Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 28
L 28 LAUGARDAGUR 17. JULI1999 fTTTTn MORGUNBLAÐIÐ l'lljll T\Tl Saltfiskur er herra- mannsmatur Söltun fisks er ævaforn geymsluaðferð og var hún auk þurrkunar ein helsta geymsluaðferð fískafurða á Islandi í aldaraðir. í þessum fímmta og næstsíðasta pistli frá Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins verður fjallað um saltfisk; saitfiskverkun, útvötnun á saltfíski og hugmyndir um matreiðsluaðferðir. VIÐ söltun á fiski minnkar vatnsinnihald í fiskinum og þar með nýtanlegt vatn fyrir örverur sem hefur þau áhrif að aðeins fáar tegundir þeirra þrífast. Örveruvöxtur er þó háður ýmsu öðru og er þar helst að nefna hitastigið sem maturinn er geymdur við. í dag er söltun ekki lengur eins mikilvæg geymsluaðferð og í gamla daga vegna tilkomu fleiri góðra geymsluaðferða s.s. frystingar. Saltfískur er þó engu að síður eftirsótt vara, ekki síst vegna bragðgæða og gamalla hefða en margir líta á hann sem munaðarvöru. Við Miðjarðarhafið í löndum eins og Portúgal og Spáni og sums staðar í Suður-Ameríku er saltfiskur mjög vinsæll og má t.d. nefna að í Portúgal neytir hver íbúi um 10 kg af saltfiski á ári. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðhagsstofnun neyta íslendingar um 1,7 kg af saltfiski á ári en senni- lega er raunveruleg neysla meiri þó hún sé enn langt undir því sem þekk- ist í Portúgal. Salfiskverkun Það er fyrst og fremst þorskur sem notaður er í saltfiskverkun. Tæplega helmingur þorskaflans sem berst hér á land fer í söltun. Aðeins 3r- '$> lítill hluti þess saltfisks sem hér er framleiddur fer til neyslu hérlendis. Elsta söltunaraðferðin er stæðusölt- un, en þá er fiskurinn flattur og hon- um staflað upp með gnægð salts á milli laga. Þannig er fiskurinn látinn standa í stæðum í nokkra daga en síðan þarf að umstafla honum til að allur fiskur saltist sem jafnast og nái æskilegri verkun. Verkunin í heild tekur nokkrar vikur. í seinni tíð hafa verkunaraðferðir verið að breytast og hefur þróunin stuðlað að skemmri verkun og aukið nýtingu. Verkunaraðferðir sem bæst hafa við eru t.d. pækilsöltun, sprautusöltun og pæklun. Verkunarferlið sam- anstendur gjarnan að fleiri en einni aðferð og eru þær þannig valdar að afurðir nái sem bestum gæðum og nýtingu. Eftírsótt saltfískbragð Við söltunina breytist fiskurinn töluvert. Auk þess sem söltunin virk- ar sem rotvörn veldur hún einnig breytingu á próteinum þannig að þau ummyndast auk þess sem mikl- ar bragðbreytingar eiga sér stað, jafnvel þótt allt salt sé útvatnað burt. Fiskholdið verður allt stífara og fiskurinn fær sitt einkennandi saltfisksbragð sem er mjög eftirsótt. Eins og áður hefur verið nefnt þá minnkar vatnsinnihaldið í fiskhold- inu og styrkur salts eykst að sama skapi. I töflunni er samanburður á vatns-, salt- og próteinmagni í fersk- um fiski og saltfiski. Ferskur þorskur Oþurrkaður saltfiskur Vatnsinnihald 80% 55-57% Próteininnihald 18% 19-22% Saltinnihald 0,5% 18-23% Utvötnun saltfisks Áður en saltfiskur er borðaður þarf að útvatna hann til að lækka saltstyrk. Markmið útvötnunar er að lækka saltstyrk úr um það bil 20% niður í 1% eða jafnvel enn meir. Ai- gengur útvötnunartími eru 3 sólar- hringar. Mælt er með u.þ.b. 3 lítrum af vatni á móti einu kílói af fiski og a.m.k. þrisvar sinnum sé skipt um vatn á útvötnunartímanum. Ef aldrei er skipt um vatn á útvötnun- artíma þarf að gera ráð fyrir 18-20 lítrum af vatni á hvert kíló af fiski. Ef fískurinn er útvatnaður í renn- andi vatni nægir einn sólarhringur. Þegar útvötnun fisksins er lokið verður að gæta þess að fiskurinn getur farið að skemmast þar sem ekki er um neina rotvörn að ræða af hálfu saltsins lengur. Eftir útvötnun þarf því að kæla fiskinn eins og ferskan fisk ef hann er ekki mat- reiddur strax. Að matreiða saltfisk Hér á árum áður var saltfiskur oft á borðum almennings þegar ekki var um að ræða geymsluaðferðir eins og frystingu. Þá var saltfiskur gjarnan soðinn og borinn fram með soðnum karftöflum, rófum og tólg. Þó var það til að gerðir væru ýmsir aðrir réttir, en til vitnis um það eru glósur frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað frá árinu 1944, en þar er að finna uppskriftir af bökuðum saltfiski með hrísgrjónum, salt- fisksnúðum og saltfiskbollum. Hin síðari ár hafa Islendingar meira litið á saltfískinn sem munaðarvöru sem þeir hafa gaman af að prófa að mat- reiða með fjölbreyttum hætti en í þvi sambandi höfum við gjaman litið til matreiðsluaðferða hjá Portúgöl- um og Spánverjum. Árið 1992 gaf SIF út góða matreiðslubók um salt- fiskrétti, „Suðrænir saltfiskréttir", með Almenna bókafélaginu, en þar er að finna margar góðar uppskriftir af saltfiskréttum. Á heimasíðu Rf er að finna yfir 150 fiskuppskriftir en þar á meðal eru nokkrar saltfisk- uppskriftir. Slóðin er www.rfisk.is. Tillaga að matreiðslu Islendingar hafa tilhneigingu til að útvatna saltfisk of lítið með þeim af- leiðingum að maturinn verður of saltur. Sérstaklega gildir þetta þeg- ar verið er að ofnbaka fiskinn. Þegar Fróðleiksmolar: •hver Portúgali neytir 10 kg af saltfiski á ári miðað við 1,7 kg hvers íslendings. •tæplega helmingur þorskafla íslendinga fer f sölt- un. •söltunin virkar sem rotvörn •markmið útvötnunar er að minnka saltstyrk úr 20% nið- ur í 1%. •algengur útvötnunartími er 3 sólarhringar og mælt er með að nota 3 lítra af vatni á móti einu kg af fiski og að skipta a.m.k. þrisvar um vatn á útvötnunartímanum hann er soðinn í vatni losnar meira salt en þegar hann er ofnbakaður. Salt í of miklu magni er ekki hollt heilsu okkar og því er nauðsynlegt að muna að útvatna saltfísk nóg. Við það tapar hann ekki sínu eftirsótta saltfiskbragði. Að lokum fylgir hér gömul uppskrift frá Húsmæðraskól- anum á Hallormstað. Spánskur salt- fiskréttur 400 g saltfiskur 400 g kartöflur 4 msk. smjörlíki (mgtarolíg) ____________1 lítill laukur______ ________1 /6 tsk. pgprikupipgr___ 2 msk. tómatmauk rifinn ostur Kartöflumar eru flysjaðar hráar og skornar í sneiðar. Fiskurinn sem er vel útvatnaður er roðflettur og skor- inn í 2ja fingurbreið stykki. Laukur- inn skorinn í sneiðar og látinn krauma í smjörlíkinu (matarolíunni) um stund. Gratinmót er smurt og kartöflum og fiski raðað í það til skiptis. Lauk, papriku og tómat- mauki er dreift á milli laga. Kartöfl- ur em í efsta laginu og rifinn ostur látinn yfir. Bakað í ofni í 40 mín. við sterkan hita. Kristsdraumur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns ÍSLENDINGAR em draumspakir frá fornu fari og trú þeirra á mátt drauma mikil, sam- anber sögn Ólafs Davíðssonar í bókinni „ís- lenskar þulur og þjóðkvæði“. „Það er gamalt mál að þeir missi draumgáfuna sem segja ekki frá því sem þá dreymir. Og af því er lík- lega það orðtak og sú trú sprottin að „betra sé að segja steininum draum sinn en eng- um“. En til að aftra því að þeir draumar sem boðuðu illt rættust, var áður þjóðtrú að nægði að segja á undan slíkum draumum svonefndan Kristsdraum. Draum dreymdi mig, af þeim hröfnum sagði drottinn, hrikti í vindi, fyrir dag lítinn. afþeimvindi Afþeimdraumi veður af skýjum, dijúgt er að segja: afþeimskýjum Á hæðum heyrðist mér skall einn máni, hafur belja, afþeim mána afþeimbeljum mjög fagur himinn, brunnu selja, afþeimhimni afþeimseljum heiðar stjömur, sátu rekkar, afþeimstjömum afþeimrekkum stóðu laukar, runnu dreyrar, afþeim laukum afþeimdreyrum léku meyjar, drukku hrafnar, löndin öll og eyjar. Hver sem segir minn draum á undan sín- um, hans draumur skal sigursæll verða þótt ljótur sé. Draumar „Kisu“ 1. Það var hringt á dyrabjöllunni og ég opnaði og fyrir utan stóð kona sem heitir Bára (en hún lést ‘93 aðeins 23 ára, ég þekkti hana ekki en hún ólst upp í sama hverfi og ég). Hún var ófrísk og kom út af auglýsingu í Dagblaðinu þar sem ég og maðurinn minn höfðum auglýst ýmsar barnavörur til sölu. Það var eins og ég væri að losa mig við allt sem var „stráka“dót. Hún kom inn í svefn- herbergið, þar var vagga tilbúin með hvítu áklæði en það átti eftir að setja slaufurnar á. Fyrir aftan vögguna var spítalastöng svona eins og þegar fólk fær næringu í æð. Hún vildi sjá bláa borðann sem ég hafði til sölu og hafði verið sem skraut á vöggunni hjá strákn- um mínum, ég rétti henni hann. Hann var samt dekkri en borðinn sem ég notaði í raun fyrir strákinn minn. Um leið ætlaði ég að sýna henni gula borðann sem ég ætlaði að fara nota og ég leitaði í skúffunum í skápnum en fann hann ekki. Hún tók við bláa borðan- um og mældi tvisvar niður eftir spítalstöng- inni og sagði svo að þetta hentaði sér ekki og þá vaknaði ég. 2. Mig dreymdi að mamma mín gæfi mér armband og rétti mér það yfir handrið þar sem ég stóð uppi í miðjum tréstiga milli hæða í húsi. Það var eins og mamma hefði stolið því og þetta var vægast sagt mjög verðmætt armband, kostaði sextíu þúsund milljónir. Þetta var frekar gróft/stórt armband með stórum steinum allan hringinn og þegar hún rétti mér það var það matt og þegar ég setti það á mig byrjuðu steinarnir að tindra og skína. 3. Mig dreymdi fimm litla dráttarbáta draga mjög stórt skip með byggingarkrana sem sneri út á Faxaflóann. Það er eins og ég standi við fjöruna hjá Islandsbanka (áður Kirkjusandur) og skipin koma siglandi frá Sigtúni og það er ekkert óeðlilegt við það, fjaran eða höfnin lá eitthvað þarna inn í land- ið. Og það var eins og ég kannaðist mjög vel við tvo dráttarbátana af þessum fimm og þeir sigldu óeðlilega nálægt landi og eiginlega Mynd/Kristján Kristjánsson í DRAUMI stórstjörnu. steyttu á grjótinu í fjörugrynningunum en ég fékk ekki séð hverjir það voru sem voru í bát- unum. 4. Ég er niðri á Austurvelli með mömmu minni og þar sjáum við mákonu mín (Sigrún) á horninu við pósthúsið og hún var að selja eitthvað á borðum. Þegar við nálgumst sjáum við að hún er að selja fullt af útsaumuðum og bróderuðum dúkum (algjört góss) frá mömmu og þar er líka ein uppáhaldsdúkkan hennar sem ég lék mér líka með þegar ég var lítil. Dúkkustrákur í heimaprjónuðum fötum appelsínugulum og bláum. Við eiginlega furð- uðum okkur á því hvernig hún hafi komist yf- ir þetta. 5. Ég er upp á Hlemmi og þar er eiginkona bróður pabba míns (Guðlaug) að selja á borð- um allskonar hluti og þeir eru allir hvítir og bláir. Og mig langar endilega að kaupa af henni hvítan lampa. Sem ég geri á endanum og borga 500 kr. fyrir og það varð svo bara að koma í ljós hvort það kviknaði ljós á hon- um eða ekki og það varð ég bara að kanna heima. Ráðning Draumarnir lýsa á vissan hátt innbyggð- um ótta þínum við að allt fari úrskeiðis í þínu lífi sem hugsast getur. Þessi uggur virðist eiga sér djúpar rætur í fjöl- skyldumunstrinu og því er ekki svo gott að glöggva sig á hvar þú getir hoggið á hnút- inn. En fyrsti draumurinn sýnir ástæðulaus- an ótta þinn um ófarnað og þar blandarðu ófarnaði annarra til að krydda drauminn. Þessi draumur talar þó meir um brothætta heilsu þína en þinna. Draumar tvö til fimm eru svo blanda af hugsun þinni „nei, það get- ur ekki gengið hjá mér“ og birtist í tilfinn- ingum um stolna hluti, „óeðlilega nálægt landi“, „hvernig hún hafi komist yfir þetta“, „hvort það kvikni ljós“ og svo framvegis, en táknin tala öll einu máli um að sonur þinn beri mikinn persónuleika sem eigi eftir að gera stóra hluti. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sfna birta og ráðna sendi þá með fullu nufni, fæðingar- degi og ári ásamt Iwimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda bréfin á netfang: krifriÉxnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.