Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Básafells, segir mikla möguleika á Vestfjörðum „Við verðum að bjarga okkur sjálf“ Básafell á ísafirði hefur verið mikið í um- ræðunni að undanförnu. Fyrirtækið hefur tekið ákvörðun um sölu frystitogarans -------j, . ... -- - ■■ Sléttaness IS með töluverðum afiaheimild- um. Hjörtur Gíslason ræddi við fram- kvæmdastjórann Svan Guðmundsson. Hjá honum kom fram að hann telur aðstæður til útgerðar og fískvinnslu á Vestfjörðum góð- ar og er bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. Morgunblaðið/Magnús Hávarðsson SALTFISKVINNSLA Básafells á Flateyri hefiir gengið vel. „VIÐ EIGUM góða möguleika í framtíðinni. Það er vissulega margt sem þarf að laga. Sumt mun vafalaust ekki ger- ast eins og ég helzt vildi. Stundum þarf að fara bil beggja. Fyrir- tækið er með gríðarleg- ar aflaheimildir. Miðað við þær eignir sem ég er með í höndunum, er ekkert því til fyrirstöðu að Básafell geri jafnvel og önnur sjávarútvegs- íyrirtæki, sem eru með svipaða kvótastöðu og vinnslustöðu. Að sumu leyti á ég að vera með betri stöðu, öðru leyti verri. Það verður ekki afsökun mín, takist mér ekki ætlunarverk mitt, að ekki sé hægt að reka fyrirtæki á Vestfjörðum. Slíka afsökun tæki ég ekki gilda, hvorki frá sjálfum mér né öðrum. Ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að þetta muni takast,“ segir Svanur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells, í samtali við Morgunblaði. Svanur hefur verið framkvæmda- stjóri Básafells í rúman mánuð og á þeim tíma hefur hann þegar þurft að taka umdeildar ákvarðanir, eins og um sölu á frystitogaranum Sléttanesi með töluverðum afla- heimildum og sagt upp tveimur stjómendum. Morgunblaðið innti Svan fyrst eftir því hvemig þessi mál hefðu gengið fyrir sig: „Ég byrjaði að vinna í þessu fyr- irtæki 10. júní og byrjaði á því að kynnast starfsfólki fyrirtækisins. Síðan hef ég unnið að því að finna leiðir til að laga reksturinn. Skulda- staðan er slæm eins og sést á milli- uppgjöri, sem birt hefur verið á Verðbréfaþingi. Reksturinn hefur ekki skilað nægilega miklu. Það hef- ur verið taprekstur að undanfömu og stjómunin í fyrirtækinu var í upplausn. Það var búið að fara í gríðarlegar fjárfestingar í skipum og ýmsum búnaði, sem ég þurfti að finna út hvemig ætti að nýta sem bezt í þágu fyrirtækisins. Þar var um að ræða bolfiskvinnslu á Flat- eyri og Suðureyri, rækjuvinnslu á Isafirði, þrjá frystitogara og nokkra báta. Þá hef ég einnig reynt að meta möguleikana sem felast í þessu mikla magni af fiski, sem kemur inn á svæðið en fer burtu óunnið. Þegar ég var búinn að skoða þessa þætti alla saman kom ég með ákveðnar tillögur á stjómarfundi 28. júní. Þar útskýrði ég fyrir stjóminni hvemig ég sæi möguleika fyrirtækisins, hvemig laga mætti skuldastöðuna, áherzlur í rekstri og hvert stefna bæri með fyrirtækið. Þar lagði ég fram margar hugmyndir og tillögur og við veltum upp mörgum leiðum. Mér kom það mjög á óvart hvað það var skýrt í reiknilíkani, sem ég hef sett upp fyrir rekstur fyrirtæk- isins, að útgerð Slétta- nessins var ekki inni í myndinni. Lfkanið skoðar alla þætti í rekstrinum og kannar alla möguleika og kemur með tillögur um hvað eigi að vera inni og hvað úti. Líkanið lagði Sléttanesinu að hluta til. Með þessar forsendur sá ég skynsemina í því að reka landvinnsluna, bæði út frá framtíðarmöguleikum, afkomu, fjár- bindingu og fleiru. Enginn á Vestfjörðum vildi kaupa Sléttanesið Á þessum stjómarfundi var ákveðið að við myndum selja eignir fyrir einn og hálfan milljarð, það er Sléttanesið með ákveðnum afla- heimildum. Það var sú upphæð sem að minnsta kosti þurfti til að laga efnahagsrreikninginn. Þá leituðum við eftir bezta tilboðinu í skipið og heimildimar. Við fengum viðunandi tilboð frá Ingimundi hf. og Látmm ehf., sem féll mjög vel inn í þá mynd, sem við vomm búnir að setja upp. Því var ákveðið að taka því tO- boði. Áður vomm við búnir að leita eft- ir því hvort einhveijir aðilar á Vest- fjörðum væm tilbúnir í kaupin. Því miður treysti enginn sér til að fjár- festa í þessum pakka og því neydd- umst við til að selja skipið og heim- ildimar frá okkur. Við fáum að nokkm greitt fyrir með rækjukvóta og ég held ég geti fullyrt það, að nú séum við með mestan rækjukvóta íslenzkra fyrirtækja. Aðrar eignir seldar Einnig verður nú leitað leiða til að selja aðrar eignir, sem nýtast okkur ekki í rekstrinum. Þar er um að ræða síldarkvóta, sem við nýtum okkur ekki og hlutabréf í rækju- verksmiðju í Kanada. Ég vil selja þessi hlutbréf vegna þess að það dregur úr einbeitingu að eigin rekstri auk þess að vera áhættufjár- festing, sem við höfum ekki efni á. Svo er um að ræða húseignir sem við nýtum ekki. Við gerðum ráð fyrir að með sölu allra þessara eigna, fyrst og fremst Sléttanessins, væmm við búnir að lækka skuldir um fjórðung. Við höf- um því lagað skuldastöðuna mikið, en þurfum engu að síður endurfjár- mögnun að hluta, en við höfum ein- göngu látið frá okkur 4,5% afla- heimilda í þorskígildum talið. Að þessu loknu þarf ég að leggj- ast yfir rekstrarhæfi fyrirtækisins. Það em margir þættir í rekstrinum, sem ég þarf að skoða. Þetta er gríð- ariega stórt fyrirtæki með mörgum skipum og þetta þarf allt saman að skoða, lið fyrir lið og í heild sinni. Hvemig við ætlum að nýta okkur húseignir, aflaheimildir, mannafla, skip, dótturfélög, viðsldptaaðila, þjónustuaðila og svo framvegis. Það mun taka mig nokkra mánuði að lagfæra alla þessa þætti. Það er margt hægt að laga og margt sem ég mundi hafa gert öðmvísi. Smugukvóti líklega seldur Nú er staðan sú að við emm með tvö góð nýuppgerð rækjuskip, Orra og Skutul, og eigum vemlegar veiði- heimildir fyrir þau. Við höfum heimildir á Flæmska hattinum og höfum möguleika á rækjuveiðum í Smugunni. Með sókn þangað emm við að sækja okkur réttindi til fram- tíðar, því það er alveg ljóst að þær veiðar verða settar í kvóta eins og allt annað. Við búumst við úthlutun í Smugukvótanum, en eftir sölu Sléttanessins er líklegast að við seljum þann kvóta eða skiptum út fyrir veiðiheimildir hér heima. Síðan emm við með Gylli, sem er línubátur, eigum helming í snurvoð- arbátnum Bjarma, eigum Guðmund Péturs, sem er rækjutogari og Júlla Dan, gamlan nótabát. Annaðhvort seljum við hann og fáum annan í staðinn eða breytum honum í línu- bát. Loks eigum við lítinn bát, Súg- firðing, sem ég geri ráð fyrir að við seljum, eða fáum einhvem aðila til að gera hann út með okkur. Það em margir aðilar á Vestfjörðum sem vilja vinna með fyrirtæki eins og Básafelli. Gríðarlegir möguleikar Það em gríðarlegir möguleikar á þessu svæði. Það kemur mikið af fiski inn á Vestfjarðahafnimar, en menn nýta sér ekki þá möguleika því mikið af fiskinum fer burt til vinnslu annars staðar. Það er ekki kvótakerfinu að kenna eða einhverj- um öðmm. Þetta fer einfaldlega burt og það þarf ekkert að vera að leita að einhveijum sökudólg vegna þess. Ef menn em alltaf að bíða eftir því að einhverjir utanaðkomandi að- ilar komi og breyti því, sem er að gerast fyrir framan nefið á mönn- um, breyti leikreglum eða komi með einhverja peninga, gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Þegar fiskur- inn fer er einhver annar að kaupa hann. Af hverju vinna Vestfirðingar ekki þennan fisk sjálfir? Það er dýr- ara fyrir kaupendur úr öðmm landshlutum að sækja fiskinn vest- ur, því flutningskostnaðurinn á eftir að leggjast á hann. Samt geta þeir unnið hann. Því er samkeppnisstaða Vestfirðinga betri en annarra í þessu tilfelli.“ Ekki hægt að kenna kvótakerfinu um Af hverju er staða margra sjávar- útvegsfyrirtækja jafn slæm og raun ber vitni? Er við kvótakerfið að sakast? „Það em margar ástæður, engin ein meginástæða og alls ekki kvóta- kerfið. Menn hafa fjárfest í skipum, í stað aflaheimilda. Víðast annars staðar var lögð áherzla á að auka veiðiheimildir og fyrir vikið em þeir aðilar með rýmri aflaheimildir og ódýrari skip til að sækja þær. Við- horf manna sums staðar á Vest- fjörðum hefur verið það að bíða eft- ir því að fá einhveijar bjargir. Þeg- ar þingmenn Vestfjarða og margir aðrir segja að það eigi að koma ein- hveijum peningum til Vestfjarða einna, fara margir að trúa því. Þeir hugsa þá sem svo að því verri sem staðan er þeim mun meiri peningar komi. Þeim finnst því ekki borga sig að gera eitthvað í sínum málum, þeim verði bjargað. Að mínu mati em þetta gylhboð stjómmálamanna sem standast ekki og ég trúi ekki að verði framkvæmd. Því gera gylli- boðin illt vera. Við verðum að bjarga okkur sjálf á eigin forsendum. Við verðum að vinna okkur út úr vandanum. Það er BÁSAFELL er eitthvert öflugasta fyrirtæki landsins í veiðum og vinnslu á rækju. Svanur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.