Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 33 LISTIR Tónleikar á Skálholtshátíð U nglingar flytj a Gloriu Vivaldis GLORIA efdr Antonio Vivaldi verður flutt á tónleikum á Skál- holtshátíð í kvöld af strengja- sveit og kór skipuðum ungling- um, flestum stúlkum, en Vivaldi samdi verkið upphaflega fyrir stúlknakór og -hljómsveit mun- aðarleysingjaskóla í Feneyjum, þar sem hann var tónlistarkenn- ari. Hátíðin hefst með aftansöng í Skálholtsdómkirkju kl. 18 í kvöld en áður verður blásið til tíða með lúðraþyt úr turni kirkj- unnar. Þar blása trompetleikar- arnir Jóhann Stefánsson og Guðmundur Hafsteinsson. Hátíðartónleikarnir hefjast kl. 21 með fjölbreyttri kirkjutónlist frá ýmsum tímum. Þar koma fram Lovísa Fjeldsted, sem leik- ur á selló, Jóhann Stefánsson og Guðmundur Hafsteinsson leika á trompeta, Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson á básúnur, Kári Þormar á orgel, Peter Tompkins á óbó, Kristinn Örn Kristinsson á sembal og Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir á altblokkflautu. Einsöng syngja þau Bergþór Pálsson og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Þá flytur Kammerkór Bisk- upstungna ásamt félögum úr Kór Menntaskólans að Laugar- vatni og Unglingakór Selfoss undir sljórn Hilmars Arnar Agnarssonar og strengjasveit undir stjórn Lilju Hjaltadóttur Gloriu Vivaldis. Guðrún Jó- hanna syngur einsöng með kórnum og nokkrir ofan- greindra hljóðfæraleikara ganga til liðs við strengjasveit- ina. Á samkomu í Skálholtskirkju á sunnudag kl. 16.30 verða vald- ir þættir úr Gloriu endurteknir. Ljósmynd/Sunnlenska STULKURNAR sem flytja Gloriu á Skálholtshátíð í kvöld eru flestar í Kammerkór Biskupstungna en til liðs við þær komu einnig félagar úr Kór Menntaskólans að Laugarvatni og Unglingakór Selfoss. Lengst til hægri er stjórnandi kórsins, Hilmar Örn Agnarsson, og til vinstri er Kári Þormar organisti. Morð og manns hvarf á indíána svæðunum ERLEMÐAR RÆKIJR Spennusaga FYRSTI ÖRNINN „THE FIRST EAGLE“ eftir Tony Hillerman. Harper Fiction 1999. 319 síður. TONY Hillerman er bandarískur metsöluhöfundur sem hefur skrifað glæpasögur sem gerast á verndar- svæðum indíána í Arizona og Nýju- Mexíkó þar sem tveir lögreglu- menn af indíánaættum eru aðal- söguhetjurnar, Jim Chee og Joe Leaphorn. Sögumar um þá tvo og indíánasvæðin og allt það dular- fulla í indíánamenningunni hefur Hillerman gert að vinsælu lesefni og er óhætt að segja að hann sé einn af betri og vandaðri spennu- sagnahöfundum Bandaríkjanna í dag. Síðasta saga hans, Maðurinn sem féll eða „The Fallen Man“, var býsna skemmtileg sakamálasaga um það hverju lygin getur áorkað. Nýjasta sagan hans heitir Fyrsti örninn eða „The First Eagle“, sem er ekkert síður skemmtileg, vel samin og spennandi saga um mannshvarf og morð. Hið dularfulla og hið yfirnáttúrulega Spennusögur Hillermans gerast allar á verndarsvæðunum og hann virðist þekkja þar til eins og heima hjá sér. Hann er margverðlaunað- ur höfundur sem fundið hefur for- vitnilegt og óvenjulegt umhverfi fyrir glæpasögur sínar og fjallar um það af einstakri virðingu, mjög hæfilegum skammti af ljúfsárum húmor, og þekkingu á sögu og stöðu indíánanna í dag, ekki síst kynþáttafordómunum sem þeir upplifa. Hann ber einnig gott skyn- bragð á allt það dularfulla og yfir- náttúrulega sem tengist helgisögn- um og helgum stöðum indíánanna, tengslum þeirra við aðra heima og það mikla hlutverk sem náttúran hefur í tilvist þeirra. Fyrsti örninn, sem nýlega kom út í vasabroti hjá Harper-útgáf- unni, ber ýmis bestu höfundarein- kenni Hillermans að þessu leyti. Navajo-lögreglumennirnir Joe Leaphorn, sem reyndar er nýlega sestur í helgan stein, og væntan- legur arftaki hans, Jim Chee, eru í forgrunni. Leaphorn er gamall í hettunni og eiginlega þjóðsagna- persóna í lifanda lífi, býr yfir mik- illi reynslu og reiðir sig á þekkingu sína á landinu og fólkinu sem það byggir. Chee er yngri og lítur mjög upp til Leaphorns og hlustar á vís- dóm hans og tekur ekki meira mark á nokkrum manni. Reyndar finnur hann til svolítillar minni- máttarkenndar gagnvart hinum vísa Leaphorn, sem er kannski ekki nema von; eftirlaunaþeginn virðist ætíð skrefi á undan unga manninum. Konan sem hvarf í byrjun sögunnar kemur Chee að ungum manni standandi yfir líki lögreglumanns hátt uppi fjöllunum. Ungi maðurinn segist hafa komið að lögreglumanninum látnum en ýmislegt bendir til þess að hann hafi gengið í ski-okk á honum og myrt hann. Á sama tíma er eftir- launaþeginn Leaphorn að fá sitt fyrsta verkefni sem einkaspæjari. Hann kann hinu nýja hlutverki ekkert sérstaklega vel en verkefnið er forvitnilegt. Ungur smitsjúk- dómafræðingur hefur horfið ger- samlega sporlaust ekki langt frá því svæði sem lögreglumaðurinn fannst myrtur. Nokkur hluti sögunnar snýst um veirur og sýklalyf og Tony Hill- erman hefur greinilega kynnt sér til hlítar veirufræði, smitsjúkdóma- fræði, faraldursfræði og hvaðeina sem því viðkemur; hann skrifar um það allt af ekkert minni kunnáttu- semi en lífið á indíánasvæðinu. Fyrsti örninn er mjög hefðbund- in löggu- eða spæjarasaga um þrot- lausa leit lögreglumanna að svör- um. Þeir ganga á milli manna og spyrja endalaust spuminga þar til þeim tekst smátt og smátt að púsla hlutunum saman. Hið óvenjulega umhverfi, lipurleg frásögnin og fé- lagsskapur Leaphorns og Chees gera lesninguna að hinni fínustu af- þreyingu. Arnaldur Indriðason TRÍÓ Hauks Gröndal leikur á Sóloni Islandusi. Djasstón- leikar á Sóloni DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir á Sóloni íslandusi, Bankastræti, þriðjudaginn 20. júlí kl. 21. Þar kemur fram Tríó Hauks Gröndals. Að þessu sinni munu leika með honum danskir hljómlistar- menn. Um er að ræða tríó sem Haukur hefur haldið úti frá áramótum í Kaupmannahöfn og hafa þeir félagar þegar leikið á fjölmörgum stöðum, m.a. í Jóns- húsi fyrir íslenska stúdenta. Tríóið er skipað þeim Hauki Gröndal, Morten Lundsby á kontrabassa og Stefan Pasborg á trommur. Þeir munu leika fjölbreytt efni bæði frumsamið og eftir aðra. Aðgangseyrir er 500 kr. Dularfull vísindi í Nýlistasafninu FRANgOICE Pétrovitch heldur fyrirlestur og gerning undir yfir- skriftinni „Dularfull vísindi" í Nýlistasafninu í dag, laugardag, kl. 16. Frangoise var einn listamann- annanna sem tók þátt í sýning- unni Polylogue sem sýnd var S safninu í síðasta mánuði. Poly- logue var samsýning listamanna frá París. Frangoise mun leggja út af verkum sínum á sýningunni og er fyrirlestur og eða geming- ur hennar byggður upp á þátt- töku gesta. CRA|í|> Amerísk pallhús sem smellpassa á flestar gerðir bíla 3?.“ Gísu . IÓNSSON ehf Jhöfda 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644 Umbóðtmenn é Suðurnesjum, Toyota-salurinn ( Njarðvik, aiml 421 4888 Fjolbreytt vöruúrval Dekor Frábær Verð Cr/Dekor Gegnheilt mahogny Stóll Verð: 6.900 n 1 Borðstofuborö 180x90 iM 1 Verð: 34.000 * V Tilboð 16.150 Vsggskáput Tilboð 12.500 Veggskápur Tiiboð 11.000 H-83, B-50, D-13 H-83, B-50. D-13 £áCíO' Bajarhrauni 14 &/Dekor 220 HafnarHrði Freemanshúsinu SÍml S65 3710 ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.