Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Heimsborg-
in okkar
„Engin kætta er á því að einkverjir rétt-
indaþusarar eða vinstrisinnar komist til
ákrifa og fari að ganga á kefðbundinn
rétt dugmikilla frumkvöðla til að reka fé
sitt í garða nágrannanna að nœturlagi. “
STANSLAUSAR kröf-
ur um að sýnd sé til-
litssemi í samskiptum
fólks eru nú farnar að
verða svo hóflausar að
ekki verður lengur orða bundist.
Auðvitað er í lagi að troða ekki
fólki um tær en fyrr má nú vera.
Þið vitið hvað ég á við. Er fólkið í
Grjótaþorpinu að ganga af göfl-
unum? Ekki látum við svona í
Vesturbænum.
Reykjavíkurborg hefur lengi
fylgt þeirri ágætu stefnu að
reyna að stuðla að Ibúð á efri
• hæð eins og slagorðið var. Þá er
átt við að miðborgin skuli ekki
breytast í
VIÐHORF hverfí Þar sem
_____ eingöngu verði
Eftir Kristján skrifstofur,
Jónsson verslanir og
skemmtistaðir
heldur einnig fólk sem á sér
heimili innan um allt hitt. Þetta
hafa margir misskilið herfilega.
Það var aldrei meiningin að
þarna byggju einhverjir lúðar
sem ekki bera skyn á danslist,
sveitamenn sem amast við eðli-
legri glaðværð, ofurviðkvæmir
vesalingar sem þola ekki að
græjumar séu í botni.
Hugum að þessu síðasta. Fyrir
nokkrum áratugum voru bestu
hljómtækin aðeins 100 vött að
styrkleika en nú er aflið tugþús-
undir vatta og því hægt að láta
tónlistina heyrast svo vel að
aldrei heyrist nokkrar kvartanir
meðal gestanna. Allir eru því
harðánægðir. Það er hægt að
þenja tækin. Þess vegna er það
gert, þess vegna á að gera það,
verður að gera það. Alltaf. Annað
væri atlaga gegn siðmenning-
^ unni, við yrðum að athlægi um
allan heim, fengjum á okkur þann
stimpil að við séum villimenn sem
kunni ekki að hækka.
Ekki veit ég hvers konar fólk
hefur dagað uppi í Gijótaþorpinu
en þar er vafalaust mikið um fólk
frá uppflosnuðum öræfabyggðum
þar sem aldrei heyrðist hávaða-
samari tónlist en í nikkunni hans
Óla á Hóli. Framsækin borgaryf-
irvöld geta ekki látið kveinið
stýra gerðum sínum, Reykjavík
yrði ekki svöl, fyrirgefíð kúl, ef
þau gerðu það.
Hvarvetna yrði á stjái á kvöld-
in og um helgar vansælt fólk í leit
að hávaðamenguninni sinni, þjak-
að af fráhvarfseinkennum og
ófært um að hlusta á þögnina í
sér. Einhverjir myndu kannski
reyna að drekkja sorg sinni á bar
en yrðu að leita lengi, þeir væru
flestir komnir á hausinn.
Sannað hefur verið með ótelj-
andi tilraunum að fólk drekkur
miklu meira á skemmtistöðum
þar sem tónlistin er ærandi en
hinum þar sem hún er eins og
hver annar syfjulegur bakgrunn-
ur. Sé hljóðið í kvikmyndahúsi
undir sársaukamörkum selst
minna af sælgæti í hlénu. Geti
ÍS fólk talað saman áreynslulaust á
kránni fer tíminn bara í heimsku-
legt mas. Hávaðinn veldur nota-
legum taugaæsingi og þeirri til-
finningu að heimurinn sé hvort
sem er að ganga af göflunum sem
auðveldar gestunum að sleppa
fram af sér beislinu. Þeir geta
ekki hugsað skýrt lengur. Þeir
gleyma að þeir voru búnir að
drekka ellefu bjóra en ekki einn.
Þótt ákvæði séu í lögreglusam-
þykkt um að hávaði megi ekki
fara yfír ákveðin mörk, hann
megi ekki valda of miklum trufl-
unum á heimilislífi, verður fólk að
átta sig á því að eitt er að sam-
þykkja reglur, annað að fara eftir
þeim. Svona reglur eru samdar
til þess að fulltrúar okkar á al-
þjóðafundum geti sýnt fram á að
við séum í takt við aðrar þjóðir.
Þar er eitthvað um að ofstopafull-
ir einstaklingar hafi getað truflað
rekstur fyrirtækja með því að
höfða til laga gegn hávaðameng-
un. Við erum blessunarlega laus
við það yfirleitt hér á landi að
þegnar yfirvalda séu að krefjast
réttar síns og höfði þá til laga og
reglna. Fullur skilningur er á því
að bísnissinn sé æðri.
Fagnaðarefni er að þeir sem
nú ráða ríkjum í borginni eru
staðráðnir í að láta einkafyrir-
tækin ekki gjalda þess að settar
hafi verið óþægilegar reglur.
Engin hætta er á því að einhveij-
ir réttindaþusarar eða vinstris-
innar komist til áhrifa og fari að
ganga á hefðbundinn rétt dug-
mikilla frumkvöðla til að reka fé
sitt í garða nágrannanna að næt-
urlagi. Hvar ættu þeir annars að
vera með búsmalann?
Einhveijir hafa meira að segja
fundið að því að íslenskir nátt-
hrafnar brjóti of margar gler-
flöskur á götum og gangstéttum
þegar þeir eru að skemmta sér.
Hefur verið gerður tölulegur
samanburður, eru til skýrslur frá
Sameinuðu þjóðunum sem sýna
það svart á hvítu að galsinn sé of
mikill hér? Ekki veit ég til þess.
Auk þess verður að hafa í huga
ávinninginn sem felst í því að
hingað kemur fjöldi erlendra
ferðamanna á hveiju ári og þeir
hljóta að fara að hrífast af óbeisl-
aðri orkunni, sköpunargáfunni og
bamslegum þokkanum sem birt-
ist í glerbrotaáráttunni. Fulltrúar
lögreglu í Flórída sem fylgdust í
nokkrar vikur með næturlífinu í
miðborginni fyrir nokkrum árum
voru orðlausir og höfðu aldrei
kynnst öðru eins.
Ólundarseggimir í þorpinu
segjast líka vera á móti því að
fólk geri stykki sín í görðunum
þeirra eða pissi utan í veggina.
Eiginlega skil ég ekki hvað átt er
við, ég veit ekki betur en Alþing-
ishúsið sé enn á sínum stað og
þyki alltaf besti staðurinn í aug-
um þeirra sem er illa við vatns-
salemi. Þetta er gömul, reykvísk
hefð, þama hittast nátthrafnar,
ræða landsins gagn og nauðsynj-
ar og skiptast á líffræðiupplýs-
ingum. Ef félagsskap skortir
veija þeir tímanum í heimspeki-
þanka.
Líklega era þorpsbúamir að
skrökva þessu með garðana,
migildið og sprautunálar ffklanna
sem séu eins og hráviði á svæð-
inu að morgni þegar bömina fara
út að leika sér. Og ósanngjamt er
að neftia hér Heilbrigðiseftirlitið
sem allir vita að getur ekki sinnt
öllu kvabbi. Það þarf að hlera
samtöl hunda; þeir gætu verið að
ráðgera hægðir á ólöglegum stað.
Helsti
kvik-
myncla-
vefurinn
Morgunblaðið/Jóra
HELGI Páll Helgason og Gunnar Ingvi Þórisson, upphafs- og um-
sjónarmenn kvikmynda.is.
HESLTA kvikmyndavef landsins
er að finna á kvikmyndir.is og
hefur verið þar alllengi. Upp-
hafs- og umsjónarmenn hans eru
þeir Gunnar Ingvi Þórisson og
Helgi Páll Helgason, en þeir fé-
lagar eru nú að vinna að um-
fangsmikilli uppfærslu á vefnum.
Þeir Gunnar og Helgi eru
miklir áhugamenn um kvikmynd-
ir og segjast hafa farið af stað
meðal annars vegna þess að þeim
fannst skorta vef á Islandi þar
sem saman væri komnar upplýs-
ingar um þær myndir sem væru
á boðstólum og umsagnir um
þær. „Það skiptir máli að hægt sé
að fá upplýsingar um allar mynd-
ir kvikmyndahúsanna og þurfa
ekki að fara inn á heimasíðu
hvers bíós fyrir sig. Einnig er
hægt að Iesa umsagnir um mynd-
irnar og skrifa sjáfur eða gefa
einkunn. Við höfum líka bætt
myndböndum inn í þetta og tök-
um fyrir DVD-diska eftir því sem
færi gefst,“ segir Gunnar.
Þeir félagar segjast hafa und-
irbúið vefinn mjög vel á sínum
tíma og búið svo um hnútana að
sem einfaldast væri að halda
honum við og fyrir vikið segja
þeir að það sé ekki ýkja mikil
vinna að halda vefnum lifandi.
Umferðin inn á vefinn hefur ver-
ið góð að sögn, en nokkuð
sveiflukennd, enda hafa þeir ekki
aðstöðu eða tíma til að vinna öfl-
ugt kynningarstarf, en hafa nú
gert samning sem þeir segjast
binda vonir við. „Við vissum ekk-
ert hveiju við áttum von á þegar
við fórum af stað,“ segja þeir.
„Við erum ánægðir með aðsókn-
ina en það er örugglega hægt að
auka hana mikið.“
Eins og fram kemur er að
finna á kvikmyndir.is umsagnir
um grúa mynda sem áhorfendur
hafa sjálfir skrifað. Þar er einnig
að finna stjörnugjöf, en þeir segj-
ast hafa gripið til ýmissa var-
úrðaráðstafana til að tryggja að
ekki sé hægt að kjósa aftur og
aftur. „Einkunnagjöfin er meðal-
tal af þeim stjörnum sem fólk
gefur myndunum, en það meðal-
tal er ekki reiknað út fyrr en
ákveðinn fjöldi er kominn á bak
við stjörnugjöfina til að gefa sem
réttasta mynd af því sem fólki
finnst.
Fjölmargir taka þátt
í atkvæðagreiðslu
og umsögnum
Stjörnugjöf og umsagnir á
kvikmyndir.is er frábrugðið því
sem gengur og gerist almennt
því á vefnum okkar taka fjöl-
margir þátt í atkvæðagreiðslu
og umsögnum, en til að mynda á
blöðum og í tímaritum sér oft
langskólagenginn gagnrýnandi
um gagnrýnina, en hann leggur
oft allt aðrar áherslur en hinn
almenni bíógestur og á oft erfítt
með að skilja til að mynda
myndir sem ætlaðar eru ung-
lingum. Þannig eiga atvinnu-
gagnrýnendur það til að skrifa
illa um mynd vegna þess að
þeim fínnst hún ekki mjög vönd-
uð en fjöldinn gengur ánægður
út af henni,“ segja þeir félagar
en bæta við að aldrei hafí gerst
hjá þeim að léleg mynd hafi
fengið háa einkunn og yfirleitt
fái bestu myndirnar að mati
gagnrýnenda einnig hæstu ein-
kunnina á vefnum.
Yfirleitt er fólk fljótt til að
gefa vinsælum myndum ein-
kunnir og þannig er niikið að
gerast fyrstu dagana eftir að
þær hafa verið frumsýndar og
minnkar síðan eðlilega. Við birt-
um líka lista yfir bestu myndirn-
ar að mati gesta kvikmynda.is
og á þeim lista geta dúkkað upp
gamlar og góðar myndir.
Þannig getur mynd sem gengur
lengi með litla aðsókn komist
hátt á lista og einnig ef verið er
að gefa hana út á myndbandi.
Frá því vefurinn var settur á
stofn hafa þeir félagar ekki gef-
ið sér tíma nema til að halda
honum lifandi, en nú er
framundan mikil endurskipu-
lagnig á honum og ýmislegt sem
á að bætast við. Þar á meðal er
að fá valinkunna sérfæðinga og
áhugafólk um kvikmyndir til að
skrifa reglulega og þá að gefa
tóninn fyrir það sem á eftir
kemur, „en við munum halda
áfram að birta það sem fólk seg-
ir og nota einkunnagjöfina
áfram“.
Sá besti
LEIKIR
Electronic Arts gaf nýlega út nýjasta
afrek Jane’s Combat Simulations.
Leikurinn heitir Fleet Command og
er einn af fáum sinnar tegundar.
Leikurinn þarfnast tölvu með minnst
200 MHz örgjörva, 32 MB
vinnsluminni og 70 MB laus á harða
disknum.
BARDAGALEIKIR sem fjalla um
sjóorrastur hafa ekki verið algengir
hingað til, einn til tveir leikir koma út
á ári og helmingur þeirra er drasl og
restin undir meðallagi. Nú hefur
Jane’s, sem er frægasti framleiðandi
bardagaleikja, búið til leik er fjallar
eingöngu um árásir frá hafi á land
eða öfugt.
í Fleet Command getur spilandinn
valið úr hundruðum verkefna eða
búið til sín eigin með hjálp forrits
sem fylgir með leiknum. Verkefnin
eru flest þannig að spilandinn er
Bandaríkjamenn á móti Rússum,
Kínverjum, Indverjum eða bara
einhverjum kommúnistum. Þó er
einnig hægt að vera „vondu
kallarnir".
Leikurinn er þannig byggður upp
að spilandinn stjórnar öllu á korti
sem sýnir stöðu skipa, flugvéla og
herstöðva. Næstum allar skipanir
eru gerðar með músinni en tugir
skipana einnig gerðar með
lyklaborðinu. Spiiandinn smellir á
vinstri músartakkann til að velja skip
og notar hægri músartakkann til að
gefa margskonar skipanir. Ef þetta
er ekki nóg er einnig hægt að ýta á
F3 þegar einhver tegund farartækis
hefur verið valin og sýnir leikurinn
þá þrívíða mynd af því sem er að
gerast.
Grafík leiksins er afbragðsgóð og
ekki skemmir fyrir ef fólk er með
einhvers konar þrívíðarhraðal, eins
og algengt er. Ef einhver skip verða
fyrir tundurskeyti er til dæmis hægt
að sjá undir skipið og fylgjast með
því hvernig það sekkur neðar og
neðar þar til það lendir á botninum.
Jane’s hefur lagt gifurlega vinnu í
smáatriði leiksins. Ef fylgst er með
flugmóðurskipi er til dæmis hægt að
sjá þyrlur og flugvélar á skipinu færa
sig svo unnt sé að rýma til fyrir
fleirum og hvernig vélar skipsins
vinna við að færa flugvélarnar til.
Þó er leikuiánn ekki fullkominn,
langt því frá. Jane’s hefur kannski
lagt svo mikla vinnu í smáatriðin að
það sem skiptir mestu máli hefur
farið halloka. Til dæmis má nefna að
ef nokkur skip era saman í þyi-pingu
og nokkrar flugvélar fara á loft á
sama tíma er næstum ekki hægt að
velja eitt skip eða eina flugvél í einu,
því allt flækist fyrir. í verkefnum þar
sem tíminn skiptir máli er þetta stór,
stór ókostur.
Myndskeiðin sem sýnd era áður en
spilandinn fer í stórt verkefni eru
ágætlega leikin og vel gerð, það er
ekki vandamálið, hins vegar segja
þau spilandanum mjög lítið af því
sem hann þarf raunverulega að gera
og því tekur það oft margar tilraunir
að klára eitt verkefni. Ef miðað er við
það að eitt verkefni tekur klukkutíma
og stundum meira er þetta frekar
leiðigjarn ókostur sem ótrúlegt er að
Jane’s skuli hafa yfirsést.
Kannski munu borðleikir með
sjóhernaði slá út leiki með loft- og
jarðhernaði. Þetta mun þó varla
gerast í bráð því ólíklegt er að
einhverjum takist betur en Jane’s að
búa þá til.
Fleet Command er leikur sem ætti
að vera betri en hann er, það munar
svo litlu en samt of miklu. Ef einhver
hefur sjóhernaðai'leikjaáráttu er
enginn vafi á því að þetta er besti
fáanlegi leikurinn í þeim geira, en
fyi'ir okkur hin er best að halda sig
bara við Quake og Need For Speed.
Ingvi Matthías Árnason