Morgunblaðið - 17.07.1999, Page 64

Morgunblaðið - 17.07.1999, Page 64
.64 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ r • 'i HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Pomlidid Celcbrity plunkett & madeane eir ræna þa riku...punktur! www.haskolabio.is iiju jjjjji /í;j. jjj/jjj/ jjjjjjj jijijj;/ jar" . 1/jíij/jjuj jjjjj /J/JJ jf Ij/;/j/ j/ Ljjjjjjj.. ,^r ' % •^I|L ★★★ MUMIAN Frabær ævmtyramynd uppfull íif spcnnu gríni og lygilegum tæknibrellum. Sýnd kl. 9.20. B.i. i4ára. Verð kr. 500. HI-LO COUNTRY HÁSLfTTAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. b.í. 16. Sýnd kl. 4.50 og 7. sis. sýn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 11.10. B.i. 16. Kl. 5. Slð.sýn. B.i.16. FBRÐU t BÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 !jjidj/ijjj jjjjj /i;j;:7rf u/jjj/ jjjjjj ;!dijj;j ju. /jíjj/Ijjj jjjjj m'ij S/iÍur j: MSmbm kvikmyndir. www.samfilm.is Sandy Brechen er sérstakur gestur Harmonikkuhátíðar Reykjavíkur Skotinn Sandy Brechen og hljómsveit hans spila tónlist sem er byggð á skoskri þjóð- • lagahefð en er líka nútímaleg og dálítið fönkuð. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Sandy og félaga hans um þjóðlagatónlist, sekkjapípur og Neró keisara. Sandy Brechen og hljómsveit hans leika á dansleik á Broadway í kvöld Morgunbiaðið/Amaidur Harmonikkufélag Reykjavíkur heldur harm- onikkuhátíð nú um helgina og verða af því tilefni fjölmargar og fjölbreyttar harmonikkuuppá- komur víðsvegar um borgina. Sér- stakur gestur hátíðarinnar er skoski harmonikkuleikarinn Sandy Brechin. ^ Með klassíska menntun Sandy hóf nám í harmonikkuleik átta ára gamall og nam klassískan harmonikkuleik í fjöldamörg ár. Síðustu árin hefur hann svo spilað í ýmsum tegundum hljómsveita og einnig gefíð út tvær breiðskífur hjá skoska útgáfufyrirtækinu Green- trax Recordings. Hljómsveitin sem lék með honum á breiðskífunum er sú hljómsveit sem er með honum hér á landi núna og hafa þeir spilað saman í um þrjú ár. í henni eru .auk harmonikkunnar, trommur, rafmagnsgítar og bassi og er sviðs- framkoma þeirra fjörug og dálítið rokkuð. Tónlistin sem þeir spila er byggð á skoskri þjóðlagahefð en er samt nútímaleg og jafnvel fönkuð. Þeir leika á dansleik á Broadway í kvöld og verður hann að sögn að- ^standenda hátíðarinnar, hápunktur líennar. Er þjóðlagatónlist vinsæl í Skotlandi í dag? „Já, hún er það,“ segir Sandy, „bæði hefbundin þjóðlagatónlist og svo einnig þjóðlagatónlist með nú- tímalegra sniði svona eins og við spilum. Það er mjög algengt bæði í Skotlandi og einnig á Irlandi að þjóðlagahefðin hafi áhrif á popp- og rokktónlistina." Sandy segir að þjóðlagatónlist hafi löngum verið vinsæl í Skotlandi. Þegar skoska þingið var sett núna í sumar átti þjóðlagatón- list stóran þátt í hátíðarhöldunum í kringum það. Hann segir það oft einkenna þjóðir sem hafa verið kúgaðar eða undir annarra stjórn að þær haldi mjög fast í allt sem sérkenni þær. Eins verði þjóðleg menning oft sérstaklega áberandi þegar þjóðir standa í sjálfstæðis- baráttu og stundum sé hún jafnvel notuð sem tæki í baráttunni. Á meðan Róm brann... „Þegar minnst er á skoska þjóð- lagatónlist sjá fiestir fyrir sér stæðilegan skeggjaðan karl með sekkjapípur. En er það eitthvað fieira en sekkjapípurnar sem er einkennandi fyrir tóniistina? „Sekkjapípumar hafa auðvitað haft mikil áhrif á þjóðlagatónlist í Skotlandi og eru þær líka mjög frægt skoskt fyrirbæri,“ segir Sandy. „Þó leikur reyndar vafi á því hvort þær eru upprunalega frá Skotlandi og er í raun líklegra að þær eigi rætur sínar að rekja tii Rómverja. Því er kannski nær að ímynda sér að Neró keisari hafi leikið á sekkjapípur, frekar en fiðlu eins og stundum er sagt, á meðan Róm brann.“ Sandy segir að fleiri hljóðfæri komi við sögu í skoskri þjóð- lagatónlist og þeirra á meðal séu fiðlan, önnur strengjahljóð- færi, harmonikkan og ýmsar flautur. Samspil þessara hljóð- færa hafí, ásamt sekkjapípun- um, átt mikinn þátt í að móta þjóðlagahefðina í Skotlandi. A harmonikkan sér langa sögu í Skotlandi? „Nei, í rauninni ekki, hún kom ekki til Skotlands fyrr en í byrj- un þessarar aldar en hún varð strax mjög vinsælt og útbreitt hljóðfæri. Fiðlan hafði verið til síðan á sextándu öld en hún var dýr og var því ekki á allra færi að eignast fiðlu. En með tilkomu harmonikkunnar gátu flestir sem vildu, eignast hljóðfæri. Einnig SANDY hefur gefið út tvær breiðskífur hjá skoska útgáfiifyrirtæk- inu Greentrax Recor- dings. komu til sögunnar alls konar flautur og einföld strengja- hljóðfæri eins og banjó og lítil mandólín sem almenningur eignaðist og spilaði mikið á, sérstaklega í sveitahéruðum." Sandy og hljómsveitin hans munu leika víðsvegar um bæinn um helgina og ætla svo að dvelja hér áfram í nokkra daga og skoða landið. Þá langar til að synda í hveravatni, fara upp á jökul og gera allt þetta skemmtilega sem þeir hafa heyrt að sé hægt að gera á Islandi. „ÞJÓÐLAGATÓNLIST er mjög vinsæl, bæði Skotlandi og á Irlandi," segir Sandy.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.