Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 9
FRETTIR
Sektir lögreglunnar hækkuðu um helming á síðasta ári
Sektir fimmtíuföld-
uðust í Vík í Mýrdal
HREIN fjárhæð sekta lögreglunnar
í landinu hækkaði um helming í
fyrra frá árinu áður, úr 130 milljón-
um króna í 193 milljónir. Þó ber að
hafa í huga að tölur frá árinu 1997
vantar í þremur umdæmum, hjá
sýslumönnunum í Keflavík, Seyðis-
fírði og Neskaupstað.
Hrein álagning sekta jókst hlut-
fallslega mest hjá sýsiumanninum í
Vík í Mýrdal, þar sem hún fimmtíu-
faldaðist, nam 19.000 kr. árið 1997 en
955.970 í fyrra. Þá fjörutíuogfimm-
faldaðist álagning á Isafirði, var
3.781.875 árið 1998, samanborið við
82.875 árið 1997. Þegar talað er um
hreina álagningu sekta er m.a. búið
að taka tillit til 25% afsláttar sem
greiðendur fá fyi-ir að borga innan
30 daga.
Hjá lögreglunni í Reykjavík jókst
hrein álagning sekta mest í krónum,
um rúmar 44 milljónir, og tvöfaldað-
ist. Þá ellefufaldaðist hún hjá sýslu-
manninum á Hvolsvelli og rúmlega
fjórfaldaðist á Blönduósi. Mest
minnkaði álagningin í Búðardal, um
92%.
Langflest brot í Reykjavík
Heildarfjöldi umferðarlagabrota
jókst úr 9.742 fyrstu fjóra mánuði
ársins 1998, í 12.524 á sama tímabili í
ár. Brot voru 45.235 á öllu árinu í
fyrra. Langflest voru framin í
Reykjavík, eða 22.221. Þá komu
Akureyri, Hafnarfjörður og Kópa-
vogur, með á bilinu 3-4.000 brot
hvert umdæmi. Næst á eftir voru
Keflavík og Selfoss, með u.þ.b. 2.500
umferðarlagabrot.
Lögreglan hefur gert sérstakt
átak í að framfylgja 4. gr. umferðar-
laga, sem fjallar um tillitssemi og
Álagning sekta, nettó fjárhæðir
Embætti Þús. krónur 1997 1998 Breyting
Lögreglustjóraskrifstofa 44.583,4 88.916,5 99,11%
Sýslum. í Kópavogi 17.443,5 19.910,1 -3,06%
Sýslum. í Hafnarfirði 15.960,1 15.470,0 -3,07%
Sýslum. í Keflavík 0 9.591,0 -
Sýslum. á Keflav.flugv. 1.930,1 803,9 -58,35%
Sýslum. á Akranesi 2.606,5 1.637,8 -37,17%
Sýslum. í Borgarnesi 1.620,9 3.813,5 135,27%
Sýslum. í Stykkishólmi 2.919,0 4.923,5 68,67%
Sýslum. í Búðardal 159,3 13,3 -91,68%
Sýslum. á ísafirði 82,9 3.781,9 4.463,35%
Sýslum. í Bolungarvík 349,8 146,0 -58,26%
Sýslum. á Patreksfirði 674,0 291,8 -56,71%
Sýslum. á Hólmavík 261,5 770,8 194,74%
Sýslum. á Siglufirði 452,5 338,3 -25,25%
Sýslum. á Sauðárkróki 2.428,3 2.864,5 17,97%
Sýslum. á Blönduósi 1.542,0 6.398,5 314,95%
Sýslum. á Akureyri 22.996,3 17.138,2 -25,47%
Sýslum. á Húsavík 1.827,1 1.934,0 5,85%
Sýslum. á Ólafsfirði 664,3 494,3 -25,59%
Sýslum. á Seyðisfirði 0 1.556,5 -
Sýslum. í Neskaupstað 0 99,5 -
Sýslum. á Eskifirði 1.096,6 959,0 -12,55%
Sýslum. á Höfn Hornafirði 627,1 339,8 -45,82%
Sýslum. í Vestmannaeyjum 1.158,0 1.052,8 -9,09%
Sýslum. í Selfossi 8.319,7 9.187,6 10,43%
Sýslum. í Vík í Mýrdal 19,0 955,8 4.930,26%
Sýslum. á Hvolsvelli 196,0 2.268,0 1.057,14%
Samtals 129.917,7 192.656,3 48,29%
varúð í umferðinni. 136 brot hafa
verið framin á því ákvæði fyrstu
fjóra mánuði ársins, samanborið við
24 í fyrra. Þá hefur þeim ökumönn-
um sem teknir hafa verið fyrir að
nota ekki bílbelti fækkað töluvert, úr
887 fyrstu fjóra mánuðina í fyrra, en
voru 606 á sama tíma í ár.
Ekki
rætt við
kennara
KENNARAR í Reykjavík sem sagt
hafa upp störfum frá og með 1.
september nk. ætla sér að mæta til
vinnu í ágúst líkt og þeir telja sig
hafa samið um. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem hópur upp-
sagnarkennaranna hélt í gær.
Alls hafa 250 kennarar sagt upp
störfum eða ekki óskað eftir end-
urráðningu í kjölfar þess að borg-
arstjóri hafnaði kröfum kennara
um 230.000 króna greiðslu á ári til
loka ársins 2000 í samræmi við
kjarabætur kennara utan Reykja-
víkur.
Að sögn Öglu Ástbjörnsdóttur
telja kennarar sig hafa þriggja
mánaða uppsagnarfrest líkt og aðr-
ir og ætli þeir að starfa þar til upp-
sögnin tekur gildi. „Þátttaka á
námskeiðum er hluti vinnu kennara
í ágúst og munum við taka þátt í
þeim námskeiðum sem við höfum
skráð okkur á með samþykki skóla-
stjórnenda. Auk þess munum við
hefja undirbúning næsta skólaárs
þótt við komum ekki til með að
hefja kennslu í september.
Kennurum stendur ekki ógn af
því að fá ekki ágústlaunin. Borginni
er heimilt að afþakka vinnuframlag
kennara en það firrir hana ekki
greiðsluskyldu. Ef launin verða
ekki greidd mun Kennarasamband
Islands fela lögmanni sínum að
annast málið og skoðun á því er
reyndar hafin. Við það munu kenn-
arafélögin blandast inn í málið og
einnig þeir kennarar sem ekki
sögðu upp störfum," sagði Agla.
„Hins vegar hafa borgaryfirvöld
ekki gefið út yfirlýsingu þess efnis
að ágústlaun verði ekki greidd. Þær
Morgunblaðið/Arnaldur
Uppsagnarkennarar í Reykjavík á blaðamannafundi sem haldinn var í
gær. F.v. Þuríður Óttarsdóttir, Kristinn Jónsson, Agla Ástbjörnsdóttir,
Eiríkur Brynjólfsson og Birna Halldórsdóttir.
Útsalan er hafin
TESS
V Neðst við Dunhago Opið virka daga 9-18
sínti 562 2230 laugardaga 10-14
ÍÚtsalan byrjuð
I Mikill afsláttur
Opið til kl. 15 í dag
Eddufelli 2 • Sími 557 1730
r r
AF OLLUM SUMARSKOM UR STRIGA
BARNA - HERRA - DOMU
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut
Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12
Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
upplýsingar koma eingöngu frá
fjölmiðlum."
Aðspurður sagði Kristinn Jóns-
son að meginrökin fyrir kröfugerð-
inni væru aukið vinnuálag. „Alagið
hefur aukist töluvert frá síðustu
kjarasamningum. Þar má nefna
aukið foreldrasamstarf, samstarf
við aðila sem koma að velferð barna
í skólum, vinna við skólanámskrá
og aðlögun skólastarfs að nýrri að-
alnámskrá."
Kennarar á fundinum lögðu
áherslu á að ekki væri um hópupp-
sagnir að ræða því kennarafélögin
hefðu ekki komið að uppsögnunum.
Sýndu á þér tærn
Höggdeyfandi sóli með grófum botni.
Níðsterkir og ótrúlega þægilegir skór.
Snorrabraut 60 • Reykjavík • Sími 51 1 2030
Fax 51 1 2031 • www.skatabudin.is