Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 15 HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞESSIR ungu herrar nutu lífsins í Nauthólsvíkinni í síðustu viku. STRÖNDIN heillar ætíð ungviðið og víkin verður eflaust vinsæl til sjóbaða í framtíðinni. Framkvæmdir standa nú yfír við gerð baðsvæðis í Nauthólsvfk sem verður opnað næsta sumar SJÓBÖÐ STUNDUÐ AFTUR Nauthólsvík GERT er ráð fyrir því í deiliskipulagi að Nauthóls- vík verði fjölbreytt útivist- arsvæði þar sem áhersla er lögð á siglingar, baðströnd og fræðslu um náttúru og sögu. Á þessu ári hefur ver- ið unnið að undirbúningi fyrir gerð ylstrandar í vík- inni sem ráðgert er að opna með viðhöfn 17. júní á næsta ári. Með fram- kvæmdunum verður aftur myndaður sá sjóbaðstaður sem margir muna eftir frá sokkabandsárum sínum og Heiti lækurinn sem kannski aðrir muna eftir verður opnaður á ný, að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra. Nauthólsvík var sjó- og sólbaðsstaður Reykvíkinga um alllangt skeið á þessari öld. Sjóböð lögðust af í vík- inni um miðjan sjöunda ára- tuginn vegna skólpmengun- ar. Eftir að nýtt fráveitu- kerfi var tekið í notkun er strandlengjan nú orðin nægilega hrein til að unnt sé að stunda sjóböð í Nauthóls- vík að nýju. Heit baðkví Hitastig sjávarins við ströndina er um 10 gráður að sumariagi. Rúmlega 30 gráða heitu affallsvatni frá Orkuveitunni verður veitt í afmarkað rými, baðkví. Þannig verður vatnið í kvínni 18 til 20 gráða heitt að meðaltali. Hitastigið ræðst þó af ýmsum þáttum, svo sem sjávarföllum og því hve mikið magn affallsvatns er tiltækt hverju sinni. Alltaf verður eitthvert vatn í kvínni en þegar mest vatn er í henni verður vatns- flöturinn á stærð við hálfan knattspyrnuvöll. Fyrirhugað er að baðsvæðið verði nýtt yfir sumarmánuðina, frá miðjum maí fram í miðjan septem- ber. Hugmyndir eru uppi um að hafa opið fram eftir kvöldi og nótt á bjartasta tíma ársins. Almennt er þó gert ráð fyrir að opið verði frá 10 til 10. Gert er ráð fyr- ir því að frítt verði inn á svæðið en greiða þurfi fyrir aðgang að búningsaðstöðu sem útbúin verður á staðn- um. I skipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir laugum og heitum pottum á bakka bað- kvíarinnar. Rekstur hefst næsta sumar Framkvæmdir hófust á svæðinu í ár. Þegar hefur meðal annars verið unnið að hreinsun á yfirborðsefni og fyllingu með skeljasandi og gerð sjóvarnargarðs og Morgunblaðið/Jim Smart YNGVI Þór Loftsson landslagsarkitekt lýsir fyrirhuguð- um framkvæmdum við Nauthólsvík. Mað honum á mynd- inni eru Ingibjörg Sólrún Gísladdttir borgarstjóri og Helga Jdnsdóttir borgarritari. þröskulds til að loka bað- kvínni. Á næsta ári á að setja upp flotgirðingu og reisa þjónustuhús og eftir- litsturn. Að þeim fram- kvæmdum loknum hefst rekstur svæðisins. Þá verð- ur enn ólokið gerð heitra potta við baðkvína. Borgaryfirvöld áætla að um 100 milljónum verði var- ið í framkvæmdir við Naut- hólsvík í/ár og annað eins á næsta ári. Enn er ekki út- séð um hver heildarkostn- aður vegna verksins verður því ekki er ljóst hve um- fangsmiklar framkvæmd- irnar í Nauthólsvík verða þegar upp verður staðið. Sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir þeim möguleika að koma upp stríðs- og frið- arminjasafni á svæðinu. Bor'garstjóri hefur sem kunnugt er tilkynnt að hann hyggist vígja baðsvæðið með því að synda yfir Nauthólsvík. Ýmsir hafa túlkað það þannig að Ingibjörg Sólrún ætli að synda yfir Fossvog frá Reykjavík yfir í Kópavog. Hún þvertekur fyrir það, segist lítið hafa með það að gera að synda í önnur bæj- arfélög. Hún hyggst hins vegar standa við áðurgefn- ar yfirlýsingar og leggjast til sunds í Nauthólsvík klukkan 2 stundvíslega næsta þjóðhátíðardag. r h Lítið og notalegt kaffíhús í Hellisgerði Góðar vættir á sveimi Hafnarfjörður EITT minnsta kaffihús landsins er opið yfir sum- armánuðina í Hellisgerði. Þar ræður ríkjum Anna Hauksdóttir sem nú rekur kaffihúsið annað sumarið í röð. Húsið sjálft er ekki stórt í fermetrum en garðurinn umhverfis þeim mun stærri og notalegri til að setjast niður á góð- um degi og fá sér kaffi- bolla. Anna segist ánægð með þær viðtökur sem Kaffihúsið hefur fengið og segir góðar vættir á sveimi í garðinum. Húsið er í eigu Hafnar- fjarðarbæjar og segist Anna hafa leyfi tíl að reka þar kaffihús yfír sumarið. Hún segist opna um leið og veður leyfir á vorin og halda opnu eins lengi og hægt er fram á haustíð. Margir leggja leið sína í ANNA Hauksdóttir afgreiðir ungan viðskiptavin. Hellisgerði á sumrin og þykir þá gott að fá kaffi- bolla í garðinum. Anna varð fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu fyr- ir nokkrum árum að dótt- ir hennar drukknaði og varð hún þá fyrir miklu áfalli. Anna segist þá hafa hætt að vinna og ekki ver- ið mönnum sinnandi. I fyrra dreif vinkona hennar hana með sér í rekstur kaffihússins í Hellisgerði og það gafst vel. Anna segist strax hafa fundið fyrir friði sem fylgdi staðnum og vistín EITT minnsta kaffihús landsins kúrir í Hellisgerði. Morgunblaðið/Eiríkur P. þar hafí hjálpað henni að komast yfir versta áfallið. Aima segist ekki hafa séð álfa eða annað huldufólk í garðinum en segir þó eng- an vafa leika á því að góð- ar vættír vaki yfir sér í Hellisgerði. í sumar rekur hún kaffihúsið ein og nýt- ur þess greinilega að gefa fólki sopa í garðinum. Þó að góðar vættír séu í garðinum hafa aðrar ver- ur einnig verið þar á sveimi sem fólk kann lítt að meta. í fyrra settí það strik í reikninginn að mik- ið var af geitungum í Hellisgerði og plöguðu þeir fólk. Urðu börn fyrir bití í varirnar þegar þau voru að drekka ávaxta- safa. Gengið var í það að eyða geitungabúunum í fyrra og í ár segist Anna ekkert hafa orðið vör við þessa leiðu gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.