Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 76
Heimavörn HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Hlutabréf í FBA seld til Orca S.A. fyrir um fímm milljarða króna Samherji, Jón Olafsson og Bón- usfeðgar verða meðal hluthafa EIGNARHALDSFELAGIÐ Orca SA. í Lúxem- borg hefur keypt dótturfyrirtæki Scandinavian Holding S.A. í Lúxemborg, sem á 22,1% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Jafnframt hefur Orca SA. keypt viðbótarhlutafé í FBA og nemur hlutur þess í bankanum nú 26,5%. Scandin- avian Holding er í eigu sparisjóðanna, Kaupþings og Sparisjóðabankans. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru helztu eigendur Orca SA. eða væntanlegir eigendur, þar sem í sumum tilvikum hefur ekki verið gengið endanlega frá eignaraðild, Samherji hf. á Akureyri eða helztu forsvarsmenn þess, Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa hf., Pétur Björnsson, fyrrverandi aðaleigandi Vífil- fells hf., Jón Asgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, helztu hluthafar í Baugi hf., og fleiri. Verðmæti hlutar Orca S.A. miðað við markaðs- verð FBA á verðbréfaþingi nemur rúmlega fimm milljörðum króna. íslenzka ríkið er stærsti hlut- hafinn í FBA og nemur eignarhluti þess 51%. Aðr- ir stórir eignaraðilar að FBA eru sparisjóðirnir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu forráðamenn FBA ástæðu til að ætla fyrir nokkrum vikum, að eigendur Scandinavian Hold- ing í Lúxemborg, þ.e. Kaupþing, sparisjóðirnir og Sparisjóðabankinn, væru tilbúnir til að selja þann hlut í FBA, sem skráður var á fyrirtækið í Lúxem- borg og hófust viðræður um kaup á bréfunum milli aðila. I kjölfar þess leituðu þeir til nokkurra fjár- festa, sem lýstu áhuga á að kaupa þann hlut. Þar var m.a. um að ræða Hof hf., eignarhaldsfélag Hagkaupsfjölskyldunnar, Kára Stefánsson og Gunnar Björgvinsson, flugvélamiðlara í Liechten- stein, en viðtal við hann birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var leitað til þessara fjárfesta með vitund fulltrúa stærsta hluthafans, þ.e. ríkisins. Tilboði þessara aðila var hins vegar hafnað. í ljósi fyrri samskipta milli aðila mun það hafa komið forráða- mönnum FBA og væntanlegra fjárfesta á óvart, enda munu þeir hafa talið, að Kaupþing væri ekki í viðræðum við aðra aðila á sama tíma. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins töldu forráðamenn Kaupþings hins vegar, að verðhug- myndir þessa hóps fjárfesta væru of langt frá því verði, sem viðunandi væri fyrir sparisjóðina og Kaupþing. Á svipuðum tíma hefðu nýir aðilar komið til sögunnar og gert tilboð í hlut Scandinav- ian Holding. Þeirra tilboði hefði því verið tekið. Þar var um að ræða einhver ofangreindra fyrir- tækja og einstaklinga, en síðan komu fleiri til sög- unnar. Fyrr á þessu ári munu hafa farið fram viðræður á milli forsvarsmanna sparisjóðanna og annarra fjármálastofnana og fjárfesta um að þessir aðilar allir sameinuðust um kaup á hlutabréfum ríkisins í FBA. I hópi sparisjóðanna og Kaupþingsmanna mun hins vegar hafa komið upp eindregin and- staða við slíkar hugmyndir. Fyrir síðustu áramót munu fulltrúar Kaupþings hafa boðið hlut fyrirtækisins í FBA til sölu og leit- að til nokkurra aðila í því sambandi. Sumum þeirra þótti verðið of hátt og höfhuðu því m.a. á þeim forsendum. Verð á hlutabréfum í FBA hefur hækkað mjög undanfarnar vikur og á verðbréfamarkaðnum hef- ur þeirri skoðun verið lýst, að einhverjir aðilar hafi stuðlað að því með markaðsaðgerðum, að verðið hækkaði. Ljóst er að söluhagnaður af sölu hlutabréfanna í FBA er mjög mikill. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, að það væri alls ekki rétt, sem fram hefði komið, að það væri fjárfestingarhópur á vegum stjórnenda FBA sem hefði keypt hlutabréfin. Vegna þeirrar stöðu, sem nú væri komin upp, væri það dálítið ankannalegt, að eigendur 26,5% hlutafjár í félaginu hefðu ekki komið fram, en hann kvaðst treysta því, að það mundi breytast á næstu dögum. ¦ Eignarhaldsfélagið/20 Þormóður rammi skoðar rekstur á Húsavík I viðræðum við Fiskiðju- samlagið RÓBERT Guðfinnsson, stjórnar- formaður Þormóðs ramma á Siglufirði, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að viðræður um hugsanlegt samstarf fyrirtæk- isins við Fiskiðjusamlag Húsavík- ur stæðu nú yfir. „Enn liggur ekkert fyrir, en við höfum áhuga á að koma inn í reksturinn ef það hentar báðum aðilum," segir Ró- bert. Hugsanlegt að styrkja kvótastöðuna Hann segir ekki standa til að gera tilboð í Fiskiðjusamlagið. „Ef þeir hafa áhuga á að vinna með okkur, afgreiðum við það öðruvísi en með tilboði, t.d. með því að koma inn með nýtt hlutafé." Ró- bert segir hugsanlegt samstarf fyr- irtækjanna liggja í því að styrkja kvótastöðu og skipastól Fiskiðju- samlags Húsavíkur. 4>. t Mikill hiti um allt land ÞÚSUNDIR landsmanna hafa not- ið góðs af blíðviðrinu undanfarið og von til að þeir fái tækifæri til þess áfram um sinn. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu íslands er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Búist er við bjart- viðri víða um land, en hætt við þokulofti, einkum að næturlagi. Hiti verður að líkindum 12 til 22 stig að deginum. -----------?-?-•--------- Tvö íslensk skip á leið í Barentshaf TOGARARNIR Margrét EA, sem er í eigu Samherja, og Björgvin EA, sem er gerður út af Snæfelli á Dal- vík, héldu til veiða í Barentshaf um helgina. Reiknað er með að skipin verði komin á veiðisvæðið suður af Bjarnarey á miðnætti í kvöld. Þar hafa breskir togarar verið við veiðar og samkvæmt fréttum hafa aflabrögð þeirra verið skapleg. » íslensku skipin eru með veiðileyfi í norsku lögsögunni samkvæmt þrí- hliða samningi íslendinga, Norð- manna og Rússa um veiðarnar. Enn hafa ekki fengist tilskilin leyfi frá rússneskum yfirvöldum um veiðar í þeirra lögsögu. Valdimar Bragason, útgerðarstjóri Snæfells, sagði að fyrir utan fréttir af aflabrögðum bresku togaranna hefði lítið spurst út um veiði. „Við rennum blint í sjóinn með þetta og við vitum varla hvort þetta borgar sig. Ef veið- in gengur vel borgar þetta sig." Björgvin EA má veiða 220 tonn af 'óslægðum afla upp úr sjó. Að sögn Valdimars munu fleiri ís- lensk skip leggja í hann í þessari viku. Hann segir að lítið hafi verið um að útgerðir hafi boðið aflahlut- deild sína til sölu. Greinilegt sé því að menn hafi einhverja trú á þessum veiðum. „Þeir sem ætluðu að selja frá sér hlutdeildina þurftu að gera það tfyrir mánaðamótin og það gerði eng- Morgunblaðið/Jim Smart Stálsmiðjan og Slippstöðin sameinast ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Stálsmiðjuna hf. í Reykjavík og Slippstöðina hf. á Akureyri í nýju hlutafélagi frá 31. ágúst næstkom- andi. Hið nýja félag mun verða stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins, með um 280 starfsmenn, en ákvörðun um sameiningu er tekin með fyrirvara um samþykki hluthafafunda sem verða boðaðir á næstunni. Hluthafar í Stálsmiðjunni munu eignast 54% hlutafjár í nýja félag- inu og hluthafar í Slippstöðinni 46%. Stærsti hluthafi hins nýja fé- lags verður Slippfélagið í Reykja- vík hf. en það á 32% hlut í Stáismiðjunni og 30% hlut í Slipp- stöðinni. Aðrir stórir hluthafar í fé- laginu verða Burðarás hf., Marel hf. og Málning hf. með tæplega 10% hlut hvert félag og Olíuversl- un íslands hf. með um 5,7% hlut. Fram kom á fréttamannafundi, sem haldinn var í gær í tilefni af sameiningu fyrirtækjanna, að markmiðið væri að skapa öflugt málmiðnaðarfyrirtæki sem væri í stakk búið til að sækja fram á sviði stóriðju og skipaþjónustu og lfklegt til að standast samkeppni við erlenda keppinauta. Mark- aðsvirði hins nýja fyrirtækis er áætlað um 700 milljónir króna við sameininguna en hún á sér stað undir kennitölu Stálsmiðjunnar og mun hið nýja félag því verða skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings ís- lands, eins og Stálsmiðjan hingað til. ¦ Verður stærsta/20 Banaslys við Akranes BANASLYS varð á vegamótum Akranesvegar og Vesturlands- vegar laust fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Rákust þar sam- an fólksbfll og flutningabfll og lést ökumaður fólksbílsins. Ökumaður fólksbílsins var einn í bílnum. Lögreglan í Borgarnesi kom á vettvang og auk hennar sjúkrabíll frá Akra- nesi og tækjabíll frá lögregl- unni á Akranesi. Tveir menn voru í flutningabílnum og sak- aði þá ekki. Gott veður var á þessum slóðum í gær, bjart og stillt. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.