Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 64
.64 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ r • 'i HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Pomlidid Celcbrity plunkett & madeane eir ræna þa riku...punktur! www.haskolabio.is iiju jjjjji /í;j. jjj/jjj/ jjjjjjj jijijj;/ jar" . 1/jíij/jjuj jjjjj /J/JJ jf Ij/;/j/ j/ Ljjjjjjj.. ,^r ' % •^I|L ★★★ MUMIAN Frabær ævmtyramynd uppfull íif spcnnu gríni og lygilegum tæknibrellum. Sýnd kl. 9.20. B.i. i4ára. Verð kr. 500. HI-LO COUNTRY HÁSLfTTAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. b.í. 16. Sýnd kl. 4.50 og 7. sis. sýn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 11.10. B.i. 16. Kl. 5. Slð.sýn. B.i.16. FBRÐU t BÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 !jjidj/ijjj jjjjj /i;j;:7rf u/jjj/ jjjjjj ;!dijj;j ju. /jíjj/Ijjj jjjjj m'ij S/iÍur j: MSmbm kvikmyndir. www.samfilm.is Sandy Brechen er sérstakur gestur Harmonikkuhátíðar Reykjavíkur Skotinn Sandy Brechen og hljómsveit hans spila tónlist sem er byggð á skoskri þjóð- • lagahefð en er líka nútímaleg og dálítið fönkuð. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Sandy og félaga hans um þjóðlagatónlist, sekkjapípur og Neró keisara. Sandy Brechen og hljómsveit hans leika á dansleik á Broadway í kvöld Morgunbiaðið/Amaidur Harmonikkufélag Reykjavíkur heldur harm- onikkuhátíð nú um helgina og verða af því tilefni fjölmargar og fjölbreyttar harmonikkuuppá- komur víðsvegar um borgina. Sér- stakur gestur hátíðarinnar er skoski harmonikkuleikarinn Sandy Brechin. ^ Með klassíska menntun Sandy hóf nám í harmonikkuleik átta ára gamall og nam klassískan harmonikkuleik í fjöldamörg ár. Síðustu árin hefur hann svo spilað í ýmsum tegundum hljómsveita og einnig gefíð út tvær breiðskífur hjá skoska útgáfufyrirtækinu Green- trax Recordings. Hljómsveitin sem lék með honum á breiðskífunum er sú hljómsveit sem er með honum hér á landi núna og hafa þeir spilað saman í um þrjú ár. í henni eru .auk harmonikkunnar, trommur, rafmagnsgítar og bassi og er sviðs- framkoma þeirra fjörug og dálítið rokkuð. Tónlistin sem þeir spila er byggð á skoskri þjóðlagahefð en er samt nútímaleg og jafnvel fönkuð. Þeir leika á dansleik á Broadway í kvöld og verður hann að sögn að- ^standenda hátíðarinnar, hápunktur líennar. Er þjóðlagatónlist vinsæl í Skotlandi í dag? „Já, hún er það,“ segir Sandy, „bæði hefbundin þjóðlagatónlist og svo einnig þjóðlagatónlist með nú- tímalegra sniði svona eins og við spilum. Það er mjög algengt bæði í Skotlandi og einnig á Irlandi að þjóðlagahefðin hafi áhrif á popp- og rokktónlistina." Sandy segir að þjóðlagatónlist hafi löngum verið vinsæl í Skotlandi. Þegar skoska þingið var sett núna í sumar átti þjóðlagatón- list stóran þátt í hátíðarhöldunum í kringum það. Hann segir það oft einkenna þjóðir sem hafa verið kúgaðar eða undir annarra stjórn að þær haldi mjög fast í allt sem sérkenni þær. Eins verði þjóðleg menning oft sérstaklega áberandi þegar þjóðir standa í sjálfstæðis- baráttu og stundum sé hún jafnvel notuð sem tæki í baráttunni. Á meðan Róm brann... „Þegar minnst er á skoska þjóð- lagatónlist sjá fiestir fyrir sér stæðilegan skeggjaðan karl með sekkjapípur. En er það eitthvað fieira en sekkjapípurnar sem er einkennandi fyrir tóniistina? „Sekkjapípumar hafa auðvitað haft mikil áhrif á þjóðlagatónlist í Skotlandi og eru þær líka mjög frægt skoskt fyrirbæri,“ segir Sandy. „Þó leikur reyndar vafi á því hvort þær eru upprunalega frá Skotlandi og er í raun líklegra að þær eigi rætur sínar að rekja tii Rómverja. Því er kannski nær að ímynda sér að Neró keisari hafi leikið á sekkjapípur, frekar en fiðlu eins og stundum er sagt, á meðan Róm brann.“ Sandy segir að fleiri hljóðfæri komi við sögu í skoskri þjóð- lagatónlist og þeirra á meðal séu fiðlan, önnur strengjahljóð- færi, harmonikkan og ýmsar flautur. Samspil þessara hljóð- færa hafí, ásamt sekkjapípun- um, átt mikinn þátt í að móta þjóðlagahefðina í Skotlandi. A harmonikkan sér langa sögu í Skotlandi? „Nei, í rauninni ekki, hún kom ekki til Skotlands fyrr en í byrj- un þessarar aldar en hún varð strax mjög vinsælt og útbreitt hljóðfæri. Fiðlan hafði verið til síðan á sextándu öld en hún var dýr og var því ekki á allra færi að eignast fiðlu. En með tilkomu harmonikkunnar gátu flestir sem vildu, eignast hljóðfæri. Einnig SANDY hefur gefið út tvær breiðskífur hjá skoska útgáfiifyrirtæk- inu Greentrax Recor- dings. komu til sögunnar alls konar flautur og einföld strengja- hljóðfæri eins og banjó og lítil mandólín sem almenningur eignaðist og spilaði mikið á, sérstaklega í sveitahéruðum." Sandy og hljómsveitin hans munu leika víðsvegar um bæinn um helgina og ætla svo að dvelja hér áfram í nokkra daga og skoða landið. Þá langar til að synda í hveravatni, fara upp á jökul og gera allt þetta skemmtilega sem þeir hafa heyrt að sé hægt að gera á Islandi. „ÞJÓÐLAGATÓNLIST er mjög vinsæl, bæði Skotlandi og á Irlandi," segir Sandy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.