Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 35
34 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 35
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VERÐMÆT AÐSTAÐA
Kyoto-bókunin, sem við Islendingar höfum enn ekki tekið
ákvörðun um að undirrita, felur í sér, að rétturinn til að losa
gróðurhúsalofttegundir verður takmörkuð og í raun kvótabundin
auðlind. Gert er ráð fyrir, að viðskipti með losunarkvóta milli landa
verði heimil, og jaftivel hefur verið rætt um uppboðssölu á kvótum.
En jafnframt eru sterk rök, sem hníga að þvi að aðstaða til að
byggja stóriðjuver eins og t.d. álver verði af augljósum ástæðum
takmarkaðri en verið hefur og þar með mjög eftirsótt. I grein,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem fjallað var um þessi
málefni, kvaðst einn viðmælenda blaðsins telja liggja í augum
uppi, að Kyoto-bókunin gerði það að verkum, að slík aðstaða yrði
takmörkuð auðlind og eftirsóknarverð verðmæti. Raunar eru
ýmsir þeirrar skoðunar, að Kyoto-bókunin leiði til þess að verð-
mæti álvera, sem nú eru starfrækt, stóraukist og sömuleiðis af-
urðir þeiira. Aðrir telja þetta fráleitt og benda m.a. á, að bygg-
ing álvera og annarra stóriðjuvera flytjist einfaldlega til þróun-
arlandanna, sem geri ekki sömu kröfur.
Þær röksemdir ganga ekki alveg upp. Þeir sem byggja álver
eða önnur stórfyrirtæki eru ekki bara að leita að ódýrustu
orkunni, þegar staður er valinn fyrir nýtt iðjuver. Þeir hinir
sömu spyrja líka, hvernig stjómarhættir séu í viðkomandi ríki
og hvort þar sé um þróað menningarsamfélag að ræða. Þótt
hægt sé að fá ódýrari orku annars staðar vega þessi atriði þungt
í mati fyrirtækjanna á því, hvar þau hafa áhuga á að fjárfesta.
Augljóst er, að hin þróaðri ríki heims eru af þeim sökum eftir-
sóknarverðari en ríki þriðja heimsins. Ymiss konar kostnaður,
sem fellur til í þróunarríkjunum, er óþekktur á Vesturlöndum og
fjárfestar eru öruggari um, að fjárfesting þeirra skili arði en ef
þeir binda fé sitt í þróunarríkjunum.
Þegar hugsanleg bygging álvers á íslandi er metin í þessu
ljósi fer ekki á milli mála, að Island er eitt af þeim löndum, sem
getur verið eftirsóknai’vert fyrir erlenda fjárfesta að koma til.
Og það er kannski ekki tilviljun, að nú hafa tveir aðilar mjög
ákveðið lýst áhuga á að byggja álver á Reyðarfirði. Hingað til
höfum við leitað stíft eftir byggingaraðila, nú er allt í einu hægt
að velja á milli tveggja aðila.
Aðstaða til byggingar álvers á Reyðarfírði - eða annars staðar
- á því ekki að vera ókeypis og það er heldur ekki ástæða til að
íslenzk stjórnvöld leggi fram fé til þess að laða að hina erlendu
fjárfesta. Þvert á móti sýnist dæmið hafa snúizt við. Hvað eru
þeir tilbúnir að borga til þess að fá að byggja álver á Islandi?
ATVINNA OG
SAMGÖNGUR
Iumræðum um atvinnumál á landsbyggðinni á undanförnum
árum hefur Morgunblaðið ítrekað vakið athygli á því, að
bættar samgöngur hafa gjörbreytt öllum viðhorfum til atvinnu-
mála á landsbyggðinni. Varanlegt slitlag og í sumum tilvikum
jarðgöng hefur leitt til þess að skamma stund tekur að fara á
milli byggðarlaga. Þótt atvinnuvandamál komi upp í einu byggð-
arlagi á fólk auðveldlega að geta sótt atvinnu í nærliggjandi
byggð vegna betri samgangna. Reynslan er hins vegar sú, að
fólk í einu byggðarlagi er afar tregt til að leita atvinnu annars
staðar. Það er sambærilegt við það, ef Kópavogsbúar gætu ekki
hugsað sér að vinna í Reykjavík eða Breiðholtsbúar gætu ekki
hugsað sér að sælga vinnu vestur á Granda.
Hér þarf hugarfarsbreyting til að koma. Það varð bylting í
samgöngum á Vestfjörðum með Vestfjarðagöngunum. Þau gera
fólki í byggðunum frá Þingeyri við Dýrafjörð til byggðanna við
Djúp kleift að sækja vinnu á milli staða eftir því sem hentar
hverjum og einum. Á milli Þingeyrar og Isafjarðar eru um 50
km. Það er álíka vegalengd og fjölmargir íbúar Suðurnesja fara
á degi hverjum til þess að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Á
þessu er enginn eðlismunur.
í samtölum Morgunblaðsins við fólk á Vestfjörðum hinn 7. júlí
sl. var því borið við, að þeir sem vildu sækja vinnu til ísafjarðar
frá Þingeyri, til dæmis, yrðu að leggja af stað kl. 7 að morgni og
kæmu ekki heim fyrr en kl. 18 að kvöldi. Leikskólinn á Þingeyri
væri ekki opnaður fyrr en kl. 8 að morgni og honum lokað kl. 17
síðdegis. Við þessu er einfalt ráð en það er að breyta opnunar-
og lokunartíma leikskólans á Þingeyri.
Miðað við þann fjölda útlendinga, sem nauðsynlegt hefur
reynzt að ráða í vinnu á Vestfjörðum, er alveg ljóst, að þar er
næga vinnu að hafa fyrir þá, sem þar búa. Það er hins vegar lið-
in tíð, að vinnan sé við bæjardymar. Það er liðin tíð hvort sem
litið er til Reykjavíkursvæðisins eða Vestfjarða.
Eitt helzta markmið Vestfjarðaganganna var að gera þessi
byggðarlög að einu atvinnusvæði. Það voru líka rökin fyrir því
að leggja svo mikla fjármuni í þessi göng af almannafé. Um leið
og Vestfirðingar fara að líta á byggðarlögin á Vestfjörðum sem
eina heild, sem þau eru orðin að því leyti til að þau eru orðin eitt
sveitarfélag, mun mikið af þeim atvinnuvanda, sem menn telja
að blasi þar við, einfaldlega hverfa.
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ræðir 5 ára rammafjárhagsáætlun
Stórt skref stigið í hag-
ræðingu og- skipulagi
Með því að setja fram fímm ára rammafjár-
hagsáætlun leggur meirihluti bæjarstjórnar
spilin á borðið, segir Magnús Gunnarsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði í samtali við Sigríði
----------------7--------------------------
Tómasdóttur. I kjölfarið verður það auð-
veldara fyrir bæjarbúa að gera sér grein
fyrir áætlunum bæjarstjórnar.
Morgunblaðið/Jim Smart
„VIÐ setjum okkur ákveðin markmið og reynum að fylgja þeim út
í ystu æsar.“
Þýzkir þingmenn í Islandsheimsókn
Morgunblaðið/Sverrir
ÞINGMENNIRNIR Rainer Eppelmann og Reinhard von Schorlemer.
Vináttubönd treyst
Þýzku þingmennirnir Rainer Eppelmann og
Reinhard von Schorlemer segja sameiningu
Þýzkalands aldrei hefðu getað orðið að veru-
leika án þess trausts, sem byggzt hefur upp
milli Þýzkalands og grannríkja þess í gegn
um Evrópusamrunann. Þeir tjáðu Auðuni
Arnórssyni að Island væri velkomið í
ESB og sjálfsagt að sýna sjávarútvegshags-
munum þess mikinn skilning.
NÚVERANDI meirihluti
sjálfstæðismanna og fram-
sóknarmanna tók við
stjómartaumum í Hafnar-
fírði að loknum bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum fyrir rúmu ári. Nú
á dögunum lagði meirihlutinn fram
fimm ára rammafjárhagsáætlun og
Magnús Gunnarsson bæjarstjóri er
mjög ánægður með það skref sem
stigið hefur verið til hagræðingar og
skipulagningar í málum bæjarins.
„Þetta er raunhæf og metnaðarfull
áætlun sem við höfum samþykkt í
bæjarstjórn. Hana munum við hafa til
hliðsjónar á næstu árum. Hún er öll-
um bæjarbúum aðgengileg á vefsíðu
okkar. Þess utan er ætlunin að gefa
hana og greinargerðina sem henni
fylgir út og senda til allra bæjarbúa,
þannig að þeir viti hvert við stefnum."
Fjármál skipulögð
til lengri tíma
Aðspurður hvernig standi á því að
bæjarstjórn, sem kosin er til fjögurra
ára, leggi fram áætlun til fímm ára,
þegar eitt ár er liðið af kjörtímabili,
segir Magnús að fyrir því séu nokkrar
ástæður.
„Fyrst og fremst er hugsunin sú að
horfa lengra en til eins kjörtímabils í
skipulagi fjármála líkt og gert er í öðr-
um skipulagsmálum. Skipulag er yfir-
leitt gert til langs tíma og öllum þykir
það sjálfsagt. Fjárfestingar og rekstur
sveitarfélags eiga vitaskuld einnig að
vera til langs tíma. Það er einnig kom-
inn tími til að stjórnmálamenn hætti
að hugsa eingöngu út frá kosningum.
Með þessari fjárhagsáætlun leggjum
við spilin á borðið og bæjarbúar geta
fylgst með því sem við gerum.“
Magnús bætir því við að kannski sé
auðveldara að eiga við gerð slíkra fjár-
hagsáætlana í þeim stöðugleika sem
nú ríki í þjóðfélaginu, samanborið við
ástand áður þegar verðbólga og óvissa
ríkti.
Að sögn Magnúsar var nauðsynlegt
fyrir bæinn að setja þann ramma sem
fjárhagsáætlunin er vegna allra þeirra
fjárhagslegu skuldbindinga sem Hafn-
arfjörður stendur frammi fyrir á
næstunni. Bærinn verði starfræktur
innan ramma fjárhagsáætlunarinnar.
Einsetning grunnskólans
kostnaðarsöm
„Það sem við Hafnfírðingar þurfum
að kljást við er að bærinn er frekar
skuldsettur. Með því að gera ramma-
fjárhagsáætlun erum við fyrst og
fremst að reyna að átta okkur á því
hvernig við komumst í gegnum þær
gríðarlegu fjárfestingar sem bærinn
stendur frammi fyrir. Hér má nefna
einsetningu grunnskólans, byggingu
leikskóla og fleira. Þessu verðum við
að sinna samtímis allri annarri þjón-
ustu. Því verðum við að velta fyrir okk-
ur hvemig við röðum framkvæmdun-
um niður og hvemig við fáum til þeirra
fjármagn. Fjárhagsáætlunin verður þó
aldrei neitt annað en leiðarstika.“
Kostnaður við einsetningu gmnn-
skóla í Hafnarfírði nemur um 3,8
milljörðum króna og það em ekki síst
þessi miklu útgjöld sem bæjarstjórnin
stóð frammi fyrir að loknum kosning-
um. „Við leggjum mikla áherslu á
þennan málaflokk og stefnt er að því
að ljúka einsetningunni haustið 2004.
Það þýðir hins vegar að við getum
ekki lokið henni innan þeirra tíma-
marka sem sett era í lögum um ein-
setningu grunnskólans. Þau kveða á
um að henni skuli vera lokið 2003.
Ástæða þessa er fyrst og fremst sú
hversu skammt á veg komin við vor-
um hér í Hafnarfirði fyrir ári. Þá
höfðu sum sveitarfélög nær lokið ein-
setningu grannskólans en við vorum
rétt að byrja.“
Fyrir kosningar lá fyrir áætlun um
einsetningu grannskóla í Hafnarfirði
og segir Magnús hana hafa verið full-
komlega óraunhæfa. Gert hafí verið
ráð fyrir að breytingarnar sem fylgja
einsetningunni myndu kosta 1,5 millj-
arða króna og tækju styttri tíma en
raunin er.
„Þegar við litum nánar á einsetn-
inguna sáum við að hún var viðameiri
en talið var. Það er náttúralega ekki
einfalt mál að einsetja grannskóla. Við
þurfum að mæta þeim kröfum sem
sett era um húsnæði í dag, auk þess
þurfum við að laga það húsnæði sem
fyrii- er. Lagfæra branavarnir eins
komið hefur fram í fjölmiðlum og
fleira.
Þetta era vitaskuld gríðarleg fjárút-
lát fyrir sveitarfélög. Okkur þykir því
að ríkið ætti að taka meiri þátt í þeim
en nú er. Eins og málin standa nú
greiðir ríkið 20% af kostnaði við ný-
byggingu vegna einsetningar en ekki
er tekinn með í dæmið kostnaður
vegna endurbóta þannig að hlutur rík-
isins verður minni.“
Einkaframtak reynt
í skólamálum
Til að mæta þessum kostnaði verða
nýjar leiðir reyndar í framkvæmdum
og tekur Magnús sem dæmi að skóli í
Aslandi, nýbyggingarsvæði bæjarins,
verði boðinn út sem einkaframkvæmd.
Þannig verði gerður samningur, við
fyrirtækið sem reisir og á skólabygg-
inguna, um rekstur og viðhald hennar.
Sömu hugmyndir hafa verið viðraðar í
sambandi við kennslu, þá yrði hún
boðin út og bærinn myndi gera samn-
ing um kennslu við þá aðila sem
fengju útboðið.
„Þeir yrðu auðvitað að fylgja náms-
skrá en hefðu frjálsari hendur en
gengur og gerist," segir Magnús og
bætir við að kostnaður foreldra myndi
ekki aukast í kjölfarið. „Við viljum
reyna nýjar leiðir í skólamálum.
Þannig fáum við fjölbreytni og höfum
samanburð. Auk þeirrar hagræðingar
sem fylgir."
Nú er einsetningu Öldutúnsskólans
lokið og verður einsetningu Engidals-
skóla vera lokið í haust. Framkvæmd-
um við Setbergsskóla á að ljúka haust-
ið 2000 en framkvæmdir vegna ein-
setningar era komnar skemur á veg í
hinum skólunum. Stefnt er á að þeim
verði lokið haustið 2004.
Auk skólamála segir Magnús að
leikskólamál séu ofarlega á baugi í
Hafnarfírði. Nú á næstu áram verði
reistir fjórir nýir leikskólar og tveir
stækkaðir. „Þetta er átak sem við
ráðumst í vegna þess að við teljum að
þetta séu kröfur sem að íbúar setja á
oddinn og því gefum við þessu for-
gang. En við getum ekki farið hraðar
en fjárhagur leyfir okkur og því höf-
um við einnig afráðið að fara þá leið að
bjóða út byggingu og rekstur leik-
skóla í Áslandi sem einkafram-
kvæmd.“
Magnús segir að þegar á allt sé litið
búi Hafnfirðingar vel að æskunni og í
því samhengi nefnir hann íþróttamál-
in, enda Hafnarfjörður mikill íþrótta-
bær. „Við höfum hlúð vel að okkar
fólki og það hefur svo sannarlega skil-
að árangri. Skemmst er að minnast af-
reks Arnar Arnarsonar á Evrópu-
meistaramóti unglinga í sundi nú á
dögunum. Nú höfum við uppi áætlanir
um byggingu á nýrri íþróttamiðstöð
Hauka, Fimleikafélagið Björk fær
einnig nýtt húsnæði en það flytur inn í
gamla hús Hauka og verður það
stækkað og endurbætt.“
Gagnrýni minnihlutans
vísað á bug
Auk þess að fara þá leið að bjóða út
rekstur bygginga grunnskóla hafa
ýmsar aðrar leiðir verið inni í mynd-
inni til að ná fram þeirri hagræðingu
og sparnaði sem Magnús bendir á að
er nauðsynleg til að Hafnarfjörður
geti mætt sínum fjárhagslegu skuld-
bindingum.
„Það er af ýmsu að taka, við verðum
jú einhvers staðar að fá það fjármagn
sem vantar. Meðal hugmynda er
hækkun ýmissa þjónustugjalda,
hækkun gjaldskrár í heildagsskóla,
gæsluvöllum verði fækkað, verkefni
færð til og fleira. Við eram að kanna
hagkvæmni þess að slökkviliðið verði
sameinað slökkviliðum annarra sveit-
arfélaga. Loks nefni ég að hluti af hag-
ræðingunni mun felast í því að reynt
verður að komast hjá því að bæta við
starfsfólki á vegum bæjarins þrátt fyr-
ir að íbúum fjölgi.“
Spurður um viðbrögð hans við gagn-
rýni á fjárhagsáætlunina sem minni-
hlutinn lét bóka og fól m.a. í sér gagn-
rýni á hækkun þjónustugjalda og fleira
segir Magnús að ljóst sé að til að mæta
kröfum um aukna þjónustu verði að
auka tekjur og draga úr útgjöldum því
enginn vilji draga úr þjónustu.
„En ég vísa gagnrýninni á áætlun-
ina á bug. Hún er raunhæf og ég
minni á að hingað til hafa fjárhagsá-
ætlanir yfírleitt eingöngu náð til eins
árs og hefur verið farið mjög misjafn-
lega eftir þeim, jafnvel hefur verið far-
ið fram úr þeim um hundrað milljóna
króna. Hér er lögð fram metnaðarfull
fjárhagsáætlun sem við eigum að geta
staðið við. En það er ekki óeðlilegt að
minnihluti viðhafi varnaðarorð, það er
þeirra hlutverk að gagnrýna."
Opnari stjórnsýsla færir
okkur nær fólkinu
Önnur hlið hagræðingarinnar í Hafn-
arfírði era breytingamar á stjórnsýsl-
unni á síðastliðnu ári. „Það var eitt af
fyrstu verkum núverandi meirihluta
að breyta skipulagi á stjórnsýslunni.
Við töldum skilvirkni í stjórnskipan
vera granninn fyrir árangi-i.“
Breytingarnar fólust m.a. í því að
sviðum innan stjórnsýslunnar var
fækkað úr sex í þrjú, stjórnsýslu- og
fjármálasvið, fjölskyldusvið og um-
hverfís- og tæknisvið. Undir hvert
sviði heyra svo þær deildir og skrif-
stofur sem tilheyra. Bæjarendurskoð-
un Hafnarfjarðar var lögð niður og
verkið boðið út. í kjölfar breytinganna
var ýmis ný starfsemi sett á laggirnar,
ráðinn var jafnréttisráðgjafi, fræðslu-
og starfsmannafulltrúi og upplýsinga-
stjóri.
„Þessar breytingar allar era liður í
því að opna stjórnsýsluna. Þar era
upplýsingamál lykilatriði og þau hafa
eins og kunnugt er tekið miklum
breytingum á undanförnum áram og
eru í stöðugri þróun. Sem dæmi um
þetta má nefna að nú era fundagerðir
bæjarráðs, bæjarstjórnar, nefnda og
ráða aðgengilegar á vefsíðu okkar um
leið og fundum er lokið. Það þýðir að
fólk getur setið heima við og skoðað
það sem er í gangi. Þannig færumst
við í bæjarstjórninni nær fólkinu og
það getur haft sitt að segja um það
sem við gerum.“
Bæjarskipulag í öndvegi
Ibúar bæjarins koma e.t.v. ekki tO
með að fínna fyrir öllum þessum
stjórnsýslubreytingum, enda finnur
hinn almenni borgari fyrst og fremst
fyrir því sem snýr að honum beinlínis,
eins og skólamálum segir Magnús.
Hinn almenni borgari kemur aftur á
móti til með að sjá breytingar á Hafn-
arfirði á næstunni því að mikið hefur
verið lagt í skipulagsmál bæjarins.
+
„Við leggjum mikla áherslu á skipu-
lagsmálin og höfum fengið til liðs við
okkur breska arkitektastofu sem hef-
ur lagt fram skýrslu með ýmsum til-
lögum. Skipulagsmálin era vitaskuld
innan ramma fjárhagsáætlunarinnar
og skipulagsdeildin verður að taka til-
lit til þeirra fjármuna sem era settir í
málin. Núna höfum við t.d. stoppað
skipulag í Hellnahrauni því við viljum
að svæðið sé endurskipulagt í sam-
ræmi við áætlunina. í þessu samhengi
bendi ég á greinargerð skipulags-
stjóra vegna skipulagsmála í fimm ára
áætlun en þar segir að bær eigi að
dafna í samræmi við fjárhagsáætlun
en ekki fyrir tilviljun.“
Hluti af endurskipulagningu í
Hellnahrauni er að bærinn hyggst rífa
Stálbræðsluhúsið sem þar stendur og
lítil prýði er af. „Þarna mun rísa at-
vinnusvæði sem örugglega verður
mjög eftirsóknarvert vegna nálægðar
við stofnbrautir og hafnir og hversu
auðvelt er að vinna land þarna í
grenndinni."
Annað sem verið hefur í ítarlegri
skoðun er miðbærinn í Hafnarfirði og
hvernig hann geti orðið enn líflegri en
hann er, hvernig hægt verði að sinna
verslun og þjónustu og menningu á
sama svæðinu. „Varðandi menninguna
þá má geta þess að nú hefur bærinn
fest kaup á húseign bæjarútgerðar-
innar sálugu við Vesturgötu og mun
leikhópurinn Hermóður og Háðvör fá
þar aukið húsnæði í kjölfarið. Þannig
að menningin kemur til með að
blómstra á hafnarbakkanum."
Höfnin er miðja og lífæð Hafnar-
fjarðar og er það hluti af framtíðar-
skipulagi bæjarins að endurskipu-
leggja höfnina. „Hugmyndin er sú að
hafnsækin starfsemi verði flutt af
Norðurbakkanum yfir á Suðurbakk-
ann. Þá munu flotkvíarnar færðar út á
Suðurbakkann og það verður léttir
fyrir bæinn að losna við þær þaðan
sem þær era núna.“
Fjölmörg tækifæri í Hafnarfirði
Magnús bendir á að það liggi í aug-
um uppi að tækifæri Hafnfirðinga séu
fjölmörg. „Við erum með höfn, eigum
nóg af háhita svo ekki sé minnst á
landsvæði sem við eigum nóg af.“
Ekki er þó ætlunin að láta ónýtt land-
svæði Hafnfirðinga afskiptalaust.
Skipulag Áslandsins er í fullum gangi
og segir Magnús að mikil áhersla
verði lögð á að vinna samtímis að upp-
byggingu þjónustu við íbúana og upp-
byggingu íbúðarhverfis.
„Svo komið sé aftur að fimm ára
rammafjárhagsáætluninni og þvl
skipulagi sem henni fylgir má benda á
að með því að leggja línur í skipulagi
geta íbúarnir fylgst vel með fram-
kvæmdum sveitarfélagsins. Þannig
geta þeir séð hvenær við bjóðum út
lóðir og bragðist við því.“
Magnús segir að fyrir utan skipulag
íbúðasvæða og hafnar sé annað brýnt
mál á dagskránni, endurgerð Reykja-
nesbrautar frá Kaplakrika að Hamar-
kotslæk. „Það er 90% nýting á vegin-
um þarna og ekki seinna vænna en að
fara að breikka hana úr tveimur
akreinum í fjórar. Það sem við höfum
lagt til við Vegagerðina og verður lögð
mikil áhersla á er að hún verði lögð í
stokk. Það þýðir að hún mun verða
grafin niður.“
Það má því ljóst vera að fram-
kvæmdagleðin er mikil í Firðinum nú
um þessar mundir og allt undir skipu-
lagi og ramma fjárhagsáætlunarinnar.
„Það sem við höfum rætt hér styður
það sem við í bæjarstjórn höfum lagt
áherslu á, að með því að gera ramma-
fjárhagsáætlun þá hefurðu meiri yfir-
sýn og virkari markmiðasetningu. Við
setjum okkur ákveðin markmið og
reynum að fylgja þeim út í ystu æsar.“
Það eru mikla breytingar sem liggja
fyrir í Hafnarfirðinum nú um aldamót.
En það liggur fleira á hjarta bæjar-
stjórans. Það eru sameiningarmál
sveitarfélaga sem hér er vísað til en
Magnús hefur líst því yfir í ræðu og
riti að sameining Hafnarfjarðar,
Garðabæjar og Bessastaðahrepps sé
honum ofarlega í huga.
„Ég hef ekkert legið á þessari skoð-
un minni og tel að sameining myndi
vera hið mesta þjóðþrifamál. En nú
býð ég eftir því að forráðamenn og
íbúar Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps lýsi yfir áhuga sínum. Það
verður ekkert gert fyrr en það gerist.
Um leið og sveitarstjórnarmenn lýsa
yfir vilja sínum munu íbúarnir fylgja
eftir, það efast ég ekki um.“
FYRIR skömmu var haldinn síð-
asti þingfundurinn sem þýzka
Sambandsþingið hélt í þing-
húsinu á Rínarbökkum í Bonn. Þingið
kemur næst saman í endumýjuðu
Ríkisþinghúsinu í Berlín í haust. Fyr-
ir utan það að flytja skjalabunka og
önnur gögn sem tilheyra starfi þing-
mannsins austui' til Berlínar taka
þingmennfrnir 672, sem sæti eiga á
Sambandsþinginu, sér ýmislegt fyrir
hendur þær vikumar sem engir era
þingfundimir. Tveir þeirra, Rainer
Eppelmann og Reinhard Freiherr
von Schorlemer, lögðu leið sína til Is-
lands, að eigin sögn í þeim tilgangi að
styrkja vináttutengsl við Islendinga.
Þeir hittu hér íslenzka þingmenn
og áttu fundi með biskupnum yfir Is-
landi og meðlimum Þýzk-íslenzka
verzlunarfélagsins. Þeim gafst einnig
færi á að ferðast aðeins um landið.
Báðir era þeir þingmenn sama
flokks, Kristilega demókrataflokks-
ins (CDU), en bakgrannur þeirra er
býsna ólíkur. Rainer Eppelmann
starfaði lengi sem prestur í Austur-
Þýzkalandi, en er auk þess múrari að
mennt. Sem prestur var hann and-
stæðingur austur-þýzku kommún-
istastjórnarinnar, en hann var kjör-
inn inn á þing í fyrstu frjálsu kosn-
ingunum til austur-þýzka þingsins
árið 1990 og gegndi í kjölfar þess
embætti varnarmálaráðherra Aust-
ur-Þýzkalands. Hann var síðasti mað-
urinn sem gegndi því
embætti og sem slíkur
átti hann virkan þátt í því
að leggja niður Varsjár-
bandalagið, hernaðar-
bandalag Austantjalds-
ríkjanna. Frá því Þýzka-
land var sameinað haustið 1990 hefur
Eppelmann átt sæti á þýzka Sam-
bandsþinginu og gegnfr nú ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sinn flokk, sem
er í stjómarandstöðu eftir ósigur í
þingkosningum sl. haust.
Reinhard von Schorlemer er hins
vegar landbúnaðar- og skógræktar-
fræðingur frá sveitahéraði í nágrenni
Hannover og gekk í CDU þegar Kon-
rad Adenauer var upp á sitt bezta,
um miðjan sjötta áratuginn. Hann
hefur átt sæti á Sambandsþinginu frá
árinu 1980.
Ólíkt Eppelmann, sem ekki fékk að
ferðast út fyrir landsteina Austur-
Þýzkaland fyrr en hann var 46 ára
gamall, hefur von Schorlemer oft til
Islands komið, fyrst fyrir 10 áram.
„ísland tilheyrir Evrópu"
„í okkar skilningi er ísland í fyrsta
lagi evrópskt grannríki," sagði von
Sehorlemer er Morgunblaðið náði tali
af tvímenningunum. „Island tiheyrir
Evrópu. Við vitum líka að Island á allt
sitt undir fiskveiðum. Það þýðir að
væri óþarflega mikið þrengt að mögu-
leikum Islendinga til að stunda sinn
sjávarútveg væri vegið að sjálfu sjálf-
stæði landsins. Ég hef alltaf verið í
hópi þeirra sem segja, að það beri að
koma til móts við Islendinga á þessu
sviði. Ég sæi ísland gjarnan gerast
aðili að Evrópusambandinu. Það gæti
sannarlega lagt sitt af mörkum og
yrði meira að segja að nokkru leyti
land sem legði fjárhagslega meira til
ESB en það fengi til baka,“ sagði von
Schorlemer.
„En það er ekki aðalatriðið. Ég tel
að ísland gæti lagt sitt af mörkum til
nauðsynlegra umbóta á starfsemi
ESB, til dæmis á sviði sameiginlegra
utanríkis- og öryggismála. Ég teldi
æskilegt að Island, sem NATO-land,
tæki fullan þátt í þeirri endurskoðun
sem í gangi er á því sviði. Eins og
kunnugt er stendur til að
sameina Vestur-Evrópu-
sambandið Evrópusam-
bandinu. [...] Ég er sann-
færður um að Islendingar
gætu í þessu sambandi lagt
eitt og annað til málanna,
sem skilaði Evrópu sem heild fram á
veginn. En það er að sjálfsögðu Is-
lendinga einna að taka ákvörðun um
slíka þátttöku," sagði hann.
Presturinn sem sagði A-Þýzka-
land úr Varsjárbandalaginu
Eppelmann, sem var í fyrstu Is-
landsheimsókn sinni, var inntur eftir
þætti sínum í endalokum Varsjár-
bandalagsins. „Það verður ætíð mikil-
væg stund í mínu lífi,“ sagði hann.
„Ég skrifaði, fyrir hönd Þýzka al-
þýðulýðveldisins, undir úrsögnina úr
Varsjárbandalaginu. Fyrir hönd
bandalagsins skrifaði rússneski hers-
höfðinginn Pjotr Lúsjev undir og fyr-
ir hönd Austur-Þýzkalands bygginga-
verkamaðurinn sem skoraðist undan
herþjónustu, presturinn Rainer Epp-
elmann. Þetta er manni anzi minnis-
stætt.“ Fyrirrennarar Eppelmanns í
embætti vora allir yfirmenn í austur-
þýzka hemum - lengst af var það
Erich Mielke - en þeim her var sem
kunnugt er stjómað líkt og sem útibúi
frá sovézka hernum.
Embættistíð Eppelmanns varði í
rúmlega hálft ár, frá síðari hluta
marzmánaðar fram í októberbyrjun
1990 - þá var ríkið sem hann var
vamarmálaráðherra fyrir ekki til
lengur. Þetta viðburðaríka tímabil
leið mjög hratt, að sögn ráðherrans
fyrrverandi, og breytingamar hrað-
ar. „Með hverri vikunni sem leið,
varð Volkskammer [a-þýzka þingið]
smátt og smátt meira að Sambands-
þingi. Er það kom fyrst saman [í
marz 1990] var það alls ekki þannig,“
sagði Eppelmann, enda skolaði þá
anzi mörgum inn á þing, sem ör-
skömmu áður höfðu sízt af öllu átt
von á því að verða þingmenn. Eink-
um vora það a-þýzkir menntamenn -
og prestar ekki sízt - sem höfðu getið
sér orð fyrir andóf gegn kommúnista-
stjórninni. Eppelmann var einn
þeirra, en hefur síðan þá verið kjör-
inn þrisvar sinnum inn á Sambands-
þing sameinaðs Þýzkalands.
„Gleymið ekki litlu
nágrönnunum"
Báðir sögðust þeir Eppelmann og
von Schorlemer vera sannfærðir um
að hin giftusamlega sameining
Þýzkalands - sem varð að veruleika
haustið 1990, innan við ári eftir að
Berlínarmúrinn féll - hefði aldrei
verið möguleg án Evrópusamrunans.
Áratugalöng þátttaka Vestur-Þýzka-
lands í honum hefði byggt upp það
traust, sem var forsenda sameining-
arinnar. Eppelmann vakti athygli á
því, að einmitt af þessari ástæðu
stæðu Þjóðverjar í þakkarskuld ekki
sízt við grannríki sín í austri, einkum
Pólland, Tékkland og Ungverjaland.
Hið sameinaða Þýzkaland væri
skuldbundið til að gera það sem það
gæti til að hjálpa nágrönnum sínum
að ná því markmiði að gerast jafn-
gildir meðlimir evrópsku þjóðafjöl-
skyldunnar - í Evrópusambandinu.
„Gleymið ekki litlu nágrönnunum,"
sagði von Schorlemer að Helmut
Kohl, fyrrverandi kanzlari, hefði lagt
áherzlu á í þingræðu á síðasta þing-
fundinum í Bonn. Valdhafar Þýzka-
lands yrðu að rækta tengslin við
grannríkin, ekki sízt þau smærri.
Einungis með því varðveittist það
traust, sem Þýzkalandi væri nauð-
synlegt, stærðar sinnar, sögu og
framtíðar vegna.
„Við vitum að
ísland á allt
sitt undir
fiskveiðum"