Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ I DAG LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 59 KIRKJUSTARF BRIDS Umsjón Guðmundur Pðll Arnarson ÍTALIR eiga þéttan hóp snjallra spilara, eins og sést af því að lykilpörin í sigri ítala á EM árin 1995 og 1997 voru ekki með á Möltu í sumar. Meðal hinna fjar- verandi snillinga var Laurenzo Lauria. Hann varð reyndar fyrst Evrópu- meistari árið 1979 í Laus- anne í Sviss, en þá var makker hans goðsögnin Gi- orgio Belladonna: Norður gefur; NS á hættu. Vestur ♦ 65 V 1042 ♦ G972 ♦ 9864 Norður ♦ D74 VÁD65 ♦ KD8 *K103 Austur * K1098 V K987 * 106543 * — Suður ♦ ÁG32 VG3 ♦ Á ♦ ÁDG752 Þetta spil er frá Evrópu- mótinu 1979. Lauria er í suður en Belladonna norð- ur: Vestur Norður Austur Suður - 1 grand -Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 7 laufl Pass Pass Pass Lauria spyr fyrst um há- liti með tveimur laufum, en sýnir svo sterk spil og lauf með þremur laufum, sem er jafnframt spurning um lit- inn. Belladonna lofar minnst háspili þriðja í laufi með svarinu á þremur spöð- um og þá keyrir Lauria í alslemmu eftir að hafa tryggt að allir ásar séu fyrir hendi. Bretinn Barnett Shenkin í vestur kom út með tromp. Lauria horfði vel og lengi á blindan, sem vissulega var verri en hann hafði vonast eftir. Svo fór hann af stað: Hann tók fyrsta slaginn á lauftíu blinds og svínaði spaðagosa. Það gekk. Þá tók hann tígulás, fór inn í blindan á trompkóng og henti hjarta og spaða niður í tígulhjónin. Spilaði svo öll- um trompunum og tók spaðaásinn í millitíðinni. AV höfðu hent af sér öll- um tíglunum, svo skipting austurs lá fyrir: 4-4-5-0. Lauria átti tvo möguleika á þrettán slögum. Hann gat svínað hjartadrottningu, eða spilað upp á hálita- þvingun á austur. f tveggja spila endastöðu átti blindur AD í hjarta, en heima átti Lauria einn spaða og eitt hjarta. Austur varð að halda í hæsta spaða, svo ekki gat hann verið með meira en eitt hjarta. En var það kóngurinn eða óbreyttur Uðsmaður? Lauria spilaði með líkum þegar hann ákvað að spila hjarta á ásinn. Hann vissi að austur hafði byrjað með fjórht í hjarta og vestur þrí- lit. Og kóngurinn var lík- legri til að vera við fjórða mann en í þrílit. Þrettán slagir og Lauria slapp við skammir frá Bellanum. Árnað heilla Q /A ÁRA afmæli. Næst- Ov/komandi mánudag 19. júlí verður áttræð Ing- veldur Ásmundsdóttir, Vesturgötu 80, Akranesi. Eiginmaður hennar var Ólafur Ámason ljósmynd- ari. Hann lést 1997. Ing- veldur tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 18. júlí milli kl. 15 og 19. verður sjötugur Bjarni Gíslason, málarameistari, húsvörður í Frímúrarahús- inu f Reykjavfk. Hann og eiginkona hans, Erla Þor- valdsdóttir, verða að heim- an á afmælisdaginn. GULLBRÚÐKAUP. Hinn 6. júlí sl. áttu hjónin Jóna Guðný Arthúrsdóttir og Gunnar Guðlaugsson, Melási 5, Garðabæ, 50 ára hjúskaparafmæli. Einnig átti Gunnar 75 ára afmæli þennan sama dag. Þau halda upp á tímamótin á ættarmóti á Geysi í Haukadal, laugardaginn 17. júlí. HÖGNI HREKKVÍSI SÓLSKRÍKJ AN Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni. Hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni. Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein, - ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut, hve frítt er og rólegt að eiga þar heima, hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut, hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma og hvað þá er indælt við ættjarðar skaut um ástir og vonir að syngja og dreyma. Þar söng hún í kyrrðinni elskhugans óð _______ um óbyggðar heiðar og víðsýnið fríða og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð, Brot úr sem biður þess sumarið aldrei að líða. Ijáðinu Þvi sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð, Sólskríkjan. því hika þar nætur og dreymandi bíða. Þorstelnn Erllngsson (1858-1914) STJÖRMSPÁ eftir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert vel gefínn, gæddur góðri kímnigáfu og ert hrókur alis fagnaðar á mannamótum. Hrútur ~ (21. mars -19. apríl) Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Taktu þvi rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú sérð ekki fram úr augum vegna anna og þarft að kom- ast frá í smátíma. Einn dag- ur úti í náttúrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) *A A Vertu ekki niðurdreginn þótt þú sjáir eftir orðum þínum. Fólk er fljótt að fyrirgefa ef það er beðið afsökunar. Dragðu það ekki á langinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun um að söðla um varðandi atvinnu- málin því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) W Vertu hreinn og beinn í sam- skiptum þínum við aðra því að öðrum kosti gæti ailt farið f bál og brand að ástæðu- lausu. MeyjU X3 (23. ágúst - 22. september) (DÍL Ástvinir þínir eru ávallt til- búnir til að styðja þig. Leit- aðu til þeirra nú og þú munt fá aðra og betri sýn á lífið og tilveruna. m vog (23. sept. - 22. október) Gættu þess að lofa eng nema þú ætlir þér að stand við það. Þú býrð yfir þolir mæði og þrautseigju ser kemur sér vel núna. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Láttu það ekki hvarfla að þér að hlusta á fólk sem reynir að telja þér hughvarf en endur- skoðaðu frekar hvort um sanna vináttu sé að ræða. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) fliO Nú er kominn tími til að hugsa sér til hreyfings og undirbúa gott ferðalag. Það víkkar út sjóndeildarhring- inn að kanna nýjar slóðir. Steingeit (22. des. -19. janúar) Æ Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Láttu annað bíða betri tíma. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) vÍÉg Ef þú ætlar að afhjúpa leyndarmál þitt skaltu vera viss um að þú getir treyst þeim sem ljær þér eyra. Vertu vandlátur í því sam- bandi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Mlf Þú hefur hent einhverju frá þér og hefur mikla eftirsjá. Þótt skaðinn sé skeður sakar ekki að reyna að endur- heimta það. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hafnarfjarðarkirkja - sumarbúðir í bæ FRÁ árinu 1997 hafa verið haldnar sumarbúðir í bæ á vegum Hafnar- fjarðarkirkju í ágústmánuði. Sumar- búðirnar fara þannig fram að börn á aldrinum 6-12 ára mæta við kirkjuna kl. 13 mánudaga til fóstudaga, en sumarbúðunum lýkur hvern dag kl. 16. Margt skemmtilegt er gert: farið í ferðir í nágrenni Hafnarfjarðar, leikjadagar eru haldnir, grillað í Heiðmörkinni, Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn í Reykjavík sóttur heim, Hafnarfjarðarbær kannaður, buslað í sundlauginni og fondi-að í safnaðarheimilinu ef veðrið er slæmt. Rétt fyrir kl. 16 er síðan stutt sunnu- dagaskólastund í kirkjunni. Allir krakkar eiga að koma með nesti með sér og að sjálfsögðu klædd eftir veðri. Sumarbúðir kirkjunnar hafa verið fjölsóttar þau tvö sumur sem þær hafa verið haldnar. í ár er Eyjólfur Eyjólfsson sumarbúðastjóri en með honum eru hressir starfsmenn sem þekkja vel til barnastarfs. Sumarbúðum Hafnarfjarðarkirkju ^. er skipt í fjóra flokka, einn flokk hverja viku mánaðarins. Fyrsti flokk- ur byrjar þriðjudaginn 3. ágúst. Hægt er að skrá bömin í einn flokk eða alla flokkana og boðið er upp á systkinaafslátt. Skráning hefst mánudaginn 19. júlí kl. 13 í síma 5551295 í Hafnarfjarðarkirkju. Öll börn á aldrinum 6-12 ára eru hjartan- lega velkomin. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12. Jennifer Bate frá Bretlandi leikur. Frfkirkjan Vegurinn: Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Messa sunnudag kl. 11. Altarisganga. Kaffisopi eftir messu. Sr. Bára Frið- riksdóttir. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. AI- menn samkoma kl. 14. Sigrún Ein- arsdóttir prédikar. Allir velkomnir. Þri. 20.7.: Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Mið. 21.7: Samverustund unglinga kl. 20.30. Allir velkomnir. Tíu rósir kr. 990 af RCR kristal ip ‘Datía Fákafeni 11, sími 568 9120. Antíksölusýning íPerlunni 15.-18 júlí Vörum að fá sendingu af gullfallegum antíkhúsgögnum. Borðstofiir, skápar, sófaborð, sófar, skrifborð, stólar og margt fleira. Gæðavara sem sjaldan hefur sést á íslandi. Opið frá kl. 12-19 Hverfisgötu 37 101 Reykjavík sími: 869 5727 afsláttur KOLAPORTIÐ V. Kynjakvistir í hverju horni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.