Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frímerkj ablaðið FRIMERKl SaííI frá cfni b I a ð s i n s. í SÍÐASTA þætti minntist ég á það, að þeim, sem að Frímerkja- blaði Póstsins og LIF standa, verð- ur örugglega vandi á höndum að halda uppi jafngóðum eða svipuðum staðli og þetta fyrsta blað gefur fyr- irheit um. Óþarfi er samt að vera með miklar efasemdir í þessum efn- um þegar í upphafi. Tíminn einn leiðir í Ijós, hvernig til tekst um öfl- un fróðlegra greina í blaðið. Ritstjómin er fullfær um að ■» freista þess að halda í svipuðu horfí og við höfum þegar séð, og ekki ætla ég mér þá dul að fara að leið- beina henni í þessum efnum. En þar sem ég er ekká viss um, að íslenzkir frímerkjasafnarar lesi almennt er- lend frímerkjablöð eða -rit, væri áreiðanlega vel þegið að fá í þetta nýja blað okkar umsagnir um frí- merki og frímerkjaútgáfu, a.m.k. á öðrum Norðurlöndum. Eins mættu fljóta með þýðingar á völdum grein- um, sem margar hverjar geta eins átt erindi tU íslenzkra safnara sem erlendra. Við þessar hug- ieiðingar mínar vaknar önnur spuming, sem leit- aði á mig við lestur nýja y blaðsins. í því era m.a. þrjár greinar, sem eiga erindi tU Islandssafnara á Norðurlöndum, ekki síður en til okkar hér á heimavelli. Þess vegna held ég að ritstjómin þurfí að íhuga það í fullri alvöra, hvort ekki sé ástæða til að birta með slíkum greinum góðan útdrátt á einhverju skandinavísku máli eða ^ þá ensku, ef menn kjósa heldur. E.t.v. mætti fara báðar þessar leið- ir. Eg fer sjálfur aldrei dult með þá skoðun mína, að eitthvert norrænt mál og þá helzt danska komi á und- an ensku í skiptum við frændur okkar og vini á Norðurlöndum. Hinu verður svo ekki heldur neitað, að margir Islandssafnarar era í hin- um enskumælandi heimi, sem lítið eða ekkert kunna í Norðurlanda- málum. Nú skal snúið sér að ýmsu efni í Frímerkjablaðinu og greint stutt- lega frá efni þess og miklvægi fyrir íslenzka frímerkjasögu. Indriði Pálsson á hér gagnmerka grein um frímerki, sem vora í notk- un hér á landi frá 1870-1902. Er á engan hallað, þegar ég segi, að hann er fróðastur manna um þetta tíma- bil, enda ber hið frábæra safn hans af frímerkjum, umslögum og stimplum frá þessum áram bezt vitni um það. Er veralegur fengur í athugunum hans á stimplasögu þessa tímabils, enda hefur til skamms tíma margt verið fremur óljóst í þeim efnum. Eftir lestur greinar Indriða þurfa þeir, sem safna stimpluðum skildinga- og aurafrímerkjum, tæplega að velkj- ast lengur í vafa í þessum efnum. Raunar vöknuðu hjá mér nokkrar spumingar við lestur greinarinnar, en þær breyta engu um niðurstöður hennar að mínum dómi. Síðan ég ^ samdi bók mína um íslenzk frí- merki í hundrað ár, hefur ýmislegt komið fram, sem ég hafði enga vit- neskju um. Þannig hlaut að koma að því, að staðfesting fengist á sérstök- um staðarstimpli fyrir Seyðisfjörð samhliða númerastimplinum 237. I sambandi við Berafjörð hefði ég gjaman vilja sjá það í grein Indriða, hvaðan sú vitneskja er fengin, að ákveðið hafí verið 1872 að ógilda frí- merki á póstsendingum þaðan með staðarstimpli einvörðungu. Það fór a.m.k. gegn þeim ákvæðum, sem þá Tgiltu um ógildingu frímerkja í danska ríkinu. Indriði talar um, að BERU- FJORD-stimpillinn sé þekktur á seinni tíma frímerkjum íslenzkum. Þetta er rétt, en hvernig skyldi standa á því, að slíkar stimplanir komu að ég held fyrst fram, eftir að ^ég hafði birt grein um þennan stimpil með mynd af honum? Caröe vissi ekkert um stimpilinn, þegar hann skrifað sitt ágæta rit fyrir miðja öldina, og að sjálfsögðu hafði ég ekki heldur hugmynd um hann á lausum merkjum, útgefnum eftir aldamót, við ritun bókar minnar. Ég hygg, að hér sé um hreinar falsanir að ræða, ekki eftirstimplun, og e.t.v. ekki ýkja gamlar. Lengi má ræða um ekta stimplun og eftirstimplun frá skildinga- og auratímanum. Sú er skoðun Ind- riða, að „meginhluti slíkra stimpl- aðra frímerkja hafí verið eftir- stimplaður og þau hafí mjög sjald- an verið notuð sem greiðsla burðar- gjalds“. Þar sem danski REYKJA- VÍKUR-stimpillinn, D2, þekkist þrátt fyrir allt á tveimur ekta skild- ingabréfum, er vafasamt að dæma öll laus skildingafrímerki með þess- um stimpli alveg úr leik sem ekta stimpluð frímerki. En hér verður hver að trúa því, sem honum finnst líklegast, enda segir Indriði líka „meginhluti“ þeirra. En hvernig á að skilja sauðina frá höfranum? Það er nær ógerlegt eftir öll þessi ár. Þór Þorsteins ritar grein, sem hann nefnir: „Sérstök notkun frí- SIÐA úr orlofsbók. Alls voru 19 frímerki yfirprentuð sem orlofsmerki. merkja.“ Hér rekur Þór mjög vand- lega ýmiss konar aðra notkun frí- merkja en til venjulegs póstburðar- gjalds. Þór hefur rannsakað þetta efni um mörg ár og hefur þegar komið sér upp skemmtilegu safni frímerkja á þessu sviði, sem hlotið hefur ágæt verðlaun. Er hann manna fróðastur um þessi efni og rekur vandlega sögu frímerkjanotk- unar á þessu sviði. Nær sagan allt frá árinu 1912 til ársins 1944, þegar loks var hætt að grípa til frímerkja til annarra nota en þeim var ætlað í upphafi. Frá þessum áram era Toll-yfirstimpluð merki þekktust, enda munu allmargir safna þeim sérstaklega. Síðust á þessu sviði vora svonefnd Orlofsmerki 1943-44. Era þau sennilega einna erfiðust fyrir safnara, enda lentu þau í svo- nefndum orlofsbókum, sem póstur- inn innleysti og eyðilagði síðan. Greininni fylgja skemmtilegar myndir til skýringar sögunni. Olafur Elíasson skrifar um flug- póstgjöld 1928-1939. Ólafur hefur lengi dregið að sér vitneskju um póstburðargjöld, sem gilt hafa hér á landi frá upphafi. Segir hann, að einna erfiðast hafi reynzt að finna heimildir um hin sérstöku fluggjöld, sem tekin vora í okkar stuttu póst- flugsögu. Honum hefur samt tekizt að rekja þá sögu og greiða úr þeim vafaatriðum, sem við var að glíma. Styður hann þessa sögu með marg- víslegum heimildum og m.a. með fimm ágætum myndum af umslög- um, sem fóra til ýmissa staða hér- lendis og eins til Bandaríkjanna. Þeir, sem safna íslenzkum flugfrí- merkjum og þá helzt á heilum um- slögum, hljóta að taka þessari grein fegins hendi. Þá er í blaðinu viðtal við Sigurð H. Þorsteinsson, þar sem hann seg- ir frá reynslu sinni við frímerkja- söfnun fyrir miðja öldina. Undir þá sögu geta áreiðanlega margir safn- arar frá þeim áram tekið með Sig- urði. Mér finnst annars galli við þetta viðtal, að hvergi kemur fram, hver af ritnefndarmönnum tók við- talið við Sigurð. Ætti að vera sjálf- sögð regla af hálfu ritstjórnar að geta þess hverju sinni. Og nú er beðið eftir næsta blaði með haustdögunum. Jón Aðalsteinn Jónsson í DAG VELVAKAJXDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn vegna vísu í Lesbók í LESBÓKINNI 10. júlí er grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson um „Fimm óskyldar at- hugasemdir um íslenskar bókmenntir". I þessu er getið um visu Piet Hein og þar er sagt að þessa vísu hafi þýtt Magnús Ásgeirs- son og Tómas Guðmunds- son. Síðan kemur þýðing Heiga Hálfdanarsonar á sömu vísu. En 11. maí ‘96 eru í Lesbók Morgun- blaðsins þrjár vísur sem eru sagðar eftir Bárð Stein Róbertsson, 22 ára Reykvfldng, og þar er þessi vísa talin vera eftir hann. Spurt er: Hefur hann birt þýðingu Helga Hálfdanarsonar sem sitt verk eða hefur hann hitt á nákvæmlega sömu orð? Eftir hvern er þessi þýð- ing? Er þetta verk Bárðar Steins eða þýðingar á ljóði Piet Hein? Torfi Ólafsson, Melhaga 4. Kaupfélag Borgnes- inga á villigötum EG get nú ekki lengur orða bundist yfir inn- kaupastefnunni í Kaupfé- laginu í Borgarnesi. Ég og fleiri sem komum reglu- lega í Borgarfjörðinn komum yfirleitt við í KB og verslum nánast alitaf eitthvað. Við viljum fá ódýran fatnað, buxur, skó, boli og fleira. Það er bara ekki lengur hægt í KB í Borgamesi. Þar er ein- göngu hægt að fá dýra merkjavöru í fatnaði og skóm. Hvar er gamla góða kaupfélagið þar sem hægt var að fá nánast allt sem mann vantaði? Kaupfélag- inu ber skylda til að vera með ódýra vöru sem efna- lítið fólk vill kaupa. Þessu verður KB að breyta ef ekki á illa að fara. Annars er KB með góða matvöru- verslun sem ég held að þeir ættu að halda sig við og láta aðra um að vera með sérvörur. Ferðalangur. Víkverja svarað í VÍKVERJA í dag, fimmtudaginn 15. júlí, er fiallað um launamál kenn- ara. Það vekur hjá mér furðu hvaða aðilar telja sig hagnast á því að rægja og halda ákveðnum stéttum niðri launalega. í grein Víkverja er þvi haldið fram að kennarar hafa fengið 33% launahækkun á yfir- standandi samningstíma. Ég vil benda á að langflest- ir kennarar fengu mildð lægri prósentutölu og þessi tala á eingöngu við um byrjendur. Einnig vil ég taka fram að laun kennara eftir 10 ár og mikið viðbót- amám er 117.500 kr. Víkverji getur fengið þetta starf mitt því það er laust ásamt mörg hundruð öðrum. Einnig mætti benda á þá kröfu að greiða beri sömu laun fyrir sömu vinnu og þá á ég við þann mismun sem er orðinn á launum kennara. Víkverji tekur einnig sem dæmi að starfsfólk í matvöruversl- unum sé ekki á sömu laun- um. Samkvæmt athugun VR fyrir nokkrum dögum er þetta samt sem áður eini hópurinn innan þeirra raða sem tekur laun sam- kvæmt töxtum. Langflest- ir eru með yfirborganir. Vil ég benda á að samn- ingar eru um lágmarks- kaup en samkvæmt lögum og reglugerðum er verið að auka vinnu á kennurum sem ekki er komið til móts við í samningum. Annað dæmi Víkverja var að sölumenn bifreiða- umboða hafi einnig ólík laun. Heldur Víkverji að þessir ágætu sölumenn samþykkti aðgerðalaust að taka að sér þrif og standsetningu nýrra bif- reiða á óbreyttum laun- um? Staðan í dag er sú að margir kennarar hafa ver- ið að hætta störfum í nokkuð langan tíma. Síð- asta haust vantaði tugi kennara í fyrsta skipti í Reykjavík. Ef borgarstjóri ætlar að hafa þá stefnu að hafa lægst launuðu kenn- ara landsins í skólum borgarinnar heldur flótt- inn úr starfinu áfram. Skúli Gunnarsson, fyrrverandi kennari. Tapað/fundið Myndavél fannst í Kjarnaskógi MYNDAVÉL fannst í Kjarnaskógi á Akureyri um síðustu helgi. Upplýs- ingar í síma 462 4557. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR með steini fannst við Garða- kirkju þriðjudaginn 13. júlí. Upplýsingar í síma 555 2980. Rautt fjallahjól týnd- ist frá Reykjalundi NÝTT rautt 21 gíra 26“ Wheeler-fjallahjól með silfurlituðu stýri týndist frá Reykjalundi sl. mið- vikudag. Skilvís finnandi hafi samband við Ásdísi í síma 566 7631. Dýrahald Svartur fress týndist frá Stífluseli SVARTUR fress með bláa hálsól fór að heiman frá sér laugardaginn 10. júlí frá Stífluseli. Finnendur vinsamlega hafið samband ísíma 557 2856. SKAK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á opnu móti í Bolzano á Italíu í sumar. Ungverjinn Ivan Farago (2.530) hafði hvítt og átti leik gegn Artur Kog- an (2.505), Israel. 24. Bxe6I! - Dxcl+ 25. Kh2 - Dc7+ (Örvænting í tap- aðri stöðu) 26. Hxc7 - Hxc7 27. Bd5 - Be2 28. h5! - Bxh5 29. g4! - Bxg4 30. Df4 - Hc2 31. Dxg4 - Hxf2+ 32. Kg3 - Hf6 33. Dg5 - Hb6 34. De7 - h6 35. BxH+ og svartur gafst upp. Rússinn Episín sigraði á mótinu með 7 v. af 9 mögu- legum, 2._5. Kenkin, Þýska- landi, Sax, Ungverjalandi, Mitkov, Makedóníu og Bukal, Króatíu, 614 v. ÞESSI duglega stúlka, El- len Óladóttir, hélt tombólu með Hörpu Ragnarsdóttur til styrkar fátækum börn- um. Harpa var farin heim til sín á Þórshöfn þegar myndin var tekin. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur fylgst grannt með deilumáli því sem upp er komið milli íbúa Grjótaþorps og borgaryfirvalda vegna meintrar há- vaðamengunar í hverfinu. Deilan snýst um rekstur skemmtistaða í næsta nágrenni við Grjótaþorp og hafa íbúai’nir kvartað yfir því að há- vaðinn, sem slfkum rekstri íylgir, haldi vöku fyrir þeim um nætur. Lái þeim hver sem vill. Það sem hefur vakið athygli Vík- verja varðandi þetta mál er að nú virðist þrætueplið fýrst og fremst vera það hvort viðkomandi skemmti- staðir séu staðsettir í Grjótaþorpi eða miðbænum. Víkverji verður að játa að hann er svo áttavilltur hér í höfuðborginni að hann hefur fram til þessa haldið að Grjótaþorp væri í miðbænum. Svo er greinilega ekki og vegna legu sinnar vestur af Aðal- stræti er þar af leiðandi eðlilegt að líta svo á að Grjótaþorp tilheyri vest- urbænum. Þar með era þorpsbúar löggiltir KR-ingar, og því fagnar Víkverji. Að mati Víkverja era þó á þessu máli ýmsar hliðar og rök bæði með og á móti, eða eins og vestfirski þingmaðurinn sagði svo hnyttilega hér um árið af öðra tilefni: „A hverju máli era tvær þungamiðjur.“ Það er nógu slæmt að vera svefnlaus um nætur af áhyggjum af ýmsum toga eða af völdum krankleika af marg- víslegu tagi svo ekki bætist þar ofan á svefntraflanir af manna völdum. Slíkt er vitaskuld með öllu óþolandi og hafa íbúar Grjótaþorps alla sam- úð Víkverja hvað það varðar. Á hinn bóginn má líta svo á að kjósi menn sér búsetu í miðborgum, hvort sem um er að ræða hér á landi eða erlendis, hljóti þeir að gera sér grein fyrir að þar með era þeir komnir í návígi við hringiðu skemmtanalífsins. Að því leyti má taka undir orð landslagsarkitekts- ins, sem vitnað er til í blaðafrétt um málið nú í vikunni, að „Reykjavík eigi að vera lifandi borg og í raun og veru sé umræddur hávaði hljómur bæjarins og það verði fólk annað- hvort að skilja eða þá að flytja“. XXX SU ráðstöfun borgaryfirvalda að veita menningarsetri kvenna, Hlaðvarpanum, leyfi til skemmtana- halds til klukkan þrjú eftir miðnætti, í stað eitt, hefur farið fyrir brjóstið á íbúum Gijótaþorps, enda mun há- vaðinn frá setrinu hafa keyrt um þverbak síðan konumar fóru að skemmta sér svo lengi frameftir um helgar. Víkverji getur að vísu vel unnt Hlaðvarpakonum þess að skemmta sér fram á nótt, eins og öðra fólká, en það er ekki sama hvernig að slíku skemmtanahaldi er staðið. Víkverji hefur eftir einum íbúa Grjótaþorps að svo virðist sem ráðn- ar hafi verið til tónlistarflutnings á menningarsetrinu unglingahljóm- sveitir sem leggi ofurkapp á að ná sem mestum hljóðstyrk út úr tækj- um sínum en skeyti minna um lag og nótur. Þetta era auðvitað grandvall- armistök sem Hlaðvarpakonum ætti að vera í lófa lagið að kippa í liðinn með því að ráða til starfans eldri og reyndari tónlistarmenn sem vita að forsenda fyrir góðri stemmningu er hárfínt samspil hljómstyrks og laga- vals. Víkverji er til dæmis handviss um að Raggi Bjarna og félagar myndu troðfylla staðinn og allir una glaðir við sitt. Varðandi hinn skemmtistaðinn sem deilt er um, listdansstaðinn sem kenndur er við Clinton Bandaríkja- forseta, veit Víkverji nánast ekkert. Af blaðaskrifum má þó ráða að þeim stað fylgi mikið ónæði vegna stöðugs umgangs fólks og hávaða utandyra. Víkverji hélt í sakleysi sínu að slíka staði stunduðu nær eingöngu full- orðnir karlmenn, frakkaklæddir með slútandi hatta, sem legðu áherslu á að láta sem minnst fyrir sér fara bæði við komu og brottför. Svo er greinilega ekki og því er úrbóta þörf. En hér er auðvitað um grafalvar- legt mál að ræða, sem ástæðulaust er að hafa í flimtingum. Víkveiji get- ur því tekið undir með leiðarahöf- undi Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem réttilega er bent á að þau viðbrögð sem íbúar hverfis- ins hafi fengið við kvörtunum sínum séu ekki viðunandi og í þeim engin úrlausn fólgin. Skemmtanahald af því tagi sem þarna fari fram, geti ekki farið saman við hagsmuni íbú- anna og því verði borgaryfirvöld að taka af skarið. Verði það ekki gert muni Grjótaþorp tæmast. „Er það eftirsóknarvert fyrir lífið í miðbæn- um?“ spyr leiðarahöfundur. Og sú spurning er einmitt „þungamiðja" málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.