjólað með nesti til hans út á tún í miðjum slætti þegar hann mátti ekki vera að því að koma heim vegna anna. Og stundimar sem ég átti með hon- um í kartöflugarðinum við að setja niður kartöflur og svo fóram við seinna um sumarið og reyttum arfa. Hann var alltaf að starfa og hugsaði vel um sitt enda sást það vel á hans stóra vinnuhöndum að hann hafði ekki setið iðjulaus sína löngu ævi. Það er skrýtin tilhugsun að næst þegar ég kem til Skálholtsvíkur þá verður þú ekki þar eins og þú hefur alltaf verið, elsku afi, á staðnum þar sem ég gat alltaf gengið að þér sem vísum, teinréttur, hvíthærður og rausnarlegar eins og höfðingi á þínu bóli. Minningin um þig sem slíkan mun alltaf vera til staðar hjá okkur afkomendum þínum og svo virðing- in sem við bárum í þinn garð. Megi guð geyma þig, elsku afi minn. Elsku amma, megi guð gefa þér allan þann styrk sem þú þarft á þessum erfiðu tímamótum. Ykkar Fura. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svenir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 * Simi 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ t Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRDÍS ÍVARSDÓTTIR, Króki, Biskupstungum, sem lést laugardaginn 10. júlí, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 17. júlíkl. 13.00. Jarðsett verður í Bræðratungukirkjugarði Þuríður Egilsdóttir, Egill Egilsson, fvar Grétar Egilsson, Jóna Kristín Egilsdóttir, Magnús Heimir Jóhannesson, Unnsteinn Egill Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Danfel S. Pálsson, Bóthildur Hauksdóttir, Ásdís Hjörleifsdóttir, Margrét S. Baldursdóttir, Guðný Helga Jóhannsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.