Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
tPlÆIKFÉLAGliaé
REYKJAVÍKURJ®
BORGARLEIKHUSIÐ
A SIÐUSTU STUNDU:
Síðustu klukkustund fyrir sýningu
eru miðar seidir á hátfvirði.
Stóra svið kl. 20.00:
LitL ktyttÍHýtbúðik
eftir Howard Ashman,
tónlist eftir Alan Menken.
í kvöld fös. 16/7 örfá sæti laus
Lau. 17/7 fáein sæti laus
fim. 22/7 AUKASÝN. - laus sæti
fös. 23/7 laus sæti
lau. 24/7 laus sæti
Ósóttar pantanir seldar daglega
Erum byrjuð að taka niður
pantanir fyrir ágústmánuð
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýn-
ingu sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Grei ðs lu kortaþj ónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
www.landsbank
Tilboð til klúbbfélaga
Landsbanka íslands hf.
Vorian
Vörðufélagar eiga þess nú kosl að kaupo i forsölu, ú
hagstæðu verði, pakkaferðir til Flórída. Þetta eru
haustferðir, og eru i boði ó tímabilinu 10. september
lil 10. desember 1999. Ferðirnar eru aðeins til sölu
ú Söluskrifstofu Flugleiða og Fjorsölu Flugleiða í
sima 50 50 100.
• Orlando, Best Western Plaza. Verð 46.190 kr. ó
mann miðað við tvo í berbergi.
• St. Petersburg Beotb við Mexíkóflóann. Verð
51.990 kr. ó monn miðað við tvo i stúdíóíbúð.
• Sierro Suites-Poinle Orlando: Verð 51.690 kr. ó
mann miðað við tvo í herb. m/eldunoraðstöðu
Gengið
• 2.500 kr. afslúttur of GSM símum og TALfrelsi
• Tveir miðor ó verði eins ó 10 things I hote obout
you & Wing Commander.
• Tveir leikir ó verði eins í Loser Tag, faxafeni
(món. - fim.)
• 15% afslóttur í Spútnik.
• 10% afslóttur af geisladiskum i SAM lónlist.
Þessi tilboð eru kynnt nónar í tímaritinu
„Á mörkunum".
Ýmis önnur tilboð og ofslættir bjóðast klúbbfélögum
Londsbanko Islonds hf. sem finna mó ó
heimosíðu bankons,
v.landsbankUs
L
Landsbankinn
FÓLK í FRÉTTUM
I skugga drepsótta
TÍUNDI þátturinn af Orðspori var
sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld.
Þetta er svona þáttur um persón-
ur, sem þykja hafa skorið sig úr
fjöldanum á tuttugustu öldinni.
Þáttasmiðir eru þó enn ekki komn-
ir langt í fyrri hluta aldarinnar,
kannski vegna þess, að þá voru
ekki tímar fyrir
sjónvarp eða kvik-
myndaþætti um
fólk. Þannig verð-
ur þessi allsráð-
andi sjónvarpstíð að gera sem
mest með poppfólkið, en sleppa
stórmennum sögunnar ef því er að
skipta, af því hið nýja ritmál, kvik-
myndin, var ekki orðin nógu al-
menn til að skrá einhverja sögu að
gagni fyrir 1950.
Orðsporsmenn sýndu núna síð-
ast ágrip af ævi Jóakims von
Ribbentrop, utanríkisráðherra Ad-
olfs Hitlers og nasista. Ribbentrop
var lengi sendiherra nazista í
London og er sagður hafa unnið að
því að koma á einskonar friðar-
bandalagi Breta og Þjóðverja.
Flestir Bretar létu sér fátt um
sendiherrann og uppnefndu hann
Ribbensnob. Maðurinn var ekki
óviðkunnanlegur að sjá, en hann
SJÓNVARPÁ
LAUGARDEGI
mun hafa talið sig eiga lítið vantal-
að við aðra en valdamenn og aðal.
Hann undirritaði frægan vináttu-
samning Stalíns og Hitlers, sem
hafði m.a. hin undarlegustu áhrif á
Islandi, sem sagnfræðingar hafa
veigrað sér við að fjalla um af
þekkingu og skynsemi. Vegna
þessa vináttusamn-
ings voru ýmsir
öfgamenn hér allt í
einu komnir í
bandalag við Hitler.
Þrír voru sendir utan til Englands
og kallaðir þjóðhetjur á íslandi æ
síðan.
Á stríðsárunum var Steingrímur
Eyfjörð læknir á Siglufirði. Þar
var þá vísnagerð nokkur og var
Steingrímur einn helsti hagyrðing-
urinn. Hann orti um Ribbentrop:
Aumt er að vita illan lim/ í efstu
valdastiga rim/ og óráðsglópy Það
leiðir af sér branda brim/ og bölv-
aður fari Jóakim/ von Ribbentróp.
Stöð 2 lét skammt stórra högga
á milli á sunnudagskvöldið og
sýndi sögulega mynd frá 1932 um
ránið á barni Lindbergs flugkappa,
sem flaug fyrstur manna í einni
lotu á milli New York og Parísar.
Því var haldið í gíslingu og síðan
myrt. Tveimur árum síðar var þý-
skættaður smiður kærður fyrir
morðið og dæmdur til dauða. Lind-
berg var sænskur innflytjendason-
ur; afar vinsæll eftir flugafrekið og
kallaður „Lindy“ um allan heim.
Lögreglan virðist hafa haldið að
hún yrði eins fræg og Lindy ef
hún fyndi morðingja barnsins.
Svo fór að smiðurinn var tekinn af
lífl í rafmagnsstólnum, en þessi
kvikmynd af réttarhöldunum sýn-
ir að vesalings maðurinn var sak-
laus, enda kaus hann dauðann
heldur en lýsa sig sekan.
Stríð er það sóðalegasta sem
maðurinn stundar. En þau virðast
honum kær. Síðasti þáttur kalda
stríðsins var um Suður-Ameríku-
ríkin, sem ætluðu að koma á ný-
skipan hjá sér, að hætti Castros á
Kúbu. Það tókst ekki. Hins vegar
naut Castro þess að verða með
þeim fyrstu að gera byltingu og
var rómaður mjög í fréttagreinum
í New York Times á meðan hann
var á fjöllum. Svo kom Castro of-
an úr fjöllunum og lét mikinn eins
og jábræður hans og sendimenn
um alla Suður-Ameríku. Við lok
aldar eru menn vaknaðir af
draumum sínum.
Á þriðjudagskvöldið sýndi rík-
isrásin fyrsta þátt í þriggja þátta
röð breskri um yfirvofandi skelf-
ingar á jörðinni. Fyrsti þátturinn
var um drepsóttir. Ekki fara sög-
ur af því að mannkynið hafi náð
jafn framarlega í lífskjörum og
vísindum og nú á dögum. Jafn-
framt hefur mannkyni tekist að
búa til tæki til gjöreyðingar sér,
hvenær sem hálfvitar kjósa að
brúka þau. Þá er maðurinn að
drekkja sér í offjölgun og þannig
mætti lengi telja. Hins vegar
stafar honum líklega mest hætta
af veirum, sem hann fær frá um-
hverfinu, m.a. frá húsdýrum. Lyf
hafa verið fundin upp, sem gerðu
kraftaverk á þessari öld, en veir-
ur og bakteríur aðlagast þeim
jafnharðan. Maðurinn hefur alltaf
orðið að þola þetta nábýli við dýr-
in og það hefur staðið mikið leng-
ur en tvö þúsund ár. Ártal okkar
er tilbúningur og heldur ómerki-
legt miðað við langan aldur
mannsins. Þrátt fyrir undralyf má
maðurinn vænta þess að sjúk-
dómar haldi áfram að plaga hann,
einnig plágur stórar og smáar og
farsóttir.
Indriði G. Þorsteinsson
Barnabarn Mjali-
n
m
hvítar syngur
í Winnipeg
Eftir tónleika Gradualekórs Langholtskirkju í
Winnipeg var ein stúlkan úr kórnum kölluð fram
á gólf og kynnt sem dótturdóttir Mjallhvítar.
Jón E. Gústafsson segir að stutt dvöl ömmu
hennar í Winnipeg sextíu árum áður sé orðin
hluti af sögu Islendinga í Vesturheimi.
Lj ósmyndari/ J E G
RON Eyjolfson og Sigrún Kristín Skúladóttir með ljósmynd sem tekin
var af Ron og Kristínu ömmu Sigrúnar á sama stað árið 1930. Kristín
er talin hafa verið fyrirmyndin að Mjallhvíti.
5 30 30 30
i H12-18 OBfamat týrtngu
LOmtfantyrt-li
)rlC]£plGlsa
HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 1200
Mið 21/7 örfá sæti laus
Fim 22/7 örfa sæti laus, Fös 23/7
SNYRAFTUR
Þri 20/7 ath kl. 19, UPPSELT
Rm 22/7 örfá sæti laus
Fös 23/7 kl. 23.00 UPPSELT
Ath! Aðeins þessar sýningar
Tónleikaröð Iðnó-Stilluppsteypa og fl.
Sun. 18/7 kl. 21.00.
TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA!
20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðró.
Borðapantanir í síma 562 9700.
EG þekkti hana úr hópnum um
leið og ég leit yfir kórinn.
Hún er lifandi eftirmynd
ömmu sinnar," sagði Ron Eyjolfson
eftir tónleika Gradualekórsins í
Winnipeg síðastliðinn þriðjudag.
„Þegar ég svo hitti hana var ég svo
spenntur að ég missti kaffibollann úr
höndum mér.“
Stúlkan sem Ron var að tala um
heitir Sigrún Kristín Skúladóttir og
var á ferð um Manitoba með Gradu-
alekór Langholtskirkju í enda júní.
ÍSLENSKA ÓPERAN
____iliil
■t'áVjlSDJjjJ ,.i
Gamanleikrit I leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
Lau17/7 kl. 20 uppselt
Fös 23/7 kl. 20
Lau 24/7 kl. 20
Ósóttar pantanir
seldar daglega
Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12
Miðasaia opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
USTAHÁTÍÐ
1999
Hallgrímskirkj a
Sunnudagur 18. júlí kl. 20.30
Breski orgelsnillingurinn Jennifer Bate leikur
verk eftir Mendelssohn, Bach, Liszt, Berkeley,
Whitlock og sig sjálfa.
Miðasala í Hallgrímskirkju alla daga
firá kl. 15.00 til 18.00 og við innganginn.
Réttum sextíu árum
fyrr hafði Kristín
amma hennar búið í
Winnipeg og sú
stutta viðurvist er
orðin hluti af sögu ís-
lendinga í Kanada.
Listamaðurinn á
kaffihúsinu
Kristín var tvítug
þegar hún yfirgaf ís-
land og fór til
Winnipeg. Hún fékk
vinnu á kaffihúsi á
Ellis Avenue og með-
al fastagesta þar var
jafnaldri hennar,
Ron Eyjolfson. Ron heillaðist af
þessari fallegu ungu konu frá íslandi
og ekki leið á löngu þar til þau fóru
að hittast eftir vinnu.
En það var annar Vestur-íslend-
ingur sem líka heillaðist af Kristínu.
Sá hét Charles Thorson og var lista-
maður. Hann var tuttugu árum
eldri en Kristín og hafði orð á sér
fyrir að vera mikið upp á kven-
höndina. Á milli þess sem hann
teiknaði myndir fyrir Lög-
berg-Heimskringlu og
Eatons-pöntunarlistann hélt
hann til á kaffihúsinu
á Ellis Avenue.
Krakkarnir
hverfinu áttu
það til að læð-
KRISTIN
Sölvadúttir
og teikning
Charles
Thorson af
Mjallhvíti.
JÓN Stefánsson kórstjúri og Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir, undirleikari Gradualekúrs Langholts-
kirkju, við Icelandic River eftir tónleika kórs-
ins í bænuni Arborg í Manitoba.
ast inn á kaffihúsið og biðja Charlie
að teikna fyrir sig dýramyndir, því
lítil krúttleg dýr voru sérgrein hans.
Charlie gekk á eftir Kristínu með
grasið í skónum en á endanum hafn-
aði hún bæði honum og Ron því
hún var komin með heim-
þrá.
Disney merkti sér
myndirnar
Charlie flutti til
Hollywood og fékk
vinnu hjá Walt Dis-
ney. Hæfileikar
hans voru nákvæm-
lega það sem Disney
var að leita að og
Charlie tók þátt í að
skapa teiknimyndaper-
sónur sem við þekkjum enn í
dag. Sumar þeirra er talið að Charlie
hafi skapað frá grunni en erfitt er að
sanna það.
Walt Disney hafði fjölmarga
teiknara í vinnu en setti nafnið sitt á
allt það sem aðrir teiknuðu. Flestir
sem þar unnu sættu sig við þessa
vinnuaðferð. Charlie var sannur ís-
lendingur og það var ekki í hans eðli
að taka þessu þegjandi, heldur orti
hann níðvísur um Walt Disney og
dreifði um fyrirtækið. Það er því í
sjálfu sér ekkert skrítið þótt Charlie
hafi fljótlega misst vinnuna hjá Disn-
ey. Næst vann hann fyrir Wamer-
bræðuma og bjó þar til Kalla kanínu
(Bugs Bunny) og fleiri teiknimynda-
persónur. í bréíi sem Charlie sendi
Kristínu sagði hann að á meðan hann
vann fyrir Disney hefði hann notað
hana sem fyrirmynd að Mjallhvíti.
Það er erfítt að færa sönnur á að
Charlie hafi búið Mjallhvíti til en þeg-
ar bornar eru saman myndir af Ki-ist-
ínu á þessum áram og fyrstu útgáfur
af Mjallhvíti er vart um að villast.
Mjallhvít í
uppáhaldi
„Mjallhvít var ein af mínum upp-
áhaldssögum þegar ég var lítil. Eg
var því mjög hissa þegar ég heyrði
að amma mín hefði verið fyrir-
myndin að Mjallhvíti," sagði Sigrún
Kristín þar sem hún stóð fyrir
framan húsið á horni Ellis Avenue
og Dominion-stræti. Ron sýndi
henni mynd sem tekin var af honum
og ömmu hennar fyrir framan þetta
sama hús árið 1930.
„Eg fæddist tveimur árum eftir
að amma dó en mamma var búin að
segja mér að hún hefði búið hér og
unnið á kaffíhúsi. Það var mjög
skrítið og óvænt að hitta gamlan
kærasta hennar og heyra allar
þessar sögur. Mamma vissi um
tengsl ömmu við Mjallhvíti eniþetta
hefur ekki mátt fara hátt. Eg er
kannski að ljóstra upp einhverju
sem ekki má segja frá,“ sagði Sig-
rún Kristín.