Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryggingastofnun stefnt fyrir að hafa synjað Islendingi um sjúkratryggingu Liggur fárveikur á sjúkrahúsi í Tailandi Lögmaður 73 ára gamals Islendings sem slasaðist á Taílandi í maímánuði sl. hefur stefnt Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, vegna þeirrar ákvörðunar tryggingaráðs að synja mann- inum um sjúkratryggingu. í STEFNU lögmannsins er gerð krafa um að felldur verði úr gildi með dómi úrskurður tryggingaráðs um að maðurinn njóti ekki trygg- ingavemdar frá því í desember í fyrra. Einnig er gerð krafa um að viðurkennt verði með dómi að mað- urinn teljist sjúkratryggður í skiln- ingi laga um almannatryggingar og njóti tryggingarvemdar sjúkra- tryggingardeildar við innlögn á sjúkrahús í Taílandi 19. maí sl. Oskað hefur verið eftir flýtimeð- ferð vegna ástands mannsins. Andri Árnason hrl. fer með mál- ið fyrir hönd stefnanda, en að sögn Dóru Sifjar Tynes, hdl., fulltrúa á lögmannsstofunni, hefur Trygg- ingastofnun neitað manninum um að stofnunin ábyrgist greiðslu sjúkrakostnaðar hans gagnvart taí- lenskum heilbrigðisstofnunum. Maðurinn er ellilífeyrisþegi og hef- ur dvalist á gistiheimili í Taílandi frá því í september í fyrra, en að sögn Dóru er honum m.a. nauðsyn- legt af heilsufarsástæðum að dvelj- ast erlendis. Nýtur ekki tryggingarverndar „Hann er hjartasjúklingur og hefur sóst eftir því að vera í heitara loftslagi á veturna eftir að hann fór á eftirlaun. Hann hefur farið til Ta- ílands tví- eða þrívegis og dvalist þar tímabundið, seinast frá því í fyrrahaust og ætlaði sér að koma heim í júní. Hann virðist hins vegar hafa lent í umferðarslysi um miðjan maí, farið á gistiheimilið sitt í kjöl- farið og veikst hastar- lega þar. Kunningi hans fann hann þar og flutti á sjúkrahús, þar sem hann gekkst undir aðgerð og þurfti m.a. að vera í öndunar- og nýrnarvél. En þar sem hann hefur ekki getað tjáð sig sjálfur og því er ekki vitað ná- kvæmlega um hvemig slysið bar að höndum," segir Dóra. Fljótlega eftir að maðurinn var fluttur á sjúkrahús hófst rekistefna um tryggingar og hvernig hann greiddi fyrir sjúkrahússlegu sína. Fjölskylda hans leitaði til TR til að fá staðfest að hann væri sjúkra- tryggður á íslandi, en stofnunin hafnaði því að gefa út slíka stað- festingu, á þeim grundvelii að þar sem hann sé ekki búsettur á ís- landi, njóti hann ekki tryggingar- verndar. „Hann er fæddur á íslandi, hef- ur verið búsettur hér alla sína ævi og átt hér lögheimili, seinustu ára- tugi í Reykjavík þar sem hann hef- ur starfað. Þó svo að hann hafi dvalist ytra seinustu mánuði, hefur hann allt sitt innbú, persónulega muni, áhöld og tæki, í íbúð sinni í Reykjavík. Hann hafði lögheimili sitt hérlendis 5. júlí sl. samkvæmt vottorði Hagstofu íslands og engin breyting hefur verið gerð á lög- heimilisskráningu hans eða krafa verið gerð um slíkt,“ segir Dóra. Ekki talinn búsettur hérlendis Maðurinn fær greidd eftirlaun hérlendis frá vinnuveitenda sínum til langs árabils, auk þess sem hann nýtur ellilífeyris, og greiðir hann að sögn Dóru skatta og opinber gjöld hér á landi. Hann njóti engra tekna er- lendis og stundi þar ekki neina vinnu eða aðra starf- semi, enda sé hann þar í orlofi en hafi ekki fasta búsetu. í synjun TR segir m.a. að samkvæmt lögum um almannatryggingar teljist sá sjúkratryggður sem verið hafi bú- settur hér á landi í sex mánuði, samanber lög um lögheimili. I þeim lögum segir að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Teljist maður hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð, dveljist að jafnaði í tómstundum, hafi heimilismuni sína og er svefnstaður hans þegar hann er ekki fjarverandi um stund- arsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika. TR líti svo á að maðurinn dvelji níu mánuði ársins á Taílandi en þijá á Islandi. „Samkvæmt ákvörðun Sjúkra- tryggingadeildar féll sjúkratrygg- ing [mannsins] niður við áramótin 1998-1999 þar sem [hann] hefur ekki dvalist hérlendis sex mánuði á ári tvö undanfarandi ár. Með kæru dagsettri 24. ágúst 1998 kærði [maðurinn] synjun sjúkratrygg- ingadeildar um syúkratryggingu til tryggingaráðs. A fundi trygginga- ráðs hinn 11. desember 1998 var synjun sjúkratryggingardeildar staðfest með vísan til lögheim- ilslaga nr. 21/1990 og almanna- tryggingalaga nr. 117/1993 svo og þeirrar viðmiðunarreglu að ekki þyki ósanngjarnt við endurtekna dvöl erlendis að gera þá kröfu að viðkomandi einstaklingur dvelji a.m.k. 6 mánuði á ári á íslandi. Þegar einstak- lingur hefur dvalið er- lendis lengur en 6 mánuði á ári, tvö eða fleiri undanfarandi ár, teljist hann hins vegar ekki lengur sjúkratryggður, “ segir í synjun stofnunarinnar. í bráðri lífshættu Dóra Sif segir manninn liggja um þessar mundir á Samitivej Hospital í Bangkok og vegna veikindanna sé líkamlegt ástand hans mjög alvar- legt. „Hann telst vera í bráðri lífs- hættu, fái hann ekki skjóta og af- dráttarlausa læknismeðferð á sjúkrahúsi í Taflandi. Hann nýtur engrar opinberrar sjúkratrygging- ar á Taflandi, sem greiðir fyrir sjúkrahúsvist eða læknisaðgerðir, og vegna þessarar furðulegu af- stöðu Tryggingastofnunar er ekki hægt að taka neina ákvörðun um meðferð hans, sem stefnir honum í hættu. Hann þyrfti m.a. að gangast undir hjartaaðgerð í þeirri von að hann kæmist heim til sín, en sam- kvæmt úrskurðinum nýtur hann hvorki íslenskrar sjúkratryggingar hérlendis né erlendis. Kostnaður sá sem áfallinn er nú þegar hefur hins vegar verið greiddur að einhverju leyti, vegna tryggingar hans í tengslum við krítarkort, auk þess sem íslenski konsúllinn ytra hefur í raun og veru gengist í ábyrgð fyrir hann, þar sem menn trúðu því ekki að TR myndi standa fast á synjun sinni, enda ekki lagarök íyrir henni að okkar mati,“ segir hún. Vekur spurningu um réttarstöðu Dóra kveðst telja túlkun TR á reglum um lögheimili óskiljanlega. „Samkvæmt þessari skilgreiningu nýtur fólk sem fer t.d. í eins árs heimsreisu ekki sjúkratryggingar. Að vísu er nýlega búið að breyta al- mannatryggingalögum, en þau tóku gildi 1. júlí sl. og mál þessa manns fellur undir eldri lög. Þetta hlýtur einnig að vekja spumingar um réttarstöðu þess ógrynnis fólks sem hef- ur fest kaup á húsnæði t.d. á Spáni og dvelst þar stóran hluta ársins. Það hlýtur jafnvel að vera sýnu alvarlegra, þar sem fólk hefur þó heimili þar, en maður sem býr sem ferðamaður á gistiheimili í útlöndum er þar aðeins tímabund- ið. Ríkið þiggur af honum skattfé en hann virðist samt með öllu rétt- laus. Við teljum m.a. um ólögmæta mismunun að ræða, óheimilt sé að svipta manninn lögbundnum rétti til sjúkratrygginga og að synjunin feli í sér brot á stjórnarskránni," segir hún. Ný viðhorf í Grjóta- þorpi Má varð- veita sér- kennin HELGI Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, hefur síðustu daga rætt við nýja eigendur hússins við Aðal- stræti 4 um skipulagsbreytingar varðandi húsið en þar er m.a. skemmtistaðurinn Club Clinton til húsa. Helgi segir verða kannað hvort nýta megi nýlega skipulags- reglugerð tfl að setja á hverfis- vernd í Grjótaþorpi en með henni væri unnt að varðveita sérkenni hverfisins. Fram hefur komið í viðræðum Helga við eigendur hússins að þeir muni ekki gera athugasemdir við hugsanlegar skipulagsbreytingar og því ekki hafa uppi bótakröfur á hendur borgarsjóði. „Því er nú komin upp ný staða í málinu en borgaryfirvöld hafa ekki viljað ganga einhliða á eignarrétt manna í þessu máli. Nú horfir það öðruvísi við,“ segir Helgi og að nú sé unnt að nýta nýlega skipulagsreglugerð sem gerir ráð fyrir því að koma megi á hverfisvernd í Grjótaþorpi en henni væri ætlað að varðveita sérkenni hverfisins. Hægt að hafna ákveðinni starfsemi „Ef ástæða er til að varðveita sérkenni einhvers hverfis á Islandi hlýtur það að vera Grjótaþorpið," segir Helgi. „Slík vemd kynni að gera borgaryfirvöldum kleift að hafna starfsemi í Grjótaþorpi sem ekki þykir falla að sögu þess, menningu og svipmóti, svo sem leiktækjasölum, spflabúllum, nekt- ardansstöðum og svo framvegis en þar gæti hins vegar áfram farið fram blómleg miðborgarstarfsemi, meðal annars í þeim vínveitinga- húsum sem þar em núna, eins og Fógetanum og Kaffileikhúsinu, leiksýningar og tónleikahald og önnur slík starfsemi.“ Helgi segir að hugsanlegar breytingar séu mjög flóknar lög- fræðilega og að lögfræðingar borg- arinnar muni skoða þessa stöðu næstu daga og vikur. I framhaldi af því muni borgarráð taka til um- fjöllunar hvort breytingar gætu átt sér stað, en fyrir borgarráði liggur m.a. umsókn frá Club Clinton um starfsleyfi en staðurinn er nú á bráðabirgðaleyfi. Greiðir opinber gjöld á íslandi Telja um mis- munun að ræða Jón Gunnar Ottósson ræddi húsnæðismál Náttúrugripasafnsins á 110 ára afmæli þess Hafaverið safninu fjötur um fót Á 110 ára afmæli Náttúmgripa- safns Islands og Hins íslenska náttúrufræðifélags gerði Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt- úmfræðistofnunar íslands, hús- næðismál safnsins að umtalsefni. Safnið væri til húsa í tveimur her- bergjum en hefði það fengið að þróast og dafna með eðlilegum hætti væri nú til stórt og öflugt náttúragripasafn sem 80-100 þús- und gestir heimsæktu árlega en í dag em gestir um sex þúsund á ári. Forstjórinn sagði húsnæðismál- in hafa verið safninu fjötur um fót allt frá stofnun nema fyrstu þrjá áratugina og þrátt fyrir ötula bar- áttu margra góðra manna, margar samþykktir Alþingis og ríkis- stjóma og 14 eða 15 stjómskipað- ar nefndir hefði safnið aldrei notið sama skilnings og Landsbókasafn- ið eða Þjóðminjasafnið. í móttöku í safninu í tilefni af- mælisins tóku einnig til máls Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Freysteinn Sigurðsson, formaður Hins íslenska náttúmfræðifélags, og Eyþór Einarsson grasafræð- ingur sem kynnti fyrirhugaða stofnun Hollvinahóps Náttúm- gripasafiisins. Jón Gunnar rakti í ræðu sinni sögu safnsins og vék undir lok hennar aftur að húsnæðismálun- um. Kvað hann þau hafa verið í # Morgunblaðið/Arnaldur GESTIR ræða málin í afmæli Náttúrugripasafns Islands. biðstöðu þrátt fyrir að rfldsstjórn- bjartsýnn og trúi því að úr muni nýjan, ferskan og öflugan um- in hefði á hverju ári síðustu ár rætast fyrr en síðar. Ekki síst hverfísráðherra sem ég bind mikl- samþykkt að ráða bót á. „Eg er þó vegna þess að við höfum fengið ar vonir við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.