Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Upphlaup Grj ótaþorpsbúa Frá Þorláki Einarssyni: ÉG ER vafalaust ekki eini Reykvík- ingurinn sem hefur furðað sig á samþykktum íbúasamtaka Grjóta- þorpsins undanfama daga og án efa ekki sá eini sem leggur annan skiin- ing í málið. íbúar Grjótaþorps hafa sjálfviljugir og óþvingaðir valið sér það að búa í hjarta Reykjavíkur. Þeim, sem flytjast í miðbæinn, ætti að vera það ljóst að þar gilda ekki sömu lögmál og t.d. í Seljahverfi, enda miðbærinn aðallega verslunar- , þjónustu- og veitingahúsakjarni. Þetta er svo sannarlega ekki í eina skiptið sem íbúasamtökin hafa haft sig í frammi en svo virðist sem þau séu sífellt að reyna að fínna sér við- ráðanlegri andstæðing. í fyrstu reyndu þau að berjast gegn mann- söfnuðinum í miðbænum um helgar en reyndist þar við ofurefli að etja. Næst reyndu þau að berjast gegn tívolíinu á Miðbakkanum og sögðu rekstur þess vera lágkúru sem ekki sæmdi menningarborg þótt frænd- ur okkar í Kaupmannahöfn séu reyndar á annarri skoðun. Nú telja samtökin sig loksins hafa fundið hinn fullkomna andstæðing sem eru tvö veitingahús sem þau hafa gert ábyrg fyrir áfengisdryklgu, uppsöl- um, þvaglátum, eiturlyfjanotkun og ólátum allra Reykvfldnga. Dæmi hver fyrir sig um sanngimina í því. Annar hinna hættulegu andstæð- inga er menningarmiðstöðin Hlað- varpinn sem rekur Kaffíleikhúsið. Það er vettvangur tónleikahalds og leiksýninga auk þess sem þar eru reglulega haldnir dansleikir. Kaffi- leikhúsið tók fyrir skemmstu upp á þeirri nýbreytni að standa fyrir tón- leikum sem einkum eru ætlaðir yngri aldurshópum. Ibúasamtökin hörmuðu þessa lágkúrulegu u-beygju og ber það þröngsýni þeirra og virðingarleysi gagnvart ungu fólki glöggt vitni. Menn þurfa hins vegar ekki að vera ýkja gamlir til að minnast sam- dráttarins í miðbænum þegar hvert fyrirtækið á eftir öðru lagði upp laupana eða þá fluttu í hina nýlegu Kringlu. Afleiðingar þessa voru þær að heilu og hálfu húsin stóðu tóm í miðbænum og fasteignaverð hríð- féll. Niðurlægingin var þó ekki var- anleg því skömmu síðar tók veit- inga- og kaffihúsum að fjölga í mið- bænum og í kjölfar þeirra komu nýjar verslanir aftur í miðbæinn. Þetta var í sjálfu sér eðlileg þróun þar sem miðbærinn er verr í stakk búinn en önnur verslunarhverfi til þess að taka við mikilli bílaumferð en veitingahús eru mun óháðari bflastæðum en annar rekstur. Það er sömuleiðis mikill misskilningur að halda því fram að veitingarekst- ur í og við Grjótaþorpið sé einhver ný bóla og má þá vísa til gamallar nafngiftar Aðalstrætis sem eitt sinn var nefnd Klúbbgata eftir klúbb þeim er stóð í suðurenda götunnar. Sömuleiðis áttu hrókar alls fagnað- ar vísan stað á Hótel Islandi sem stóð við sömu götu. Kannski getur það verið að þorpsbúar agnúist út í svo heflbrigða iðju sem tónleikahald ungs fólks er vegna þess að þeir líta með söknuði til þess er unglingar velktust um dauðadrukknir á Hall- ærisplaninu? Eða getur það verið að þeir sakni leiktækjasalanna í Fjalakettinum og húsi Innrétting- anna? I norðurenda Aðalstrætis stendur svo Bryggjuhúsið sem nú hýsir Kaffi Reykjavík og telst miðja Reykjavíkur enda era öll húsnúmer í Reykjavík miðuð út frá því húsi. Ég furða mig á því að einhver sé á móti því að rekin séu veitingahús í miðju höfuðborgarinnar og finnst mér krafa íbúasamtakanna jafnfá- ránleg og ef íbúar við Piccadilly Circus í Lundúnum kvörtuðu yfir hávaða. Ég vil brýna fyrir öðram Reykvíkingum og í raun Islending- um öllum að standa vörð um miðbæ höfuðborgar okkar því ef við verjum hann ekki í núverandi mynd gæti allt eins farið svo að við dönsum í Smáranum um næstu jól! ÞORLÁKUR EINARSSON, Hávallagötu 39, Reykjavík. Fj ölsky ldu væn hátíð í Kjarnaskógi Frá Hannesi Blandon: SAGAN segir að þegar Kristinn G. Jóhannsson var ritstjóri blaðs þess á Akureyri er íslendingur heitir hafi hann gjarnan svarað í símann á eftir- farandi hátt: Kristinn Islendingur. Þessi setning klingir dálítið í eyram og mér þykir vænt um hana. Nú vil ég senda þér kveðju mína, lesandi góður, og ávarpa á sama hátt í Ijósi hinna miklu tímamóta er senn fara í hönd: Kristinn íslendingur. Það þarf víst ekki að minna þig á að nú þegar era hafin hátíðahöld um land allt er við minnumst þess að kristni hefur verið við lýði á íslandi í þúsund ár. Krisnihátíð vai' reyndar formlega sett í Akureyrarkirkju hinn 25. aprfl síðastliðinn og síðan hefúr hver at- burðurinn rekið annan. Ekki ætla ég að þreyta þig, lesandi góður, með því að rifja upp söguna af Þorgeiri goða á Ljósavatni austan Vaðlaheiðar né heldur fjalla um feldinn og tjaldið. Þá vil ég heldur hvorki fara út í heimspekilegar vangaveltur né guð- fræðilegar um það af hverju og hvemig íslendingar urðu kristnir á einni nóttu. Þar sýnist sitt hveijum, þar era áhöld um og skoðanir og túlkanir á hvurju strái. Staðreyndin er hins vegar sú að á Islandi hefur staðið kristin kirkja frá 1000 (999 ef menn endilega vilja) og fram á þenn- an dag. Önnur staðreynd er sú að fyrstu 500 árin eða svo var kristinn dómur í kaþólskum sið en frá því um 1540 var hér rekið trúboð mótmæl- enda sem hefur talið flesta lands- menn síðan þótt öðrum trúflokkum hafi fjölgað. Ekki verður farið út í þá sálma frekar. En nú viljum við Ey- firðingar aftur bjóða til hátíðar hinn 25. júlí næstkomandi og þætti okkur vænt um að sjá þar sem flesta vildar- vini Hvíta-Krists eins og hann heitir í fomum bókum. Dagskráin hefst kl. 10:00 í Kjamaskógi með vígslu bæn- arjóðurs og síðar um daginn verður svo fjölskylduguðsþjónusta og enn síðar mun Leikfélagið Sýnir flytja leikritið Nýir tímar (eða The New Age eins og það myndi heita á út- lenskunni) eftir Böðvar Guðmunds- son og fjallar það um kristnitökuna. Dagskráin verður nánar auglýst síð- ar. Ég vil þó fyrst og fremst vekja athygli á því að þessi dagur í Kjamaskógi verður helgaður börn- um og atburðarás þar af leiðandi fjölskylduvæn. Það hefur stundum verið sagt um kirkjuna að hún horfi stundum um of á fortíðina og reisi henni hina ýmsu minnisvarða og bautasteina. Okkur í kristnitöku- nefnd Eyjafjarðar langar ósköp mikið að horfa til framtíðar og fylgja bömum okkar inn í nýja öld í þeirri von að Guð veki og glæði allt gott sem Hann hefur falið í sálum þeirra. Ég held að allir þeir sem að- hyllast kristni hljóti að æskja þess að börn okkar gangi bjartsýn og glöð inn í nýja öld full vonar og kærleika, inn í heim þar sem um- burðarlyndi ríkir. Megi þau og fyll- ast visku og komast til þekkingar á Guði. Fyrir hönd kristnitökunefndar Eyjafjarðarprófastsdæmis, HANNESBLANDON prófastur. MESSUR Á MORGUN Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumar- leyfi starfsfólks Áskirkju. Ámi Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Fri- kirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Kl. 14. Herra Johannes Gijsen biskup Kirkju Krists konungs syngur Hátíðlega Ólafsmessu helga. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Hreinn S. Hákonarson. Organisti Kjartan Ólafsson. Einsöngur Bryn- dís Jónsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Hreins Há- konarsonar. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sögustund fyrir börnin. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Jennifer Bate frá Bretlandi leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Halldór Óskarsson. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Fermdur verður Gunnar Páll Alex- anderson-Olbrich, Þýskalandi. Prestur sr. Toshiki Toma. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11 í safnaðarheimilinu. Fermd verður Signý Pála Sigmarsdóttir. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Lára Bryndís Eggerts- dóttir. Félagar úr Kór Langholts- kirkju syngja. Kirkja og safnaðar- heimili verða lokuð frá 19. júlí-10. ágúst vegna sumarleyfa starfs- fólks. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 20.30. Sögustund fyrir bömin í umsjá Hjördísar Kristinsdóttur meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Kór Laugameskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunn- arsson. Prestur sr. Bjami Karls- son. Heitt kakó eða kaffi á eftir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Prestur sr. Halldór Reynisson. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:00. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. FRIKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Barn borið til skímar. Allir hjartanlega velkomn- ir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Ath. vegna sumarleyfa fellur messuhald niður um tíma. Prestur safnaðarins, sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson, verður fjarverandi fram til mánaðamóta. Vísað er á prest Frikirkjunnar í Hafnarfirði eða ná- arannapresta. ARBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Organleikari Pavel Smid. Prestamir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks fram í miðjan ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðmm kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kl. 20.30 kvöldsöngur með altarisgöngu. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Bjarni Þ. Jónatansson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messur falla niður 18. og 25. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Am- arson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Kór Grafarvogskirkju syngur. Sóknarprestur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur í Hjallakirkju falla niður í júlímánuði. Fólki er bent á helgihald í öðmm kirkjum prófastsdæmisins. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sum- arleyfis starfsfólks fellur guðsþjón- ustan niður en kirkjan verður opin á messutíma. Sóknarprestur. SELJAKjRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Altarisganga. Þorvaldur Halldórs- son flytur tónlist. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Prestamir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Edngsbráten pré- dikar. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son, forstöðumaður. Almenn sam- koma kl. 20. Lofgjörðartiópurinn syngur. Ræðumaður Gylfi Markús- son, forstöðumaður Hvítasunnu- kirkjunnar á Sfykkishólmi. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30: Bænastund. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í kvöld kl. 20. Vitnisburð- ur Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Prédikun Gunnar Jóhannes Gunn- arsson. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugatdaga og virka daga messur kl. 8 og 18. Laugard. í sumar: kl. 18 messa á þýsku. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa virka daga kl. 18.30 og laugard. kl. 18.30 á ensku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kirkjukór Lágafells- sóknar. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Jón Þorsteins- son. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Almennur safnaðarsöngur. ^ Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, sem er við nám í Englandi, mun syngja við athöfnina. Organisti Jó- hann Baldvinsson. Mætum vel og eigum góða stund í kirkjunni okk- ar og fáum hvíld frá erli og þys hversdagsins. Hans Markús Haf- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Organisti Natalia Chow. Prestur sr. Gunn- þór Ingason. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. ^ Morgunbænir þriðjudaga til föstu- dags kl. 10. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Há- tíðarmessa verður sunnudag kl. 14 á Skálholtshátíð. HAUKADALSKIRKJA: Messa sunnudagskvöld kl. 21. í mess- unni verður fermd Fredrika And- ersson frá Svíþjóð. REYKHOLTSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Prestur sr. Geir Waage. HÚSAFELLSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Prestur sr. Geir Waage. FITJAR í Skorradal: Messa laug- ardag 17. júlí kl. 21. Prestur sr. Geir Waage. FLATEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Gunnar Bjömsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. For- söngvari Öm Amarson. EIRIKSSTAÐAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14.00. Barn borið til skírnar. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannson. Vegna sumarleyfa fellur messu- hald niður um tíma. Prestur, Hjörtur Magni Jóhanns- son, verður fjarverandi fram til mánaðamóta. Vísað er á prest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.