Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 NEYTENDUR ______ MORGUNBLAÐIB LISTIR Mikið að gera á sumarútsölum Morgunblaðið/Jim Smart Algengur afsláttur á bilinu 30-60% Sumarútsölurnar eru hafnar af fullum krafti og að sögn nokkurra kaupmanna sem rætt var við í vik- unni er mikið að gera. Algengur afsláttur er á bilinu 30-60%. Sumar- fatnaður er algengasta útsöluvaran, en þó er ýmis önnur sérvara á tilboði þessa dagana, raftæki, tölvuleikir, búsáhöld, garðhúsgögn og sumarblóm, svo dæmi séu tekin. Laxi fylgt eftir frá árbakka til neytanda Síritar mæla gæði og ferskleika alla leið Hér áður fyrr voru skynfærin ein notuð til að meta ferskleika matvæla á við kjöt og fisk. Tækninni hefur fleygt fram síðustu ár. Nú hafa fyrir- ferðarlitlir mælar og síritar auðveld- að mat á ferskleikanum og skrá ferli matvörunnar frá framleiðanda og uns hún er komin í verslanir eða á borð til neytandans. Erlendir og innlendir kaupendur matvæla gera vaxandi kröfur til framleiðenda um gæði og ferskleika. Eftirlit með þáttum eins og hitastigi matvæla er talið nauðsynlegt til að tryggja gæði. Lýður Skúlason og Jón H. Ragn- arsson starfa hjá Boðvídd en það fyrirtæki selur mæla og sírita sem nýtast til margskonar mælinga í matvælaiðnaði. Til að átta sig á hvernig þróunin hefur verið fengum við að fylgjast með laxi alveg frá því hann var veiddur í Laxá í Kjós fyrr í vikunni og uns hann var kominn í flskborðið hjá físksalanum. Fitumæling á árbakkanum Jón og Lýður voru búnir að mæla hita, raka, ljósmagn og jarðvegshita á árbakkanum til að meta líkur á veiði þann daginn sem laxinn kom á land. Þegar búið var að landa laxin- um var hann fitumældur á árbakk- anum með sérstökum fitumæli. Þeir segja að útfrá fitumagni sé síðan hægt að ákveða hvort laxinn henti best á grillið, í reykingu eða hvort það er æskilegt að grafa hann. Að lokinni fitumælingu á árbakk- anum vai- gengið frá laxinum í frauðkassa og hann ísaður. I kass- ann var settur síriti sem mælir hita- stigið á honum. Landflutningabíll frá Samskipum er með slíkan sírita í bflnum hjá sér auk þess sem þeir eru með til reynslu þráðlaust eftirlits- kerfi. Þá geta höfuðstöðvar Land- flutninga fylgst með bflnum á skjá hjá sér, hitastigi farmsins svo og komu- og brottfarartíma bflsins. Frauðkassinn var síðan fluttur með þessum hætti til fisksalans í Nethyl. Þegar hann fékk laxinn í hendur úr flutningabflnum tók hann mælinn úr frauðkassanum og stakk í tölvuna hjá sér sem sýndi þá með línuriti hvaða hitastig var á laxinum frá árbakkanum og til hans. Fisksalinn mældi síðan ferskleik- ann áður en nýmetinu vai- komið fyr- ir í kældu fiskborðinu. „Eins og dæmið hér að ofan lýsir eru komnir mjög fyrirferðarlitlir mælar til að fylgjast með gæðum og ferskleika nýmetis. Síritar vinna ým- ist með þeim hætti að minniskubbur í tækinu sjálfu geymir upplýsingarn- ar og síðan eru þær lesnar inn á tölvu til frekari vinnslu eða að sírit- Ragnarsson eru með fartölvu að taka upplýsingar af hitastigs- síritum. Fiskurinn er fitumæld- ur á árbakkanum og hann lagð- ur í frauðkassa með ís. inn sendir upplýsingarnar í móður- stöð til skráningar. Sum kerfi er hægt að þjónusta í gegnum Netið.“ Vitið þið til að mörg íslensk mat- vælafyrirtæki hafi þegar tekið þessa tækni í sína þjónustu? „Mörg fyrirtæki eru komin með kerfi sem þetta að hluta til, sérstak- lega þar sem kröfúr eru háværar um innra eftirlit og ferskleika. Einstaka fyrirtæki eru síðan komin með mjög öflug kerfi á þessu sviði.“ Þegar þeir LAXINN kominn í fiskborðið hjá Ásmundi Karlssyni, fisksala 1 Nethyl. Þar mælir hann fersk- leika fisksins. eru spurðir hvort dýrt sé að koma upp eftirlitskerfí sem þessu taka þeir dæmi. „Kerfi sem mælir hitastig í þremur klefum allan sólarhringinn kostar um 100.000 krónur og síðan er rekstrarkostnaður nánast eng- inn.“ Þeir segja að mælingar með sírit- um og þessum litlu mælum hafi feng- ið samþykki heilbrigðisyfirvalda og benda á að mælingarnar séu mjög nákvæmar. fisksins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eilífðin eini óhagganlegi veruleikinn ÚT er komin hjá Skál- holtsútgáfunni bókin Á torgi himinsins eftir séra Heimi Steinsson á Þingvöllum. Hug- leiðingar á helgum dögum og hátíðum er undirtitill bókarinnar. Hún hefur að geyma hugvekjur sem áður hafa verið birtar í Morgunblaðinu, sú fyrsta á hvítasunnu- dag 1997 og á eftir fylgdi ein hvern helg- an dag til jafnlengdar árið eftir. „Þegar ég kom aft- ur á Þingvöll fannst mér kominn tími til að ég reyndi að gera grein fyrir lífsskoðun minni með endanlegri hætti en ég hafði áður gert,“ segir séra Heimir, þegar hann er inntur eft- ir tildrögum bókarinnar. Þing- vellir koma þar víða við sögu og ein hugvekjan, „Heilög geymið Islands vé“, fjallar gagngert um Þingvelli. Annars segir hann hug- velqurnar að verulegu leyti vera útleggingar á textum kirkjuárs- ins og því megi ætla að menn sem þurfi að prédika á helgum dögum geti haft af bókinni nokkurt gagn. „Hinu er ekki að leyna að þar eru nokkrar hugvekjur sem ekki fylgja textum hlutaðeigandi sunnudags - og það má kannski segja að í þeim komi mín lífsskoð- un fram, umfram það sem gerist í þeim hugvekjum sem byggðar eru á textum kirkjuársins," segir hann og vísar sérstaklega til þriggja kafla undir titlinum Sam- semd og veruleiki. „Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að eilífðin sé eini óhagganlegi veruleikinn sem við eigum aðgang að og kost á og það er það sem ég reyni að setja fram þarna með svolítið ít- arlegri hætti en áður.“ Kristin einingarhyggja er Heimi einnig hugleikin og um hana fjallar hann í köflunum Kristin einingarhyggja, Fylling lífs og Kjarni tilverunnar. „Með kristinni einingarhyggju, sem ég leyfi mér að nefna svo, er ég að þýða orðið „mystik". Þetta er vandræðaorð, sem hefur verið þýtt á ýmsa vegu. Eg leyfði mér að fífja upp á nýyrði; einingar- hyggju eða einingar- vitund, vegna þess að mystik felur í sér meðvitund um ein- ingu við Guð eða náttúruna - eða um- hverfið, hvað sem við viljum nú kalla það. Það er sérstök með- vitund sem menn geta orðið fyrir fyrir- varalaust, úti í nátt- úrunnar ríki, en menn geta líka rækt- að hana með bænum og hugleiðslu," út- skýrir Heimir og get- ur þess að orðin dul- speki og dulhyggja geti einnig gengið í þessu sam- hengi og ennfremur orðið innsjá, sem komið sé frá Sigurbirni Ein- arssyni biskupi. Enn eitt þema sem Heimir fjallar sérstaklega um í hugvekj- um sinum er evangeliskur rétt- trúnaður. „Þar er fjallað um rétt- lætingu af trú,“ segir hann og bendir á kaflann Kirkja fagnað- arerindisins. „Daginn eftir að þessi hugvekja birtist hringdi í mig maður, sem sagðist lesa hug- vekjumar með athygli en hann væri orðinn þreyttur á þessari ei- lífu boðun um réttlætingu af trú og spurði hvar væm eiginlega hin góðu verk. Þá skrifaði ég hugvekjuna „Trúin er ónýt án verkanna“ gagngert í svars skyni. Þar leyfí ég mér að benda alveg sérstaklega á að það er í kristnum löndum sem velferðar- ríkið varð til og það er í evang- elisk-Iútherskum löndum sem velferðarríkið hefur náð mestum þroska,“ segir Heimir. Þetta setti hann raunar fyrst fram í erindi á ráðstefnu árið 1983, þar sem haldið var upp á afmæli Marteins Lúthers. Þar sagði hann það ekki geta verið tilviljun að velferðar- ríki nútímans væm sterkust í evangelisk-lútherskum löndum. „Þau byggjast í rauninni á sam- kennd, sem ekki virðist alls stað- ar vera til í sama mæli. Sam- kenndin er auðvitað afkvæmi þessarar ríkiskirkju, sem nú heit- ir þjóðkirkja og hefur alið menn upp öldum saman í því að Iita á sig sem heild, eina samstæða heild,“ segir Heimir að síðustu. Sr. Heimir Steinsson Hvergi hefur mannlegt félag náð öðrum eins þroska og í vel- ferðarríkjum nútímans. Þegar litið er til velferðarríkja í Ijósi sögunnar, kemur í ljós, að bezt hefur til tekizt um eflingu þeirra með þeim þjóðum, er öldum saman hafa lotið forræði þeirrar kirkju, sem kennir sig við fagnaðarerindið. Fram eftir 20. öld fóru Norðurlandabúar í fylkingarbrjósti varðandi sköpun velferðar- ríkja. Norðurlönd hafa hins vegar lotið evangelisk-lútherskum sið frá því á 16. öld. Rök hafa verið færð fyrir því að hér sé ekki um tilviljun eina að ræða, heldur eigi velferðarríki í þessum löndum m.a. rætur að rekja til evangeliskrar arfleifðar. Úr bókinni Á torgi himinsins. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vfib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrofmagnandi bónhúö. Sækjum og sendum ef óskaö er. J _ Nýi° tæHaúhránsunin Sólheimar 35 • Sími: 533 3634 • OSM: 897 3634 Byggingaplatan W0tM)(2® sem allir hafa beðið eftir VIROC®byggingaplatan er fyrir VlROC®byggingaplatan er platan veggi, loft og gólf sem verkfræðingurinn getur VIROCbyggingaplatan er eldþolin, fyrirskrifað blint. vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC®byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC®byggingaplatan er umhverfisvæn PÞ &co LeitiS frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÍILA 29 S: 553 86401 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.