Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999_____________________ MINNINGAR + Eiginmaður minn og faðir okkar, SNÆBJÖRN JÓNASSON fyrrv. vegamálastjóri, Laugarásvegi 61, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt föstudagsins 16. júlí. Bryndís Jónsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jónas Snæbjörnsson, Þórdís Magnúsdóttir, Herdís Snæbjörnsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparholti 12, Hafnarfirði, lést á St. Jósefslpítala, Hafnarfirði, sunnu- daginn 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Systrasjóð St. Jósefs- spítala. Sigurður Haukur Gíslason, Sigurleif E. Andrésdóttir, Margrét Gyða G. Wangen, Per A. Wangen, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilís á Holtsgötu 34, verður jarðsungin frá Fossvogskikju mánu- daginn 19. júlí kl. 13.30. Guðmundur Jónsson, Elín Þórisdótir, Ásdís Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR fyrrv. bóksala. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Skjóls. Sigríður Sigurðardóttir, Kjartan Björnsson, Áslaug Jóhannesdóttir, Einar Már Jóhannesson, Sigurborg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir til allra, sem auð- sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR MEYVANTSDÓTTUR. Kristbjörg Jóhannesdóttir, Jón Þór Bjarnason, Kristín Bárðardóttir, Garðar Garðarsson, Brynja Bárðardóttir Green, Tyler Green, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐNÝJAR KRISTÍNAR HARTMANNSDÓTTUR frá Melstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2, Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki. Hartmann Halldórsson, Guðný Sturludóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Einar Kristjánsson, Loftur Guðmundsson, Ásdís Kjartansdóttir, Ragnar Guðmundsson, Anna Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Birgir Steindór Kristjánsson fæddist á ísafirði 9. ágnst 1931. Hann lést 6. júlí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 15. júlí. Skjótt skipast veður í lofti. Eina stundina er sól og heiðríkja en síðan kemur dimma og drungi. Framtíðin virtist björt og gaf öll fyrirheit um að verða ánægjuleg. Sumarið rétt svo byrjað og besti hluti þess framundan. Þannig var með síð- ustu daga Birgis. Aldrei virtist hann glaðari og hressari eða betur á sig kominn. En þá dynur reið- arslagið yfir og allt í einu er allt búið án nokkurs fyrirvara. Loksins þegar á að njóta efri áranna eftir ævilanga vinnu, laus við alla ábyrgð og frelsi til að gera það sem manni sýnist, þegar manni sýnist, þá rennur tíminn út. Slíkt er erfitt að skilja en engu er hægt að ráða og engu hægt að breyta. Kynni mín af Birgi hófust árið 1985 þegar ég byrjaði að vinna hjá Hampiðjunni og þá sem deildar- stjóri fléttivéladeildar sem þá var í Stakkholti. Hann var þá deildar- stjóri netahnýtingardeildar sem var staðsett við Bíldshöfðann og þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í dag. Mitt var að útvega garn- ið sem hann hnýtti net úr. Arin sem fylgdu á eftir voru erfiður tími því uppsveifla var í þjóðfélaginu og ekki auðvelt að fá fólk til starfa. Af því leiddi að ekki var alltaf nóg gam til netaframleiðslunnar og ekki hægt að útvega öll þau net sem netaverkstæðin þurftu á að halda. Á þessum árum var lagður grunnurinn að virðingu minni og vináttu við Birgi. Hann hélt sínu ákveðið fram en aldrei af ósann- girni heldur af festu og mátti sjá að þar fór maður sem mátti treysta og stóð undir þeirri ábyrgð sem hon- um var falin. Seinna, þegar bygg- ingaframkvæmdum við Bíldshöfð- ann var lokið og hægt að flytja alla framleiðsluna á sama stað, varð samstarf okkar nánara. Vegna erf- iðleikanna við að fá fólk til starfa á þessum tíma var fyrirtækið Bal- mar stofnað í Portúgal og sá það frá þeim tíma um garnframleiðsl- una. Nú snerist samstarfið aðal- lega um það að endurbæta tækja- kost netahnýtingardeildarinnar, tölvuvæða og auka gæði. Birgir var óþreytandi í að kenna mér hnýting- artæknina, hvað væri það sem skipti máli og hvað ekki. Þessara stunda minnist ég með mikilli ánægju. Þetta gerði hann smátt og smátt á þann hátt að maður öðlað- ist tilfinningu fyrir framleiðslunni og varð fær um að leggja til lag- færingar og betrumbætur. Þrátt fyrir þann eril sem fylgir því að stýra stórri framleiðsludeild fann Birgir sér tíma til að sinna sínum áhuga- málum. Þar bar hæst áhuga hans á jeppum og ferðalögum innan- lands. Hann var menntaður bifvéla- virki og voru því hæg heimatökin þegar þurfti að breyta og bæta, hækka og stækka. Aldrei var hann að nefna það að fyrra bragði við okkur hina j eppaáhugamennina hverju síðast var breytt. Það varð því að vana í ferð- arbyrjun að líta rannsakandi á jeppann hans og velta fyrir sér hvað væri nú öðruvísi en áður. Þessu hafði hann gaman af og hló gjarnan meðan við veltum vöngum og leituðum vísbendinga. Um nokkurt árabil var töluvert um að starfsmenn Hampiðjunnar ættu jeppa enda er þetta áhugamál smitandi og skemmtilegt. Ekki eru það einungis bflarnir einir og sér heldur gefa þeir þeim sem eiga þá tækifæri til þess að ferðast um fjöll og fimindi og komast á spennandi slóðir. Stofnað var Jeppavinafélag Hampiðjunnar og voru formenn þess í gegnum árin óþreytandi við að skipuleggja lengri og styttri ferðir um hálendið hvort sem var að vetri eða sumri. Það var undan- tekning ef Birgir og Sigga voru ekki með í fór og man ég reyndar ekki eftir að hafa farið í jeppaferð tengda þessum hópi án þeirra þátt- töku. Þeir eru væntanlega fáir há- lendisslóðarnir sem þau Sigga hafa ekki farið ein eða með öðrum. Margar minningar eru tengdar þessum ferðum sem allar hafa heppnast vel og verið afar skemmtilegar. Kannski ber hæst í minningunni þær ferðir sem farnar voru inn í Þórsmörk. Þær ferðir voru farnar í sumarbyrjun enda höfðu þær sérstakan tilgang. Jeppavinafélagið tók í fóstur flag þar sem heitir Stóri Endi og er í hjarta Merkurinnar. Þetta upp- blásna og gróðurvana flag, sem reyndar er í brattri brekku sem snýr beint að Básum, var okkur metnaðarmál að græða upp og forða frá frekari eyðingu. I þessar ferðir var safnað sem flestu fólki enda mikið verk og erfitt að bera áburð, grasfræ og síðar að gróður- setja nær þúsund trjáplöntur í þetta svæði. En margar hendur vinna létt verk og því varð alltaf drjúgur tími til njóta lífsins og fé- lagsskaparins og þar naut Birgir sín vel í góðra vina hópi. Þegar Birgir lauk sinni starfsævi hjá Hampiðjunni, eftir rúmlega tveggja áratuga starf, fyrir rétt um ári síðan, þá vissi maður að hann myndi ekki láta sér leiðast heldur njóta lífsins. Það gekk eftir þótt lít- ið yrði um ferðalög síðastliðið sum- ar vegna veikinda Siggu. Það bættu þau upp með ferðalögum til Ítalíu, Kanaríeyja og Spánar síð- astliðið haust og í vetur og vor. Þrátt fyrir að Birgir væri hættur störfum þá kom hann reglulega til okkar í Hampiðjunni til að aðstoða og meta stöðuna en ekki síst til að hitta vinnufélagana. Síðast kom hann nú í byrjun júlí. Þá ræddum við og skoðuðum nýjustu vélaend- urbæturnar og veltum fyrir okkur ferðalögum í sumar. Ferð inn í Þórsmörk var okkur báðum ofar- lega í huga án þess að neitt væri fastmælum bundið enda töldum við nægan tíma til ráðagerða þó svo reyndist ekki vera. Fyrir hönd Hampiðjunnar hf. og samstarfsmanna, sem hafa misst góðan félaga og vin, vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir óeigin- gjarnt og eljusamt starf Birgis og framlag hans til vaxtar og viðgangs fyrirtækisins. Siggu sendum við okkar innileg- . ustu samúðarkveðjur. Missir þinn er mikill og sár en megi minningin um góðan dreng styrkja þig og efla. Hjörtur Erlendsson framleiðslustjóri. Kæri vinur. Það var mikið áfall að heyra um andlát þitt 6. júlí síðastliðinn. Þú hættir störfum í Hampiðjunni fyrir ári og varst svo ánægður með lífið og tilveruna og hlakkaðir til að njóta lífsins á efri árum með henni Siggu þinni. Það var ánægjulegt að heyra hvað þú varst sæll með ferð- irnar sem þið hjónin fóruð í á síð- asta ári eftir að þið hættuð hinu daglega striti. Þú nefndir einmitt við mig fyrr á árinu, að það veitti ekki af að nota tímann meðan heilsan leyfði og skoða sig um á nýjum slóðum hér heima og er- lendis. Þessi ummæli komu mér nokkuð á óvart, því þú varst alltaf mjög heilsuhraustur meðan við unnum saman í Hampiðjunni. Mér fannst ólíklegt að þú hyrfir af braut svo snögglega, sem varð. „En enginn veit sína ævi fyrr en öll er“ eins og segir í hinu forna spak- mæli. Það var afskaplega gott að vinna með þér í gegnum árin og takast á við dagleg viðfangsefni í stóru fyr- irtæki. Þú stýrðir netahnýtingar- deildinni af festu og öryggi og varst mjög vel liðinn af þínu sam- starfsfólki. Það var alltaf hægt að ganga að því vísu, að það sem þú sagðir og lofaðir stóð alltaf sem stafur á bók. Þú varst mjög sam- viskusamur og nákvæmur í dagleg- um störfum og gafst þér tíma til að þróa hlutina á yfirvegaðan máta, með hagkvæmni og ráðdeild að leiðarljósi. Þú varst oft hemillinn á okkur í söludeildinni þegar við ætl- uðum okkur um of á álagstímum og sagðir „hingað og ekki lengra“. Þegar þú sagðir „að það væri hægt að rétta boginn stein, en þetta sem þið eruð að biðja um er ekki hægt“ þá vissum við, að þér yrði ekki hnikað. Það er mikil eftirsjá að þér Birg- ir minn og við munum sakna þín um ókomin ár. Hvfl þú í friði kæri vin og Guð blessi þig. Guðmundur Gunnarsson. BIRGIR STEINDOR KRIS TJÁNSSON + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okkar, unnusta, bróður, mágs og barnabarns, EIRÍKS BERGS SVAVARSSONAR, Vættaborgum 154. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynn- ingar. Svavar Jónsson, Guðný Eiríksdóttir, Kristín Helga Einarsdóttir, Hrefna Katrín Svavarsdóttir, Baldvin Ingimarsson, Óskar Svavarsson, María Þrastardóttir, Reynir Svavarsson, Heiðdís Rós Svavarsdóttir, Hrefna Líneik Jónsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.