Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Líbýa greið- ir Frökkum skaðabætur LÍBÝA hefur sent Frökkum rúmlega 200 milljónir franka sem greiddar verða fjölskyld- um þeirra 170 manna sem fórust þegar frönsk farþega- þota var sprengd í loft upp yf- ir Afríku. Franskur dómstóll lagði fram kröfu um skaða- bótagreiðsluna fyrr á árinu. Flugvélin var frá flugfélaginu UTA og var á leið frá Kongó til Frakklands 19. september 1989 þegar hún fórst. Fransk- ur dómstóll dæmdi sex Lí- býumenn í lífstíðarfangelsi í mars fyrir að hafa komið fyrir sprengju í vélinni. Mennirnir voru fjarstaddir. Hæst settur þeirra var mágur Muammars Gaddafis, forseta Líbýu. Franska utanríkisráðuneytið greindi frá því að greiðslan hefði borist frá Líbýu. Hundruð drukkna í Rússlandi RÚSSUM-gengur erfiðlega að eiga við gífurlega hita sem geisað hafa mánuðum saman, og hafa mörg hundruð manns drukknað í ám og vötnum af þessum völdum. Rúmlega 200 manns hafa drukknað í Moskvu síðan í síðasta mán- uði, og voru flestir að reyna að kæla sig um leið og þeir neyttu áfengis. Hitinn hefur verið yfir 30 gráður svo að segja á hverjum degi undan- fama tvo mánuði. Hefur hit- inn einnig valdið morðum, að sögn blaðsins Moskovskíj Komsomolets, til dæmis stakk maður, sem hafí verið kvænt- ur í þrjá daga, konu sína til bana með hnífi eftir að þau höfðu rifist um hvort þeirra ætti að fara út til að kaupa ávaxtasafa. Ræða lausn fjögurra Belga BELGÍSKA utanríkisráðu- neytið staðfesti í gær að fjór- um Belgum hefði verið rænt í Jemen og stæðu nú yfir samningaviðræður við mann- ræningjana um lausn Belganna. Tveim mönnum og tveim konum var rænt síð- degis á fimmtudag, er þau voru á ferð í hópi sjö Belga. Fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins sagði að vitað væri að fjórmenningarnir sættu góðri meðferð. Myrtu 50 kon- ur og börn HERMENN skæruliðahreyf- ingarinnar UNITA í Angóla söfnuðu saman um 50 konum og börnum á markaðstorgi í smábæ og skutu konurnar af stuttu færi en köstuðu börn- unum í nálæga á að því er ríkisfjölmiðlar í Angóla greindu frá í gær. Hin meintu fjöldamorð voru framin á þriðjudag. Fregn- irnar hafa ekki fengist stað- festar, og ekki náðist í full- trúa UNITA. Hillary Clinton missir forskot sitt á Giuliani New York. The Daily Telegraph. VINSÆLDIR Hillary Clinton í New York-ríki hafa minnkað veru- lega eftir tíu daga ferð hennar um ríkið og hefur það valdið vangavelt- um um hvort hún hætti við að sækj- ast eftir kjöri í öldungadeild Banda- ríkjaþings. Fyrir hálfu ári bentu skoðana- kannanir til þess að forsetafrúin væri með tíu prósentustiga forskot á Rudolph Giuliani, borgarstjóra New York-þorgar, og líklegan írambjóð- anda Repúblikana í kosningunum til öldungadeildarinnar. Ef mai-ka má nýja könnun er Giuliani nú með sex prósentustiga meira íylgi en hún þótt hann hafi lítið haft sig í frammi. Dick Morris, fyrrverandi ráðgjafi Bills Clintons forseta, telur hugsan- legt að fylgistap Hillary geti orðið til þess að hún hætti við framboðið. „Því meira sem hún beitir sér í kosn- ingabaráttunni í New York þeim mun iíkari verður hún hverjum öðr- um stjómmálamanni sem biðlar til kjósenda. Því lengur sem hún er þar þeim mun óvelkomnari verður hún.“ Ef marka má könnunina nýtur Hillary Clinton stuðnings 40,7% kjósenda í New York og Giuliani 46,9%. Stefnt að metfjársöfnun Forsetafrúin ræddi í fyrradag við 75 demókrata í New York sem lof- uðu að safna 25 milljónum dala, andvirði 1,8 milljarða króna, í kosn- ingabaráttu hennar. Nái þeir þessu markmiði verður það nýtt met því enginn frambjóðandi, sem ekki á sæti á þinginu, hefur safnað svo miklu fé fyrir kosningar til öldunga- deildarinnar. Hillary hefur einnig sent milljón- ir bréfa til demókrata úti um öll Bandaríkin til að falast eftir fjár- hagslegum stuðningi þeirra. Talsmaður Giulianis sagði repúblikana stefna að því að safna álíka miklu fé og demókratar og takist þeim það verður kosninga- baráttan í New York að öllum lík- indum sú dýrasta í sögu kosninga til öldungadeildarinnar. Reuters Dauðinn les bók lífsins REIST hefur verið stórt svið á Boden-vatni í Austurríki vegna uppsetningar á óperunni „Grímu- dansleiknum" eftir Giuseppe Verdi. Óperan verður flutt á Bregenz-listahátíðinni sem hefst í næstu viku. Söngvarar æfa hér óperuna á sviðinu sem sýnir Dauðann lesa bók lífsins. Vill ekki falla í freistni Washinglon. The Daily Telegraph. EINN 333 liðsforingja í Banda- ríkjaher, sem hafa þann starfa að vera ávallt í viðbragðsstöðu í sér- stökum klefum þar sem stjóm- búnaður Minuteman III-kjam- orkueldflauganna er geymdur, hefur hótað yfirboðurum sínum málaferlum vegna of mikils „álags“ sem hann rekur til starfs- félaga sinna af veikara kyninu. I starfi sínu þarf Ryan Berry að deila þröngum vistarveram með öðmm liðsforingja og bíða eftir skipunum sem vonandi koma aldrei. Berry, sem er kaþ- ólskur og fjölskyldumaður, hefur ekkert á móti því að starfa við hlið kynbróður en hefur neitað því algjörlega að deila vistarver- unum með kvenkyns liðsforingj- um. Rökin era þau að þröngar vistarverurnar og tveggja sólar- hringa vaktir bjóði hættunni á freistingum heim. Indverjar gefa íslömskum skæruliðum tveggja sólarhringa frest til að hörfa Her Indlands fyrirskipað að halda að sér höndum Srinagar, Kargil. AFP, Washington Post. INDVERSK stjórnvöld hafa gefið íslömskum skæraliðasveitum sem barist hafa við indverska herinn í Kasmír-héraði undanfamar vikur, tveggja sólarhringa frest til að hverfa frá ind- verska hluta Kasmír og hefur hernum verið fyrir- skipað að sýna stillingu í samskiptum sínum við skæraliða. Var fresturinn gefinn á fimmtudag eftir að ljóst var að skæraliðar gætu ekki hörfað með eins skjótum hætti og haldið var, vegna þess hve Kargil-svæðið sem þeir höfðu hertekið er ill- fært. Bikram Singh, talsmaður indverska hersins, sagði í gær að í dagrenningu í dag, laugardag, yrðu allir liðsmenn skæruliðasveitanna að hafa farið frá svæðinu. Sagði hann óvinasveitir vera í þann mund að hörfa frá flestum svæðum. Þá sögðu fulltrúar indverska utanríkisráðuneytins að litið yrði á þá skæruliða sem enn væru eftir á svæðinu eftir að fresturinn rennur út, sem óvini og að viðeigandi aðgerðir yrðu teknar gegn þeim. Stjómvöld í Pakistan viðurkenndu í fyrsta skipti í gær að hersveitir þeiira hefðu farið inn fyrir markalínuna sem skilur pakistanska hluta Kasmír frá þeim indverska. Pervez Musharraf, yfirmaður pakistanska hersins sagði í viðtali við BBC á vígstöðvunum í gær að pakistanskar her- sveitir hafi haldið inn fyrir markalínuna nokkram sinnum til að halda Indverjum í skefjum. Ástæð- una sagði hann vera þá að koma í veg fyrir að ind- verski herinn næði að sækja fram. Indverjar hafa haldið því fram að indverskar hersveitir hafi aðallega barist við pakistanska stjórnarhermenn en ekki skæraliða sem styðja Pakistan, eins og stjórnvöld í Islamabad hafa hingað til haldið fram. Ekkert mun koma á óvart Indverjar sögðust í gær telja að átökunum í Kasmír-héraði væri lokið og að ekkert muni koma í veg fyrir að skæruliðasveitir myndu hörfa frá vígstöðvum þeim sem þær höfðu tekið herskildi innan indversku markalínunnar. Háttsettur emb- ættismaður innan hersins sagði í viðtali við AP að ekkert gæti nú komið sér á óvart. Talið er að allt að 1.200 hermenn og skæraliðar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa síðustu níu vikur. Hefur bardögunum verið lýst sem þeim verstu síðan Indland og Pakistan áttu í stríði árið 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.