Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐTÐ FRÉTTIR Gleráll, sem er í raun álaseiði, veiddist í fyrsta sinn f sjó við ósa Álftár á Mýrum Japanir borga um 60 þúsund krón- ur fyrir kflóið GLERÁLL veiddist í sjó hér við land í fyrsta sinn fyrir skömmu í einhverju magni svo vitað sé. Gler- állinn þykir mikil munaðarvara og er gríðarlega verðmætur en um 60 þúsund krónur fást íyrir kílóið. Það var Bjarni Jónsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun á Hólum í Hjaltadal, sem veiddi um 200 gler- ála í Álftárósum á Mýrum. Gleráll er í raun álaseiði en áll gengur í gegnum margar mynd- breytingar á æviskeiðinu. Seiðin berast hingað til lands úr Þanghaf- inu svokallaða eða Saragossahaf- inu. Állinn elst síðan upp í ferskvatni í 6 til 15 ár en gengur þá aftur út í Þanghaf til hrygningar. Evrópuállinn svokallaði berst upp að ströndum allrar Vestur-Evrópu. Hann kemur fyrst upp að strönd- um Marokkó og þaðan með strönd- inni alveg norður til Noregs, einnig til Islands. Glerálarnir sem Bjarni veiddi draga nafn sitt af því að á þessu æviskeiði eru seiðin glær og gagnsæ, þannig að sjá má í þeim innyflin. Seiðin voru um 7 sentí- metra löng en Bjami segir seiðin engu að síður geta verið allt upp í þriggja ára gömul. Bjarni segir menn hafa haldið því fram að álagöngur til íslands séu mun minni en á árum áður, göngur ekki árvissar og það litlar að nánast ómögulegt sé að verða var við þær. „Menn hafa samt mik- ið reynt að ná þessum seiðum og komist næst því með því að ná seið- um sem hafa verið nokkrar vikur í ferskvatni. Állinn breytist hins vegar úr glerál í venjulegan ál um leið og hann kemur í ferskvatn, dökknar á örfáum dögum. Bjarni segir vísindamenn ekki hafa veitt glerál í sjó við ísland svo vitað sé. Hann hefur fylgst með glerálagöng- um frá því í apríl og reynt að tímasetja göng- urnar með því að^ vakta ákveðna staði. „Eg hef farið víða um og aðallega skoðað ósasvæði, einkum á Suður- og Vesturlandi. Eins hef ég skoðað svæði á Norðvesturlandi. Ég náði um 200 fiskum úr einni göngu, einfaldlega með því að nota háf. Flestum var fórnað í vís- indaskyni en um 50 stykki eru til sýnis á vatnalífssýningunni á Hólum. Ég get vel ímyndað sér að glerállinn gangi hingað að landinu í talsverðu magni. Það er hins vegar nánast ekkert vitað um hvenær þessar göngur koma. En um leið og upplýsingar fást um hvert þær ganga, hvem- ig og hvenær verður kannski hægt að ná þessu í meira magni.“ Mikil eftirspurn vegna skorts Á meðan állinn er ennþá á gler- álsskeiðinu þykir hann mjög ljúf- fengur og er mjög verðmætur. Bjarni segir Japana veiða mikið af glerál við strendur Marokkó, auk þess sem hann sé veiddur mikið við strendur Frakklands og Spánar. „Glerállinn er borðaður eins og hann kemur fyrir. Aðalmarkaður- inn er í Japan og þar borga menn upp í 60 þúsund krónur fyrir kílóið. Kflóverðið var fyrir fáum árum um 40 þúsund krónur þannig að það BJARNI Jónsson fiskifræðingur. virðist vera skortur á glerál. Göng- urnar upp að ströndum Norður-Af- ríku og Évrópu hafa farið minnk- andi og því verður glerállinn sífellt eftirsóttari.“ Tveir stofnar mætast á íslandi Bjami segir glerálinn grundvöll- inn að álaeldi. Hingað til hafi eng- um tekist að klekja út ál í eldi til að láta hann lifa. Glerállinn sé því eina uppsprettan í eldi á Islandi. Hrygningarstöðvar álsins EVROPA GLERÁLLINN þykir lostæti í Japan og er borðaður eins og hann kemur fyrir. Áframeldi á ál þyki ekki eins hent- ugt. „Eftir að hann gengur í fersk- vatn koma í hann sníkjudýr og fleira sem menn losna aldrei við. Það er heldur ekki hægt að flytja inn ál vegna sjúkdómahættu. En auðvitað er maður einnig rekinn áfram af rannsóknaráhuga. ísland er endastöð Evrópuálsins en hing- að til lands kemur einnig Ameríku- áll. Hér er því eini staðurinn í heiminum þar sem þessir tveir stofnar mætast í náttúmnni og jafnvel blandast. Það er því for- vitnilegt að skoða samspil þeirra. Við munum meðal annars erfða- greina þau seiði sem við náðum með tilliti til þessa. Þá gefa kvarna- sýni upplýsingar um hvenær þau klöktust út og einnig er hægt að tímasetja myndbreytingar á leið þeirra yfir hafið hingað til lands. Það er ekki hægt eftir að fiskurinn kemur í ferskvatn. Það em því ýmsar upplýsingar sem við fáum út úr þessu." Álaseiði berast með hafstraumum upp að ströndum Evrópu úr Þanghafi og kallast Gleráll þangað til þau ganga upp í ferskvatnsár. Tafír á smíði varðskips vegna skoðunar á útboði hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) Skapar óvissu um mannahald smíðastöðva ÁKVÖRÐUN íslenskra stjómvalda um að bjóða smíði nýs varðskips aðeins út innan- lands er enn í skoðun hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Valgeir Hallvarðsson, stjórn- arformaður Skipasmiðjunnar, segir tafir á málinu skapa óvissu um mannahald hjá skipasmíðastöðvum. Akvörðunar ESA um hvort málið verði kært til EFTA-dómstólsins er að vænta eftir nokkra mánuði. Verði það niðurstaðan gæti smíði skipsins dregist um 1-2 ár. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar á að hefja smíði skipsins í ársbyrjun á næsta ári og ljúka henni árið 2002. Er þá gert ráð fyrir að hönnun og smíði verði boðin út í einu lagi. Skipasmiðjan er samstarfsfyrirtæki skipaiðnaðarfyrirtækja innan Samtaka iðn- aðarins sem stofnað var í desember til að standa að smíði varðskipsins. Helstu hlut- hafar eru Slippstöðin á Akureyri, Stálsmiðj- an í Reykjavík og Þorgeir og Ellert á Akra- nesi. Ekki hægt að standa við tímatakmörkin Valgeir segir að það liggi fyrir að ekki sé hægt að standa við þau tímatakmörk sem ákveðin voru varðandi smíðina. „Það er al- veg ljóst að það verður ekki um fjölgun starfa að ræða [í skipasmíðaiðnaði] meðan á þessu stendur. Ég tek fram að þeir aðilar sem stofnuðu Skipasmiðjuna höfðu engar væntingar um að fá verkið frekar en aðrir, en vonuðust til að geta boðið í það. Öll verk sem boðið er í gefa auðvitað ákveðnar vonir um að þau fáist.“ Auk Skipasmiðjunnar hafa nokkur fyrir- tæki með skipasmíðastöðina Orm og Víglund í Hafnarfirði í broddi fylkingar sýnt áhuga á verkinu. Valgeir segir að gert hafi verið ráð fyrir að smíði skipsskrokksins færi fram erlendis, enda væru ekki tök á því að smíða svo stór- an skrokk hér á landi. „Síðan yrði hann dreginn til landsins og væntanlega kláraður á Akureyri. Það myndi þýða mikinn upp- gang þar, að minnsta kosti tímabundið. Aðr- ar smiðjur myndu jafnframt senda mann- skap til að vinna við verkið." Beðið eftir rök- studdu áliti ESA Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, sagði í viðtali við Morgunblaðið í október sl. að hinn innlendi hluti smíðinnar myndi skapa um fjögur hundruð ársverk og hafa mikla þýðingu varðandi tækniþróun og nýsköpun í grein- inni. í október á sl. ári samþykkti ríkisstjórnin að útboð vegna varðskipsins skyldi einungis fara fram hér á landi, og var vísað til örygg- ishagsmuna ríkisins í því sambandi. Björn Friðfinnsson, ráðgjafi í EES-málum, og Rík- iskaup vöruðu þá við því að yrði þessi leið farin gæti það leitt til kæru frá ESA sem myndi tefja málið um 1-2 ár. í desember sendi ESA formlega viðvörun til íslenskra stjórnvalda um að hún teldi ákvörðunina ekki uppfylla útboðsreglur Evrópska efnahagssvæðisins. Voru ríkis- stjórninni gefnir tveir mánuðir til að gera athugasemdir við niðurstöðuna. íslendingar svöruðu athugasemdunum, en ESA óskaði eftir nánari útskýringum. Þær voru sendar ESA í maí sl, og hafa verið til skoðunar hjá ESA síðan. Helga Óttarsdóttir, upplýsingafulltrúi ESA, segir að næsta skref í málinu hjá ESA sé annað hvort að láta málið niður falla, eða að senda frá sér svonefnt rökstutt álit. Verði síðarnefndi kosturinn valinn hafa íslensk stjórnvöld tvo til þrjá mánuði til að bregðast við. Að því loknu verði tekin ákvörðun hjá ESA um hvort málið verði sent til EFTÁ- dómstólsins. Mikið er um sumarfrí hjá stofnuninni um þessar mundir, og því líklegt að tafir verði á að endanleg niðurstaða fáist. Helga segir að svo fá sambærileg mál hafi komið til kasta ESA að erfitt sé að meta hversu lengi end- anleg afgreiðsla muni taka. Samkvæmt mati íslensks embættismanns gæti meðferðin hjá ESA og dómsmeðferð samtals tekið allt að tveimur árum. Hönnunar- og smíðatúni allt að þrjú ár Bolli Magnússon, skipatæknifræðingur hjá Ráðgarði-Skiparáðgjöf, sem séð hefur um þarfagreiningu vegna undirbúnings smíðinnar, segir áætlanir um þau mál tilbúin og í yfirlestri hjá Smíðanefnd varðskips. Bolli áætlar að útboð vegna varðskips- smíðinnar muni taka um tvo mánuði, og um mánuð taki að fara yfir þau. Hann telur að hönnun og smíði skipsins muni taka tvö og hálft til þrjú ár frá því að tilboði hefur verið tekið. Bolli segir að hönnun skipsins muni verða gríðarlega flókin, enda verði þetta erfíðasta og flóknasta verkefni sem íslenskir aðilar hafi tekist á við á þessu sviði. Hann býst ekki við að nein innlend fyrirtæki geti leyst verkefnið af hólmi einir sér, nauðsynlegt verði að leita aðstoðar erlendis frá. Bolli telur ekki útilokað að verkinu verði lokið í lok árs 2002, ef smíðin kemst af stað fyrir mitt næsta ár og rösklega verði unnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.