Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 25 Tony Blair undir- býr uppstokkun London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður undirbúa árlega uppstokkun á stjórn sinni og búist er við að hún verði tiikynnt í næstu viku. Talið er líklegt að Alan Milburn aðstoðarfjármálaráðherra verði skipaður heilbrigðisráðherra takist Blair að telja Frank Dobson heil- brigðisráðherra á að verða fram- bjóðandi Verkamannaflokksins í borgarstjórakosningunum í London á næsta ári. Ennfremur er nánast öruggt Mo Mowlam láti af embætti Norður-ír- landsmálaráðherra og líklegast er talið að aðstoðarmaður hennar, Paul Murphy, taki við embættinu. Þá hefur því verið spáð að Peter Mandelson fái aftur sæti í stjórninni eftir að hafa sagt af sér sem við- skiptaráðherra í desember vegna umdeilds húsnæðisláns sem hann tók. Liður í undirbúningi kosninga Talið er að Gordon Brown fjár- málaráðherra, Robin Cook utanrík- isráðherra og George Robertson varnarmálaráðherra haldi aUir embættum sínum. Hins vegar er meiri óvissa um stöðu Johns Prescotts aðstoðarforsætisráð- herra, sem deildi við Blair í vikunni sem leið um umbætur á opinberri þjónustu. Talið er að með uppstokkuninni vilji Blair búa flokkinn undir næstu kosningar, sem gætu orðið áður en kjörtímabilinu lýkur um mitt árið 2002. Heimildarmenn í Verka- mannaflokknum segja að flokkur- inn búi sig undir kosningar árið 2001. Kínverjar halda áfram að beita Taívana þrýstingi TAIVANSKIR hermenn standa við varðstöð á eyju skammt frá kínverska meginlandinu. Reuters Prescott-feðgar deila um stétt- arskilgreiningu London. The Daily Telegfraph. Hóta að aflýsa för sáttafulltnia JOHN Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bret- lands, þarf nú að verjast persón- legri atlögu að sér úr óvæntri átt. Hinn 89 ára gamli faðir hans, Bert, sakaði soninn í æsifréttablaðinu The Sun um að hafa svikið verka- lýðsstéttarupp- runa sinn fyrir nýja millistéttar- ímynd. Bert Prescott, sem missti hálfan fót í síðari heimsstyrjöldinni og starfaði við járnbrautir lengst af starfsævi sinnar, lýsti því fyrir blaðamönnum Sun hve djúpt það særði sig að horfa upp á soninn John sverja af sér stéttaruppruna sinn með því að tileinka sér í einu og öllu siði millistéttar- innar. Samkvæmt frásögn föður- ins hófst deila þeirra feðga fyrir um þremur árum, með því að hann hélt því „í sak- leysi sínu“ fram, að þrátt fyr- ir frama sonarins til æðstu metorða innan Verkamanna- flokksins tilheyrði hann eftir sem áður verkamannastétt- inni. Þetta mun John ekki hafa líkað. Faðirinn fjáði Sun: „Hann hefúr breytzt. Ég sagði að John tilheyrði verkamanna- stétt, það var allt og sumt. Hann er sonarsonur náma- verkamanns og sonur járn- brautarmanns. En hann held- ur að hann sé millistéttar- maður og móðgaðist.“ „Þetta er persónulegt mál og er aðeins ein hliðin á mjög sorglegri sögu,“ hefur blaðið eftir John Prescott. „Allir Bretar bráðum í milli- stétt“ í janúar sl. lýsti Tony Blair, leið- togi Verkamanna- flokksins og for- sætisráðherra, því yfir að þess væri skammt að bíða að hægt væri að skilgreina svo til alla brezku þjóð- ina sem millistéttarfólk. Deila þeirra Prescott-feðga hefur nú varpað sviðsljósinu á kynslóðadeilu innan Verka- mannaflokksins um stéttar- vitund og hlutverk hennar í stjórnmálum. 13% þingmanna flokksins úr stétt verkamanna Samkvæmt félagsvísinda- legri rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 1979 töldust þá 35% Breta til millistéttar. Nú er þetta hlutfall komið í um 50%, og hlutfall þeirra sem stunda sígilda verka- mannaatvinnu er komið niður í um 17%. í hinum 418 manna þing- flokki Verkamannaflokksins í neðri deild brezka þingsins teljast aðeins 13% vera af verkamannastétt. Þetta hlut- fall fannst leiðtogum flokks- ins of lágt, og því hefur verið gripið til ríkisstyrktra að- gerða til að gera fólki úr verkamannastétt auðveldara að bjóða sig fram í kosning- um. John Prescott Peking, Hong Kong. AP. HELSTI fulltrúi Kínverja í sam- skiptum þeirra við Taívana kann að fresta væntanlegri för sinni til Taí- van ef taívanskir embættismenn geta ekki gefið viðunandi útskýr- ingar á afstöðu taívanskra ráða- manna til stjórnarinnar í Peking, að því er fram kom í opinberu mál- gagni Kínastjómar í gær. Kínverska dagblaðið sagði heim- sókn Wangs Daohans til Taívans „óhugsandi“ nema Taívanar út- skýrðu nýlega yfirlýsingu Lees Teng-huis, forseta Taivans, um að Kína og Taívan væru aðskilin, jafn- rétthá ríki. Lee lét þessi orð falla í útvarpsviðtali fyrir viku, og ollu þau miklum úlfaþyt í Peking. Kín- versk stjómvöld líta á Taívan sem uppreisnarlendu sem sameina beri Kína. Zhang Kehui, yfirmaður kín- verskrar stofnunar sem fer með taívönsk málefni, sagði í Kínverska dagblaðinu að enginn möguleiki væri á að Wang færi til Taívan fyrr en starfsbróðir sinn í Taívan, Koo Chen-fu útskýrði hvað forsetinn hefði átt við með því að tala um við- ræður „tveggja ríkja“ er hann tal- aði um Kína og Taívan. Stjómvöld beggja vegna Taí- vanssunds hafa jafnan sagt bæði löndin tilheyra „einu Kína“, og hef- ur þetta hugtak komið í veg fyrir að Kínverjar lýsi yfir stríði og her- taki Taívan. Lee kveðst enn hlynntur sameiningu, en stjóm hans lýsti því yfir í vikunni að hug- myndin um „eitt Kína“ væri Taívan fjötur um fót. Hóta að hertaka tvær smáeyjar Taívanar höfðu vænst þess að Wang kæmi í heimsókn í haust og myndi það verða til þess að koma aftur á viðræðum sem Kínverjar aflýstu 1995 vegna tilrauna Taí- vana til að láta meir að sér kveða á alþjóðavettvangi. Kínverska dag- blaðið greindi frá því að kínversk samtök, sem vinna að sameiningu Kína og Taívans, hefðu lýst því yf- ir að með yfirlýsingu sinni hefði Lee gert hugmyndina um eitt Kína að engu, og að fyrir honum vekti fullur aðskilnaður Taívans frá Kína. Blaðið Hong Kong Economic Times hafði í gær eftir kínversk- um embættismanni, að ef deilan harðnaði kynni svo að fara að Kín- verjar myndu hertaka eina eða tvær taívanskar smáeyjar sem liggja næst meginlandinu. Allt velti á því hvað Taívanar geri á næstu dögum. þrautreyndur - íslensk hönnun T Wilderness % Jokki 14.900 kr. § Anorakkur 11.900 kr. i Buxur 7.900 kr. =** Split buxur 9.900 kr. tWtWMMWjú .£r VV •Sí.':*, SKATABUÐIN .. .lu:U\ur þcr gcuigmnU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.