Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MGRGUNBLAÐIÐ
Hundalíf
Ljóska
En ‘*q er hrxddur um db hann.
i/ertfc oU/r
Ferdinand
Smáfólk
YE5,MAAM,IM
. FINI5HED.. >
I CVT OUT THE LI0N5
ANPTHE ZEBRA5,ANP
PA5TEP THEM ALL !N
THE JUNöLE, 5EE?
ACTUALLY, I HATE
CI/TTIN6 AND PA5TIN6..
Já, kennari, ég er búinn Ég klippti út ljónin og Satt að segja leiðist mér að
sebradýrin og límdi þau öll klippa og líma..
Ég held að framtíð mín
liggi í krítarlitum...
inn í frumskóginn, sérðu?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Kviðpokaseiðin
og Elliðaárnar
Frá Stefáni Krístjánssyni:
UNDIRRITAÐUR skrifaði grein í
nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins
um Elliðaámar. Þar var m.a. bent á
dapurlegar staðreyndir varðandi
laxagöngur í árnar, mengun og
slaka veiði undanfarin ár. Einnig
var gagnrýnt í greininni algjört að-
gerðarleysi Veiðimálastofnunar að
mati undirritaðs í málefnum Elliða-
ánna.
Nú nýverið birtist svargrein frá
tveimur starfsmönnum Veiðimála-
stofnunar í Morgunblaðinu.
I grein minni í Sportveiðiblaðinu
sagði ég að starfsmenn Veiðimála-
stofnunar hefðu í kaffitímum hlegið
að Þresti Elliðasyni og framgöngu
hans við ræktun Rangánna. Þessu
vísa þeir félagar á bug. Ég fullyrði á
móti að þetta hefur átt sér stað og
hef fyrir því öruggar heimildir.
I svargrein sinni beina þeir félag-
ar þremur spumingum til mín. Sú
fyrsta er þannig:
1. A hverju byggir þú það að 80%
gönguseiða drepist í árósnum?
Svar: I grein minni er hvergi tal-
að um að 80% af gönguseiðum í El-
liðaánum drepist í árósnum. Slíka
fullyrðingu er alls ekki hægt að
setja fram. Það sem ég átti auðvitað
við var að talið er að 80% seiða í El-
liðaánum drepast í ánum, á leið
sinni til sjávar, eða í sjónum áður en
til göngu kemur í ána á ný. Þessi
tala, 80%, er komin frá ekki ómerk-
ari manni en Þór Guðjónssyni, fyrr-
verandi veiðimálastjóra.
Onnur spuming félaganna var
svona:
2. Af hverju segir þú að ekki hafi
verið varað við mengun í ánum af
hálfu Veiðimálastofnunar, eða hefur
þú ekki kynnt þér skýrslur stofnun-
arinnar áður en þú skrifaðir grein-
ina? (Sjá skýrslu VMST-R/92015
sem skrifuð var 1992 og margar
greinar síðan.)
Svar: Hér er Veiðimálastofnun
rétt lýst. Vitnað í skýrslur út og
suður sem engum árangri hafa skil-
að, allavega ekki hvað Elliðaámar
varðar. Ég hef lesið fáar skýrslur
frá Veiðimálastofnun og hef ekki í
hyggju að auka við þann lestur í
framtíðinni. Vera kann að Veiði-
málastofnun hafi í einhverjum
skýrslum fyrir sjö ámm eða svo
varað við mengun í Elliðaánum en
þær skýrslur hef ég ekki séð. Eitt
er víst að ekki hefur verið tekið
mark á þeim varnaðarorðum Veiði-
málastofnunar. Göngur og veiði í
Elliðaánum vom lélegri en nokkra
sinni áður í fyrra. Látlaus niður-
sveifla undanfarin ár segir meira en
mörg orð um frammistöðu Veiði-
málastofnunar og allar skýrslumar.
Þær hafa engum árangri skilað.
Þriðja spumingin er þannig:
3. Getur þú sýnt fram á það með
óyggjandi hætti að kviðpokaseiða-
sleppingar hafi áhrif á laxagengd í
Elliðaám eða vísað í rannsóknir
máli þínu til stuðnings? Eða hefur
þú kynnt þér rannsóknir sem fram
hafa farið á sambandi hrygningar-
stofns og nýliðunar, veiðiálagi og
árangri seiðasleppinga í Elliðaám?
Svar: Ég hef sagt það áður og
segi enn að ég tel sleppingu kvið-
pokaseiða einu lausnina til að auka
göngur og veiði í Elliðaánum. En
auðvitað verður að byrja á því að
stöðva mengunina í ósnum sem þeir
félagar minnast ekki einu orði á.
Ég get sannað mitt mál varðandi
kviðpokaseiðin. Það geri ég ekki
með því að vísa til rannsókna eða í
skýrslur Veiðimálastofnunar. Ég
bendi einfaldlega á tölulegar stað-
reyndir um sleppingar, göngur og
veiði.
I bókinni „Elliðaámar" eftir Ás-
geir Ingólfsson, sem út kom árið
1986, segir eftirfarandi: „Þannig var
til dæmis sleppt 700.000 seiðum
1939 (kviðpokaseiðum innsk. sk), en
fjómm ámm síðar, 1943, fór veiðin
að nálgast það, sem áður var, en það
ár varð hún 1.519 laxar. Ljóst virð-
ist þó, að þegar árangursins af
fyrstu stórsleppingunum átti að
gæta, 1937 og 1938, hafi náttúruleg-
ur stofn ánna verið orðinn svo lítill,
að þakka megi sleppingunum mest-
an hluta göngunnar þau ár. Þá má
einnig benda á, að 1943 var heildar-
laxagangan (bæði fyrir ofan og neð-
an teljara) talin vera nær 5.000 lax-
ar. TVö mikil veiðisumur urðu 1947
og 1948. Komst gangan fyrra árið í
um 6.700 laxa, en 5.800 árið eftir.“
I kjölfar flóðanna miklu í Elliða-
ánum, 1968 og 1969, var upp úr
1970 talin brýn þörf á ræktunar-
átaki í Elliðaánum þrátt fyrir að
2.052 laxar gengu í ámar árið 1970.
Næstu 5 árin var slepping 500 þús-
und kviðpokaseiða uppistaðan í
ræktunarátakinu. Seiðunum var
sleppt um allt vatnasvæði Elliða-
ánna og efst í Átthagavatnið. Til
fróðleiks urðu endurheimtur þess-
ar: 1970 gengu 2.052 laxar í Elliða-
ámar, 3.269 árið 1971, 3.877 árið
1972, 6.780 árið 1973, 7,953 árið
1974 og 8.066 árið 1975. í bókinni
„Elliðaárnar" segir orðrétt: „Árin
1973,1974 og 1975 komst veiðin yfir
tvö þúsund laxa (2.267, 2.035 og
2.067), og er það í einu skiptin í 95
ára sögu stangaveiða í Elliðaánum
(tölur vantar að vísu um veiðina
sum fyrstu áranna), sem hún kemst
á þriðja þúsundið."
I fyrra veiddust um 492 laxar í
Elliðaánum og 900 fiskar gengu í
ámar. Og enn skal vitnað í um-
rædda bók: „Kviðpokaseiði hafa tví-
vegis sannað gildi sitt við ræktun
Elliðaánna og önnur dæmi, innlend
og erlend, em til. Ræktunin er ódýr
og árangursrík og á því leikur lítiil
vafi, að með sleppingu þeirra í svip-
uðum mæli og áður var gert og á
skipulegan hátt um allt vatnasvæðið
má ná með tímanum þeim árangri,
sem lýst hefur verið hér að fram-
an.“
Svo mörg vom þau orð. Þarf
frekari vitnanna við varðandi slepp-
ingar kviðpokaseiða í Elliðaárnar?
Þessar tölur segja meira en
skýrslubunkamir á Veiðimálastofn-
un sem ég gef minna en ekkert fyr-
ir.
STEFÁN KRISTJÁNSSON,
íþróttafréttamaður á DV og ritstjóri
Grafarvogsblaðsins.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.